Tíminn - 28.06.1986, Side 19
Laugardagur 28. júní 1986
Tíminn 19
ÚTVARP/SJÓNVARP
lllillllHlllllllllllllUlllillililillllllIli
Sjónvarp sunnudag kl. 20.50:
Gamall maður (Paul Scofield) riQar
upp sína fyrstu ást og þau áhrif sem hún
hafði á líf hans þaðan í frá.
Sjónvarp mánudag
Aftur til Edens
Stephanic Harper slapp lífs af úr krókódíiskjaftinum en afskræmd og
mikið slösuð. Eftir frábæra læknismeðferð er hún enn fallegri en fyrr og
á auðvelt með að fá vinnu sem fyrirsæta. Hún hyggur á grimmilegar
hefndir. en manni hennar hefur verið tilkynnt að hann fái ekki eyri af
arfinum eftir hana fyrr en að 7 árum liðnum, þcgar hún verði úrskurðuð
látin, ef ekki hefur frést um örlög hennar fyrr.
Útvarp laugardag kl. 22.20:
Sigmar B. Hauks-
son sér um Laugar-
dagsvöku í útvarp-
inu.
Laugardagsvaka:
Cannes og
kvikmyndahátíð
Ingunn spákona og dóminíkanskur munkur
Laugardagsvaka í umsjón Sig-
mars B. Haukssonar hefst kl. 22.20 í
útvarpinu í kvöld.
Þar segir t.d. Hilmar Oddsson
kvikmyndagerðarmaður frá borg-
inni Cannes og þeim sérstæða blæ
sem hún fær á sig þegar kvik-
myndahátíð sú sem við borgina er
kennd stendur yfir.
Árið 1917 kom út rit eftir Ing-
unni, sem kölluð var spákona. í
því riti er gerð grein fyrir því
hverning segja má fyrir um skap-
gerð og lyndisfar manna með því
að skoða í lófa þeirra og hvernig
þeir bera sig. Frá því verður sagt í
Laugardagsvöku.
Þá verður í þættinum talað við
dóminíkanskan munk um trúariðk-
un hans.
Fyrsta ástin
írska sjónvarpsleikritið Fyrsta
ástin (Summer Lightning), gert
eftir skáldsögu eftir lvan Turgenj-
ev, er mánudagsleikrit sjónvarps-
ins og hefst sýning þess kl. 21.35.
Leikstjóri er Paul Joyce og með
aðalhlutverk fara Paul Scofield,
Edward Rawle Hicks, Leone
Mellinger og David Warner.
Sögusvið leikritisins er frland á
öldinni sem leið, fyrir hungurs-
neyðina miklu. Ungur maður upp-
lifir sína fyrstu ást. Robert Clarke
ber fölskvalausa ást í brjósti til
Louise St. Léger. Aðrir aðdáendur
hennar hafa lært á vélabrögð
heimsins, en hún stjórnar umhverfi
sínu af sakleysislegri festu. Smám
saman sogast Robert inn í heim
hinna fullorðnu sem stjórnast af
undirferli og ástríðum, sem hafa í
för með sér voveiflegan dauðdaga.
Þessir atburðir setja sitt mark á líf
Roberts þaðan í frá og hann missir
trúna á að sýna fólki traust og
einlægni. Paul Scofield leikur
Robert Clarke á efri árunt sem
minnist þessara afdrifaríku
æskuástar sinnar.
Utvarp sunnudag kl. 22.20:
Strengleikar
Málverk og tónlist
frá byltingartímum
I þættinum Strengleikar, sem
Halldór B. Runólfsson sér unt í
útvarpi annað kvöld kl. 22.20,
fléttar hann santan fræg málverk
og tónlist frá ýmsum byltingartím-
um.
Það verður leitað fanga úr
frönsku byltingunni, frá Napójeons-
tímanum, mexíkönsku bylting-
unni og spænska borgarastríðjnu.
Málarar á borð við Goya. Delacr-
oix og Picasso koma þar við sögu,
auk þriggja mexíkanskra málara.
Tónlistina leggja til Becthoven og
Chopin. auk laga úr spænska og
mexíkanska stríðinu.
Laugardagur
28. júní
7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Tónleikar,
þulur velur og kynnir.
7.30 Morgunglettur.
Létt tónlist.
