Tíminn - 02.07.1986, Side 11

Tíminn - 02.07.1986, Side 11
Miðvikudagur 2. júlí 1986 Tíminn 1 llillllllllllllllllll! MINNING ^ ^ ^ Pétur Lárusson Keflavík Fæddur 23. mars 1892 Dáinn 4. maí 1986. Ef menn gefa sér tíma til að líta til baka yfir nokkur ár, nokkra áratugi að ekki sé talað um öld, fer ekki hjá því, að ljósar verða þær miklu breyt- ingar á lífsháttum manna og lífsvið- horfum, sem orðið hafa, ekki síst nú um sinn, frá því sem áður var tíðkað, enda eru þær eins og hver önnur söguleg staðreynd. Oft er þess vegna talað um hreina byltingu í þessu sambandi. Með 20. öldinni fæðast nýir tímar. Þúsund ára lífshættir sumir horfnir, sem þrjátíu kynslóðir höfðu þó búið við og nýir komið í staðinn. Tækni, óþekkt á íslandi frá upphafi og til síðustu aldamóta, ryður sér til rúms um ísland allt. Húsakostur og híbýla er endurnýjaður, ræktun jarðar og búpenings tekur risastökk, að ekki sé talað um vettvanginn utan fjöru- borðs, skipaflotann sem áður var að mestu opin róðrarskip, en er nú búinn stórskipum sem fær eru í flestan sjó ef svo vill verkast um hvaða heimshaf sem er. Iðnaður og hverskonar tækja-búnaður svo fjöl- breytilegur að nýsmíðar tungunnar hafa ekki við að gefa viðhlítandi nöfn. Af öllu þessu hefur leitt al- menna velmegun þjóðarinnar, hvað sem úrtölum og barlómi líður. Að sjálfsögðu þarf öllum nýjum fslend- ingum að verða þetta ljóst eigi sfðar en þeim sprettur grön, hinir ættu þegar að vita það og viðurkenna. Og þegar vel liggur á fólkinu, þ.e. þjóðinni, þá grunar hana líka, að óvíða eða jafnvel hvergi í heiminum hafi átt sér stað sórfelldari bylting á jafnskömmum tíma og á fslandi, hljóðlát bylting, sem aldrei verður nefnd í sögu mannkynsins, en er þó staðreynd hinum fámenna hópi, bylting frá örbirgð og úrræðaleysi, til sæmilegra bjargálna. „Vér íslands börn, vér erum vart of kát...“ sagði eitt af þeim ágætu þjóðskáldum sem lifðu síðustu aldamót, um leið og það kvaddi til sóknar á nýrri öld. Þjóðin tók undir. Hin hlýju og traustu handtök fjölda manna víðsvegar um landið voru hljómbotninn, sem gaf tóninum færi á að lyfta sér, hlý og traust handtök fylgdu sókninni áfram fram á þennan dag, hljóðlát staðreynd eins og afl straumsins. Einn úr fjöldanum var Pétur. Pétur Lárusson fæddist 23. mars 1892 að Skarði við Sauðárkrók. Foreldrar hans voru Lárus Stefáns- son bóndi þar og kona hans Sigríður Björg Sveinsdóttir. Þau eignuðust 12 börn, sem flest komust til fullorð- insára, og var Pétur 3. í röðinni. Pétur vann á búi foreldra sinna fram yfir tvítugsaldur, en auk þess stund- aði hann vinnu inni á Sauðárkróki og víðar, eins og bræður hans og systur, því ekki veitti af á svo stóru heimili. Honum lærðist því snemma að meta gildi og þýðingu vinnunnar, iðjumaður alla tíð. 22. maí 1926 gekk Pétur að eiga unnustu sína, mikla skapfestukonu, Kristínu Danivalsdóttur frá Litla- Vatnsskarði. Hún er fædd 3. maí 1905, og lifir hún mann sinn eftir langa og farsæla sambúð. Arið sem þau giftust hófu þau búskap á Ingveldarstöðum á Reykja- strönd, og ári síðar fluttu þau að Steini í sömu sveit, þar sem þau bjuggu til 1946. Þessi ár voru býsna erfið tii búskapar eins og raunin hafði oft orðið áður, heimskreppa og verðfall á búsafurðum hjálpuðust að. Þó búnaðist þeim hjónum