Tíminn - 24.05.1986, Blaðsíða 10

Tíminn - 24.05.1986, Blaðsíða 10
10 Tíminrv Laugardagur 24. maí 1986 Kristján Guðmundsson, bæjarstjóri í Kópavogi. ATVHNUTÆKFÆRIIBJENIM FVRIR 87% 1F VWNUFÆRU FÓLKI Rætt viö Kristján Guðmundsson bæjarstjóra í Kópavogi NOKKRAR TOLUR UM KÓPAVOG I litlum bæklingi, sem gefínn hefur verið út um Kópavogs- kaupstað nú í ár, er að finna býsna margar fróðlegar upplýsingar. Þannig eru tekjur bæjaríns árið 1986 áætlaðar 576 milljónir, og eru útsvör þar stærsti liðurinn, 337 milljónir. Tekjur af einstökum rekstrarþáttum eru 289 milljónir og heildargjöld eru áætluð 818 milljónir. Stærsta upphæðin renn- ur til félagsmála, 185 milljónir, næst koma fræðslumá! með 147 milljónir og síðan götur, holræsi og umferðarmál með 139 milljónir. Farþegar í Strætisvögnum Kópa- vogs voru 1.610.600 á síðasta ári og vagnarnir óku 568 þúsund kfló- metra í 67 þúsund ferðum. Komur í Heilsugæslustöð bæjarins á síð- asta ári voru 52.135 og vitjanir hjúkrunarfræðinga í heimahjúkrun og við ungbarnaeftirlit voru 5.834. Útlán á bókasafni bæjarins voru 155.797. Komur barna á leikvelli bæjarins voni 67.779 á árínu. Árið 1955 voru 3.783 íbúar í Kópavogi, 1960 voru þeir 6.216, 1965 voru þeir 9.181 og 1970 var íbúafjöldinn kominn upp í 11.167. 1985 bjuggu 14.592 í Kópavogi, þar af 7.321 karl og 7.271 kona. Á dagvistarheimilum Kópavogs voru 688 börn áríð sem leið og 2.420 nemendur voru í grunnskól- um bæjaríns. Þá voru 382 í Tónlist- arskólanum. Fjölmennasta gatan var Engihjalli með 1.063 íbúa, næst kom Furugrund með 833 og í þriðja sæti var Álfhólsvegur með 808. - esig Kópavogur hefur allmikla sér- stöðu á meðal bæjarfélaga hér á landi. Hann er hvorki útgerðar- né fiskvinnslubær, og hann er ekki heldur þjónustumiðstöð fyrir land- búnaðarhérað, en annað af þessu tvennu eru víst flest bæjarfélög hér á landi. Lega hans við syðri mörk Reykjavíkur skapar honum einnig töluverða sérstöðu, og ætla mætti að hann væri í hættu á að verða einungis svefnbær frá höfuðborginni. Menn hafa þó ekki komist hjá að taka eftir því að einkum á seinni árum hefur byggst upp mikil verslunar- og at- vinnustarfsemi þar í bær. Með hlið- sjón af þcssu tókum við Kristján Guðmundsson bæjarstjóra Kópa- vogs tali nú í vikunni og spurðum hann fyrst hvers konar bæjarfélag Kópavogskaupstaður væri að hans mati, eða hvernig hann vildi skil- greina samfélagið þarna. - Kópavogur fékk kaupstaðar- réttindi 1955, segir Kristján, -og þá voru hér búandi 3.700 manns. í dag eru hér 14.600 íbúar, svo að fjölgun- in hefur orðið afar mikil, nánast stökkbreytingar um tíma. Fyrst í stað var Kópavogur nánast svefnbær frá Reykjavík, en þetta hefur síðan smátt og smátt verið að breytast. Eitt, sem einkenndi hann sérstak- lega framan af, var hvað hér voru barnmargar fjölskyldur og nieðal- aldur lágur. En það hefur mjög breyst núna í seinni tíð, þannig að núna er hlutfall barna hér í saman- burði við önnur sveitarfélög með þeini hætti að við gerum ekki betur en að ná landsmeðaltali í því efni. En jafnframt þessu hefur fjölgað hér verulega mikið efst í aldurs- stiganum, það