Fréttablaðið - 14.02.2009, Page 4
4 14. febrúar 2009 LAUGARDAGUR
Í frétt í blaði gærdagsins af broti
Félags íslenskra stórkaupmanna
gegn samkeppnislögum féll orðið
‚ekki‘ fyrir mistök úr setningu sem
átti að vera á þessa leið: „FÍS segir þó
að ásetningurinn hafi ekki verið að
hindra samkeppni.“
LEIÐRÉTTING
ALÞINGI Formaður viðskiptanefnd-
ar Alþingis gerir ráð fyrir því að
afgreiða frumvarpið um breyting-
ar á yfirstjórn
Seðlabankans
úr nefndinni á
þriðjudaginn
næsta. Til stóð
að gera það á
mánudag, en
vegna beiðni
Seðlabankans
um lengri frest
til að skila um
það umsögn er
fyrirséð að það
frestist um einn
dag. Þetta sagði
Álfheiður Inga-
dóttir, formaður
nefndarinnar, á
fundi hennar í
gær.
Hú n sagði
um umsögnina
að nefndin ætti
enn eftir að fá í
hausinn „einhverja tíu síðna lang-
loku frá Seðlabankanum“ sem
myndi flækja málið frekar. Búist er
við að umsögnin berist á mánudag.
Eftir afgreiðslu úr nefndinni verð-
ur málið tekið til annarrar umræðu
í þinginu.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sendi
nefndinni umsögn um frumvarp-
ið að fyrra bragði þar sem gerðar
eru athugasemdir við ýmis atriði.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætis-
ráðherra á von á því að frumvarp-
ið muni taka einhverjum breyting-
um af þeim völdum. Helst mun vera
til skoðunar að breyta reglum um
hæfniskröfur, bæta við ákvæði um
uppsagnarfyrirkomulag banka-
stjóra, stytta skipunartíma og
fækka fulltrúum Seðlabankans í
svokallaðri peningastefnunefnd.
Birgir Ármannsson, fulltrúi
Sjálfstæðisflokksins í nefndinni,
segir umsögn AGS kalla á að frum-
varpið verði unnið aftur frá grunni.
„Mér finnst augljóst að AGS er að
gera athugasemdir við öll megin-
atriðin í frumvarpi forsætisráð-
herra,“ segir hann. Nauðsynlegt
sé að taka mark á ábendingum
sjóðsins í ljósi sérfræðiþekkingar
hans.
„Þetta er bara vitleysa,“ segir
Lúðvík Bergvinsson, fulltrúi Sam-
fylkingar, um þá skoðun Birgis að
vinna þurfi frumvarpið upp á nýtt.
„Stjórnarandstaðan er bara að
reyna að beita einhverri tækni til
að tefja málið. Hún hefur svo sem
rétt á því og við virðum það,“ segir
Lúðvík.
Að sögn Lúðvíks þarf viðskipta-
nefnd alls ekki að hlíta ábendingum
AGS um breytingar á frumvarpinu
frekar en nefndarmenn vilja. „Nei,
nei, þetta er nú ekki svo stórt mál,“
segir hann. stigur@frettabladid.is
Seðlabankafrumvarp
úr nefnd á þriðjudag
Til stendur að afgreiða Seðlabankafrumvarpið úr viðskiptanefnd á þriðjudag.
Seðlabankinn tefur málið með því að heimta lengri frest til umsagnar. Umsögn
AGS kallar á algera endurskoðun frumvarpsins, segir fulltrúi Sjálfstæðisflokks.
LÚÐVÍK
BERGVINSSON
BIRGIR
ÁRMANNSSON
Seðlabankinn fór fram á það við
viðskiptanefnd Alþingis að fá
þrjár vikur til að veita umsögn um
frumvarpið í stað þeirra tveggja
daga sem viðskiptanefnd hafði veitt
umsagnaraðilum. Enginn annar
umsagnaraðili fór fram á lengri frest.
Segir í bréfi Seðlabankans til
nefndarinnar að tveggja daga frest-
urinn sé óraunhæfur „ef undirbúa á
eðlilega og faglega umsögn innan
bankans“ og að í ljósi mikilvægis
málsins óski bankinn eftir því að
meginreglunni um allt að þriggja
vikna frest til umsagnar verði fylgt.
