Fréttablaðið - 14.02.2009, Síða 8

Fréttablaðið - 14.02.2009, Síða 8
8 14. febrúar 2009 LAUGARDAGUR ERLENTP ÓFKJÖR FRAMSÓKNARFLOKKUR Einar Skúlason býður sig fram í fyrsta sæti Fram- sóknarflokksins í Reykjavíkurkjör- dæmi suður. SJÁLFSTÆÐISFLOKKUR Ólöf Nordal hefur ákveðið að taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Unnur Brá Kon- ráðsdóttir býður sig fram í annað sæti í prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins í Suður- kjördæmi. LÖGREGLUMÁL Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra rannsakar nú sölu á fjórum Dornier-skrúfuþot- um úr þrotabúi íslenska eignar- haldsfélagsins City Star Airlines ehf. Flugvélarnar voru seldar þýsku flugrekstrarfélagi, sem er hluti af Lufthansa-samstæðunni. Tvær umræddra véla voru í eigu City Star Airlines en tvö rekstrar- leigufyrirtæki áttu sitt hvora hinna vélanna. Áætluð samanlögð verðmæti vélanna fjögurra voru talin allt að tíu til tólf milljónir dollara, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Hluthafar í City Star Airlines voru hátt í níutíu talsins, bæði félög og einstaklingar. Þeir voru langflestir íslenskir en um tíu pró- sent þeirra voru erlendir. Félagið hóf rekstur með því að yfirtaka innanlandsflug Íslands- flugs síðla árs 2004, í kjölfar sam- einingar Air Atlanta og Íslands- flugs. Það hóf áætlunarflug frá Aberdeen í Skotlandi í lok mars 2005. Það rak þá fjórar vélar. Fljót- lega vatt reksturinn upp á sig og níu flugvélar voru í rekstri félags- ins. Það hafði lagt drög að kaupum á þremur vélum til viðbótar þegar keyrt var á eina af vélum þess á Aberdeenflugvelli 25. nóvember 2006. Vélin stórskemmdist og í kjölfarið fór að halla undir fæti í rekstrinum. Félagið fór svo á hlið- ina og er nú í gjaldþrotameðferð. Það var Gunnar Þórarinsson stjórnarformaður eignarhalds- félagsins City Star Airlines sem kærði Atla Georg Árnason fyrr- verandi stjórnarformann þess, Rúnar Árnason fyrrverandi fram- kvæmdastjóra og einn til viðbótar; fyrrum stjórnarformann félags- ins. Þeir Atli Georg og Rúnar voru meðal stofnenda, ásamt fleiri athafnamönnum, meðal annars í Grindavík. Gunnar kom inn í reksturinn á síðari stigum. Kæra hans varðaði meint fjársvik og fjárdrátt í sambandi við sölu og kaup fjögurra flugvéla, svo og ólöglega meðferð fjármuna félags- ins. Grunur leiki á að við sölu flug- véla eignarhaldsfélagsins hafi söluverð verið óeðlilega lágt miðað við verðmæti. Efnahagsbrotadeild hefur kallað eftir kaupsamningum og fleiri gögnum. Málið er í dóm- stólaferli. Ekki náðist í Gunnar við vinnslu fréttarinnar, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Atli Georg kvaðst ekki vilja tjá sig um málið á þessu stigi að öðru leyti en því að Gunnar hafi kært á eigin forsendum sem hlut- hafi, þvert á vilja sitjandi stjórnar. jss@frettabladid.is Kærir sölu fjögurra flugvéla úr þrotabúi Stjórnarformaður íslenska eignarhaldsfélagsins City Star Airlines hefur kært til efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra sölu fjögurra flugvéla úr þrotabúi fé- lagsins. Lögreglan hefur leitað til dómstóla til að fá kaupsamningana afhenta. DORNIER-328 SKRÚFUÞOTA Ein af vélum City Star Airlines meðan reksturinn var í blóma. Á þeim tíma rak félagið samtals níu flugvélar. FÉLAGSMÁL Ekki hefur orðið fjölgun á nauðungaruppboðum á fasteignum hjá Sýslumannin- um í Reykjavík. Í janúar voru 6 fasteignir seldar á nauðungar- uppboði hjá embættinu. Skráðar nauðungarsölubeiðnir vegna fast- eigna voru 216. Árið 2008 var 161 fasteign seld nauðungarsölu í Reykjavík, en nauðungarsölubeiðnir voru 2.227. Það var fjölgun frá því árið 2007, þegar 137 fasteignir voru boðnar upp. Fjöldi beiðna 2007 var hins vegar 2.482. Árið 2006 voru mun færri eignir seldar, eða 91. Alls komu 134 beiðnir um