8.00 Fréttir. Dagskrá.
8.15 Veðurfregnir. Tónleikar.
8.30 Fréttir á ensku.
8.35 Lesið úr forustugreinum dagblaðanna
8.45 Nú er sumar. Hildur Hermóðsdóttir
skemmtir ungum hlustendum.
9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar.
9.20 Óskalög sjúklinga Helga Þ. Steph-
ensen kynnir.
10.00 Fréttir.
10.05 Daglegt mál Endurtekinn þáttur frá
kvöldinu áður sem Örn Ólafsson flytur.
10.10 Veðurfregnir.
10.25Sigild tónlist a.„Orfeus i undirheim-
um“, forleikur eftir Jacques Offenbach.
Filharmoníuhljómsveitin í Berliri leikur;
Herbert von Karajan stjórnar. b. Gius-
eppe de Stefano syngur lög frá Napoli
með Nýju sinfóníuhljómsveitinni; iller
Pattacini og Dino Oliveri stjórna.
11.00 Frá útlöndum. Þáttur um erlend mál-
efni í umsjá Páls Heiðars Jónssonar.
12.00 Dagskrá. Tilkynningar.
12.20 Fréttir.
12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar.
Af stað Björn M. Björgvinsson slær á
létta strengi með vegfarendum.
13.50 Sinna. Listirog menningarmál líðandi
stundar. Umsjón: Ragnheiður Gyða
Jónsdóttir og Þorgeir Ólafsson.
15.00 Frá austurrfska útvarpinu Oktett i
F-dúreftir Franz Schubert. Kammersveit-
in í Vínarborg leikur. Formálsorð flytur
Guðmundur Gilsson. (Hljóðritað á Tón-
listarhátiðinni í Bregenz sl. sumar).
16.00 Fréttir. Dagskrá.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Sínhúe Séra Sigurjón Guðjónsson
les egypska fornsögu i eigin þýðingu.
17.00 Barnaútvarpið Stjórnandi: Kristin
Helgadóttir. Aðstoðarmaöur: Sigurlaug
M. Jónasdóttir.
17.40 Tríó í e-moll eftir Sveinbjörn Svein-
björnsson Þorvaldur Steinqrímsson,
Pétur Þorvaldsson og Ólafur Vignir Al-
bertsson leika.
18.00 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins.
19.00 Fréttir.
19.30 Tilkynningar.
19.35 Hljóð úr horni Umsjón: Stefán Jök-
ulsson.
20.00 Sagan „Sundrung i Flambards-
setrinu" eftir K.M. Peyton. Silja Aðal-
steinsdóttir les þýðingu sína (8).
20.30 Harmoníkuþáttur Umsjón: Högni
Jónsson
21.00 Úr dagbók Henry Hollands frá árinu
1810. (Þriðji þáttur). Tómas Einarsson
tók saman. Lesari með honum: Snorri
Jónsson.
21.40 íslensk einsöngslög Kristinn Halls-
son syngur. Árni Kristjánsson leikur á
píanó.
22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð
kvöldins.
22.15 Veðurfregnir.
22.20 Laugardagsvaka. Þáttur í umsjá Sig-
mars B. Haukssonar.
23.30 Danslög.
24,00 Fréttir.
00.05 Miðnæturtónleikar Umsjón: Jón örn
Marinósson.
01.00 Dagskrárlok
Næturútvarp á Rás 2 til kl. 03.00
10.00 Morgunþáttur Stjórnendur: Kristján
Sigurjónsson.
12.00 Hlé
14.00 Við rásmarkið. Þáttur um tónlist,
íþróttir og sitthvaö fleira. Umsjón: Einar
Gunnar Einarsson ásamt íþróttafrétta-
mönnunum Ingólfi Hannessyni og Sam-
úel Erni Erlingssyni.
16.00 Listapopp i umsjá Gunnars Salvars-
sonar.
17.00 Á heimaslóðum Þátturmeð islenskri
tónlist og spjalli við fólk úti á landi.
Umsjón Ragnheiöur Davíðsdóttir.
18.00 Hlé.
20.00 Bárujárn Þáttur um þungarokk í
umsjá Finnboga Marinóssonar.
21.00 Milli stríða Jón Gröndal kynnir dæg-
urlög frá árunum 1920-1940.
