Tíminn - 28.06.1986, Side 5

Tíminn - 28.06.1986, Side 5
 Laugardagur 28. júní 1986 Tíminn 5 UTLOND llllilllllll Alþjóðadómstóllinn í Haag: Bandaríkjastjórn brýtur alþjóðalög - StuðningurviðContra-skæruliðanaólöglegur-Reaganstjórnin tekur ekki mark á úrskurðinum Haag-Reuter Alþjóðadómstóllinn í Haag komst í gær að þeirri niðurstöðu að Banda- ríkjastjórn bryti lög með stuðningi sínum við hina svokölluðu Contra- skæruliða sem berjast gegn Nicaraguastjórn og yrði að greiða skaðabætur vegna þessa máls. Reaganstjórnin, sem ekki sendi fulltrúa sinn tii að vera viðstaddur málaferlin, hefur sagt að úrskurður Alþjóðadómstólsins muni engu \kipta í sambandi við stuðninginn við Contra-skæruliðana. Manuel D’Escoto utanríkisráð- herra Nicaragua var viðstaddur þeg- ar úrskurðurinn var lesinn upp og sagði hann Nicaraguastjórn hafa unnið stóran sigur. Hann kvaðst ætla að taka mál þetta upp við Javier Perez de Cuellar aðalritara Samein- uðu þjóðanna strax á mánudag í höfuðstöðvum samtakanna í Nýju Jórvík. Bandaríkjastjórn hefur ekki viljað fara að ákvörðun hinna 15 dómara sem sæti eiga í þessum dómstóli og hefur stjórnin lýst málaferlunum sem áróðursbragði. Nagendra Singh dómari frá Ind- landi og forseti Alþjóðadómstólsins las upp útskurðinn þar sem Banda- ríkjastjórn var ekki einungis fundin sek um að hafa aðstoðað Contra- skæruliðana heldur einnig um að hafa brotið alþjóðalög með því að vera ábyrg fyrir beinum árásum á Nicaragua og sprenginum í þarlend- um höfnurn árið 1984. Svoeraðskiljaað írar vilji ei skilja Dyflinni-Rcutcr Garret Fitzgerald forsætisráð- herra írlands og stjórn hans urðu fyrir mikiu áfalli í gær þegar úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar um hvort leyfa ætti skilnaði í þessu rammkaþólska landi lágu fyrir. Þegar búið var að telja mest öll atkvæðin var ljóst að írar höfðu neitað að lögleiða skilnaði. Alls afneituðu sex á móti hverjum fjórum tillögum Fine Gael flokksins um að leyfa hjónaskilnaði í þeim tilfellum þar sem hjón höfðu ekki búið saman í fimm ár eða meir. Úrslitin voru mikill ósigur fyrir Fitzgerald sem reynt hefur að færa írland í sömu línu og lönd Evrópu fylgja, þar á meðal önnur kaþólsk lönd þar sem skilnaðir hafa verið leyfðir í mörg ár. Stjórnmálasérfræðingar sögðu í gær að úrslitin úr þjóðaratkvæða- greiðslunni þýddu einnig að líkurnar á sameiningu írsku ríkjanna tveggja færu versnandi. Á Norður-írlandi þar sem mótmælendur eru í meiri- hluta eru skilnaðir leyfðir. The iinaJ page ol the Anglo-Irish Agreemcnt. showing the two signaluws and thc ofíicial seaJs. Munurinn milli írsku ríkjanna tveggja varð enn einu sinni Ijós eftir afneitun Ira á takmörkuðum hjónaskilnuðum. írar ætla sér samt hlutdeild í stjórn N-írlands. Það var Ijóst með samkomulagi Breta og íra sem forsætisráðherrar ríkjanna tveggja sjást hér undirrita. Titanic ekki á mynd að sinni París-Reuter Franskir rannsóknarmenn sögð- ust í gær hafa hætt við að taka myndir af braki þess fræga skips Tatanic vegna þess að þá skorti fjármagn til framkvæmdarinnar. Par var sjávarrannsóknarstöðin Ifremer sem hafði áætlað að senda tölvustýrðan kafbát niður á botn Atlantshafsins nú í sumar til að taka myndir af farþegaskipinu, sem sökk í jómfrúarferð sinni í apríl árið 1912. í tilkynningu sjávarrannsóknar- stöðvarinnar var skýrt svo frá að ekki hefði tekist að afla þeirra sjö milljóna franka sem áttu að fara í að fjármagna leiðangurinn. Til- raunir voru þó gerðar til að selja fjölmiðlaréttinn af ferðinni og fá styrk frá iðnaðarfyrirtækjum. Ifremer er ríkisrekin rannsókn- arstöð sem ætlaði sjálf að leggja til svipaða upphæð og afla