er að segja ellílífeyris- þegum. Smátt og smátt fóru svo að byggjast hérna upp iðnaðarsvæði, og mér telst svo til að sé miðað við vinnufært fólk í bæjarfélaginu þá séu hér atvinnutækifæri fyrir um 87% þess. Það þýðir með öðrum orðum að Kópavogur er að nálgast það að verða sjálfum sér nógur í atvinnu- málum. Að sjálfsögðu eru bæjar- félögin hér þó eitt atvinnusvæði, og það er fjölmargt fólk sem sækir vinnu í Kópavog úr nærliggjandi byggðarlögum og öfugt. Líka er það áberandi að hér í bæ býr mikið af opinberum starfsmönn- um, hér er mikið af mönnum sem starfa við opinbera geirann. En ef við einföldum hlutina þá held ég að megineinkenni þessa bæjarsé iðnað- ur. Það er mikið hér af alls konar tréiðnaði, ekki síst í tengslum við byggingamarkaðinn og hér er líka mikil verslun, og einnig matvæla- starfsemi, ég nefni gömul og gróin fyrirtæki eins og Ora til dæmis, feikilega stórt fyrirtæki. Annar stór atvinnurekandi hér, sem ekki má gleyma, er Kópavogshælið, einn sá stærsti hér í bænum þegar á allt cr litið. En það er gleðilegt til þess að vita að núna á allra síðustu áruni hefur atvinnutækifærunum fjölgað verulega. - Og svo eruð þið að vinna að því að byggja upp ný iðnaðarsvæði hér í bæjarlandinu? - Á kjörtímabilinu, sem nú er að Ijúka, hefur verið unnið að nýju aðalskipulagi, sem var reyndar sam- þykkt í bæjarstjórninni síðast liðið haust. Það nær til ársins 2003 og síðan á að endurskoða það eins og öll önnur aðalskipulög á fimni ára fresti. Þar er gert ráð fyrir að við lok þessa tímabils verði búandi hér í bæjarfélaginu 23 þúsund manns. í Kópavogi fullbyggðum, og þá er urn að ræða svæðið fyrir vestan Elliða- vatn, er gert ráð fyrir að geti búið um 42 þúsund manns. Það er líka reynt að sjá til þess að ætla þarna svæði fyrir margvíslega þjónustu og atvinnu. Stærsta atvinnusvæðið er í svo kölluðu Smárahvammslandi, sem er nýbýli út úr Fífuhvammi hinum gamla, og við vorum einmitt núna á dögunum að ganga frá sam- komulagi við eigendur Smára- hvamms um nýtingu þess lands. Það liggur fast upp að Reykjanesbraut að vestanverðu, og við vonumst til þess að áður en langt um líður fari þar að rísa margvísleg iðnaðarstarf- semi. Varðandi aftur á móti lóðir fyrir íbúðabyggð þá höfum við nú þegar skipulagt hér í um það bil tuttugu hektara landi í Suðurhlíð- um, og erum búnir að úthluta fyrsta svæðinu af finim, sem við höfum skipt landinu í, og eigum þar fram- undan verulega ákjósanlegt bygging- arsvæði. Og svo er auk þess allur Fífuhvammurinn eftir, en hann er að því er segja má nánast lóðabanki. Á svæðinu, sem nú hefur verið tekið til skipulagningar, er gert ráð fyrir að verði íbúðir fyrir 1500 til 2000 manns. Og af þessu má sjá að það er enginn hörgull hér á landi. Miklar holræsa- framkvæmdir - Og svo eru framundan miklar holræsaframkvæmdir hjá Kópavogs- kaupstað? - Já, einn þátturinn í sambandi við alla þessa uppbyggingu, bæði í sambandi við atvinnusvæði og íbúðabyggð, er holræsamál, og við erum einmitt farnir af stað þar í feikimikið verkefni. Það verður að segja þá sögu eins og hún er að í þéttbýlinu hérna við