Fréttablaðið - 14.02.2009, Blaðsíða 55

Fréttablaðið - 14.02.2009, Blaðsíða 55
LAUGARDAGUR 14. febrúar 2009 31 FRAMHALD AF SÍÐU 26 sem markaðsvænt indí, en ég er ekki alveg á því,“ vill einn meina. „Hjaltalín smellpassar inn í krútt- ímyndina og þeir í Sprengjuhöll- inni eru bara hreinræktaðir popp- arar.“ Ofannefndar grúppur virðast þó hafa sterk tengsl við artí-liðið. Til dæmis spila Borko, Hjaltalín og Múm-liðar saman fótbolta einu sinni í viku. Sólgleraugu innandyra Þegar rýnt er í 101-klíkurnar kemur raunar í ljós að þær virð- ast nánast allar tengjast saman á einhvern máta, enda „Ísland of lítið til að gengin geti ísólerað sig mjög mikið“. Þannig eiga fulltrúar rokks- ins í 101, eins og Singapore Sling, Evil Madness, Kimono og Hud- son Wayne, sína bestu vini innan artí-hópsins. „Þetta er frekar lítill hópur í kringum Singapore Sling og helst að Jakobínarína hafi dott- ið inn í þeirra ímynd. En sú ímynd er líka mjög sterk, þröngar buxur og sólgleraugu innan dyra,“ segir einn. „Lítil klíka en ótrúlega stíli- seruð og mjög áberandi í bæjarlíf- inu. Þau vilja vera gríðarlega svöl en eru ósköp fín inn við beinið. Siggi Maggi í Singapore Sling er nokkurs konar brú frá rokkliðinu yfir í artí-liðið. Hann hefur unnið mikið með krúttunum.“ Tískutechno Gleðitechno er heiti sem einn við- mælenda gefur sveitum eins og Gus Gus, Hair doctor. Sometime, Bb and Blake og jafnvel FM Belf- ast. „Tískuliðið og hommarnir fíla þetta stöff.“ Steed Lord fell- ur líka undir þessa skilgrein- ingu. „En þau eru einhvern veg- inn alveg sér á parti og hafa lítil tengsl við önnur bönd. Ég er ekki viss um að öllum finnist flott að hljómsveit hafi sína eigin fata- línu.“ Klíkukúltúr í rappinu „Klíkupælingin er auðvitað einna sterkust í rappinu. Innan hverr- ar klíku eru kannski fimm undir- klíkur og þær gera mikið af því að hjálpa hver annarri, til dæmis með því að gerast gestarapparar á plötum og slíkt, en kúltúrinn skilar sér stundum líka í „beefi“ milli aðila,“ segir viðmælandi um hip-hop heiminn á Íslandi. Annar bætir við: „Þarna er oft um mikla samvinnu að ræða, til að mynda kom nánast hver einasti rappari sem maður kannast við á landinu á nýju plötunni hans Adda Intro, en svo eru þeir dálítið gjarnir á að fara í einhvern hip-hop leik í fjölmiðlum, samanber rifrildið milli Poetrix og Móra.“ Flestir eru sammála um að rappið hafi horfið kirfilega undir yfirborðið fyrir nokkrum árum. Markaðurinn hafi hreinlega mett- ast í kringum 2002 þegar gefn- ar voru út um þrettán íslenskar rappplötur fyrir ein jólin. „Það er nóg í gangi undir niðri, og er á hraðri leið upp á yfirborðið.“ Nokkrir minnast á að ekki hafi orðið neinar breytingar á lykil- leikmönnum í rappheiminum síð- ustu ár. „Þetta virðist eiginlega vera nákvæmlega sama liðið og fyrir átta árum. Erpur ennþá ríf- andi kjaft við alla.“ Margir álistgjafa lofa hip-hop heiminn fyrir mikla samheldni, til dæmis mæti alltaf sami 500- 600 manna kjarninn þegar eitt- hvað sé að gerast. Annar er ekki svo viss. „Það er eins og allir séu vinir á yfirborðinu, en undir niðri kraumar alltaf eitthvað. En menn leggja sig reyndar fram um að sýna hver öðrum virðingu.“ Eftirtaldir rýndu í hina ýmsu kima tónlistarheims höfuðborgarinnar: Arnar Eggert Thoroddsen gagnrýnandi Atli Bollason gagnrýnandi Ágúst Bogason útvarpsmaður Páll Hilmarsson gagnrýnandi Dóri DNA blaðamaður Heiða Eiríksdóttir gagnrýnandi Helga Þórey Jónsdóttir gagnrýnandi Hildur Maral Hamíðsdóttir gagnrýnandi Sigvaldi Kaldalóns (Svali) útvarpsmaður Steinþór Helgi Arnsteinsson umboðsmaður Viðmælendur ROTTWEILERHUNDAR FM BELFAST SINGAPORE SLING HELLYHANSEN.COM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.