Fréttablaðið - 14.02.2009, Side 28
I BLS. 2 + Bókaðu á www.icelandair.is
Flug til Kaupmannahafnar
gefur 2.500–8.000 Vildarpunkta.
Vildarklúbbur
Reykjavík
– Kaupmannahöfn
frá 14.900 kr.
Flug aðra leiðina með
flugvallarsköttum. Flogið er
allt að 4 sinnum á dag.
MÍN
Miðbærinn
Hoopers – Uppáhaldskaffihúsið
okkar. Góðir réttir í hádeginu,
geggjað stórt „nachos“ sem er
gaman fá sér með vinum + bjór. Á
kvöldin um helgar er tveir fyrir einn á
kokeilbarnum. Góður staður til að fá
sér hressingu í rólegu en „töff“
andrúmslofti.
Heidi´s – Bar í hliðargötu við Strikið.
Andrúmsloftið og umgjörðin eiga að
minna á Týról og Alpana. Þjónustu-
stúlkurnar í þýskum „Oktoberfest“
búningum. Stór bjór á 40 DKK en
oftast góð tónlist og frábær stemning
hvort sem maður vill sitja við borð eða
dansa á fullu.
Papas – Mexíkóskur, ódýr staður.
Ágæt stemmning og góður matur.
Christianshavn
Þarna er gaman að rölta um og skoða
falleg hús og notaleg hverfi. Hef
brugðið mér í skoðunarsiglingu um
Christianshavn kanal; skemmtileg
tilbreyting að sjá Kaupmannahöfn frá
nýju sjónarhorni.
Eiffelbar – Lítill, ódýr og skemmti-
legur staður í Christianshavn,
innréttaður í frönskum stíl. Flöskubjór
kostar 16 DKK eftir kl. 17:00 og þar
er reykt inni.
Norðurbrú
Sankt Hans Torv, rétt hjá Nørregade,
er skemmtilegt svæði á Norðurbrú þar
sem er hellingur af börum,
veitingastöðum og kaffihúsum.
Kvöldið á Sankt Hans Torv byrjum við
með upphitun á Mexibar, kíkjum síðan
á Quattro Fontane og endum á
nokkrum „öllurum“ á Laundromat!
Mexibar – Frábær, ódýr kokteilbar
með mexíkósku þema. Lítill staður og
alltaf troðinn en samt tekst manni
oftast að fá sæti. Bestu „frozen
strawberry daiquiri“ í N-Evrópu.
Kokteilar á um 35–40 DKK.
Uppáhaldsstaðurinn okkar! Það er
„happy hour“ á milli kl. 19:00–23:00
og þá er kostar tvöfaldur sama og
einfaldur. Allir ánægðir.
Quattro Fontane – Ódýr, ítalskur
veitingastaður. Góðar pizzur á
sanngjörnu verði.
Rust – Næturklúbbur, bar og
tónleikastaður á nokkrum hæðum á
Norðurbrú.
Útivist, garðar
og afþreying
Ég mæli með Frederiksberg Have sem
er stór garður í Frederiksberg. Það
tekur um 10 mín. að hjóla þangað frá
miðbænum. Þar er líka Dýragarðurinn í
Kaupmannahöfn. Gaman er að fara í
lautarferð í Frederiksberg Have í góðu
veðri, mikið mannlíf, fólk að hlaupa,
hjóla, viðra hundana sína eða sjálft sig.
Í garðinum er flott höll, Frederiksberg
Slot, sem gerir garðinn enn meira
sjarmerandi.
Amager Strandpark
Nauthólsvík Hafnarbúa var nýlega
gerð upp. Þarna er troðið af fólki í
góðu veðri en líka ágætt að fara í
garðinn á veturna ef veðrið er ekki
alveg vonlaust. Neðanjarðarstöð við
hliðina og stutt að hjóla frá miðbæn-
um, eitthvað um 15 mín.
Dyrehave – Ég hef stundum farið að
hlaupa í Dyrehave. Þetta var
einkagarður og einkaveiðisvæði
kóngafólksins í gamla daga. Enn er
þar mikið af hjartardýrum, sem ganga
„villt“ og á rölti um garðinn er maður
alltaf að mæta spökum dádýrum. Við
hliðina á Dyrehave er Dyrehavsbakk-
en eða Bakken, skemmtigarðurinn
vinsæli þar sem hægt er að hrista úr
sér skógarstemninguna í ótal
tívolítækjum.
Tívolí – Alltaf klassískt og alltaf
gaman að fara í Tívolí, um jólin, á
hrekkjavöku (kvöldið fyrir Allra heil-
agra messu) eða á sumrin. Hellingur
af afþreyingu og nóg af veitinga-
stöðum. Á sumrin eru oft „þekktir”
tónlistarmenn með tónleika í Tívolí.
FCK – Aðalklúbburinn í Köben.
Gaman að sjá alvöru handknattleik á
veturna þar sem Arnór Atla er í
fararbroddi.
Istedgade
Borgaryfirvöld segjast vera búin að
hreinsa mikið til við þessa götu sem
var alræmd þegar danska klámbylgjan
reis sem hæst á árum áður. Enn má
þó samt finna einhverjar leifar frá
gamla tímanum. Það á ekki við um efri
hlutann af Istedgade, nær járnbrautar-
stöðinni, þar sem allt er í sómanum.