Faxaflóann þá hefur það ekki verið vansalaust hvernig hefur verið staðið að þeim málum til þessa. Útrásir hafa nánast bullað fram þar sem næst var og hagkvæmast að losna við frárennsl- ið, en núna erum við farnir af stað og erum búnir að gera áætlun hér til tíu ára urn framkvæmdir í holræsa- málum. Hugmyndir okkar eru þær að þegar verður komið að loka- punkti þessa verkefnis þá verði risin hreinsistöð hér úti á Kársnesi og að við leiðum þangað allt frárennsli frá sunnanverðum bænum. Við erum þegar byrjaðir á þessu verki í ná- munda við Kópavogshælið og erum að fara inn eftir Fífuhvammsvegi og það er fyrsti áfangi sem er nú senn að verða lokið. Við áætlum 21 milljón í þetta verk nú í ár, og auk þess fimrn og hálfa milljón í fram- kvæmdir í Sæbólsræsi í Fossvogi, þannig að það er töluvert hærri upphæð varið til holræsamála hér nú á þessu ári. Úr norðurhluta bæjarins verður frárennsli hins vegar veitt í Fossvogsræsið sem við erum eigend- ur að líka að hluta til. Þetta nýja holræsi er hins vegar nauðsynleg forsenda þess að við getum farið að úthluta lóðum undir iðnað bæði í Smárahvammi og annars staðar. Kostnaðaráætlun fyrir þetta nauð- synlega verk er um 145 milljónir króna nú. Skólamál - En hvað er um skólamál hér í Kópavogi að segja, mér skilst að þar hafi líka ýmis stórátök verið í gangi? - Varðandi skólamálin er þess að geta að eins og ég nefndi í upphafi þá voru hér barnmargar fjölskyldur, og það var eiginlega sama hvað mikið var rembst við, því að það var alltaf eitt af brýnustu verkefnunum að reisa fleiri skóla. Núna eru þessi mál þó að komast í nokkuð gott lag. Við gerðum vorið 1983 mjög viða- mikinn samning við Menntamála- ráðuneytið. Við seldum þá ríkinu einn skólanna, Víghólaskóla, til nota fyrir menntaskóla, og jafnframt var gerður samningur, undirritaður af menntamálaráðherra og áritaður af fjármálaráðherra, um uppbygg- ingu skólamála hér til 1990. Þessi samningur gerir ráð fyrir ákveðnu fjárframlagi ríkisins og ákveðnu framlagi bæjarins á hverju ári, og þetta hefur gengið verulega vel til þessa. Reyndarvoru nokkuð skiptar skoðanir um þetta mál þegar þessi samningur var gerður, en engu síður þá var þetta fest með þessum hætti og því hefur verið fylgt eftir einarð- lega síðan. - En hvað hefur helst gerst í skólamálum hér núna á síðasta kjörtímabili? - Þar er að nefna að Menntaskól- inn hefur fengið varanlegan sama- stað, og líka var hafin bygging nýs skóla, Hjallaskóla og honum komið á laggirnar, en hann hóf starfsemi haustið 1983. Síðan erum við nú loksins að ljúka við Digranesskóla og hann er kominn á lokastig. Líka er að nefna uppbyggingu Snælands- skóla niðri í Fossvogsdal og Kópa- vogsskóli er orðinn að heildstæðum grunnskóla en hann var áður ein- göngu barnaskóli. í samningnum, sem ég nefndi frá 1983, þá er gert ráð fyrir að hér rísi í tengslum við Menntaskólann skóli sem annist þá starfsemi sem nú fer fram í Hótel- og veitingaskólanum, og að auki allt sem lýtur að matargerð, eins og varðandi brauð- og kökugerð og kjötvinnslu og að ferðamannaiðn- aði. í samningnum segir að þessi