Fréttablaðið - 14.02.2009, Side 48

Fréttablaðið - 14.02.2009, Side 48
● heimili&hönnun Spegill eftir Kenneth Wingard. Loftljós eftir Tom Raffield. BEINT ÚR ALPAFJÖLLUM Pour les Alpes kallast samstarfsverkefni hönnuðanna Annina Gähwiler og Tina Stieger. Þær hanna óvenjulega listmuni og húsgögn og sækja innblástur í óútreiknanlega náttúru Alpanna. Kommóðan sem hér sést kallast Ehrfurcht og er úr línunni Echos, eða Bergmál. Svart lakkað yfirborðið er mikil andstæða ljóss innra byrðisins sem kemur í ljós þegar kommóðan er opnuð við stóra sprungu sem gengur í gegnum húsgagnið. Sjá vefsíðuna www.pourlesalpes.ch. N ýju veggklukkurnar frá Oras eru svo sannarlega augnayndi en þær fást í ferns konar mynstri og einnig er hægt að velja á milli fjögurra lita í vísunum: appelsínu- guls, perugræns, bleiks og túrkis- litar. Klukkurnar eru leysiskornar úr náttúrulegri hnotu og lakkaðar með glæru lakki. Hönnun Oras er innblás- in af mynstrum og geometrískum formum og oft nálgast þeir hönnun og híbýli á ferskan, nútímalegan og skemmtilegan máta. Klukkurnar eru lýsandi dæmi um það auk þess að gefa upp hvað tímanum líður. Sjá www.orasdesigns.com/clocks.html. Líðandi stund í sígildri hönnun H ann fangar augað, spegillinn eftir hönnuðinn Kenneth Wing- ard. Heiti spegilsins, Large Sunburst Wall Mirror, vísar til útlitsins; miðjan líkist sólinni og út frá henni liggja 64 brot sem minna á sólargeisla, sem fanga og endurvarpa birtu. Bakvið kúluna er svo haganlega útskorið viðarandlit. Sjá www.moderndose. com. Tom Raffield hannaði loftljósið að ofan sem er frá fyrirtækinu Cornwall. Ljósið, sem kallast Ribbon/pendant, er bæði fáanlegt úr aski og í hvítlakk- aðri eik. Sjá www.markproduct.com. Augnakonfekt P IP A R • S ÍA • 9 0 1 8 7 GRÆDDU Á GEYMSLUNNI Notað og Nýtt > Mörkinni 1 > sími: 517 2030 Suðurlandsbraut Sk eið av og ur Miklabraut Gnoðavogur Mörkinni 1 > Opnunartími: Virka daga 11-18 Laugardaga 11-16 Sunnudaga 13-16 Tökum á móti vörum utan opnunartíma, upplýsingar í síma 517-2030 > Tökum á móti vörum í umboðssölu. > Húsgögn > Húsbúnaður > Ljós > Veiðivörur > Rafmagnsvörur > Golfvörur > Önnur verðmæti 14. FEBRÚAR 2009 LAUGARDAGUR4

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.