Tíminn - 24.05.1986, Blaðsíða 15

Tíminn - 24.05.1986, Blaðsíða 15
Laugardagur 24. maí 1986 lllllllllllll POPP Tíminn 15 lllllllllllllllllllllllllllllllllllll Dægurlagasöngvarinn Megas. Tímamynd: Sverrir Nú er Megas allur - í einum kassa! Nú er sannarlega ástæða fyrir aðdáendur Megasar að gleðjast. Út eru komnar tvær nýjar plötur með meistaranum og gömiu plöturnar sjö hafa verið endurútgefnar. Herleg- heitunum hefur verið komið fyrir í smekklegum kassa, sem ber heitið „Megast allur“. í bónus er 40 blað- síðna textabók, sem hefur að geyma alla texta platnanna auk þess sem úrklippur stikla á stóru á ferli Megas- ar. Ekki er víst að allir aðdáendur Megasar, og þá sérstaklega þeir yngstu, þekki allar plöturnar og verða þær og útgáfuár þeirra talin hér upp. Fyrsta plata Megasar kom út fyrir áeggjan íslenskra náms- manna í Osló (við eigum þeim greinilega mikið að þakka!) árið 1971. Platan heitir einfaldlega Megas og hefur að geyma 12 lög. Megas sótti yrkisefni sín til fslend- ingasagnanna á þessari plötu og hélt þeim sið við. síðar á ferli sínum. Á plötunni eru auk sagnakvæðanna perlur sem allir kannast við, „Gamli sorrý Gráni“ og „Spáðu í mig“. Svo liðu fjögur ár þar til Megas lét heyra í sér að nýju. Þá kvaddi hann til hljómsveitina Júdas og hljóðritaði plötu sem út kom árið 1975, undir nafninu Millilending. Ári síðar, eða 1976 sendi hann frá sér plötuna Fram og aftur blindgöt- una. Megas hafði þá þegar skapað sér ákveðinn sess í íslensku tónlistar- lífi, en var vissulega umdeildur og af mörgum talinn lítill hæfileikamaður. En þau stórmerki gerðust árið 1976 að Megas fékk listamannalaun, ann- ar dægurtónlistarmaðurinn sem varð þess heiðurs aðnjótandi (Gunnar Þórðarson hafði áður fengið sams- konar úthlutun). í þessari úthlutun, sem reyndar fór fyrir brjóstið á mörgum, fólst viðurkenning og ekki var hægt að efast um listamannsnafn- bótina. Megas hélt ótrauður áfram og gaf út plötuna Á bleikum náttkjólum árið 1977, í samvinnu við Spilverk þjóðanna. Þessi plata er ein þeirra merkustu í íslenskri rokksögu. Hin umdeilda barnaplata Megasar, Nú er ég klæddur og kominn á ról, kom út árið 1978. Þar söng hann gamlar íslenskar barnagælur við undirleik Guðnýjar Guðmundsdóttur og Scott Gleckers. Þá hafði Megas sent frá sér þrjár plötur á þremur árum. Hann var áberandi í menningarlífinu, umtal- aður og misskilinn af mörgum. Árið 1979 framdi Megas tónlistarlegt sjálfsmorð í sal Menntaskólans við Hamrahlíð. Sjálfsmorðið var gefið út á tveimur plötum sem áttu að verða svanasöngur meistarans. En Megas var ekki lengi í myrkrinu. Hann tók að syngja á konsertum að nýju, hljóðritaði lög með Bubba og Ikarus flokknum, flutti Passíusálm- ana fyrir fullu húsi tvö ár í röð og vonandi verður framhald á þeim flutningi í framtíðinni. Nú er hægt að njóta Passíusálm- anna í flutningi Megasar heima í stofu, því tónleikarnir 1985 eru á sérstakri plötu í kassanum góða, svo og gamlar lummur og lög frá Ikarus tímanum. Kassinn, Megas allur, er hinn smekklegasti og gömlu umslög Megasar eru endurprentuð á nær- buxur platnanna, þannig að kaup- andi í dag fær nákvæmlega það sama