átti frá einkaaðilum. Lið franskra og bandarískra vís- indamanna fann leifar risaskipsins þann 1. september á síðasta ári og var rannsóknarkafbátur notaður í þeirri ferð. UTLÖND Umsjón: Heimir Bergsson Sjónleysi og fátækt fara saman Chicago-Reuter Flestir þeir sem blindir eru búa í þróunarríkjum Afríku, Asíu og rómönsku Ameríku og mætti vel koma í veg fyrir eða lækna þrjá fjórðu þeirra sem við sjónleysi eiga að stríða. Þetta kom fram í niðurstöðum rannsóknaskýrsla sem birtar voru í vikunni. Alls eru um 28 milljónir manna í heiminum sem eiga við blindu að stríða. Þessi tala gæti þó farið upp í 42 milljónir, allt eftir hvernig sjónleysi er skilgreint. Áðurnefndar skýrslur birtust í tímariti bandaríska læknafélags- ins. Þar kemur fram að um 80% þeirra sem blindir eru lifa í ríkj- um þriðja heimsins þar sem sjón- leysistíðnin er oft fimm til tuttugu sinnum meiri en í hinum ríku iðnaðarlöndum. Einnig kemur fram að lækna má eða koma í veg fyrir helming til þrjá fjórðu af því sjónleysi sem hrjáir mannfólkið. „Mest allt sjónleysi má lækna eða koma í veg fyrir með hug- myndaauðugum hjálpartækjum byggða á nútíma tækni,” sagði einn skýrsiuhöfunda. Kína: Frjósemin verðurpoppara að falli Pekíng-Reutcr Kínversk poppstjarna sem barnað hefur tvo aðdáendur sína alls níu sinnum hefur tapað áfrýjun gegn þriggja ára fangelsisdómi sem hann hlaut fyrir „hooliganisma". Dagblaðið Shanghai Wenhuibao skýrði frá þessu máli nú nýlega. Kynmök milli ógiftra einstaklinga varða við lög í Kína. Zang er 23 ára gamall og sam- kvæmt blaðaskrifum á hann að hafa gert stúlkurnar ófrískar alis níu sinnum. Fóstureyðing var fram- kvæmd í öll skiptin. Poppstjarnan var handtekin í nóvember síðastliðnum en hann var þá nokkuð vinsæll meðal yngra fólks um gjörvallt Kína. Frægastur er hann fyrir túlkun sína á poppsöngv- um í Formósustíl og má nefna lögin „Einmanna drengur" og „Það er fleiri en cin leið til velgengni." Varahlutir í MASSEY FERGUSON MA'JSt y FCRGUSON ágóðu verði ¥l (MDIMIUSMHF JánVtálsi 2 Simi 83266 TKJRvk. Pósthólf 10180 BILALEIGA Útibú í kringum landið REYKJAVÍK:. 91-31815/686915 AKUREYRI:...96-21715/23515 BORGARNES:.........93-7618 BLÖNDUÓS:......95-4350/4568 SAUÐÁRKRÓKUR:....95-5913/5969 SIGLUFJÖRÐUR:......96-71489 HÚSAVÍK:....96-41940/41594 EGILSSTAÐIR:........97-1550 VOPNAFJÖRÐUR:.97-3145/3121 FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR: .97-5366/5166 HÖFN HORNAFIRÐI: ..97-8303 irrterRent ¥EEJ\(R& MMUSmHF Járnhálsi 2 Sími 83266 110 Rvk. Pósthólf 10180 Bílbeltin hafa bjargað ilaj™*" f STAÐAR NEM! Öll hjól eiga að stöðvast algerlega áðuren y að stöðvunarlínu er komið. Á timabilinu 1. mai til 30. sept. Á timabllinu 1. júni til 31. ágúst Mánudaga: Frá Stykkishólmi kl. 09.00 Frá Brjánslæk kl. 14.00 Til Stykkishólms kl. 18.00 fyrir brotlför rútu til Rvk. Þriðjudaga: ‘ Frá Stykkishólmi kl. 14.00 eftir komu rútu. Frá Brjánslæk kl. 18.00 Til Stykkishólms kl. 21.30 Fimmtudaga Föstudaga: Samatímataflaog mánudaga. Frá Stykkishólmi kl. 14.00. Laugardaga: Frá Stykkishólmi kl. 09.00 Sigling um suðureyjar. Frá Brjánslæk kl. 15.00 Til Stykkishólms kl. 19.00 Viðkoma i inneyjum Á timabilinu 1. iúli til 31. áqúst Frá Brjánslæk kl. 19.30 Til Stykkishólms kl. 23.00 Miðvikudaga: Frá Stykkishólmi kl. 09.00 Frá Brjánslæk kl. 14.00 Til Stykkishólms kl. 18.00. fyrir brottför rútu. Viðkoma er ávallt i Flatey á báðum leiðum. Bilaflutnlnga er nauisynlegt að panta með fyrirvara. Frá Stykkishólmi: Hjá afgreiðslu Baldurs Stykkishólmi, s.: 93-8120 Frá Brjánslæk: Hjá Ragnari Guðmundssyni Brjánslæk, s.: 94-2020.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.