Tíminn - 28.06.1986, Qupperneq 13

Tíminn - 28.06.1986, Qupperneq 13
Tíminn 13 Laugardagur 28. júní 1986 SKÁK Mestel sigraði í bresku skákdæmakeppninni Skákþrautasmíð er merkilegt fyrirbæri sem hefur verið lítill gaum- ur gefinn hér á landi. Það er helst Guðmundur Arnlaugsson sem hald- ið hefur merki skákþrautarinnar á lofti í fjölmörgum útvarps- ogblaða- þáttum. Eftir hann liggur auk þess lítið kver um þessa hliðargrein skák- listarinnar. í A-Evrópu, þó einkum Sovétríkjunum, eru höfundar skák- þrauta í miklum metum enda eru dæmi frægustu höfundanna eins og Trotzky þar í miklum metum. í V-Evrópu halda Englendingar mikið upp á skákþrautir og er mér t.d. minnisstætt á mínu fyrsta skákferða- lagi að enskir unglingspiltar á því móti áttu í fórum sínum sæg skák- dæma af hinni fjölbreytilegustu gerð. Áhugi Englendinga er skiljan- legur þegar haft er í huga að þeirra fremstu skákmenn koma flestir úr stétt háskólamanna og þeirra bestu skákmenn flestir hverjir stærð- fræðingar líkt og Guðmundur Arn- laugsson. Margir þeirra nota skákdæmin sem léttvæga hvíld frá erfiðari viðfangsefnum eins og t.d. stærðfræðingurinn Hardy sem kvað upp úr bók sinni Málsvörn stærð- fræðings, að helsti galli skákþrautar- innar væri sá hversu ómerkileg og innihaldslaus hún væri. Hefur mér á stundum fundist Guðmundur viðra svipaðar skoðanir. Skákdæmið nálgast skáklistina sjálfa ekki á neinn hátt. í harðri kappskák bætast við þeir þættir sem gera þessa hugarins list svo skemmti- lega og sérstæða, sálfræðin, innsæið og einsemd langhlauparans. Fals og prettir vinna þar aldrei sigur. Bretar hafa um nokkurt skeið haldið meistaramót sitt þar sem fundinn hefur verið meistari í því að leysa skákdæmi á sem skemmstum tíma. 3200 manns hófu keppni í ár. Úrslitin fóru fram með þeim hætti að keppendur höfðu samtals 2'/2 klst. til að leysa dæmi sfn sem voru hin margvíslegustu. Sigurvegarinn varð annað árið í röð, Jophn Mastel, einn hinna ensku stórmeistara og stærð- fræðinga. Hann hlaut 23 stig af 30 mögulegum. Hann hefur yfirleitt sigrað á þessu móti eða lent í öðru sæti á eftir John Nunn. Pessir tveir munu áreiðanlega vera í liði Eng- lands sem tekur þátt í úrslitum heimsmeistaramótsins í Póllandi á þessu ári. Lítum nú á nokkur dæmi. Lesend- ur geta spreytt sig á sama hátt og þátttakendur: Hvítur mátar í 2. leik. Margir flöskuðu á þessu, því gefn- ar voru aðeins 8 mínútur. Hvítur mátar í 2. leik. Þetta er aðeins léttara og tíminn til lausnar eru fjórar mínútur. Hvftur mátar í 4. leik. Tími: 24 mínútur. Aðeins Mestel gat leyst þetta. Hvftur leikur og vinnur. Tími: 35 mínútur. Gamalt dæmi eftir Rúss- ann Petrov. Eftir 8 mínútur hafði Mestel fundið lausnina. Svanhvít Egilsdóttir og Charl- es Spencer halda námskeið fyrir söngvara og undirleikara í sal Tónlistarskólans í Reykjavík, Laugavegi 178 1.