í hendurnar og sá sem keypti upp- runalegu útgáfurnar á sínum tíma. En það versta við þessa útgáfu er hið takmarkaða upplag. Kassinn er ein- ungis gefinn út í 1000 eintökum svo það þýðir ekkert að vera með droll á þessum krepputímum. ÞGG Það væri ekki amalegt að eldast eins og Phil Collins. Hann cr virkilega sætur. Hárið er reyndar allt að hverfa, en hann hefur orkuna og hana í ríkum mæli. Myndir af frægum Það er ekki tekið út með sældinni að vera frægur. Slúðrið er mikið og misjafnlega merkilegt, en núna er farið að gera skopbrúður af frægu fólki, stjórnmálamönnum, leikurum og rokkstjörnum. Hér eru myndir af nokkrum poppurum og listamennirnir heita Roger Law og Peter Fluck. Handbragðið er býsna gott, eða hvað finnst ykkur? Þetta er Paul McCartney, sá ríkasti í bransanum í dag. Reyndar er hann eitthvað niðurdreginn á myndinni, vonandi eru það ekki peningaáhyggjumar sem eru að fara með hann. Nei, þetta er ekki Sylvester Stallone heldur Andrew Ridgeley, annar ungu manna sem skipaði dúettinn Whaml... ...og hér er hinn helmingurínn, George Michael. Það mætti halda að hann hafi fengið varimar lánaðar hjá Mick Jagger. Til upplýsingar fyrir ^ tóbaksneytendur Skrá um nokkur efni í sígarettum á íslenskum markaði. Miðað er við milligrömm í reyk hverrar sígarettu. Birt án ábyrgðar samkvæmt upplýs. umboðsm- anna tóbaks til tóbaksvarnarnefndar. Tjara Níkótír Kolsýrl- Camel (án síu) .... 21,2 1,5 ingur 13,5 Camel 17,6 1,3 16,9 Camel Lights 8,9 0,7 11,8 Craven A 16,4 1,3 — Dunhill 15,5 1,2 — Duncap 12,0 1,2 - Duncap Lights .... 8,4 0,8 - Gauloises (án síu) . 22,8 1,4 — Gauloises 13,9 0,8 — Gitanes 12,2 0,8 — Gold Coast 15,0 11,1 14,0 GoldCoastMenthol . 15,0 1,1 14,0 Gold Coast Lights . . 11,0 0,8 12,0 HB Crown 15,0 0,9 - Kent 13,0 1,0 14,0 Kent Lights 8,5 0,8 8,5 Kim Mentol 12,0 0,6 — Kim Mild 12,0 0,7 — Kool 16,0 1,3 16,0 Lucky Strike 15,0 1,2 15,0 Merit Menthol 7,9 0,6 10,2 More 17,4 1,4 20,1 More Menthol 17,1 1,4 19,5 Pall Mall (án síu) . . 19,0 1,2 13,0 Prince 20,0 1,7 20,0 Prince Lights 14,0 1,3 14,0 Rothmans 16,5 1,3 - Royale 14,9 1,2 15,3 Royale Menthol . . . 14,9 1,0 15,9 Royale Lights 4,9 0,5 7,7 Salem 16,7 1,3 16,3 Salem Lights 9,0 0,8 10,8 S.G. Export 14,0 1,0 13,5 S.G. Lights 14,1 1,0 - Stanton 12,8 1,0 13,5 Vantage 9,4 0,7 12,4 Viceroy 15,5 1,2 13,5 Viceroy Lights 9,0 0,8 11,0 Vitory 18,5 1,3 18,0 Welcome Blue .... 18,6 1,4 16,0 Welcome Red 18,8 1,3 16,2 Winston 19,0 1,4 17,7 Winston 100’s 18,6 1,3 19,2 Winston Lights .... 10,8 0,8 12,0 v/'/m ''EGAGERÐIN Rennismiður Óskum að ráða rennismið hið fyrsta. Upplýsingar veitir Magnús Nikulásson verkstæðisformaður. Vegagerð ríkisins Borgartúni 5 105 Reykjavík Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd byggingadeildaróskareftirtilboðum í háþrýstiþvott og málun á Sævarhöfða 6-12. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkju- vegi 3, Reykjavík, gegn kr. 5.000 skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað, þriðjudaginn 3. júní n.k. kl. 14.00. INNKAUPASTOFNUN REYKIAVÍKURBORGAR Fr(kirkjuv«gi 3 — Síffli 25800

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.