Tíminn - 28.06.1986, Blaðsíða 16

Tíminn - 28.06.1986, Blaðsíða 16
oo I > f I • t I ö Húsnæöisstof nun CÍQ ríkisins M Tæknideiid Laugavegi 77. fí. Simi 28500. útboð Hellissandur - Rif Stjórn verkamannabústaöa Neshrepps utan Ennis, óskar eftir tilboðum í byggingu fjögurra íbúöa í tveim einnar hæðar parhúsum byggðum úr steinsteypu. Verk nr. U.05.01 úr teikningasafni tæknideildar Húsnæðis stofnunar ríkisins. Bruttóflatarmál hvors húss 195m2 Samt. 390 m2 Brúttórúmmál hvors húss 672 m3 Samt. 1346m3 Húsin verða byggð við göturnar Munaðarhóll 11, Hellissandi og Háarif 73, Rifi og skal skilafullfrágengn- um, sbr. útboðsgögn. Afhending útboðsgagna er á sveitarstjórnarskrifstofu Neshrepps utan Ennis og hjá tæknideild Húsnæðis- stofnunar ríkisins frá þriðjudeginum 1. júlí til föstu- dagsins 11. júlí 1986 gegn kr. 5.000,- skilatryggingu. Tilboðum skal skila á sömu staði eigi síðar en þriðjudaginn 15. júlí kl. 11.00 og verða þau opnuð að viðstöddum bjóðendum. F.h. stjórnar verkamannabústaða Tæknideild Húsnæðisstofnunar ríkisins. Iðnþróunarfélag Kópavogs auglýsir stöðu framkvæmda- stjóra Iðnþróunarfélag Kópavogs er samtök fyrirtækja og einstaklinga sem vinna að því að: A. Efla atvinnustarfsemi í bænum. B. Vera starfandi fyrirtækjum í Kópavogi innan handar um bættan rekstur og aukið hagræði. C. Standa fyrir ráðgjöf og hvers kyns námskeiða- haldi. D. Kynna sem víðast aðstæður til atvinnurekstrar í bænum og reyna með þeim hætti að stuðla að innflutningi á atvinnustarfsemi til bæjarins og auka fjölbreytni atvinnustarfseminnar. Leitað er háskólamenntaðs manns sem áhuga hefur á fjölbreyttu og skapandi starfi sem tengist atvinnuuppbyggingu í vaxandi byggðarlagi. Umsóknir er greini menntun aldur og fyrri störf sendist til auglýsingadeildar Tímans merkt atvinna ’86 fyrir 15/7 1986. Nauðsynlegt er að umsóknum fylgi einnig heimilisfang og símanúmer. Iðnþróunarfélag Kópavogs. Sysluhus á Húsavík Tilboð óskast í að reisa frá steyptri grunnplötu og skila fullgerðri byggingu fyrir sýsluskrifstofur og lögreglustöð á Húsavík. Byggingin er tveggja hæða og er að grunnfleti um 450 m2. Lögreglustöðinni, sem er á neðri hæð hússins, skal skilafullgerðri 1. júlí 1987, og verkinu sé að fullu lokið 1. apríl 1988. Útboðsgögn verða afhent hjá Innkaupastofnun ríkisins, Borgartúni 7, Rvk., og hjá Tækniþjónustunni á Húsavík gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á skrifstofu vorri, þriðjudaginn 15. júlí 1986 kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 16 Tíminn llllllllllllll DAGBÓK Guðsþjónustur í Reykjavíkur- prófastsdæmi sunnudaginn 29. júní 1986. Árbæjarprestakall Guðsþjónusta í safnaðarheimili Árbæjar- sóknar kl. 11 árdegis. Organleikari Jón Mýrdal. Sr. Guðmundur Þorsteinsson. Bústaðakirkja Guðsþjónusta kl. 11. Jón ísleifsson guð- fræðingur prédikar. Organisti Kjartan Sigurjónsson. Dómkirkjan Messa kl. 11. ( messunni verður fermd Þórhildur Elfa Reykdal frá Oubec í Kanada. Hér til heimilis að Lindarbergi, Hafnarfirði. Dómkórinn syngur. Organ- leikari Marteinn H. Friðriksson. Sr. Þórir Stephensen. Landakotsspítali Messa kl. 10. Organisti Birgir Ás Guð- mundsson. Sr. Þórir Stephcnsen. Elliheimilið Grund Messa kl. 10. Sr. Guðmundur Ragnars- son. Fella og Hólakirkja Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Guðný Margrét Magnúsdóttir. Sr. Hreinn Hjart- arson. Fríkirkjan í Reykjavik Sumarferð safnaðarins. Lagt af stað frá kirkjunni kl. 9 árdcgis. Komið m.a. á Þingvöll og verið við hátíðarguðsþjón- ustu. Miðar í versluninni Brynju. Sr. Gunnar Björnsson. Grensáskirkja Messa kl. 11. Organisti Árni Arinbjarnar- son. Þetta ersíðasta messa fyrirsumarfrí. Kirkjan verður lokuð í júlímánuði vegna viðhalds og viðgerða. Sóknarnefndin. Hallgrímskirkja Messa kl. 11. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Þriðjudag I. júlí: fyrirbænaguðsþjónusta kl. 10:30. Landspítalinn Guðsþjónusta kl. 10. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Háteigskirkja Messa kl. 11. Sr. Arngrímur Jónsson. Kópavogskirkja Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Þorbergur Kristj- ánsson. Langholtskirkja Munið safnaðarferðina til Þingvalla kl. 12 á sunnudag. Safnaðarstjórn. Ncskirkja Guðsþjónusta kl. 11 árdegis. Orgel og kórstjórn Reynir Jónasson. Sr. Guð- mundur Óskar Ólafsson. Miðvikudag 2. júlí: Fyrirbænamessa kl. 18:20. Sr. Guð- mundur Óskar Ólafsson. Seljasókn Guðsþjónusta kl. 11 í Öldusclsskólanum. Altarisganga. Þriðjudag 1. júlí: Fyrirbæna- guðsþjónusta í Tindaseli 3 kl. 18:30. Sóknarprestur. Scltjarnarncskirkja Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Örn Falkner. Prcstur sr. Solveig Lárá Guð- mundsdóttir. Kirkja óháða safnaðarins Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Heiðmar Jónsson. Sr. Þórsteinn Ragnarsson. Hátíðarguðsþjónusta á vegum Þingvallakirkju Horft til kristnitökuafmælis Sunnud. 29. júní vcrður efnt til hátíð- arguðsþjónustu á vegum Þingvallakirkju. Tilefni hátíðarinnar er sú umræða um undirbúning kristnitökuafmælis, sem fram hefur farið undangengin misseri. Dagskrá hátíðarinnar verður á þessa leið: Kl. 14.00 hefst guðsþjónusta í stóra salnum í Hótel Valhöll. Sóknarprestur annast altarisþjónustu. Formaður Þing- vallanefndar, Þórarinn Sigurjónsson al- þingismaður, predikar, félagar úr kór Langholtskirkju syngja, söngstjóri er Jón Stefánsson en Ólöf Kolbrún Harðardóttir syngur einsöng. Jón Sigurðsson og Snæ- björn Jónsson leika á trompeta. M.a. verður frumflutt tónvcrk, sem Atli Heimir Sveinsson færir hátíðargestum. Ungmenni úr Þingvallasöfnurii lesa ritn- ingartexta. Mcðhjálpari er Sveinbjörn Jóhannesson, safnaðarfulltrúi Þingvalla- safnaðar. Ávarp biskups íslands, herra Péturs Sigurgeirssonar, flytur sr. Sigur- björn Sigurbjörnsson. Kl. 15.10 flytur séra Jónas Gíslason, dósent í kirkjusögu við Háskóla Islands, erindi, sem nefnist „Kristnitakan á Al- þingi og aðdragandi hennar". Síðdegiskaffi verður til sölu í Hótel Valhöll kl. ló.OO.Sóknarprestur og sókn- arnefnd. Messur í Fíladelfíu Hátúni 2 Safnaðarguösþjónusta kl. 14.00. ræðu- maður varður Michael Fitsgerald. Ein- söngur Danny Webb. Almenn guðsþjónusta verður kl. 20.00. Kór kirkjunnar syngur. Ræðumaður Mic- hael Fitzgerald. Samskot fyrir kirkjuna. Endurtekinn kvöldferð í Þerney Síðastliðið sunnudagskvöld var ferð í Þerney á vegum Hins íslenska náttúru- fræðifélags. Ferðin tókst með miklum ágætum en hins vegar komust færri að en vildu. Því hefur verið ákveðið að endur- taka ferðina næstkomandi sunnudags- kvöld 29. júní. Sá fyrirvari er aftur hafður að aðeins er lcndandi á eyjunni í stilltu veðri. Ef ólendandi er, verður það auglýst Laugardagur 28. júní 1986 Frá æfingu fyrir útisýningu á Njálssögu Njáls saga í Rauðhólum Söguleikarnir munu næstkomandi sunnudag hefja sýningar á „Njáls-sögu" í leikgerð Helgu Bachmann og Helga Skúlasonar. sýningar verða í sumar í Rauðhólum við Reykjavík. Sýnt verður á fimmtudagskvöldum kl. 20.30 og á laugardögum og sunnudögum kl. 14.30og 17.00. fyrstasýningverðurkl. 