Tíminn - 02.07.1986, Page 15

Tíminn - 02.07.1986, Page 15
Miðvikudagur 2. júlí 1986 Tíminn 15 ÚTVARP/SJÓNVARP llllllllllll! í augum margra íslendinga var Reykjavík „hálfdanskt bæli“ á 19. öldinni. Deilur voru þá uppi uin hvort Alþingi ætti aö halda á Þingvölluni eða í Reykjavík. Deilt um staðsetningu Alþingis: REYKJAVÍK- ÞINGVELLIR María Markan átti stórbrotinn söngferil og oft hefur söngur henn- ar heyrst í útvarpi. Hún er ein þeirra íslensku flytjenda sem koma viö sögu í útvarpsþættinum Hljóm- ur horfíns tíma. Hljómur horf- ins tíma - íslenskir flytjendur í útvarpi 1937-1950 Kl. 21 íkvöldverðurfyrstiþáttur af fjórum í útvarpi sem gefið hefur verið nafnið Hljómur horfins tíma. Þessir þættir eru í umsjá Guð- mundar Gunnarssonar, koma frá Akureyri og fjalla um tónlist. „Hugmyndin með gerð þessara þátta," sagði Guðmundur, „er að rifja upp að einhverju ieyti fyrstu kynni mín af tónlist sem urðu aífarið fyrir tilstilli útvarpshlustun- ar. Þetta reyni ég með því að bregða undir nálina plötum með nokkrum þeim lögum og flytjend- um sem eru hér í minni úr útvarps- dagskrá frá árabilinu 1937 og lang- leiðina til 1950.“ Fyrsti þátturinn, sem fluttur verður í kvöld eins og áður segir, verður helgaður íslenskum flytjendum frá þessum árum og koma þar við sögu María Markan, Sigurður Skagfield og fleiri. Kl. 21.30 í kvöld verður fluttur þriðji þáttur um sögu Reykjavíkur í útvarpi og verður þar sagt frá deilum um hvar Alþingi væri best haldið í Reykjavík eða á Þingvöll- um. Sumarliði ísleifsson hefurmeð höndum umsjón þáttarins og lesari með honum er Þóra Sigurðardótt- í sjónvarpi í kvöld kl. 20.35 verður sýnt viðtal sem Bogi Ágústsson fréttamaður átti fyrir skemmstu í Kaupmannahöfn við Margréti II. Danadrottningu. Föstudaginn 4. júlí nk. koma hingað til lands Margrét II. Dana- drottning og maður hennar Hinrik prins í einkaheimsókn til forseta íslands Vigdísar Finnbogadóttur. Heimsóknin stendur yfir til 7. júlí og verður farið til Vestmannaeyja, Skaftafells og Seyðisfjarðar. Á fyrri hluta 19. aldar risu upp deilur um það hvar samkomustað- ur Alþingis ætti að vera. í þættinum verður sagt frá þessum deilum og síðan einnig bent á hugmyndir sem fram hafa komið á þessari öld um að flytja þingstaðinn aftur til Þing- valla. Það var árið 1981 sem Vigdís Finnbogadóttir fór í opinbera heimsókn til Danmerkur. íslenskir sjónvarpsáhorfendur fengu þá að sjá þátt, þarsem þjóðhöfðingjarnir tveir svöruðu spurningum blaða- manna og vildu Danir nefna yfir- heyrsluna „krydsild". Þýðingin á þessu orði misfórst eitthvað sem kunnugt er, en sjónvarpsþátturinn sá er mörgum minnisstæður fyrir hlýlega og skemmtilega framkomu forseta og drottningar. Margrét Danadrottning og Hinrik prins eru að koma í heimsókn til íslands. Margrét Danadrottning Miðvikudagur 2. júlí 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. 7.15 Morgunvaktin. 7.30 Fréttir. Tilkynningar. 8.00 Fréttir. Tilkynningar. 8.15 Veðurfregnir. 8.30 Fréttir á ensku. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Pétur Pan og Vanda“ eftir J. M. Barrie Heiðdís Norðfjörð les (3). 9.20 Morguntrimm. Tilkynningar. Tónleik- ar, þulur velur og kynnir. 9.45 Lesið úr forustugreinum dagblaðanna. 10.00 Fréttir. 10.05 Daglegt mál. Endurtekinn þáttur frá kvöldinu áöur sem Guðmundur Sæm- undsson flytur. 10.10 Veðurfregnir 10.30 Áðurfyrráárunum. Umsjón:Ágústa Björnsdóttir. 11.00 Fréttir 11.03Samhljómur Umsjón: Guðmundur Jónsson og Ýrr Bertelsdóttir. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.30 ( dagsins önn - Börn og umhverfi þeirra Umsjón: Anna G. Magnúsdóttirog Lilja Guðmundsdóttir. 14.00 Miðdegissagan: „Katrín", saga frá Álandseyjum eftir Sally Salminen Jón Helgason þýddi. Steinunn S. Sigurðar- dóttir les (2). 14.30 Segðu mér að sunnan. Ellý Vil- hjálms velur og kynnir lög af suðrænum sióðum. 15,00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 15.20 Á hringveginum - Suðurland Umsjón: Einar Kristjánsson, Þorlákur Helgason og Ásta R. Jóhannesdóttir. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Síðdegistónleikar: Tónlist eftir Jean Sibelius. . Rakastava, svíta op. 14. Kammersveitin í Helsinki leikur; Leif Segerstam stj. b. Sinfónía nr. 3 í C-dúr. op. 52. Fíiharmóníusveitin í Vín leikur; Lorin Maazel stj. 17.00 Fréttir. 17.03 Barnaútvarpið. Stjórnandi: Vern- harður Linnet. Aðstoðarmaður: Sigurlaug M. Jónasdóttir. 17.45 ( loftinu Umsjón: Hallgrimur Thor- steinsson og Guðlaug María Bjarnadóttir. - Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.40 Tilkynningar. 19.45 Að utan Fréttaþáttur um erlend mál efni. 20.00 Sagan „Sundrung á Flambard- ssetrinu" eftir K.M. Peyton Silja Aðal- steinsdóttir les (9). 20.30 Ýmsar hliðar Þáttur í umsjá Bern- harðs Guðmundssonar. 21.00 Hljómur horfins tíma. Fyrsti þáttur Gunnars Guðmundssonar af fjórum. (Frá Akureyri). 21.30 Þættir úr sögu Reykjavíkur Þriðji þáttur: Reykjavík eða Þingvellir, deilur um þingstaðinn. Umsjón: Sumarliði Is- leifsson. Lesari: Þóra Sigurðardóttir. 22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Hljóð-varp Ævar Kjartansson sér um þátt í samvinnu við hlustendur. 23.10 Djassþáttur-Tómas R. Einarsson. Miðvikudagur 2. júlí 9.00 Morgunþáttur. Stjórnandur: Ásgeir Tómasson, Kolbrún Halldórsdóttir og Kristján Sigurjónsson. Inn í þáttinn flétt- ast u.þ.b. fimmtán mínútna barnaefni kl.10.05 sem Guðríður Haraldsdóttir annast. 12.00 Hlé. 14.00 Kliður. Þáttur i umsjá Gunnars Svan- bergssonar og Sigurðar Kristinssonar. (frá Akureyri) 15.00 Nú er lag. Gunnar Salvarsson kynnir gömul og ný úrvalslög að hætti hússins. 16.00 Taktar. Stjórnandi: Heiðbjört Jó- hannsdóttir. 17.00 Erill og ferill. Erna Arnardóttir sér um tónlistarþátt blandaðan spjalli við gesti og hlustendur. 18.00 Dagskrárlok. Fréttir eru sagðar kl. 9.00,10.0011.00, 15.00,16.00 og 17.00 Svæðisútvarp virka daga vikunnar frá mánudegi til föstudags. 17.03-18.15 Svæðisútvarp fyrir Reykjavík og nágrenni - FM 90,1 MHz. 17.03-18.30 Svæðisútvarp fyrir Akureyri og nágrennni - FM 96,5 MHz Miðvikudagur 2. júlí 19.00 Úr myndabókinni - 9. þáttur. Barna- þáttur með innlendu og erlendu efni. Kuggur, myndasaga eftir Sigrúnu Eldjárn, Fálynd prinsessa, Raggi ráða- góði, Snúlli Snigill og Alli álfur, Ugluspeg- ill, Lúkas, Alí Bongó og Alfa og Beta. Umsjón: Agnes Johansen. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Margrét Danadrottning Viðtal sem Bogi Ágústsson, fréttamaður í Kaup- mannahöfn, átti við Margréti II. Dan- adrottningu en hún er væntanleg til islands á næstunni. 21.10 Hótel 20. Engum að treysta. Banda- rískur myndaflokkur í 22 þáttum. Aðal- hlutverk: James Brolin, Connie Sellecca og Eva Gabor.Þýðandi Jóhanna Þráins- dóttir. 22.00 Bronsöldin(Bronsálderen) Sænsk heimildamynd um bronsöld í Skandi- navíu og fornminjar frá þeim tímum (Nordvision-Sænska sjónvarpið). 22.55 Fréttir í dagskrárlok. Havre-Fras 375 g Lingonberry sulta 450 g Cranberry sulta RÚSSNESK 450 g jjpaÍl^llSúkkuiaðikex 3oog Vanillukex soog Hazelnutkex 125 g AA íva þvottaduft 2,3kg Þvol þvottalögur 0,51 FRIGG Dún mýkingarefni 2,01 ...vöruverÖ í I. ágmati :i i 1 Tæknifræðingur eða verkfræðingur óskast til að gegna störfum byggingarfulltrúa á Eskifirði. Nánari upplýsingar á bæjarskrifstofunni í síma 97-6175. Umsóknum með upplýsingum um fyrri störf og menntun skal skila fyrir 20. júlí nk. Bæjarstjórinn á Eskifirði Hestaþing Faxa 1986 Verður haldið að Faxaborg laugardag og sunnu- dag 12. og 13. júlí. Keppnisgreinar: 150 metra skeið, 250 metra skeið, 250 metra unghrossahlaup, 300 metra stökk, 800 metra stökk, og 800 metra brokk. A og B flokkur gæðinga og unglingakeppni. Dómar byrja kl. 10.00 laugardag 12. júlí og skráning er í síma 93-5233. Og er skráningu lokið miðvikudag- inn 9. júlí. Framkvæmdanefndin Hafnfirðingar Fastir viðtalstímar bæjarstjóra Guðmundar Árna Stefánssonar eru á þriðjudögum og miðvikudögum frá kl. 10.00 til 12.00. Aðrir viðtalstímar eftir samkomulagi. Bæjarstjórinn Hafnarfirði

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.