Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.02.2009, Qupperneq 36

Fréttablaðið - 14.02.2009, Qupperneq 36
Tónskóli Sigursveins D. Kristins- sonar heldur miðsvetrarhátíð sem stendur til 18. febrúar. „Við brjótum upp skólastarfið í eina viku, byrjuðum á fimmtu- dag og endum á miðvikudaginn kemur,“ segir Sigursveinn Magn- ússon, skólastjóri Tónskóla Sig- ursveins. „Þá er ekki hefðbundin kennsla heldur spila krakkarn- ir fyrir hver annan,“ segir Sigur- sveinn en tvennir stuttir tónleikar verða á hverjum degi. Slík miðsvetrarhátíð hefur verið haldin í nokkur ár og ávallt mælst vel fyrir. Hver hátíð hefur sitt stef, í fyrra voru það íslensk þjóðlög en í ár er það dans og barokk. „Þetta er mjög vinsælt og for- eldrar eru ótrúlega duglegir að mæta,“ segir Sigursveinn en skól- inn setur það markmið að allir nemendur hans komi fram í þess- ari viku. Það er ekki lítið afrek enda eru nemendurnir um 550 talsins. „Við reynum að gefa hverjum tækifæri við sitt hæfi. Yngstu nemendurnir koma fram í hópum en þeir eldri einir eða í litlum grúppum,“ segir Sigursveinn. Nánari upplýsingar um tónleika er að finna á www.tonskolinn.com - sg Dans og barokk Allir 550 nemendur Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar koma fram á tónleikum á miðsvetrarhátíðinni sem stendur fram á miðvikudag. Gestir eru beðnir um aðstoð við að finna út hvert myndefnið er á ljósmyndum á sýningu í Minja- safninu á Akureyri. Á Minjasafninu á Akureyri verður opnuð í dag sýning á 80 óþekktum ljósmyndum úr eigu safnsins undir yfirskriftinni Þekkir þú … áning- arstaðinn? en óskað er eftir aðstoð sýningargesta við að koma nafni á áningarstaðina sem og andlit þeirra sem þar áðu. Á sýningunni má meðal annars finna nokkrar litmyndir sem tald- ar eru meðal þeirra elstu á landinu auk þess sem hluti myndanna er úr eigu Ferðafélags Akureyrar. Sýningin er opin frá klukkan 14 til 16 allar helgar til 15. mars. - eö Óþekktar ljósmyndir Þekkir þú … áningarstaðinn? TANGÓMARAÞON verður haldið í Leikhúskjallaranum við Hverfisgötu frá klukkan 11 til 3 svo dansinn dunar fram á nótt. Sérstakur kvöldverður að hætti Sigga Hall verður í tilefni af Valent- ínusardegi og er hægt að panta borð í síma 585 1295. Hornfirskir áhugaljósmyndarar opna sýningu í Pakkhúsinu á Hornafirði í dag. „Við ákváðum að auglýsa eftir áhugasömum ljósmyndurum til að búa til sýningu,“ segir Guðlaug Pétursdóttir hjá Menningarmið- stöð Hornafjarðar. Þar verður í dag opnuð sýning á 340 ljósmyndum 39 áhugaljósmyndara. Sendar voru inn yfir 500 mynd- ir en Sigurður Mar ljósmyndari var fenginn til að velja 27 myndir sem settar voru í ramma. Yfir 300 myndum verður síðan varpað upp á vegg af skjávarpa. „Þar eru þær flokkaðar niður í þrjá flokka, mann- líf, landslag og ýmislegt,“ útskýrir Guðlaug. Sýningin fer fram í Pakkhúsinu sem er eitt af elstu húsum Hafnar og var byggt laust eftir 1930. Pakk- húsið var gert upp og opnað sum- arið 1997 af forseta Íslands sem sjóminjasafn með sýninga- og veit- ingaaðstöðu. Sýningin stendur yfir í þrjár vikur. Opið verður um helgar og einu sinni í viku að kvöldi. „Við ætlum að reyna upp úr þessu að virkja áhugaljósmyndara á svæð- inu og stofna félag,“ segir Guðlaug og segir hugmyndir uppi um að búa til sölusíðu enda margir á svæðinu með áhuga á ljósmyndun. Myndin sem fylgir er eftir 17 ára Hornafjarðarmær, Þórgunni Þórs- dóttur. - sg Myndir frá Hornafirði Falleg mynd eftir Þórgunni Þórsdóttur. Langar þig að breyta mataræðinu til batnaðar en veist ekki hvar þú átt að byrja? Inga Kristjánsdóttir næringarþerapisti D.E.T. leiðir ykkur í allan sannleikann um hversu auðvelt það er í raun að breyta mataræðinu til batnaðar. Á námskeiðinu verður fjallað um: • Hvernig við getum náð stjórn á blóðsykrinum! • Hvernig verðum við okkur úti um rétt næringarefni • Hvernig við getum öðlast meiri orku og vellíðan Þriðjudaginn 24. febrúar kl: 20 - 22 í Heilsuhúsinu í Lágmúla. Mánudaginn 2. mars kl: 20 - 22 í Heilsuhúsinu á Akureyri. Upplýsingar og skráning í síma: 899 5020 eða á eig@heima.is Verð pr. mann: 3.500 kr. Hvað á ég að gefa barninu mínu að borða? Ebba Guðný kennir hvernig má búa til hollan og góðan mat fyrir börn frá 6 mánaða aldri. Meðal annars er farið yfir á hvaða fæðutegundum er gott að byrja og hvenær. Námskeiðið nýtist einnig vel þeim sem eru með eldri börn. Nýjar uppskriftir fylgja með námskeiðinu og verða nokkrir réttir og drykkir útbúnir á staðnum og allir fá að smakka. Þeim sem sækja námskeiðið býðst auk þess að kaupa bókina Hvað á ég að gefa barninu mínu að borða? með 10% afslætti. Þriðjudaginn 17. febrúar kl: 20 - 22 í Heilsuhúsinu í Lágmúla. Upplýsingar og skráning fer fram í síma 694 6386 og á netfanginu ebbagudny@mac.com. Verð pr. mann: 3.500 kr. Hentugt, Hagkvæmt, Hollt og Gott! Auður Ingibjörg Konráðsdóttir heilsukokkur með meiru heldur matreiðslunámskeið í Heilsuhúsinu. Auður mun sýna fram á hversu einfalt, fljótlegt og budduvænt það er að útbúa gómsæta rétti úr heilsusamlegu hráefni. Fimmtudaginn 26. febrúar kl: 19 - 21:30 í Heilsuhúsinu í Lágmúla. Upplýsingar og skráning í síma 865 5576 eða á heilsukokkur@gmail.com. Verð pr mann: 5.200 kr. Innifalið er uppskriftamappa og sitthvað gott að smakka fyrir alla. TILBOÐ 2 PÖR AF LEÐURHÖNSKUM 4.590 KR. YFIR 60 LITIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.