Tíminn - 04.07.1986, Side 7
Föstudagur 4. júlí 1986
Tíminn 7
Páll Pétursson, formaöur þingflokks Framsóknarmanna
„Þeir sem sof na í svínastí-
1 Þjóðviljanum í fyrradag var
viðtal við Pál Pétursson þingflokks-
formann framsóknarmanna um
málefni Alberts Guðmundssonar
iðnaðarráðherra.
Þar er m.a. haft eftir Páli: „Ef
Albert Guðmundsson væri ráð-
herra Framsóknarflokksins myndi
ég kalla saman þingflokksfund og
gera tillögu um að hann viki úr
starfi."
Tíminn hafði samband við Pál
og innti hann frekar eftir því á
hvaða forsendum hann myndi hafa
gert slíkt.
„Ég er ekki að gera tillögu um
að Albert Guðmundsson segi af
sér embætti. Hins vegar er ég þess
fullviss að ef hliðstætt ástand hefði
skapast hjá einhverjum af ráðherr-
um Framsóknarflokksins, þá hefði
hann beðist lausnar og hefði ég
verið í sporum Alberts Guðmunds-
sonar hefði ég beðist lausnar frá
embætti.
- Nú liggja engar sannanir fyrir
um sekt Alberts Guðmundssonar.
Af hverju ætti hann þá að láta af
embætti?
„I Skandinavíu er til máltæki
sem hljómar eitthvað á þá leið að
„Þeir sem sofna í svínastíunni,
hætta á það að vakna aftur með
lús." Óskandi væri að Albert
Guðmundsson tengdist þessu Haf-
skipsmáli ekki með neinum hætti
og ég vona að tengsl Alberts við
þessa Hafskipsherra séu á þann
veg að hann komist jafn góður frá
þeim. Þá tel ég einnig að þótt
Albert segði af sér, fælist ekki í því
nein sektarviðurkenning frá hans
hendi, heldur það, að hann vildi
ekki varpa neinum skugga á ríkis-
stjórnina."
- Þingflokkur sjálfstæðismanna
virðist hafa aðra skoðun á þessu
máli en þú. Er annað siðferðismat
hjá framsóknarmönnum en hjá
sjálfstæðismönnum?
„Ég reikna með því að það sé
nokkuð annað. Við framsóknar-
menn hugsum sem betur fer nokk-
uð öðruvísi en töluverður hluti
sjálfstæðismanna og það getur ver-
ið að þeim finnist það allt í lagi
siðferðislega það sem okkur finnst
ekki við hæfi.
Alþýðubandalagsmenn deila
mjög opinskátt um það sama. Sum-
um þar á bæ þykir það í lagi sem
öðrum þykir ýmislegt athugavert
við. Ég held að það sé mikilvægt
að menn séu vandir að virðingu
sinni, hvar sem þeir eru í flokki.“
- Nokkuð hefur verið rætt um
það hvort forsætisráðherra eigi að
víkja Albert Guðmundssyni úr
ríkisstjórninni og sú skoðun hefur
heyrst að sjálfstæðismenn séu að
bíða eftir aðgerðum af hans hálfu.
Hver er þín skoðun á því atriði?
„Afstaða Steingríms, að halda
að sér höndum, er hárrétt. Það er
alveg ljóst að Albert starfar sem
trúnaðarmaður Sjálfstæðisflokks-
ins í ríkisstjórninni og er þar á
þeirra ábyrgð. Sjálfstæðisflokkur-
inn valdi hann til setu í ríkisstjórn-
inni ásamt öðrum ráðherrum sín-
um og það er þeirra að svipta hann
trúnaði ef þeim finnst ástæða til.
Það má vera að þeir hafi engan
annan sem þeim finnst hentugri til
að gegna þessu ráðherrastarfi og ef
það er þeirra mat þá verða þeir að
gera það upp við sjálfa sig.
