Tíminn - 24.05.1986, Blaðsíða 20

Tíminn - 24.05.1986, Blaðsíða 20
20 Tíminn - .. —Flokksstarf Kosningaskrifstofur Framsoknarflokksins í Reykjaneskjördæmi Framsóknarfólk sem vill taka þátt í kosningastarfi, hafið samband við viðkomandi kosningaskrifstofur. Kopavogur Hamraborg 5, opin daglega frá kl. 10-12 og 14-22. Sími 41590. Garðabær - Goðatúni Kosningaskrifstofan er opin virka daga kl. 17.00-19.00 um helgar kl. 14.00-16.00 og öll kvöld. Sími 46000. Frambjóðendur eru til viðtals á opnunartíma. Hafnarfjörður Hverfisgötu 25, verður opin virka daga kl. 14.00 til 18.00 og 20.30 til 22.00, SÍmi 51819 og 651958. Grindavík Suðurvör 13. Kosningasímar 8410 og 8211. Kosningastjórar: Kristinn Þórhallsson, sími 8022 og Svavar Svavars- son, sími 8211. Keflavík Austurgötu 26. Opin mánudaga til laugardaga frá kl. 16.00-18.00 og frá kl. 20.00 til 22.00 en þá verða frambjóðendur flokksins til viðtals. Miðnes Hjallagötu 7, sími 7420. Skrifstofan er opin öll kvöld frá kl. 20.00 og á kjördag frá kl. 8.00. Frambjóðendur og sveitarstjórnarfulltrúi B-listans eru til viðtals á skrifstofunni. Kosningastjórar: Óskar Guðjónsson og Jón Frímannsson. Seltjarnarnes Eiðistorgi 17 2. haeð símar 615214, 615441 og 616380. Skrifstofan erfyrst um sinnopin kl. 71.00 til 19.00 virka daga og 15.00 til 19.00 laugardaga og sunnudaga. Njarðvík Holtsgötu 49, alla virka daga frá kl. 18.00 til 22.00 og 14.00 til 18.00 laugardag og sunnudag. Sími 4634 og 4435. Stuðningsmenn eru beðnir að athuga hvort þeir séu á kjörskrá. Heitt á könnunni. - Lítið inn. Kosningaskrifstofa Framsóknarflokksins Akranesi Kosningaskrifstofa Framsóknarfélaganna á Akranesi opin daglega frá kl. 14.00 til 22.00. Heitt á könnunni. Komið og fylgist með kosningastarfinu. Símar 2050 og 3248. KosniQgaskrifstofa B-listans á Seyðisfirði Öldugötu 11 efri hæð opið öll kvöld frá kl. 20.00 til 23.00 og 16.00 til 19.00 um helgar sími 2107. Kosningastjóri Gunnar Sigurðsson - heimasími 2478. Framsóknarflokkurinn á Seyðisfirði. Kosningaskrifstofa B-listans ísafirði Opið daglega frá kl. 13.00 til 18.00 og á kvöldin, sími 4316 og 3890. Alltaf heitt á könnunni. Framsóknarflokkurinn Isafirði. Kosningastofa Framsóknaflokksins Suðurlandi Kosningaskrifstofa fyrir allt kjördæmið verður opin að Eyrarvegi 15 Selfossi allan maí mánuð frá kl. 15.00-19.00 virka daga sími 99-2547 og hafið samband. Allir velkomnir. Kosningaskrifstofa Framsóknar- flokksins Hornafirði Opnuð hefur verið kosningaskrifstofa í húsi Slysavarnafélagsins. Hún er opin öll kvöld og um helgar sími 97-8135. Kosningastjórar Aðalsteinn Aðalsteinsson, Sverrir Aðalsteinsson og Sverrir Guðna- son. Framsóknarfélag Hornafjarðar Selfossbúar Opið hús á þriðjudögum og fimmtudögum milli kl. 18.00 og 19.00 að Eyrarvegi 15. Komið og ræðið málin. Allir velkomnir. Framsóknarfélag Selfoss Laugardagur 24. maí 1986 Kosningaútvarp frá Akranesi Á mánudagskvöld kl. 20.30 verður kosningaútvarp frá Akranesi í Svæðisút- varpi Reykjavíkur og nágrennis, á sendi- tíðni 90.1 MHz á FM-bylgju. Útvarpað verður beint frá opnum fundi í Fjölbrautaskólanum á Akranesi. Kvikmyndsýning MÍR Síðasta kvikmyndasýning MÍR á þessu vori verður í húsi félagsins að Vatnsstíg 10, sunnud. 25. maí kl. 16.00. Sýndar verða stuttar frétta- og fræðslumyndir frá Sovétríkjunum, m.a. frá Síberíu. Að- gangur er öllum heimill. Leiðrétting vegna tilkynningar um Sumarferðir Neskirkju í blaðinu í gær, föstud. 23. maí (Helgin framundan) er tilkynning frá Ncskirkju , um sumarferðir til Skotlands og ferð norður í land um Sprengisand. í tilkynningunni misritaðist dagsetning Skotlandsferðarinnar í prentun (var sögð 21. maí í stað 31. maí). Tilkynningin er því birt aftur, og beðist afsökunar á mistökunum. Rétt er tif- kynningin þanníg: Ákveðið hefur verið að utanlandsferð- in í ár verði til Skotlands 31. maí. Flogið verður til Glasgow og ekið þaðan til Edinborgar þar sem dvalið verður í nokkra daga. Þá liggur leiðin til Aberdeen en þaðan er ætlunin að fara í skoðunar- ferðir upp f skosku Hálöndin, sem eru margrómuð fyrir einstæða náttúrufegurð. Síðustu dagana er dvalið í Glasgow. Ferðin kostar 34.200 kr. Þeir sem áhuga hafa á að skella sér með, verða að skrá sig í síðasta lagi mánudaginn 26. á milli kl. 5-6 í síma 11144. Ferðaáætlunin í innanlandsferðina um miðjan júlímánuð er í stórum dráttum þessi: 1. dagur: Ekið sem leið liggur austur fyrir fjall að Sigöldu og Þórisvatni. Hádegisverður snæddur í Nýja-dal. Af Sprengisandi er komið í Bárðardal. Gist- ing á Eddu hótelinu á Stóru-Tjörnum. 2. dagur: Haldið gegnum Vaglaskóg yfir Vaðlaheiði til Akureyrar, þar sem merkir staðir verða skoðaðir. Áfram er svo haldið yfir Öxnadalsheiði til Skagafjarð- ar. Gisting og kvöldverður á hótel Mæli- felli á Sauðárkrók. 3. og 4. dagur: Farið fyrir Skaga til Skagastrandar og Blöndu- óss. Gisting á Edduhótelinu á Húnavöll- um í tvær nætur. Á meðan dvalist er í Húnavatnssýslu verður víða komið við. Ekið um Svínadal, Vatnsdal og um Vest- urhóp út Vatnsnes til Hvammstanga, farið út á Heggstaðanes og að Reykjum í Hrútafirði. 5. dagur: Ekið um Blönduda! suður Kjöl. Hádegisverður á Hveravöll- um. Komið að Gullfossi og Geysi og Lyngdalsheiðin farin til Þingvalla í leið- inni til baka til Reykjavíkur. Ferðin kostar 12.800 kr. og er allt innifalið: akstur, gisting á hótelum, matur og kaffi. Skráning hjá kirkjuverði í síma 16783 á milli kl. 5-6 alla virka daga. Frank M. Halldórsson, sóknarprestur. Vísnavinir á Borginni á mánudagskvóld Næstkomandi mánudagskvöld, þann 26. maí, halda Vísnavinir síðasta vísna- kvöld fyrir sumarleyfi. Það verður að vanda haldið á Hótel Borg. Þctta kvöld verður með all sérstæðu sniði, þar sem fram fer hæfileikakeppni og verður valinn vísnasöngvari kvöldsins. Til keppninnar er efnt í tilefni tíu ára afmæli félagsins Vísnavina síðar á þessu ári. Að auki verður boðið upp á önnur dagskráratriði, Vísnakvöldið hefst kl. 20.30. Frá Hinu íslenska náttúrufræðifélagi Fjöruferð Veist þú að fyrir aðeins 400 kr. kemst þú í fjöruferð með Hinu íslenska náttúru- fræðifélagi, getur fræðst heilmikið um lífið í fjörunni, gengið um Kjalarnesið í góða veðrinu og, síðast en ekki síst, safnað þínum eigin kræklingi í forrétt handa fjölskyldunni á sunnudagskvöldið? Sunnudaginn 25. maí verður fjöruferð á vegum Hins íslenska náttúrufræðifé- lags. Haldið verður upp á Kjalarnes, en þar eru skemmtilegar og lífríkar fjörur sem verða skoðaðar