Þar er gatan bæði snyrtileg og
skemmtileg. Mikið af „töff“ kaffi-
húsum, börum og verslunum.
Jolene – Barinn þeirra Dóru Dúnu
og Dóru Takefusa á „kjötmarkaðnum”,
kjötiðnaðarsvæði við hliðargötu út frá
Istedgade. Þetta er „spes“ bar. Hann
er innréttaður eins og Takefusa hafi
farið í „Góða hirðinn“ og fengið öll
húsgögnin þaðan — engir tveir stólar
eins, og húsgögnin ekki yngri en 25
ára. Mjög mismunandi andrúmsloft
þarna inni, annaðhvort góð stemmn-
ing eða hræðileg. Íslendingar hittast
þarna oft.
Karriere – Bar við hliðina á Jolene.
Gott að kíkja þangað líka ef maður er
á Jolene.
Ritz – Ódýr skemmtistaður í
„minimum-stíl“ við hornið á Istegade
og Viktoríugötu. Oftast fullt hús,
snúðurinn spilar elektrótónlist og
drykkirnir bornir fram í plastglösum.
Ekkert snobb hérna.
KÖB
Flug og gisting í
2 nætur frá 47.900 kr.
á mann í tvíbýli á Dgi-byen ***
Innifalið: Flug báðar leiðir,
flugvallarskattar og gisting.
Geranium
Veitingastaðurinn Geranium er ekki aðeins talinn á meðal bestu „lífrænu“
matsölustaðanna í Kaupmannahöfn heldur er hann líka á fallegum stað í
Kongens Have, garðinum við Rosenborgarhöll.
BioM
Þetta er lítill veitingastaður á Austurbrú. Jafnvel málningin á veggjunum er úr
náttúruvænum efnum. Á matseðlinum eru léttir réttir eins og salöt og samlokur
en einnig eru í boði seðjandi aðalréttir, súpur og eftirréttir.
Cap Horn
Í Nýhöfninni er einn af fyrstu „lífrænu“ matsölustöðunum í Kaupmannahöfn.
Á sumrin er hægt að sötra „lífrænan“ bjór eða borða máltíðina úti á stórri
verönd og virða á meðan fyrir sér gömlu viðarfleyturnar á Nýhafnarsíkinu.
Café Chill Out
Café Chill Out er á Friðriksbergi og „lífræna“ kaffið sem þar er á boðstólum er
svo sannarlega peninganna virði.
Isværket
Ný, „lífræn“ ísbúð var opnuð á Norðurbrú í maí 2008. Ísinn er fluttur inn frá
ísverksmiðju Thorkils Boisens á Borgundarhólmi og öll framleiðslan er „lífræn“.
Boisen-ís hefur unnið til ýmissa viðurkenninga í Danmörku.
Huks Fluks
Þessi notalegi veitingastaður er sólarmegin við Grábræðratorg.
Chr. 4's Køkken
Ef fólk langar að fá sér hefðbundinn danskan málsverð í hádeginu, smurt
brauð, snafs og öl, er Eldhús Kristjáns IV. kjörinn staður.
„LÍFRÆNIR“
VEITINGA-
STAÐIR Í
KAUPMANNA-
HÖFN
Gourmandiet
Gourmandiet opnaði lostætis- og kjötbúð á Austurbrú sumarið 2007.
Hægt er að kaupa bragðgóða rétti og eftirrétti til þess að taka með sér eða
snæða á á MadBar (matarbarnum) sem er bakatil í búðinni.
Løgismose
Sælkerabúð sem býður gott úrval af vínum, ostum, ísum og súkkulaðið
margrómaða „Summerbird“.
Meyers Deli
Danski sjónvarpskokkurinn og matgæðingurinn Claus Meyer opnaði Meyers
Deli árið 2005. Þetta er sambland af íburðarlausum matsölustað, sælkera-
verslun, kaffibar og matsölu með rétti sem hægt er að taka með sér.
Emmerys
Hér má fá bragðgóð brauð og kökur úr „lífrænu“ hráefni, te af öllum gerðum,
súkkulaði, vín, olíur, hrísgrjón, pasta og fleira þess háttar. Í tengslum við
Emmerysbúðina í Hellerup er veitingastaður þar sem eru bornir fram heitir réttir.
Verde Food & Coffee
Þetta er sælkeraverslun sem var nýlega opnuð við Nørre Farimagsgade þar
sem „lífrænt“ vottuð vara skipar öndvegi, kaffi, salöt og samlokur. Þarna er
tilvalið að gæða sér á nýpressuðum ávaxtasafa eða ískaffi.
Klovnbarinn Vinstue 90, Gammel Kongevej 90
Dönsku háðfuglarnir í Klovn hafa skemmt mörgum Íslendingnum í sjónvarpi og
hafa reyndar fullyrt sjálfir að þeir eigi Íslendingum „heimsfrægðina“ að þakka.
Það er því ekki úr vegi að benda á eina af kránum sem koma allnokkuð við
sögu í sjónvarpsþáttunum, Vinstue 90 við Gammel Kongevej.
01
02
07
03
04
05
06
08
09
10
11
12
13
Hjalti Rafn Gunnarsson, námsmaður í Köben