Tíminn - 02.07.1986, Page 5
Tíminn 5
Miðvikudagur 2. júlí 1986
llllllllll ÚTLÖND llllllll
Ólga í Suður-Kóreu:
Blóðug bylting ef
ekki takast sættir
- segir leiðtogi stjórnarandstöðunnar
Seoul-Reuter
Kim Young-Sam, einn af leiðtog-
um stjórnarandstöðunnar í Suður-
Kóreu, spáði því í gær að ef ekki
næðist samkomulag milli stjórnvalda
og stjórnarandstæðinga um nýtt
kosningafyrirkomulag væri hætta á
byltingu hersins eða blóðugum
óeirðum.
„Ef okkur tekst ekki að ná sam-
komulagi um breytingu á stjórnar-
skránni og breyta landinu á friðsam-
an hátt í lýðræðisríki get ég sagt
..að annað hvort tekur herinn völd
5ða fólkið gerir blóðuga byltingu,"
sagði Kim á blaðamannafundi.
Kim hvatti alla leiðtoga stjórn-
málaflokka í landinu til að gera allt
sem í þeirra valdi stæði til að afstýra
áðurnefndum byltingum. Hann lagði
til að fundur yrði haldinn milli Chun
Doo Hwan forseta, Roh Tae-Woo
leiðtoga stjórnarflokksins og stjórn-
arandstöðuleiðtoga þar á meðal hans
sjálfs og annars þekkts stjórnarand-
stæðings, Kim Dae-jung.
Kim Young-Sam og Kim Dae-
jung eru í forystusveit helsta stjórn-
árandstöðuflokks landsins, Demókr-
ataflokki Nýju Kóreu (NKDP), sem
samþykkti nýlega að vinna ineð
stjórnarflokknum, Réttlætisflokki
demókrata (DJP) og vinna að sáttar-
tillögum í deilunni um kosningafyr-
irkomulagið.
Bilið milli flokkanna tveggja um
hvernig eigi að kjósa til forseta er
samt æði mikið. NKDP vill beina
þjóðaratkvæðagreiðslu en DJP,
flokkur Chuns forseta, heldur fast í
núverandi tilhögun en þar kýs 500
manna kjörráð forseta landsins.
Mikil ólga hefur verið í landinu að
undanförnu og saka andstæðingar
stjórnvalda þau um að halda um
þúsund pólitískum föngum og einnig
eru þau sökuð um pyndingar.
Lee Min-woo (t.v) forseti NKDP og Roh Tae-woo formaður DJP takast í
hendur á þessari mynd. Ekki eru þeir þó enn á sama máii um nýtt
kosningafyrirkomulag í Suður-Kóreu.
Þingkosningar í Japan:
Stjórnar-
flokknum
spáð
sigri
Tokyo-Reuter
Japanski stjórnarflokkurinn,
Frjálslyndi demókrataflokkurinn
(LDP), ætti að vinna auðveldan
sigur í þingkosningunum næsta
sunnudag ef eitthvað er að marka
skoðanakönnun Jiji fréttaþjón-
ustunnar.
Samkvæmt skoðanakönnun-
inni mun LDP fá að minnsta kosti
259 þingmenn kjörna í neðri
deild þingsins en þar sitja 512
þingmenn. Raunar gæti LDP
fengið alls 271 þingmann kjörinn
ef 12 af þeim 21 kandídötum,
sem berjast þurfa í héruðum þar
sem úrslit verða tvísýn, hljóta
kosningu.
í efri deildinni mun flokkurinn
líklegast fá hreinan meirihluta.
Þar sitja 252 þingmenn.
Skoðanakönnun Jiji sýndi
einnig að ólíklegt er að Sósíalista-
flokkurinn, helsti stjórnarand-
stöðuflokkurinn, haldi fylgi sínu
í þinginu þar sem nú sitja 110
sósíalistar.
Filippseyjar:
Marcos ásakaður
um golfsvindl
Manila-Reuter
Ferdinand Marcos fyrrum leið-
togi Filippseyja hefur skrifað opið
bréf til dagblaðs eins í Manila þar
sem hann neitar harðlega að hafa
svindlað í golfi.
Fjármáiaumsvif Marcosar hafa
verið mikið í sviðsljósinu að
undanförnu og þykja vera vafasöm
í meira lagi. Ekki nóg með
það. Greinarhöfundurinn Dindo
Gonzalez sem skrifar í dagblaðið
„Viðskiptadagur“ hefur ásakað
Marcos um að hafa oft og einatt
svindlað í golfi.
Marcos svaraði að augabragði
og sagði Gonzalez dreifa „illum
lygum um golfframmistöðu" sína.
Einnig hvatti hann greinarhöfund-
inn til að vanda betur stíl sinn.
Gonzalez er 68 ára gamall og
hefur leikið golf síðan hann var 14
ára og skrifað um golf í blöðum
síðan 1938. Gonzalez lék mikið
með forsetanum fyrrverandi og
sagði hann kylfubera og örygg-
isverði hans hafa oft og iðulega
sparkað golfbolta forsetans útúr
„röffinu" inná braut og forsetann
sjálfan hafa gefið upp rangar tölur
á skorkorti sfnu. Gonzalez minntist
atviks er átti sér stað þann 3.
desember 1978. Þá skilaði forsetinn
fyrrverandi inn skorkorti er sýndi
höggfjölda sem alþjóðlegir golf-
meistarar hefðu verið hreyknir af.