undir leiðsögn Karls Gunnarssonar þörungafræðings. Hann mun einnig leiðbeina fólki um tínslu á kræklingi og öðru ætilegu sem í fjörunni er að finna. Lagt verður af stað frá Umferðarmið- stöðinni í Reykjavík kl. 11. Allir vel- komnir. Mætið í stígvélum með fötur eða önnur ílát. Tilkynning um hjólaskoðun í Reykjavík 1986 Lögreglan mun framkvæma hjólaskoðun dagana 26., 27., 28. maí nk við skóla borgarinnar. Allt hjólreiðafólk er livatt til að mæta með hjól sín til skoðunar. Skoðun verður framkvæmd sem hér segir: 26. maí Fellaskóli - Vogaskóli, 10.30-11.30 Hlíðaskóli - Seljaskóli, 13.30-14.30 Austurbæjarskóli - Hvassaleitisskóli, 15.00-16.00 27. maí Álftamýrarskóli - Vesturbæjarskóli, 10.30- 11.30. Breiðagerðisskóli - Hólabrekkuskóli, 13.30- 14.30 Árbæjarskóli - Laugarnesskóli, 15.00- 16.00 28. maí Breiðholtsskóli - Fossvogsskóli, 10.30- 11.30 Melaskóli - Foldaskóli, 13.30-14.30 Langholtsskóli - Ölduselsskóli, 15.00- 16.00 Munið að reiðhjól eru ökutæki og því nauðsynlegt að þau séu í góðu ástandi. Öryggi þitt er undir því komið. Bætum reiðhjólamenninguna - höfum hjólin í lagi. Samtök kvenna á vinnumarkaðinum Samtök kvenna á vinnumarkaði hafa opna skrifstofu á þriðjudögum kl. 17.00- 19.00 í Kvennahúsinu, Hótel Vík, efstu hæð. Minningarkort Hjálparsveita skáta Kópavogi. Minningarkortin fást á eftirtöldum stöðum: Skrifstofu Landssambands Hjálparsveita skáta, Snorrabraut 60, Reykjavík. Bókabúðinni Vedu, Hamra- borg, Kópavogi. Sigurði Konráðssyni, Hlíðarvegi 34, Kópavogi, sími 45031. Sunndagsferðir Útivistar Sunnud. 25. maí kl. 10. 30 - Haugs- vörðugjá - Sýrfell - Reykjanes. Gengið frá Stapafelli suðvestur á Reykjanestá. Skoðuð stórkostleg misgengi og gjár. Kl. 13.00 - Utilegumannakofamir - Eldvörp. Skoðaðar merkar fornminjar. gígaraðir, útilegumannahellir og háhita- svæði. Tilvalin fjölskylduferð. Frítt fyrir börn með fullorðnum. Brottför úr Gróf- inni (bílastæðinu hjá Vesturg. 4) og BSÍ, bensínsölu. í Fíladelfíu í tilefni af 50 ára afmæli Fíladelfíusafn- aðarins í Reykjavtk um þessar mundir verður efnt til sérstakrar söng- og hljóm- listarsamkomu í kirkju Fíladelfíusafnað- arins að Hátúni 2, sunnudagskvöldið 25. maí kl. 20.00. Á dagskrá verður fjölbreytt tónlist bæði í hljóðfæraleik og söng. Fíladelfíu- kórinn syngur undir stjórn Hafliða Krist- inssonar. Þá verður einsöngur og tvfsöng- ur og hljóðfæraleikur í umsjá ungs fólks. Allir eru hjartanlega velkomnir. Guðsþjónustur í Reykjavíkur- prófastsdæmi sunnudaginn 25. maí 1986. Árbæjarkirkja Messa í safnaðarheimili Árbæjarsóknar kl. 11. Organisti Jón Mýrdal. Sr. Guð- mundur Örn Ragnarsson. Áskirkja Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson. Breiðholtsprestakall Sameiginleg guðsþjónusta Breiðholts- og Bústaðasafnaða í Bústaðakirkju kl. 11. Organisti Daníel Jónasson. Sr. Lárus Halldórsson. Bústaðakirkja Sameiginleg guðsþjónusta Breiðholts- og Bústaðasafnaðar kl. 11. (Vinsamlegast ath. breyttan messutíma). Örganisti Dan- íel Jónasson. Prestur sr. Lárus Halldórs- son. Sóknarnefndin. Félagsstarf aldraðra miðvikudagseftirmiðdag. Lagt verður af stað í vorferðina kl. 14.00 frá kirkjunni Dómkirkjan Trinitatis. Messa kl. 11. Dómkórinn syngur. Organleikari Marteinn