vel, byggðu upp og bættu jörðina eftir föngum. Hyggindi, sparsemi og nýtni greiddi þeim förina yfir hvern hjallann af öðrum, enda bæði traust og ábyggileg. Síðasta árið sem þau bjuggu, kom reiðarslagið, þá urðu þau að fella mestallan bústofn sinn vegna mæðiveikinnar sem fór eins og eyðandi eldur um sauðfj árbyggðir landsins. Var þá ekki um annað að ræða en hefjast handa á nýjum slóðum, leita fyrir sér um nýtt landnám, þreyta Drangeyjarsundið, eins og margir fleiri urðu að gera sem fluttu úr dreifbýli á Faxa- flóasvæðið og Suðurnesin hér á árun- um. Tindastóll, Drangey og önnur djásn Skagafjarðar hlutu að verða að baki. Þau fluttust með fjölskyldu sína til Keflavíkur haustið 1946, og byggðin við Faxaflóa tók þeim opn- um örmum. Eftir rúmlega ársdvöl hafði Pétur lokið við að reisa vandað tveggja hæða íbúðarhús á Sólvalla- götu 32 í Keflavík, þar sem þau hjón bjuggu síðan, þar til nú fyrir sl. áramót að þau fluttu í íbúðir fyrir aldraða á Suðurgötu 15 í Keflavík. Börn þeirra fæddust öll fyrir norðan. Þau eru: Hilmar f. 1926, bæjarfulltrúi og fasteignasali, kvæntur Ásdísi Jóns- dóttur. Jóhann, f. 1928, stýrimaður, kvæntur Ingibjörgu Elíasdóttur. Kristján, f. 1930, deildarstjóri í tollinum á Keflavíkurflugvelli, sam- býliskona Ríkey Lúðvíksdóttir. Þau eru öll búsett í Keflavík. Páll, fiskiðnfræðingur f. 1940, kvæntur Hallveigu Gunnarsdóttur þau eru búsett í Canada. Unnur, læknir, fædd 1943, maður hennar er Snorri Þorgrímsson læknir, þau búa í Washington. Starfssaga Péturs Lárussonar eftir að hann flutti suður er tvíþætt. Þessi þrekmikli og hrausti maður hafði alla tíð verið hneigðurtil smíða. Tók hann því upp störf við skipasmíðar, fyrst í Dráttarbraut Keflavíkur og síðar Skipasmíðastöð Njarðvíkur. Á báðum þessum stöðum vann hann sér fljótt hylli samverkamanna og yfirmanna fyrir afköst og verk- hyggni, enda þótti þeim verkum vel borgið sem í hlut hans komu. Um eða upp úr 1960 skipti hann um starf, tók þá að sér að sjá um endurbætur og breytingar á elsta skólahúsi bæjarins (byggðu 1911). Upp úr því var hann ráðinn skóla- umsjónarmaður í þessum skóla, og því starfi gegndi hann þar til fyrir fáum árum. Naut hann sérstakrar hylli bæði kennara og nemenda fyrir stjórnsemi og lipurð; mun hann líka hafa litið á stofnunina á vissan hátt sem sinn búgarð, þar sem allt viðhald utan húss sem innan, auk daglegrar umgengni skyldi bera því vitni að í forsvari væri hirðumaður en ekki slóði. Haft er eftir kennurum að líklega muni fáir fara í föt Péturs í þessum efnum. Pétur átti Iíka því láni að fagna að ljúka sínum verkum hver sem þau voru hverju sinni, án áfalla og með sóma. Þótt starfsdagar Péturs væru orðn- ir margir þegar yfir lauk, og hver og einn jafnan fullskipaður, virtist þessi þrekmaður ekki þreyttur að kvöldi æfinnar, heldur fagnaði hann lífinu, þróun og framförum með þjóðinni öll árin sem hann lifði, glaður á yfirbragð, fríður sýnum, ræðinn og félagslyndur. Hann var framsóknar- maður frá stofnun þess flokks og studdi hann alla tíð, bóndi, ófag- lærður starfsmaður á hinum almenna vettvangi. Hann var maður hinna hlýju, traustu handtaka, sem öldin hefur lifað á. Þegar Pétur var rúmlega tvítugur braust hann eitt sinn um hávetup vestur yfir fjallakragann vestur af Tindastóli