skóli skuli vera risinn innan þriggja ára frá undirskrift hans. Það hefur ekki gengið eftir, en það eru komnar teikningar af þessum skóla, og Kópavogskaupstaður er búinn að samþykkja þær fyrir sitt leyti, en lengra er málið ekki komið enn sem komið er, því miður. En hvað sem þessu líður þá hefur nú á þessu kjörtímabili orðið umtalsverð upp- bygging í skólamálum hér í Kópa- vogi. Listir og menningarmál - Og svo er ýmislegt fleira að frétta af menningarsviðinu og því tengdu hjá ykkur, er ekki svo? - Það er skemmtilegt að vita til þess að á tíu ára afmæli kaupstaðar- ins var það afmælisgjöf bæjarstjórn- ar til hans að stofna hér svo kallaðan Lista- og menningarsjóð og átti hann að efla menningarlíf hér í bæjarfé- laginu, bæði í myndlist, bókmennt- um og tónlist. Til sjóðsins hefur frá upphafi runnið ákveðið árlegt framlag, sem er hálft prósent af útsvarstekjum bæjarins. Stærstum hluta af því fé, sem sjóðurinn hefur haft yfir að ráða, hefur verið varið til listaverkakaupa, og þessi sjóður á nú hið myndarlegasta safn málverka, auk þess sem hann hefur stutt ýmsar aðrar listgreinar. Svo hafa sjóðnum áskotnast mjög myndarlegar gjafir, og til dæmis færðu erfingjar Gerðar Helgadóttur bæjarfélaginu stórkost- lega gjöf, sem er reyndar skilyrt með því að það verði reist listasafn hér sem beri nafn hennar. Það er búið að samþykkja teikningar af því og það á að rísa hér í jaðrinum á Borgarholtinu í grennd við kirkjuna, en einmitt í kirkjunni eru steindir gluggar eftir Gerði. Einnig vil ég nefna gjöf Vífils Magnússonar, en hann færði bæjarfélaginu fjölmörg listaverk foreldra sinna, Barböru og Magnúsar Á. Árnasonar. - Ég vil líka nefna það, segir Kristján, - að á þessu kjörtímabili var opnuð hér náttúrufræðistofa. Það hefur kannski ekki farið mikið fyrir henni framan af, en þarna eru haldnar hinar merkustu sýningar, og á þrjátíu ára afmæli kaupstaðarins í fyrra var opnuð þar mjög merk hvalasýning. Núna á dögunum héld- um við Kópavogsvöku í tengslum við afmæli bæjarins, og þá var opnuð þar sýning sem ber yfirskriftina „Vargur í véum,“ en þar eru einkum þau dýr sem eiga undir högg að sækja í sambúð við manninn, eins og refir og annað slíkt. - Varðandi íþróttir er líka að nefna, heldur Kristján áfram, - að á þessu kjörtímabili höfum við tekið í notkun íþróttahús, sem við köllum Digranes, og það er nánst reist í túnfætinum á gamla Digranesi. Það var tekið í notkun 1983, um haustið og er feikilega stórt og mikið hús, 5.200 fermetrar og var ekki vanþörf á. Þá erum við farnir af stað með sundlaugarbyggingu á Rútstúni, en það er kennt við Finnboga Rút Valdimarsson og er hér í vesturbæn- um. Þar er núna lítil laug, sem er fyrir löngu síðan orðin allt of lítil fyrir þetta bæjarfélag, en við hóf- umst handa fyrir um það bil mánuði síðan og fyrsta áfanga, sem er jarð- vegsframkvæmdir, verðursenn lokið og ætlunin er að koma upp lauginni sjálfri á næstu tveim til þrem árum. Þetta verður fimmtíu metra löng laug og tuttugu og fimm metrar á breidd og það verður veruleg bót að henni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.