H. Friðr- iksson. Sr. Þórir Stephensen. Elliheimilið Grund Messa kl. 10. Sr. Árelíus Níelsson. Fella- og Hólakirkja Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Guðný Margrét Magnúsdóttir. Sr. Hreinn Hjart- arson. Grensáskirkja Safnaðarferð um Suöurnes. Lagt af stað frá Grensáskirkju kl. 09.30. Messa í Grindavíkurkirkju kl. 11 með sr. Erni B. Jónssyni. Skoðunarferð um Reykjanesið. Góðir leiðsögumenn verða með í ferð- inni. Komið aftur kl. 17. Þriðjudag 27. maí: Biblíulestur kl. 2Ö.‘3Ö7 SrTHalldór S. Gröndal. Hallgrímskirkja Messa kl. 11. Sr. Karl Sigurbjörnsson. Kaffisala kvenfélagsins í Domus Medica kl. 3. Þriðjudag: Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 10.30. Landspítalinn: Guðsþjónusta kl. 10. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Háteigskirkja Messa kl. 11. Organleikari Orthulf Prunner. Sr. Arngrímur Jónsson. Kópavogskirkja Guðsþjónusta i Kópavogskirkju kl. 11 árdegis. Sr. Árni Pálsson. Langholtskirkja Guðsþjónusta kl. II. (Athugið breyttan messutíma). Hestamenn koma á gæðing- um sínum til kirkju og úr röðum þeirra munu aðstoða við messuflutninginn: Hljóðfæraleikararnir: Ásgeir Steingríms- son, Sveinn Birgisson og Þorkell Jóels- son. Leikararnir: Gunnar Eyjólfsson og Klemens Jónsson. Söngvarinn: Guð- mundur Þ. Gíslason. Kór Langhotls- kirkju syngur og organisti er Jón Stefáns- son. Prestur sr. Sigurður Haukur Guð- jónsson. Sóknarnefndin. Laugarnesprestakall Laugardag 24. maí: Guðsþjónusta í Há- túni 10B 9. hæð kl. 11. Hr. Pétur Sigurgeirsson biskup prédikar. Sunnudag 25. maí: Messa kl. 11 í Laug- arneskirkju. Altarisganga. Þriðjudag 27. maí: Bænaguðsþjónusta kl. 18. Sóknarprestur. Neskirkja Guðsþjónusta kl. 11 árdegis. Sr. Frank M. Halldórsson Þriðjudag og rimmtudag: Opið hús fvrir aldraða kl. 13-17. Miðvikudag: Fyrirbænamessa kl. 18.20. Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson. Seljasókn Guðsþjónusta í Ölduselsskólanum kl. 11. Altarisganga. Skaftfellingakórinn í Reykjavík syngur við guðsþjónustuna. Þriðjudag 27. maí: Fyrirbænasamvera kl. 18.30 í Tindaseli 3. Sóknarprestur. Fríkirkjan í Reykjavík Guðsþjónusta kl. 14. Ræðuefni: Er trú- maðurinn vangefinn. Frikirkjukórinn syngur. Söngstjóri og organisti Pavel Smid. Sr. Gunnar Björnsson. Kvennaráðgjöfin Kvennahúsið við Hallærisplan Opið á þriðjudagskvöldum kl. 20.00- 22.00. Sími 21500. Kópavogur Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra kemur á fund hjá okkur mánudaginn 26. maí i Hamraborg 5, þriðju hæð kl. 20.30. Allir velkomnir. B-listinn. Sandgerðingar Suðurnesjamenn Opinn fundur um sjávarútvegsmál verður haldinn í slysavarnarhúsinu Sandgerði sunnudaginn 25. maí kl. 20.30. Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra mætiráfundinn. Fjölmennum og ræðum stöðu sjávarútvegsins. Framsóknarfélag Miðneshrepps. Utankjörstaðakosning Opnuð hefur verið skrifstofa vegna utankjörstaðakosningar að Rauðarárstig 18, sími 24480. Beinir símar fyrir kjördæmin eru: 15467 fyrir Austurland - Norðurland eystra - Norðurland vestra og Vestfirði. 15788 fyrir Vesturland - Suðurland - Reykjanes og Reykjavík. Hafið samband við skrifstofuna. -Framsóknarflokkurinn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.