nauð- ungarsölu bifreiða nú í janúar. Í fyrra var 491 bifreið seld á upp- boði hjá embættinu. - kóp Sýslumaðurinn í Reykjavík: Nauðungarsöl- um fjölgar ekki ATVINNUMÁL Slysið sem varð í Akraneshöfn á sunnudag, þegar tveir menn urðu fyrir súrefnis- skorti af völdum rotnunargass frá gulldeplufarmi, kallar á það að gerðar verði sérstakar öryggis- ráðstafanir, að mati Vinnueftir- litsins. Segir í tilkynningu frá eftirlit- inu að veruleg slysahætta sé fyrir hendi í lestum skipa, hráefnis- geymum og -þróm þegar hrá- efni sé farið að rotna. Þá myndist hættulegar lofttegundir og súr- efnisskortur geti orðið. Því þurfi að tryggja að allir starfsmenn sem vinna við slíkar aðstæður séu upplýstir um hættuna. - sh Ráðstafanir vegna slyss: Allir þurfa að vera upplýstir AKUREYRI „Við vildum gera eitt- hvað til að létta móralinn í þjóðfé- laginu sem var orðinn mjög þung- ur,“ segir Bryndís Óskarsdóttir hönnunar- og viðskiptastjóri hjá Stíl auglýsingastofu á Akureyri en Bryndís er forsvarsmaður átaks- ins Brostu með hjartanu. Markmið átaksins er að sögn Bryndísar að smita jákvæðni og bjartsýni og fá fólk til að gera eitt- hvað skemmtilegt. Grunnskólabörn tóku þátt í verkefninu með því að skrifa fallega texta á hjörtu sem var dreift til fyrirtækja í bænum auk þess sem Rafeyri, Becromal og Norðurorka komu upp stóru lýsandi hjarta í Vaðlaheiði. „Viðbrögðin voru dásamleg. Krakkarnir vildu ólm taka þátt og höfðu gaman af því að geta smit- að gleði og jákvæðni frá sér og við gáfum svo hjörtun til þeirra fyrir- tækja sem vildu vera með,“ segir Bryndís. Hún segist ekki viss um að álíka átak hefði fengið jafn góð viðbrögð fyrir bankahrunið. „Við erum eitthvað svo mátt- vana gagnvart þessu öllu saman og finnst við lítið geta gert. Ef við getum glatt einhverja með falleg- um orðum og minnt þannig á hvað við höfum það í rauninni gott og hvað við búum í dásamlegum bæ þá léttir það aðeins lundina.” Borgarbúar munu eflaust taka eftir hjörtunum á næstum dögum en ætlunin er að dreifa áfram þess- um jákvæða boðskap. - iáh Efnt til átaks til að létta móralinn í þjóðfélaginu og létta lund fólks: Dreifa bjartsýni og jákvæðni HJARTA Hjörtun í bænum eiga að hlýja fólki um hjartaræturnar og kosta ekki mikið. FRÉTTABLAÐIÐ/INDÍANA 1. Hver er ritstjóri Lögreglu- blaðsins? 2. Hvað seldi MS mikið af skyri til Bandaríkjanna í fyrra? 3. Hvað heitir tónlistarmaður- inn 7oi fullu nafni? STJÓRNMÁL Evrópunefnd Sjálf- stæðisflokksins er enn að störf- um og vinnur að skýrslu sem lögð verður fyrir landsfund flokksins. Kristján Þór Júlíusson, sem leiðir starf nefndar- innar ásamt Árna Sigfús- syni, segir til- lögu að máls- meðferð verða lagða fram á fundinum. „Ég held að þetta verði samt ekki sama stóra málið og stefndi í, einfaldlega vegna þess hvernig ákvæði minnihluta- stjórnarinnar gagnvart Evrópu eru. Sjálfstæðisflokkurinn mun ræða þessi mál eins og hann gerir alltaf á landsfundum. Kristján segir enn óákveðið hvort hann gefi kost á sér sem formaður. - kóp Evrópunefnd að störfum: Skilar skýrslu fyrir landsfund KRISTJÁN ÞÓR JÚLÍUSSON ALÞINGI Birkir Jón Jónsson, vara- formaður Framsóknarflokksins, vill skoða möguleikann á að sparisjóðirn- ir eignist ein- hvern ríkis- bankanna þriggja, Nýja Glitni, Nýja Landsbank- ann (NBI), eða Nýja Kaup- þing. Í umræðum um efnahagsmál sem fram fóru á Alþingi í fyrradag sagði Birk- ir Jón vera óþarfa fyrir ríkið að standa í rekstri þriggja banka. Taldi hann að tveir bankar væru nóg. Hann sagði að vel myndi fara á því að „sparisjóðafjölskyldan“ tæki yfir rekstur eins bankanna enda hefðu sparisjóðirnir sýnt og sannað gildi sitt á umliðnum árum. - bþs Birkir Jón Jónsson: Sparisjóðirnir eignist banka BIRKIR J. JÓNSSON VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.