-13. júlí. Nám- skeiðinu lýkur með tónleikum í Norræna húsinu. Svanhvít kenndi söng við tón- listarskólann í Vínarborg frá 1961. Hún hefur líka haldið sumarnámskeið fyrir söngvara við óperuna í Vasa í Finnlandi í mörg ár og einnig í Japan. Hvítur á að máta í fimm leikjum (hjálparmátl). Hjálparmát er slung- ið þema. Svartur á að leika fyrst. Keppendur áttu að finna tvær lausn- ir. Önnur er ekkert sérstaklega erfið en enginn fann þá síðari. Lausnir birtar í næsta þætti. Leiðrétting Af einhverjum ástæðum féll út partur af síðasta skákþætti. Það vantaði niðurlagið í skák Karpovs og Ljubojevsic. IIN - iív #491111 iNlllll ■y ■ JVS III! l! ilAlll IHIII su lllll ll 1,01 ■ H 91 111 1111 Staðan eftir 41. léik svarts. Það er Karpov sem stýrir hvítu mönnunum: 42. Dc4 (Hér fór skákin í bið. Umframpeðið tryggir hvítum auðveldan sigur.) 42. .. Hb6 43. Ba3 Da7 44. Bg2 Ha6b 45. Db2 Ha4 46. Db3 Ha5 47. Hc6 Ha6 48. Dc4 Ha2 49. Db5 Ha5 50. Db3 Dd7 51. Dc4 Rd8 52. Hc7 Df5 53. Kgl Re6 54. Be4 Df6 55. Hc6 Dd8 56. Bc3Ha3 - 57. Db5 Dd7 58. Bxe5 Bxe5 59. Dxe5 Hxd3 60. Dxh5 Kg8 61. De5 Hdl- 62. Kg2 Hd2 63. h5 gxh5 64. Dxh5 - og hér gafst svartur upp. Charles Spencer starfar við tónlistarskólann í Vínarborg sem undirleikari. Hann hefur haldið sumarnámskeið fyrir ljóðasöngvara og undirleikara við alþjóðlega sumarháskólann í Salzburg og verið undirleikari heimsfrægra söngvara. Þau Svanhvít og Spencer héldu hér sams konar námskeið síðastliðið haust við góðar undirtektir. Námskeiðið er opið til hlust- unar. Óperu og Ijóðanámskeið laðbera vantar í eftirtalin hverfi. í Hafnarfjörð og Garðabæ Tímlnn SIÐUMULA 15 © 686300 Vélaeigendur: TAKIÐ EFTIR!!! Eigum fyrirliggjandi eða útvegum með stuttum fyrirvaraeftirfarandi: x Alla helstu varahluti fyrir Caterpillar og Komatsu vinnuvélar. x Beltakeðjur og aðra undirvagnshluti'í allar gerðir beltavéla. x Slitstál, skerablöð og tannarhorn fyrir jarðýtur og veghefla. x Riftannaodda fyrir jarðýtur. x Spyrnubolta og skerabolta allar stærðir. x Stjórnventla og vökvadælur fyrir 12/24 volta kerfi. x Slitplötur og aðra varahluti í mulningsvélar. x Hörpunet allar stærðir fyrir malarhörpur. x Færibönd og varahluti í færibönd. x Drifkeðjurogfæribandakeðjur fyrir verksmiðjur og landbúnaðarvélar. Einnig fyrir lyftara, vökvakrana, rafstöðvar, loftpressur, götusópa, dráttarvélar og flutningatæki. ALLT Á EINUM STAÐ: Og við teljum niður verðbólguna hraðar en margir aðrir. VÉLAKAUP h/f Sími641045 Til sölu notaðar dráttarvélar MF-130 árg. ’65 MF-35 X árg. ’62 Zetor-6945 4x4 árg. ’79 Zetor-4911 árg. ’80 Zetor-4911 árg. ’80 m/ ámoksturstækjum Zetor-7211 árg. ’85 Góð greiðslukjör wðMysmHF Jámhálsi 2 Simi 83266 TIORvk. Pósihólf 10180 Fóstrur Fóstra óskast í heilt starf við leikskóla frá 25. ágúst nk. eða eftir samkomulagi. Hlutastarf kemur einnig til greina. Góð vinnuaðstaða. Nánari upplýsingar veita forstöðumenn í síma 93-2663. Skriflegar umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist undirrituðum fyrir 10. júlí. Félagsmálastjóri Kirkjubraut 28 300 Akranesi sími 93-1211 Höfum opnað lögfræðiskrifstofu að Skipholti 50 c. Guðmundur Ágústsson hdl. Gísli Gíslason lögfr.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.