Skorkortið er enn til sýnis í golf-
klúbbnum þar sem félagarnir fyrr-
verandi léku.
Singapúr:
H/ESTA
HÓTEL
HEIMS
ÚTLÖND
Umsjón: Heimir
Bergsson
Bretland:
Bretar fara með
bandalagsstjórn
Howe utanríkisráöherra mun sitja í forsetastóli Evrópubandalagsins
næstu sex mánuðina - Sat fyrir svörum í gær
Brússel-Reuter
Bretar tóku við stjórn Evrópu-
bandalagsins (EB) af Hollendingum
í gær og sögðust bresk stjórnvöld
ætla að vinna að enn meiri samein-
ingu ríkja Evrópubandalagsins. Sir
Geoffrey Howe utánríkisráðherra
Bretlands, sem sitja mun í forseta-
stóli bandalagsins næstu sex mánuð-
ina, sagði hina sameiginlegu yfirlýs-
ingu um Suður-Afríku, sem ríki
bandalagsins samþykktu á nýafstað-
inni ráðstefnu í Haag, sýna í verki
vilja ríkjanna tólf til samvinnu.
Howe sagðist fara til Suður-Afr-
íku á næstunni til að kanna hvaða
friðsamar leiðir væru færar til að
binda enda á aðskilnaðarstefnu
hvítu minnihlutastjórnarinnar í
landinu.
Utanríkisráðherrann sat fyrir
svörum í Lundúnum en sjónvarps-
tæknin sá fyrir því að fréttamenn í
Brússel gátu einnig varpað spurning-
um til Howe.
Howe var varfærinn í svörum
sínum að venju en sagði bresk
stjórnvöld ætla að beita sér fyrir
framgangi fjögurra mála á meðan
þau hefðu með stjórn Evrópubanda-
lagsins að gera. Fyrst nefndi hann
samvirka stefnu á utanríkismálum,
Sir GeofTrey Howe mun vera í forsvari Evrópubandalagsins næstu sex
mánuðina
þá umbætur á atvinnuleysi í ríkjun- viðskiptum og loks aukið eftirlit með
um tólf, síðan aukningu á alþjóða- útgjöldum bandalagsins.
Heilsan verri en gengur og gerist
Hjartasjúkdómar algengir - Sígarettureykingar öflug sjálfseyöilegging
Lundúnir-Reuter
Singapúr-Reuter
Samkvæmt heimsmetabók Guinn-
ess er Westin Stamford hótelið í
Singapúr hæsta hótel í heimi. Þetta
73 hæða hótel var opnað með mikilli
viðhöfn f gær.
Arkitektinn I.M.Pei teiknaði hót-
elið sem er 226 metrar á hæð, sex
metrum hærra en Westin Peachtree
hótelið í Bandaríkjunum, nánar tii-
tekið í Atlanta í Georgíufylki.
Alls eru 1253 herbergi í þessu
stærsta hóteli í Singapúr en þar er nú
boðið upp á 40% afslátt sem er
kominn til vegna færri ferðamanna
og færri hótelgistinga ' í Singa-
púr.
Heilsufar á Bretlandi er verra en
gengur og gerist í hinum ríku iðnað-
arlöndum heims og hvergi annars-
staðar deyja fleiri af völdum hjarta-
sjúkdóma en einmitt í Bretlandi.
Þetta kemur fram í skýrslu sem gefin
var út í gær.
Almenningssjúkdómadeild hins
konunglega læknaháskóla gaf út
þessa skýrslu og þar er einnig bent á
að lungnakrabbameinstilfelli meðal
kvenna fari fjölgandi. Dauði vegna
leghálskrabbameins er næstum því
eins mikill og hann var fyrir fimmtán
árum á meðan dauðatilfelli vegna
þess sjúkdóms væru almennt helm-
ingi færri nú en fyrir fimmtán árum
í flestum Evrópulöndum.
í skýrslunni voru lífsmöguleikar
fólks á aldrinum 45 ára kannaðir.
Niðurstaðan var sú að karlmenn í
Skotlandi gátu búist við að lifa í 26,5
ár í viðbót samanborið við 28 ár í
Englandi. í mörgum öðrum Evrópu-
löndum eru þessi ár orðin fleiri en
þrjátíu.
Barnadauði í Bretlandi hefur
minnkað minna á síðustu 25 árum
heldur en í flestum öðrum Evrópu-
löndum. Einnig er það ítrekað í
skýrslunni að um 100.000, já hundr-
að þúsund dauðsföll megi rekja til
sígarettureykinga sem einnig valda
miklum sjúkdómum og dýrum fyrir
þjóðfélagið.
Samkvæmt skýrslunni valda sjúk-
dómar á borð við mislinga, rauða
hunda og kíghósta enn dauða í
Bretlandi þrátt fyrir að hafa verið
útrýmt í öðrum iðnaðarríkjum.
Ekki skemmtileg skýrsla þessi fyr-
ir Breta.