16.00 á sunnudaginn 29. júnt'. Miðapant- anir í síma 17445, Faranda, 122111, söguleikarnir og 28025 hjá Kynnisferð- um. Myndlistarsýning í Tryggvagötu Myndir eftir Tryggva Hansen og Sigríði Eyþórsdóttur eru til sýnis og sölu á Tryggvagötu 18 (gegnt gömlu böggla- og póststofunni í Tryggvagötu). Þetta eru blönduð verk frá mismunandi tíma; Ol- íumálverk, grafíkmyndir og vatnslita- myndir. Þau Tryggvi og Sigríður hafa bæði Iokið námi í Myndlista- og handíða- skóla íslands. Sýningin er opin kl. 15.00-19.00 dag hvern til 4. júlí. fyrir kvöldfréttir í útvarpinu á sunnudags- kvöld. Siglt verður til eyjarinnar á bátnum Skúlaskeiði frá Kornhlöðunni við Sunda- höfnina í Reykjavík kl. 20, og komið til baka um kl. 23.30. Leiðsögumenn verða þeir Árni Einarsson. Snorri Baldursson og Þóra Ellen Þórhallsdóttir líffræðingar og Árni Hjartarson jarðfræðingur. Fólki er ráðlagt að mæta í stígvélum og þeir sem eiga hafi sjónauka með. Allir velkomnir. Starf aldraðra í Hallgrímskirkju: Ákveðið hefur verið að fara fjögurra daga ferð á Strandir 9.-12. júlí nk. á vegum starfs aldraðra í Hallgrímskirkju. Lagt verður af stað miðvikudagsmorg- un 9. júlí kl. 10.00 og haldið að Laugar- hóli í Bjarnarfirði á Ströndum. Kvöld- matur þar oggisting í rúmum. Á fimmtud. 10. júlí er lagt af stað kl. 10.00. Borðað á Djúpuvík, farið í Árnes og hlýtt þar á mcssu. Farið í Norðurfjörð. Þaðan til Djúpuvíkur aftur. Borðaður kvöldverður og gist þar. Föstud. 11. júlí. Lagt af stað kl. 10.00. Farið heim um Borgarfjarðar- dali. Allir ellilífeyrisþegar eru velkomnir í þessa ferð. Nánari upplýsingar gefur Dómhildur Jónsdóttir í síma 39965. Háskólahátíð Háskólahátíð verður haldin í Háskóla- bt'ói laugardaginn 28. júní 1986 kl. 2 síðdegis, og fer þar fram brautskráning kandídata. Athöfnin hefst með því að Jónas Ingimundarson leikur á píanó Tólf dansa, opus 18a, eftir Franz Schubert. Háskólarektor, prófessor dr. Sigmundur Guðbjarnason flytur ræðu og síðan af- henda deildarforsetar kandídötum próf- skírteini. Háskólakórinn syngur nokkur lög undir stjórn Árna Harðarsonar. Að þessu sinni verða brautskráðir 351 kandídat og skiptast þeir þannig: Embættispróf í guðfræði 8. Embættispróf í læknisfræði 60. B.S. -próf í hjúkrunarfræði 55. B.S. -próf í sjúkraþjálfun 9. Embættispróf í lögfræði 29. Kandídatspróf í íslenskum bókmenntum 2. Kandídatspróf í íslenskri málfræði 1. Kandídatspróf í ensku 1. B.A. -próf t' heimspekideild 37. Próf í íslensku fyrir erlenda stúdenta 5. Lokapróf í byggingarverkfræði 18. Lokapróf f vélaverkfræði 6. Lokapróf í rafmagnsverkfræði 18. B.S. -próf í raungreinum 38. Kandídatspróf í viðskiptafræðum 41. Kandídatspróf í tannlækningum 5. B.A. -próf í félagsvísindadeild 18. Minningarkort Minningarsjóðs Samtaka um kvennaathvarf Samtök um kvennaathvarf hafa nýlega látið gera minningarkort og mun það fé, sem þannig kemur inn, renna óskert til reksturs Kvennaathvarfsins. Nokkrar gjafir hafa þegar borist. Kortin eru afgreidd á teimur stöðum, Reykjavíkur Apóteki og á skrifstofu sam- takanna í Hlaðvarpanum að Vesturgötu 3, 2. hæð, sem er opin alla virka daga árdegis kl. 10.00-12.00 (og stundum lengur). Þeir sem þess óska geta hringt á skrifstofuna og fengið senda gíróseðla fyrir greiðslunni. Síminn er 23720

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.