áleiðis að Litla-Vatns- skarði að vitja drottningarefnis síns, sem hann naut síðan alla æfi og virti af verðleikum. í þessari ferð lenti hann í fangbrögðum við norðlenska stórhríð inni á öræfunum, illvíga og miskunnarlausa. Hann lá úti í tvo eða þrjá sólarhringa, villtur, skíða- laus og skólaus síðast. Náði á áfanga- stað að lokum og ekki mikið kalinn. Af þessari ferð er nokkuð sagt f einum þættinum í „Göngum og réttum“, en þar er lýst öræfagöngum sem margur íslendingurinn hefur orðið að þreyta á umliðnum árum eða öldum í leit að Íífsbjörg, - eða lífsfyllingu, manna sem ekki „urðu úti“, heldur náðu settu marki, náðu heim og - sigruðu. Valtýr Guðjónsson LA TTU Tímann EKKI FLJÚGA FRÁ ÞFR ÁSKRIFTARSÍMI 686300 Á tímabilinu 1. maí til 30. sept. Á tirnabilinu 1. júni til 31. ágúst Mánudaga: Frá Stykkishólmi kl. 09 00 Frá Brjánslæk kl. 14.00 Til Stykkishólms kl. 18.00 fyrir brottför rútu til Rvk. Fimmtudaga: Samatimataflaog mánudaga. Föstudaga: Frá Stykkishólmi kl. 14.00. eftirkomu rútu. Viðkoma i inneyjum. Frá Brjánslæk kl. 19.30 Til Stykkishólms kl. 23.00 Þriðjudaga: ’ Frá Stykkishólmi kl. 14.00 eftir komu rútu Frá Brjánslæk kl. 18.00 Til Stykkishólms kl. 21.30 Laugardaga: Frá Stykkishólmi kl. 09.00 Sigling um suðureyjar. Frá Brjanslæk kl. 15.00 Til Stykkishólms kl. 19.00 A timabilinu 1. juli til 31. ágúst Miðvikudaga: Frá Stykkishólmi kl. 09.00 Frá Brjánslæk kl. 14.00 Til Stykkishólms kl. 18.00. fyrir brottför rútu. Viðkoma er ávallt i Flatey a báðum leiðum. Bilaflutninga er nauðsynlegt að panta með fyrirvara. Frá Stykkishólmi: Hjá afgreiðslu Baldurs Stykkishólmi, s.: 93-8120 Frá Brjánslæk: Hjá Ragnari Guðmundssyni Brjánslæk, s.: 94-2020. laðbera vantar / eftirtalin hverfi. Lindarbraut, Miðbraut, Vallarbraut. Tímlnn SIÐUMULA 15 686300 ¥ÉlU®& MDMUSmHF Járnhálsi 2 Sími 83266 110 Rvk. Pósthólf 10180 BÍLALEIGA Útibú í kringum landið REYKJAVÍK:.... 91-31815/686915 AKUREYRI:.......96-21715/23515 BORGARNES:.............93-7618 BLÖNDUÓS:.........95-4350/4568 SAUÐÁRKRÓKUR:.....95-5913/5969 SIGLUFJÖRÐUR:.........96-71489 HÚSAVÍK:........96-41940/41594 EGILSSTAÐIR:...........97-1550 VOPNAFJÖRÐUR:.....97-3145/3121 FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR: .97-5366/5166 HÖFN HORNAFIRÐI: ......97-8303 interRerrt Vélaeigendur: TAKIÐ EFTIR!!! Eigum fyrirliggjandi eða útvegum með stuttum fyrirvaraeftirfarandi: x Alla helstu varahluti fyrir Caterpillar og Komatsu vinnuvélar. x Beltakeðjur og aðra undirvagnshlutiT allar gerðir - beltavéla. x Slitstál, skerablöð og tannarhorn fyrir jarðýtur og veghefla. x Riftannaodda fyrir jarðýtur. x Spyrnubolta og skerabolta allar stærðir. x Stjórnventla og vökvadælur fyrir 12/24 volta kerfi. x Slitplötur og aðra varahluti í mulningsvélar. x Hörpunet allar stærðir fyrir malarhörpur. x Færibönd og varahluti í færibönd. x Drifkeðjur og færibandakeðjur fyrir verksmiðjur og landbúnaðarvélar. Einnig fyrir lyftara, vökvakrana, rafstöðvar, loftpressur, götusópa, dráttarvélar og flutningatæki. ALLT Á EINUM STAÐ: Og við teljum niður verðhólguna hraðar en margir aðrir. VÉLAKAUP H* Sími641045 Auslýsinsadeild hannar auglýsinguna fyrir þig — ± ' " ' ...■! ■■■■■■■■— ■■ . Okeypis þjónusta

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.