Fréttablaðið - 14.02.2009, Page 37

Fréttablaðið - 14.02.2009, Page 37
LAUGARDAGUR 14. febrúar 2009 3 Um helgina geta safngestir Bókasafnsins í Vestmannaeyj- um fengið að láni poka með rómantískum bókum. „Við ætlum í tilefni Valentínus- ardagsins að bjóða upp á ástar- poka. Þá setjum við í pokana tvær til þrjár bækur sem fólk getur tekið með sér en það fær ekki að vita hvaða bækur fyrr en heim er komið,“ segir Kári Bjarnason forstöðumaður Bóka- safnsins í Vestmannaeyjum. Þetta er í fyrsta sinn sem boðið er upp á slíka ástarpoka í Eyjum en Kári fékk hugmynd- ina í fyrra þegar hann var staddur á Valentínusardaginn í dönsku bókasafni. „Þá fannst mér vanta að draga fram þenn- an dag á safninu.“ Bækurnar í pokunum eru af ýmsum toga en alls ekki bara Rauða serían. „Ástarbækur eru til í svo mörgum litbrigðum,“ segir Kári en í pokunum geta verið ljóðabækur og ástarsög- ur og allt þar á milli. - sg Ást í poka Kári ætlar að bjóða Vestmannaeying- um upp á ástarsögur og ljóð í poka um helgina. Hollenski mannspekilæknirinn Aart van der Stel mun leiða kynn- ingarnámskeið sem ber yfirskrift- ina Nútímasjúkdómar á Sólheim- um í Grímsnesi um helgina en þar kynnir hann megináherslur í mannspekilækningum (Anthrop- osophical Medicine). Á námskeiðinu verða tengsl nútímasjúkdóma við líðan og lifn- aðarhætti skoðuð og farið dýpra í sjúkdóma eins og ofnæmi, offitu, streitu og óútskýrða meltingar- sjúkdóma. „Við reynum að svara spurningum eins og hvers vegna við verðum veik, hverjar hætturn- ar séu, hvaða innri og ytri þætt- ir hafi áhrif og hvað manneskjan getur gert,“ segir Aart sem kemur til Íslands nokkrum sinnum á ári og heldur námskeið og fyrirlestra ásamt því sem hann starfar sem skólalæknir í Waldorfsskólanum í Lækjarbotnum. Hann er læknir að mennt en mannspekilæknir að auki. Slíkar lækningar eru ávallt framlenging á hefðbundnum lækn- ingum og koma ekki í staðinn fyrir þær. Í mannspekilækningum er lögð áhersla á heildræna meðferð. Sjónum er þá ekki eingöngu beint að því að meðhöndla sjúkdóma heldur manneskjuna alla. „Það hafa á öllum tímum verið til svokallaðir nútímasjúkdómar sem fólk hefur ekki kunnað skýringar á en síðar fundið orsök og lækningu við,“ segir Aart. „Við erum meira að velta því fyrir okkur hvað sjúk- dómar séu og hvers vegna fólk fær ákveðnar tegundir. Eitt af lykilorð- um mannspekinnar er myndun eða þróun. Ég trúi því að sumu fólki sé ætlað að þróa með sér ákveðna sjúkdóma sem svo leiða til þess að það breytir lífi sínu. Fólk ætti auð- vitað að forðast það að fá hættu- lega sjúkdóma en þegar þeir eru til staðar getur það litið á þá sem tækifæri til að gera breytingar og verða betri manneskjur. Aart segir að vitaskuld séu not- aðar hefðbundnar lækningar til að meðhöndla alvarlega sjúkdóma en að mannspekilækningar bæti ýmsu við. „Meðferðin þarf ekki alltaf að snúast um að fjarlægja sjúkdóminn, þó að það sé auðvit- að nauðsynlegt í alvarlegum tilfell- um, heldur að fá manneskjuna til að vinna á honum sjálf. Þetta snýst því um að komast að rót vandans, hvort sem um er að ræða sálræna eða utanaðkomandi þætti, og gera breytingar. Ef við meðhöndlum sjúkdóma eingöngu með aðgerð- um og lyfjum en komumst ekki að rót vandans þá leiðir sjúkdómur- inn ekki af sér neinar jákvæðar breytingar, segir Aart. Námskeiðið stendur alla helgina og er fullt fæði og gisting innifalið í námskeiðsgjaldi. Nánari upplýs- ingar fást í síma 869-7673. vera@frettabladid.is Manneskjan öll undir Námskeið sem ber yfirskriftina Nútímasjúkdómar verður haldið í Sólheimum í Grímsnesi um helgina. Þar fjallar mannspekilæknir um það hvernig sjúkdómar geta leitt af sér jákvæðar breytingar og betra líf. Á námskeiðinu verða tengsl nútímasjúkdóma við líðan og lifnaðarhætti skoðuð og farið dýpra í sjúkdóma eins og ofnæmi, offitu, streitu og óútskýrða meltingarsjúk- dóma. MYND/STEFÁN FATASKÁPAR ÞVOTTAHÚS ELDAVÉLAR - INNBYGGINGAROFNAR - HELLUBORÐ - VIFTUR - HÁFAR - UPPÞVOTTAVÉLAR - KÆLISKÁPAR - FRYSTISKÁPAR Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 • www.friform.is Mán. - föst.kl. 10-18 Laugardaga kl. 11-16 OPIÐ 25% AFSLÁTTUR AF RAFTÆKJUM, ÞEGAR ÞAU ERU KEYPT MEÐ INNRÉTTINGU ! Við sníðum innréttingar að þínum óskum ELD HÚS EINS OG ÞÚ VILT HAFA ÞAÐ PISA höldulaust hvítt háglans Val um 32 hurðagerðir Birki Duo BAÐINNRÉTTINGARNAR byggjast á einingakerfi 30, 40, 60 og 80 cm breiðra eininga. Ótæmandi uppröðunarmöguleikar. Við hönnum og teiknum fyrir þig. Heilsteyptu vaskborðin eru vinsæl! Breiddir: 60, 80, 90, 120,140, 160, 180 cm PISA höldulaust háglans Askur Facet BETRA BAÐ BETRI LAUSNIR - MEIRA ÚRVAL NÚ BJÓÐUM VIÐ ÁKVEÐNAR GERÐIR ELDHÚS, BAÐ - OG ÞVOTTA- HÚSINNRÉTTINGA, EINNIG FATASKÁPA TIL AFGREIÐSLU AF LAGER ( MEÐAN BIRGÐIR ENDAST) MEÐ 25% AFSLÆTTI. AF LAGER Á LÆGRA VERÐI 25% Vegna breytinga á vöruvali seljum við nú einnig nokkrar sýningainnréttingar með 60% afslætti. SÝNINGAINNRÉTTINGAR MEÐ 60% AFSLÆTTI Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 Akureyri • sími 461 1099 • www.heimsferdir.is Auglýsingasími – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.