Ef hins vegar ráðherra Fram-
sóknarflokksins væri í stöðu
Alberts, þá held ég að hann væri
ekki flokknum til prýði og það væri
heppilegra að hann gegndi ekki
trúnaðarstöðum, meðan sakleysi
hans væri að sannast."
- Heldur þú að þetta mál komi
til með að óbreyttu að skaða stjórn-
arsamstarfið?
„Því hef ég ekki neina trú á.“
- Svo vikið sé að öðru. Telurðu
líkur á að kosið verði til Alþingis í
haust?
„Ég er ekki trúaður á kosningar
í haust. Þær væru ekki haldnar af
öðru tilefni en að Þorsteinn
Pálsson, fjármálaráðherra kæmi
ekki saman fjárlögum. Mér fyndist
það óskaplegur ósigur fyrir hann ef
honum tækist það ekki og ég hef
ekki trú á öðru en að hann leggi
höfuðkapp á að standa sig í sínu
embætti og leggi fram raunhæf og
sómasamleg fjárlög.
Það er auðvitað hægt að hugsa
sér að Sjálfstæðisflokkurinn komi
með hugmyndir sem sneiða nærri
velferðarríkinu. Við framsóknar-
menn hljótum að standa vörð og
munum standa vörð um velferðar-
kerfi okkar sem búið er að byggja
upp á áratugum og við höfum verið
fremstir í flokki að reisa. Við
förum ekki að láta rífa það niður
nú í haust, það er alveg íjóst.
Hins vegar er ég ekki trúaður á
að Þorsteinn komi með niður-
skurðartillögur sem eru óaðgengi-
legar fyrir okkur. Það er hins vegar
ljóst að ekki má eyða nteiru en
aflað er.
Vilhjálmur Egilsson hefur barist
fyrir haustkosningum. Hann sendi
í fyrra Þorsteini Pálssyni forskrift
af því hvernig fjárlög eiga að vera.
Það verða ekki svoleiðis fjárlög
sem við sættumst á.
Vilhjálmur Egilsson verður ekki
í stöðu til að senda Þorsteini þannig
minnisblað aftur og þá ekki Þor-
steinn í þannig stöðu að geta tekið
við því.“
unni hætta á það að vakna
aftur með lúst(
Þórarinn Þórarinsson:
Lífið allt
Flestir kannast við gamla orð-
tækið, að tvisvar verður gamall
maður barn. Ég vil ekki kannast
við, að þetta gildi um mig, a.m.k.
ekki enn sem komið er. Hins vegar
les ég mér oft til dægradvalar
endurminningar ýmsra mætra
manna frá uppvexti þeirra. Við
það rifjast margt upp frá uppvaxt-
arárunum, sem var mér gleymt eða
hálfgleymt, og mér finnst gott að
minnast.
Nýlega hefi ég lokið lestri á einu
slíku ritverki, sem er að mínum
dómi í algerum sérflokki. Mér
varð að orði eftir lesturinn, að
þessar bækur hefði ég viljað lesa á
barnaskólaárum mínum, því að þá
hefði mér orðið margt ljósara í
umhverfi mínu og ég vitað betur
hvílíkt undraríki það var í raun og
veru.
Þetta ritverk eru þrjár bækur
sem Sigurður Gunnarsson frá
Skógum hefur skráð og fjalla mest
um fugla- og dýralíf í æskuhéraði
hans, Öxarfirði. Þessar bækur hef-
ur Sigurður Gunnarsson skrifað á
árunum 1978-1985 eða eftir að
hann lét af kennslustörfum, en
jafnhliða hafði hann mörg járn
önnur í eldinum, t.d. verið annar
af helstu forustumönnum í Sam-
tökum aldraðra, ásamt Hans Jörg-
enssyni. Það hefur þó síður en svo
orðið þess valdandi, að Sigurður
hafi slegið slöku við endurminning-
ar sínar.