Viðskiptanefnd kallaði fulltrúa
Seðlabankans á sinn fund í gær og
óskaði eftir því að bankinn skilaði
umsögn sinni fyrir fund nefndarinn-
ar næsta þriðjudag.
SEÐLABANKINN VILDI TÍFALDAN FREST
■ Skýrt ætti að vera kveðið á um
það hvenær seðlabankastjóri er
óhæfur eða við hvaða aðstæður
hægt er að víkja honum frá.
■ Öllu jafna eru hæfniskröfur til
bankastjóra ekki tiltekin menntun,
heldur „viðurkennd þekking eða
reynsla“.
■ Yfirleitt nýtur seðlabankastjóri
aðstoðar eins eða tveggja aðstoðar-
bankastjóra.
■ Skipunartími nefndarmanna í
peningastefnunefnd er yfirleitt ekki
skemmri en skipunartími þeirra sem
þá skipa.
■ Gott gæti verið að skilgreina frek-
ar hvernig fulltrúar Seðlabankans í
peningastefnunefndinni eru valdir.
■ Skýrt ætti að kveða á um hæfnis-
kröfur utanaðkomandi nefndar-
manna í peninganefnd til að koma í
veg fyrir hagsmunaárekstra.
AGS gerir einnig fjölda athuga-
semda við núgildandi löggjöf um
Seðlabankann.
ÁBENDINGAR AGS UM FRUMVARPIÐ
ÍSRAEL Enn ríkir óvissa um
stjórnarmyndun í Ísrael. Ísra-
elski herinn gerði hins vegar
árás á Khan Younis á Gasasvæð-
inu í gær, felldi þar einn mann og
særði annan.
Palestínumenn höfðu skotið
nokkrum sprengjuflaugum yfir
landamærin, án þess þó að valda
manntjóni.
Ísraelska dagblaðið Haaretz
hafði eftir háttsettum félaga í
Kadima-flokknum að svo gæti
farið að Kadima gengi í stjórn
undir forystu Benjamins Netany-
ahu og Likud-flokksins.
Kadima muni þó gera kröfu til
þess að Tzipi Livni verði áfram
utanríkisráðherra. - gb
Óvissa um stjórnarmyndun:
Loftárásir á
Gasasvæðið
FÁNABRENNA Á VESTURBAKKANUM
Palestínskur mótmælandi fylgist með
þegar ísraelski fáninn brennur.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
SIMBABVE, AP Roy Bennett, hátt-
settur félagi í flokki Morgans
Tsvangirai, var handtekinn í gær,
stuttu áður
en ráðherrar
í nýrri ríkis-
stjórn Tsvang-
irais sóru emb-
ættiseiða sína.
Bennett átti að
verða einn af
aðstoðarráð-
herrum stjórn-
arinnar.
Tsvangirai
sór embættis-
eið sinn sem
forsætisráðherra á miðvikudag.
Samkvæmt samkomulagi hans
við andstæðing sinn, Robert
Mugabe forseta, skipta flokkar
þeirra með sér ráðherraembætt-
um, þannig að hvor flokkur er
með fimmtán ráðherra.
Mugabe hugðist í gær einnig
láta sjö aðstoðarráðherra úr
sínum flokki sverja embættis-
eiða, en samkomulagið hafði ekki
gert ráð fyrir því. - gb
Ráðherrar sverja eiða:
Ráðherraefni
sett í fangelsi
MORGAN
TSVANGIRAI
Víggirðing fellur
„Það er tákn um nýja tíma að girðing
sem lokað hefur gömlu herstöðinni
á Keflavíkurflugvelli er nú að falla.
Girðingarnetið hefur verið fjarlægt á
stórum kafla og nú standa bara staur-
arnir eftir,“ segir á heimasíðu Kadeco,
félagsins sem annast breytingu
varnarsvæðisins við Keflavíkurflugvöll
til borgaralegra nota.
SKIPULAGSMÁL
Styrkir til ferðaþjónustu
100 milljónum af byggðaáætlun
2006-2009 verður veitt til að styrkja
uppbyggingu ferðaþjónustu á lands-
byggðinni. Styrkirnir skiptast í tvo
flokka, móttökuaðstöðu í höfnum
fyrir farþega skemmtiferðaskipa og
nýsköpun í ferðaþjónustu. Umsóknir
skulu hafa borist til Ferðamálastofu,
Akureyri, 6. mars.
