Tíminn - 24.05.1986, Blaðsíða 11

Tíminn - 24.05.1986, Blaðsíða 11
Laugardagur 24. maí 1986 Tíminn 11 Holræsaframkvæmdir við Fífuhvammsveg. íþróttahúsið Digranes. Sundlaugin á Rútstúni, þar sem nú er einnig unnið að framkvæmdum við nýja laug. Gatnakerfið - Og svo er eitthvað um gatna- gerðarframkvæmdir hér í bæ að segja geri ég ráð fyrir? - Já, Kópavogur hefur þá sér- stöðu að landræðilega skoðað er hann langur og mjór og brattlendur, og þar af leiðandi verður gatnakerfið hér dýrt. Það eru hérna rúmlega fimmtíu og tveir kílómetrar í götum. Það hefur sennilega ekkert sveitar- félag á íslandi byggst jafn ört upp og Kópavogur og það gefur auga leið að ekki var hægt að ganga frá öllum götum jafnóðum og hús risu hérna. Staðan í dag er sú að það eru hérna 30 kílómetrar af undirbyggðum göt- um með slitlagi. Þetta hefur verið að breytast verulega, og núna um nokk- uð langan tíma hefur það verið ríkjandi stefna hér að ganga varan- lega frá öllum götum í nýjum hverfum. Þannig erum við búnir núna á þessu kjörtímabili að ganga alveg frá öllum götum í hverfunum fyrir norðan Nýbýlaveg og höfum lokið þar malbikun, frágangi gang- stétta, lýsingu og fleiru. Það sem er óundirbyggt hjá okkur og án slitlags er núna um það bil fjórir kílómetrar og síðan erum við með nítján kíló- metra óundirbyggða en með slitlagi. Það þurfum við að rífa upp og það er þrautin þyngri því að þá þurfum við væntanlega líka að endurnýja meginhlutann af veitukerfinu, skolp- lagnir, vatnslagnir og slíkt. Þetta er náttúrlega feikilega mikið verkefni og margir sam kalla eftir þessu, og við höfum verið að reyna að saxa á þessar gömlu malargötur eftir bestu getu, en þetta er mjög fjárfrekt fyrirtæki. Félagslega hliðin - Ef við víkjum í lokin að félags- málunum, hvað er helst um þau að segja? - Þar má ég kannski geta þess að ég var ráðinn hingað árið 1971, að stofnun, sem þá var ekki enn orðin að veruleika en var í burðarliðnum og var Félagsmálastofnunin, svo að það er þáttur sem ég ætti kannski að þekkja nokkuð sæmilega. Fyrsta barnaheimilið í bænum var reist 1964, og síðan fór þetta að vísu hægt af stað, en á liðnum árum hefur þetta verið mjög hröð uppbygging, enda hafa líka orðið geysimiklar breytingar á högum heimilanna, það er að segja að konur hafa farið svo mikið út á vinnumarkaðinn. Og við vorum að opna tíunda barnaheimilið núna fyrir rúmri viku, hér niðri við Marbakka. Á þessu kjörtímabili til dæmis erum við búnir að taka í notkun þrjú heimili. Þetta eru heimili að mestu leyti fyrir börn á aldrinum tveggja til sex ára, en við erum líka með tvö skóladagheimili sem eru fyrir börn allt að níu ára aldri. Þetta hefur verið mjög gleðileg uppbygging, og við höfum líka verið heppnir með það hvað það hefur valist gott fólk þarna til starfa. Við erum með hátt hlutfall fóstra til dæmis, og við höfum haft dálítið annað fyrirkomulag en tíðkast víðast annars staðar, við erum með þrjá starfsmenn á deild og fleira mætti nefna. - Þá höfum við reynt að efla mjög heimilishjálp hérna í bæjarfélaginu, segir Kristján ennfremur, - einkum til aldraðra, og það er raunar í takt við það sem ég sagði áðan að öldruðum hefur fjölgað hér mjög. Núna á tíu árum hefur fjöldi þeirra nánast tvöfaldast og einn þátturinn í að mæta þessari breytingu og reyna að stuðla að því að fólk geti búið heima er að efla heimilishjálpina. Eitt af því, sem við höfum farið af stað með á þessu kjörtímabili, er að byggja sérhannaðar íbúðir fyrir aldr- að fólk.og fyrstu húsin af því tagi eru nú að rísa hérna í Vogatungunni. Á því svæði, sem erum 2,2 hektarar, ætlum við að reisa 59 íbúðir fyrir aldrað fólk, sem verða ýmist leigu- íbúðir eða eignaríbúðir. - Er ekkert elliheimili í Kópa- vogi? - Hér er hjúkrunarheimili, sem nefnt er Sunnuhlíð og hefur dálítið sérstæða sögu að því leyti að það eru níu klúbbar hérna í bæjarfélaginu sem byggðu það og eiga það en annars er það rekið sem sjálfseignar- stofnun og er hjúkrunarheimili fyrir aldraða. Svo á Öryrkjabandalag ís- lands hérna hús sem við erum í samvinnu við þá með og þar er 41 íbúð, ætluð öldruðum og öryrkjum og er hérna á miðbæjarsvæðinu. Þá er það í burðarliðnum hjá okkur að koma hér upp sambýli fyrir aldraða, það er að segja að þar er meiningin að fólk, sem ekki þarf mikillar hjúkrunar við, en þó meiri heldur en heimilishjálpin getur boðið, að það geti búið þar og notið eftirlits ailan sólarhringinn. Þessu erum við nú að koma af stað og það er eiginlega það nýjasta sem verið erum að reyna fyrir okkur í öldrunarmálunum. Eins og kunnugir vita byggðist Kópavogur í fyrstu mest upp af ungu og dugmiklu fólki, sem kannski hafði ekki mikið handa á milli, en harkaði af sér erfiðar aðstæður frum- býlingsáranna og vann hörðum höndum við það að skapa sér heimili í eigin húsnæði. Við slíkar aðstæður hlaut það að koma af sjálfu sér að menn hjálpuðust að og rík samhjálp- arkennd myndaðist f bæjarfélaginu. í lokin á samtali okkar lagði Kristján Guðmundsson áherslu á það að sér virtist að þessi samhjálpartilhneiging hjá mönnum væri enn þann dag í dag verulega sterk og ríkjandi í Kópa- vogi. Hann benti sérstaklega á hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð í því sambandi og þá víðtæku samstöðu sem skapaðist í bænum í kringum byggingu þess. Tíminn þakkar Kristjáni Guð- mundssyni bæjarstjóra í Kópavogi fyrir samtalið. -esig SAMVINNU TRYGGINGAR ÁRMÚLA 3 108 REYKJAVÍK SÍMI (91)681411 Útboð Tilboð óskast í eftirtaldar bifreiðir sem skemmst hafa í umferðaróhöppum. Lada Lux Fiat 127 Lada 1600 Dodge Ramcharger Galant Ford Cortina Toyota Carina Volvo F 616 vörubifreið Tjaldvagn Combi Camp 200 Motorar í Mazda 323 ’85 og Honda Quintet ’81 o.fl. Bifreiðirnar verða sýndar að Höfðabakka 9, mánu- daginn 26. maí 1986 kl. 12.00-16.00. Á sama tíma: í Grundarfirði Lada Lux árgerð 1984 Tilboðum sé skilað til Samvinnutrygginga, Ármúla 3, Reykjavík eða umboðsmanna fyrir kl. 12.00, þriðjudaginn 27. maí 1986 kl. 12.00. árgerð 1984 árgerð 1982 árgerð 1981 árgerð 1979 árgerð 1979 árgerð 1976 árgerð 1976 árgerð 1981 tækniskóli íslands Umsóknarfrestur um skólavist 1986/87 rennur út 31. maí 1986. Með fyrirvara um aðstöðu og fjárveitingar er eftirfarandi starfsemi áætluð: - FRUMGREINADEILD (undirbúnings- og raun- greinadeild). Almennt nám þar sem iðnsveinar ganga fyrir við innritun. - BYGGINGADEILD Námsbraut með námsstigunum iðnfræðingur og tæknifræðingur. - RAFMAGNSDEILD Námsbrautir annars vegar til iðnfræðiprófs í sterkstraumi eða veikstraumi og hins vegar fyrsta ár af þrem til tæknifræðiprófs. - VÉLADEILD Námsbrautir annars vegar til iðnfræðiprófs og hins vegar fyrsta ár af þrem til tæknifræðiprófs. - REKSTRARDEILD Námsbrautir í útvegi og í iðnrekstri. - HEILBRIGÐISDEILD “ Námsbrautir í meinatækni og röntgentækni. Upplýsingar um allar námsbrautir eru gefnar daglega á skrifstofu skólans og í síma 91 84933. Tækniskóli íslands Höfðabakka 9 112 Reykjavík. Rektor. Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd byggingadeildar óskar eftir tilboðum í gerð lóðar við dagheimilið Furuborg á lóð Borgarspítalans. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Fríkirkju- vegi 3, Reykjavík, gegn kr. 5.000 skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað, fimmtudaginn 29. maí nk kl. 14.00 eftir hádegi. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVlKURBORGAR Fr(kirkjuv«gi 3 — Simi 2S800

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.