Fyrsta bókin heitir: Ævintýrin
allt um kring, og segir einkum frá
fuglalífi í Öxarfirði. Hér er ekki
um neina þurra frásögn að ræða, því
að Sigurður hefur valið henni það
form, að láta átta ára tvíburasyst-
kin leggja spurningar fyrir frænda
sinn, sem svarar þeim á auðskilinn
og lifandi hátt. Önnurbókin heitir:
Ævintýra heimar og segir frá dýra-
lífi í Oxarfirði, þarsem m.a. ísbirn-
ir koma við sögu. Þriðja og síðasta
bókin í þessu ritverki heitir: Lífið
allt er ævintýr , og kemur þar fram
hver höfundurinn er. Inn í frásagn-
ir af fjölbreyttu fugla- og dýralífi á
þessum norðlægu slóðum, blandar
sögumaður ýmsum skemmtilegum
atburðum frá æsku sinni, ásamt
upprifj un ýmsra þátta úr sögu lands
og þjóðar.
Eitt megineinkenni þessara bóka
er létt og lifandi frásögn, þar sem
forðast er að vera með málaleng-
er ævintýr
Sigurður Gunnarsson
ingar, heldur er efnið gert sem
fjölbreyttast og auðveldast ungum
lesendum til skemmtunar og fróð-
leiksauka.
Einhverjir kunna að segja, að
hér sé verið að lýsa að verulegu
leyti heimi, sem er að hverfa,
sökum breyttrar byggðaskipunar
og tæknivæðingar. Fugla- og dýra-
lífið, sem bókin lýsir, heldur þó
áfram, og vonandi verður þeirri
skipan komið á að borgarbörn fái
tækifæri til að kynnast því og
fræðast um hvernig lífið var hjá afa
og ömmu og öðrum forfeðrum
þeirra.
Lestur þessara bóka tengir les-
andann við þjóðina og landið á
auðskilinn og eftirminnilegan hátt.
Það er því ráð mitt til kennara, sem
vilja kynna fróðleiksfúsum ungum
nemendum sínum merkan þátt í
tengslum við landið og söguna, að
hvetja þá til að lesa þessar bækur
Sigurðar. Það væri vænlegt til að
auka áhuga þeirra á einu mikilvæg-
asta námsefninu, umhverfinu og
sögunni.
Lestur þeirra myndi vafalaust
verða hvatning til áhugasamra
nemenda um að kynna sér um-
hverfi sitt og náttúrulíf líkt og
frændi hefur gert og frásögn hans
ber vott um. Það er hverjum hollt
að gerast eigin náttúruskoðari í
einni eða annarri mynd.
Ég vil svo að lokum rifja það
upp, sem raunar mórgum er
kunnugt, að Sigurður Gunnarsson
er einn af merkustu skólamönnum,
sem þjóðin hefur átt. Eftir að hafa
kennt við barnaskólana í Borgar-
nesi og á Seyðisfirði, var hann
skólastjóri barnaskólans á Húsavík
í tuttugu ár, en síðan í nær önnur
tuttugu ár æfinga- og kennslufræði-
kennari við Kennaraskóla íslands,
sem nú heitir Kennaraháskóli
fslands. Á þessum árum gegndi
hann fjölda trúnaðarstarfa á vegum
ýmissa félagasamtaka og gerir það
raunar enn, þótt kominn sé yfir
sjötugsmörkin.
Ótalin eru svo ritstörf hans, en
hann hefur þýtt ekki færri en 54
barnabækur, sem gefnar hafa verið
út, en auk þess lesið í útvarp 13
þýðingar á bókum, sem ekki hafa
• verið gefnar út. Merkasti þátturinn
í ritstörfum hans eru þó vafalaust
bækurnar þrjár, sem hér hafa verið
gerðar að umtalsefni og verðskulda
það að vera lesnar af uppvaxandi
kynslóðum í nútíð og framtíð.
Grein þessari vil ég ljúka með
orðum Sigurðar sjálfs og mér finnst
einkenna alla frásögn hans: Lífið
1 allt er ævintýr.