.22.00 Framhaldsleikrlt: „Villidýrið i þok-
unni“ eftir Margery Alingham í leikgerö
eftir Gregory Evans. Þýðandi: Ingibjörg
Þ. Stephensen. Leikstjóri: Hallmar Sig-
urðsson. Fjórði þáttur endurtekinn frá
sunnudegi á rás eitt.
22.32 Svifflugur. Stjórnandi: Hákon Sigur-
jónsson.
24.00 Á næturvakt með Helgu Guörúnu
Einarsdóttur og Júlíusi Einarssyni.
03.00 Dagskrárlok.
íþróttafréttir eru sagðar i þrjár mínútur
kl. 17.00.
Laugardagur
28. júní
16.00 fþróttir
17. 20. Búrabyggð (Fraggle Rock) 22.
þáttur. Brúðumyndaflokkur ettir Jim
Henson. Þýðandi Guðni Kolbeinsson.
17.50 HM í knattspyrnu - 3. sætið. Bein
útsending frá Mexikó.
19.50 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veður
20.25 Auglýsingar og dagskrá
20.35 Kvöldstund með listamanni -
Björgvin Halldórsson Jónas R. Jóns-
son ræðir við Björgvin Halldórsson tón-
listarmann, sem flytur nokkur laga sinna
í þættinum. Stjórnandi upptöku: Björn
Emilsson.
21.10 Fyrirmyndarfaðir (The Cosby Show)
Sjötti þáttur Bandarískurgamanmynda-
tlokkur í 24 þáttum. Aðalhlutverk: Bill
Cosby og Phylicia Ayers-Allen. Þýðandi
Guðni Kolbeinsson.
21.35 Ljón á veginum. (Avanti) Bandarísk
bíómynd frá árinu 1972. Leikstjóri Billy
Wilder. Auðjöfur nokkur sem er i fríi á
Italiu fellur frá og kemur það i hlut sonar
hans að endurheimta jarðneskar leifar
hans. Brátt kemur í Ijós að italskir
skriffinnar eru honurn þrándur í götu, en
hann er ekki einn um vandann. Þýðandi
Kristmann Eiðsson.
23.55 Dagskrárlok.
Útboð
Byggingarnefnd flugstöðvar á Keflavíkurflugvelli
óskar eftir tilboðum í eldhúsbúnað fyrir nýju
flugstöðina í Keflavík og nefnist verkið
Flugstöð á Keflavíkurflugvelli
Eldhústæki
FK-28
Verkið nær til:
a) Eldhúsbúnaðar.
b) Hönnunar, smíði, uppsetningar og prófunar í
flugstöðvarbyggingunni í samræmi við útboðs-
gögn.
Verkinu skal lokið eigi síðar en 16. mars 1987.
Útboðsgögn verða afhent hjá Rafhönnun hf.,
Ármúla 42, Reykjavík, gegn 10.000.- króna skila-
tryggingufráog með miðvikudeginum 2. júlí 1986.
Tilboðum skal skila til:
Varnarmálaskrifstofu Utanríkisráðuneytisins
Skúlagötu 63,
105 Reykjavík
eigi síðar en 23. ágúst 1986, kl. 14.00
Reykjavík 24. júní 1986
Byggingarnefnd flugstöðvar
á Keflavíkurflugvelli
Útboð
Byggingamefnd flugstöðvar á Keflavíkurflugvelli
óskar eftir tilboðum í færibönd og vogir fyrir nýju
flugstöðina í Keflavík og nefnist verkið
Flugstöð á Keflavíkurflugvelli
Færibönd og vogir
FK-07
Verkið nær til:
a) Allra farangursfæribanda og voga
b) Hönnunar, smíði, uppsetningar, prófunar og
viðhalda í flugstöðvarbyggingunni í samræmi við
útboðsgögn.
Verkinu skal lokið eigi síðar en 10. mars 1987
Útboðsgögn verða afhent hjá Rafhönnun hf.,
Ármúla 42, Reykjavík.
Tilboðum skal skila til:
Varnarmálaskrifstofu Utanríkisráðuneytisins
Skúlagötu 63
105 Reykjavík
eigi síðar en 18. júlí 1986, kl. 14.00.
Reykjavík 24. júní 1986
Byggingarnefnd flugstöðvar
á Keflavíkurflugvelli
Eigum til á lager
hinar vel þekktu
HEYÞYRLUR
4ra og 6 stjörnu.
Vinnslubreidd frá 4 m og upp í 7,3 m.
Lyftutengdar og dragtengdar