Tíminn - 28.06.1986, Side 10
10 Tíminn
Laugardagur 28. júní 1986
Laugardagur 28. júní 1986
Tíminn 11
Landsfundur Samtaka um jafnrétti landshluta:
Samtökin hafa yfir
tíuþúsund félagsmenn
- framboö til Alþingis ekki fyrirhugað
Dagana 21-22. júní héldu Samtök
um jafnrétti milli landshluta 2.
landsfund sinn á Þingvöllum og
Laugarvatni. Helstu umræðuefni
fundarins voru innra skipulag og
uppbygging Samtakanna, svo og
hvort hyggja ætti að sérstöku fram-
boði Samtakanna við næstu Alþing-
iskosningar.
A blaðamannafundi sem nýkjörin
stjórn samtakanna boðaði til, kom
m.a. fram að samtökin væru þver-
pólitísk, og hcfðu verið stofnuð á
þeim grunni að veita stjórnmála-
flokkunum aðhald. Því hefði verið
einróma álit fundarmanna að ekki
skyldi boðið fram til Alþingis í nafni
samtakanna. Hins vegar var lögð
áhersla á að framkvæmdastjórn og
landsnefnd samtakanna fylgist vel
með störfum Alþingis og tækju öll
mál til nákvæmrar athugunar er
snertu meginmarkmið samtakanna,
og sendu frá sér ályktanir um þau.
Einnig hvöttu fundarmenn til þess
að stjórnarskrárdrög samtakanna
verði endurflutt strax í byrjun Al-
þingis í haust.
f stjórnarskrárdrögunum er m.a.
lagt til að löggjafavald og fram-
kvæmdavald verði aðskilið, landinu
verði skipt í 5 fylki, og yfirstjórn
hvers fylkis ásamt sveitarstjórnum
hafi framkvæmdavald viðkomandi
fylkis að mestu í sínum höndum, en
Alþingi fari eftir sem áður með
löggjafavaldiö. Ennfremur að fjár-
magn það sem hvert sveitarfélags-
skapar, verði notað til uppbyggingar
heima fyrir í stað þess að fara fyrst í
gegnum skömmtunarvélar stofnana
á höfuðborgarsvæðinu. Það myndi
hægja á og jafnvel stöðva þann
gengdarlausa fólksflótta og fjár-
magnsflutning frá landsbyggðinni til
Reykjavíkur sem viðgengist hefur
undanfarin ár. Samtökin telja að
jafnvægi í byggð landsins sé sameig-
inlegt hagsmunamál allra lands-
Frá v. framkvæmdastjórn Pétur Valdimarsson, Helga Eiðsdóttir, og Árni
Steinar Jóhannsson.
manna, og brýnt sé að gott samstarf
náist við sveitarstjórnarmenn um
allt land. Því var ákveðið að stjórn
samtakanna riti öllum sveitarstjórn-
armönnum bréf og óski eftir sam-
starfi við þá um stefnumörkun á
sameiginlegum áhuga- og hags-
munamálum.
Innra skipulagi samtakanna verð-
ur breytt mjög á næstunni í anda
tillagna þeira um fylkjaskiptingu.
Deildir samtakanna í einstökum
kaupstöðum, hreppum eða sýslum
verða grunneiningar, sem hver hefur
sína stjórn. Fylkisþing fyrir allar
deildir viðkomandi svæðis skal hald-
ið ár hvert, og er opið öllum félags-
mönnum. Á fylkisþingi skal kjósa
5-9 manna fylkisstjórn, og einn full-
trúa í landsstjórn. Landsstjórn verð-
ur því skipuð 1 fulltrúa úr hverju
fylki, og formanni og framkvæmda-
stjórn sem kosin eru á Landsfundi
samtakanna. Landsfund skal halda
í júnímánuði ár hvert og er opinn
öllum félagsmönnum.
Landsfundur 1987 verður haldinn
í Borgarnesi. Samtök um jafnrétti
milli landshluta telja nú ríflega 10
þúsund félagsmenn, og stöðugt ber-
ast inn listar með nöfnum nýrra
félagsmanna í kjölfar kynningarher-
ferðar sem gerð hefur verið á undan-
förnum mánuðum.
Núverandi framkvæmdastjórn
Samtaka um jafnrétti milli lands-
hluta skipa. Pétur Valdimarsson,
Akureyri formaður, Helga Eiðsdótt-
ir, Akureyri, og Árni Steinar Jó-
hannesson Reyn í Öngulstaða-
hreppi.
HIA/Akureyri
^Ht^X-LÆTUR HJÓUN SNÚAST
Jörð til sölu
Jörðin Gíslabær Hellnum (gistiheimili um árabil) á
sunnanverðu Snæfellsnesi er til sölu.
Land 64 ha. þar af ræktað ca 6,5 ha. íbúðarhús
174 fermetrar vel byggt á einni hæð. Véla og
verkfærageymsla (verkstæði) 180 fermetrar með
nýrri 62 fermetra fbúð í öðrum enda. Fiskverkunar-
hús 200 fermetrar með vatni og rafmagni 3ja fasa.
Mjög stutt er á gjöful fiskimið og hafnarmannvirki
er á Hellnum. Einstök náttúrufegurð. Makaskipti
koma til greina á Reykjavíkursvæðinu.
Upplýsingar í síma 93-5777
Verslunarhúsnæði
Kaupfélags Vestur Barðstrendinga á Krossholti,
Barðaströnd er til sölu ásamt lager og innrétting-
um.
Upplýsingar gefur Jens H. Valdimarsson sími
94-1201.
Kaupfélag Vestur Barðstrendinga
Patreksfirði
Bíóhúsið opnar
Nýja bíó hefur nú fengið andlitslyftingu og heitir nú Bíóhúsið, en Árni Samúelsson, eigandi Bíóhallarinnar,
er með húsið á leigu.
Bíóhúsið verður rekið í samræmi við Bíóhöllina, þ.e. nýjar myndir verða frumsýndar þar en síðan fluttar í
minni sali Bíóhallarinnar þegar aðsókn minnkar.
Þessi mynd var tekin við opnun Bíóhússins af Árna Samúelssyni og konu hans Guðnýju Bjömsdóttur.
Tímamynd Pétur
Inottcivél
þnrrkari
IIKITf U
■ i ■ wi
Nú er ekki eftir neinu að bíða, þú verslar í Rafbúð Sambandsins
fyrir 100 þúsund og getur þá keypt öll heimilistækin í einu, valið
sjálfur hvert tæki af ótal gerðum í pakkann, bætt sjónvarpi,
videotæki eða hrærivél við og skipt greiðslum jafnt niður á 24
mánuði. Engin útborgun og fyrsta greiðsla eftir einn mánuð.
Enginn íslenskur raftækjasali hefur boðið slík kjör — hvorki
fyrr né síðar. Hafðu samband við Rafbúð Sambandsins strax —
það er ekki eftir neinu að bíða.
thomsoim • ZEROWATT • DSBQsGacsm^Bd: • Frigor • Westinghouse • Bauknecht • thomsoim • ZEROWATT • . Frigor • Westinghouse • Bauknecht •