LANDSBYGGÐ
VEÐURSPÁ
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
Alicante
Amsterdam
Basel
Berlín
Billund
Eindhoven
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
New York
Orlando
Osló
París
Róm
Stokkhólmur
18°
5°
3°
1°
1°
5°
1°
-3°
1°
1°
18°
5°
9°
26°
-5°
4°
7°
-2°Á MORGUN
Allhvasst eða hvasst
sunnan og vestan
til með morgninum
SUNNUDAGUR
3-8 m/s
4
4
2
3 0
1
1
6
3
5
-1
5
5
3
1
1
3
4
3
5
1
3
6
2
1
3
5 5
5
4
3 3
HÆGLÆTISVEÐUR
Þær eru fínar veðurhorf-
ur dagsins. Hæglætis-
veður, hiti um og yfi r
frostmarki og úrkomu-
lítið, síst þó reyndar
suðvestanlands. Á
morgun kemur ný lægð
upp að landinu með
hlýindi og vætu og má
búast við rigningu og
súld sunnan og vestan
til en hætt við að
úrkoman verði slyddu-
kenndari á landinu
norðan og austanverðu,
einkum til landsins.
Sigurður Þ.
Ragnarsson
veður-
fræðingur
SKIPULAGSMÁL Júlíus Vífill Ingv-
arsson, borgarfulltrúi Sjálfstæð-
isflokksins, segir að ýmsar hug-
myndir hafi verið ræddar við
Austurhöfn, sem stendur að fram-
kvæmdunum við Tónlistarhúsið,
um það hvernig spara megi við
framkvæmdirnar. Þeirra á meðal
sé sú hugmynd að sleppa gesta-
herbergjum eða viðhafnaraðstöðu
fyrir heldri gesti. „Það er verið að
skoða ýmislegt í þessum tilgangi
en auðvitað er ekki verið að gjör-
bylta neinu en líklega verða þessi
herbergi ekki,“ segir hann.
Katrín Jakobsdóttir mennta-
málaráðherra segir að ríki og borg
muni í næstu viku gefa frá sér
sameiginlega fréttatilkynningu
þar sem greint verður frá því hve-
nær hafist verður handa að nýju
en framkvæmdir hafa legið niðri
frá því fyrir áramót.
Dagur B. Eggertsson, borgar-
fulltrúi Samfylkingar, gagnrýndi
meirihlutann í Fréttablaðinu í gær
fyrir að taka ekki ákvörðun um
málið á borgarráðsfundi á þriðju-
dag en kalla þarf til aukafund-
ar þar sem málið verður afgreitt
af hálfu borgarinnar. Júlíus Víf-
ill hefur nokkuð út á þann mál-
flutning að setja. „Hann sagðist
ekki vita hvort það hefði verið
vegna ákvörðunarkvíða hjá okkur
í meirihlutanum,“ segir hann.
„Staðreyndin er sú að það var ekki
síst að kröfu flokkssystkina hans
að ákveðið var að ganga ekki frá
málinu á þessum fundi.“ - jse
Ríki og borg greina frá ákvörðun sinni um Tónlistarhús í næstu viku:
Gestaherbergin líklega út
TÖLVUMYND AF TÓNLISTARHÚSINU
Niðurskurðarhnífurinn mun aðeins skafa
af upphaflegum hugmyndum.
STJÓRNSÝSLA Ríkisstjórnin hefur
samþykkt tillögu Kolbrúnar Hall-
dórsdóttur umhverfisráðherra
um að fullgilda Árósasamning-
inn. Hann fjallar meðal ann-
ars um réttláta málsmeðferð í
umhverfismálum.
Ísland undirritaði samning-
inn í Árósum árið 1998. Fjöru-
tíu og eitt ríki, auk Evrópusam-
bandsins, hafa fullgilt hann, þar
með talið öll norrænu ríkin utan
Íslands. Samningurinn fjall-
ar meðal annars um kærurétt
og geta aðildarríki valið hvort
ákvarðanir um útgáfu leyfa verði
lagðar fyrir úrskurðarnefndir
eða fyrir almenna dómstóla. - kóp
Kolbrún Halldórsdóttir:
Fullgilda Árósa-
samninginn
GENGIÐ 13.02.2009
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
182,8536
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
114,41 114,95
166,26 167,06
147,49 148,31
19,789 19,905
16,768 16,866
13,694 13,774
1,2482 1,2556
170,69 171,71
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR