Fréttablaðið - 14.02.2009, Side 78

Fréttablaðið - 14.02.2009, Side 78
54 14. febrúar 2009 LAUGARDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 PERSÓNAN LÁRÉTT 2. langar, 6. klaki, 8. sjór, 9. fugl, 11. ekki heldur, 12. geðvonska, 14. gort, 16. í röð, 17. hyggja, 18. ennþá, 20. mergð, 21. snöggur. LÓÐRÉTT 1. mælieining, 3. ryk, 4. jarðbrú, 5. viður, 7. fíkinn, 10. eyrir, 13. nytsemi, 15. uppurið, 16. húðpoki, 19. átt. LAUSN LÁRÉTT: 2. vilt, 6. ís, 8. mar, 9. lóa, 11. né, 12. ólund, 14. grobb, 16. hi, 17. trú, 18. enn, 20. úi, 21. snar. LÓÐRÉTT: 1. kíló, 3. im, 4. landbrú, 5. tré, 7. sólginn, 10. aur, 13. not, 15. búið, 16. hes, 19. na. Egill Sæbjörnsson Aldur: 35 ára. Starf: Mynd- og tónlistarmaður. Stjörnumerki: Krabbi með rísandi ljón. Fjölskylda: Ég á kærustu og er barnlaus. Búseta: Mest í Berlín, svo í Rio de Janeiro og Reykjavík. Egill er nú að ljúka við plötu með Memp- hismafíunni, þá fyrstu síðan plata hans Tonk of the Lawn kom út árið 2000. Undirbúningur er hafinn að útgáfu tímarits- ins Berlin Grapevine í höfuðborg Þýskalands. Þeir Hörður Kristbjörnsson, einn af stofnendum Reykjavik Grapevine, og lögfræðingurinn Eirik Sørdal standa að verkefninu með aðstoð Reykjavik Grapevine. Ekki hefur verið ákveðið hvenær blaðið kemur út og vildi Hörður, sem er búsettur í Berlín, lítið tjá sig um málið þegar Fréttablaðið ræddi við hann. „Við erum að setja þetta saman og reyna að koma þessu í gang,“ sagði hann. Jón Trausti Sigurðarson, markaðsstjóri Reyka- vik Grapevine, segir að Hörður hafi átt hug- myndina að þessu systurblaði í Berlín. „Við heima komum sáralítið nálægt þessu. Við leggjum til nafnið og útlitið og hugmyndavinnuna,“ segir Jón Trausti. „Blað eins og Grapevine virkar eflaust betur í stærri borg en þetta er enn þá í einhverju ferli. Þetta gengur út á að þeir nái í auglýsinga- tekjur, sem gæti verið erfitt eins og ástandið er núna.“ Alls hafa 89 tölublöð af hinu ensk/íslenska Reykjavík Grapevine verið gefin út síðan það fyrsta kom út sumarið 2003. Blaðið kemur út átján sinnum á ári í þrjátíu þúsund eintökum þar sem sviðsljósinu er beint að innlendri menningu. Mark- hópurinn er fyrst og fremst enskumælandi fólk hér á landi, þar á meðal ferðamenn. - fb Berlin Grapevine í deiglunni GRAPEVINE-MENN Jón Trausti Sigurðarson og Hilmar Steinn Grétarsson starfa hjá tímaritinu Reykjavik Grapevine. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM „Við höfum lagt fram öll okkar rök, öll okkar gögn og iðnaðar- ráðuneytið er sammála okkur um að þetta sé hið besta mál,“ segir Helga Margrét Reykdal, fram- kvæmdastjóri viðburðafyrirtæk- isins True North. En, kvikmyndagerðarmenn eru orðnir langeygir eftir aðgerðum Össurar Skarphéðinssonar og iðn- aðarráðuneytisins hvað varðar hugsanlega hækkun á prósentu endurgreiðslu framleiðslukostn- aðar til erlendra kvikmyndafram- leiðenda sem taka myndir sínar hér. Einkum horfa menn í kvik- myndageiranum nú til risakvik- myndar sem Baltasar Kormákur er með í farvatninu, víkingamynd, sem á að gerast að mestu á Íslandi en einnig á Írlandi. Að sögn Balt- asars ráða framleiðendur hvar myndin er tekin. Og þeir horfa til þess að Írar bjóða 28 prósenta end- urgreiðslu hér er það 14 prósent. „Ég átti fund með Össuri fyrir jól og hann tók mér vel,“ segir Balt- asar. Víkingamyndin verður stór í sniðum og undirbúningur þegar hafinn. Karl Júlíusson verður með leikmynd og helmingur þess liðs sem var í Braveheart Mel Gibsons verður með. „Það þarf að æfa leik- arana í marga mánuði. Og hesta- þjálfarinn Horst Wrangler þarf að þjálfa hesta í nokkra mánuði, kenna þeim að detta og svo fram- vegis. Ég var að koma frá Írlandi og fann þar marga frábæra töku- staði,“ segir Baltasar. True North mun annast þjón- ustu við kvikmyndagengið sem vonandi kemur til starfa hingað til lands upp úr og með haustinu. Helga Margrét segir mikið hags- munamál að fá í gegn hækkun endurgreiðslu. „Kvikmyndagerð hefur víðtæk afleidd áhrif. Skapa störf í þjónustu; hótel, flug, smið- ir … þetta er það sem við þurfum,“ segir Helga og vonast eftir svör- um frá iðnaðarráðuneyti á næstu dögum. Hún vill ekki beint segja ráðuneytið draga lappirnar vegna vendinga umbrota í stjórnmálum. En True North átti fund með Öss- uri í janúar og er farið að lengja eftir svörum. „Hver dagur sem líður er okkur dýrkeyptur,“ segir Helga og vísar til þess að tækifær- in séu að renna úr greipum. Ýmsir eru áhugasamir um að koma hing- að til að taka kvikmyndir sínar. „Við umreiknuðum störf sem sköpuðust í tengslum við mynd- ina Flags of our Fathers árið 2005 [mynd Clint Eastwoods] og reikn- uð ársverk voru 46. Bara mynd Baltasars gæti verið umtalsvert stærri. Hækkun endurgreiðslu þýðir einfaldlega aukin verkefni, meiri vinnu og meiri gjaldeyri.“ Ekki náðist í Össur en Valgerð- ur Sverrisdóttir, fyrrverandi iðn- aðarráðherra, segir málið gríð- arlega mikilvægt. Hún veit ekki hvað dvelur orminn langa. „Hann er kannski kominn með hugann í utanríkisráðuneytið? Ef til vill er ekki pólitískur vilji fyrir þessu. Ég man að við börðumst fyrir því á sínum tíma að hækka hlutfall- ið úr tólf í fjórtán. Þá stóð íhald- ið mjög gegn því. Þeir sáu bara peningaaustur út en ekki tekjurn- ar. Það var loks að Einar Oddur [heitinn Kristjánsson, þá formað- ur fjárlaganefndar] sá að þetta var atvinnuskapandi að þetta fór að ganga betur.“ jakob@frettabladid.is HELGA MARGRÉT REYKDAL: HVER DAGUR SEM LÍÐUR ER DÝRKEYPTUR Víkingaskip Balta til Írlands KVIKMYNDA- GERÐ Í LIMBÓI Víkingamynd Baltasars hefur tekið stefnuna til Írlands í tökur en Írar bjóða umtalsvert betri endurgreiðslu framleiðslu- kostnaðar en Ísland. Helga Margrét Reykdal bíður svara Össurar Skarphéð- inssonar. Karl Júlíusson vinnur að leikmynd myndarinnar. Hvað er að frétta? Ég er á fullu að æfa söngleik, við erum að setja upp Harry Potter-söngleik með MS og við frumsýn- um 17. febrúar, það er bara allt í gangi. Augnlitur: Gráblár. Starf: Blankur menntaskólanemi. Fjölskylduhagir: Ég bý hjá foreldrum mínum ásamt eldri bróður og kærustunni hans, en svo á ég tvö eldri hálfsystk- ini. Hvaðan ertu? Úr Grafarvogi. Ertu hjátrúarfullur? Nei, það er ég ekki. Uppáhaldssjónvarpsþátturinn: Dexter og Arrested devel- opment. Uppáhaldsmaturinn: Grillaður humar og nautasteik. Fallegasti staðurinn: Ég á erfitt með að gera upp á milli staða en Capri á Ítalíu, Hesteyri og Skorradalur eru fallegir. iPod eða geislaspilari: Plötuspilari. Hvað er skemmtilegast? Að leika í Harry Potter-söngleikn- um. Hvað er leiðinlegast? Að mæta á staði sem mig langar ekki að vera á. Helsti veikleiki: Einhverjir segðu að ég væri hrokafullur sem er náttúrlega rangt því ég er fullkominn. Helsti kostur: Ég er umburðarlyndur, duglegur og bjartsýnn. Helsta afrek: Að leika Harry Potter í söngleiknum og taka miðstigspróf í klassísku píanónámi. Mestu vonbrigðin? Að hafa ekkert komist á bretti í vetur, það er búið að vera svo mikið að gera. Hver er draumurinn? Að meika það. Hver er fyndnastur/fyndnust? Vinir mínir, þeir eru fyndnir. Hvað fer mest í taugarnar á þér? Þegar fólk ber ekki virðingu fyrir hvað öðru. Hvað er mikilvægast? Fjölskyldan, vinir og að vera heiðarleg og góð manneskja. HIN HLIÐIN ALBERT HAUKSSON, NEMI Í MENNTASKÓLANUM VIÐ SUND Harry Potter ætlar að meika það 05.09.1989 Bjarni Haukur leikhúsfrömuður ætlar að efna til áheyrnarprufu fyrir Grease í Loftkastalanum 9. mars. Sá háttur verður þó ekki hafður á að prufurnar verði opnar þannig að stefni í öngþveiti heldur ætlar Bjarni að auglýsa eftir umsóknum sem svo verður valið úr. Úti í sal til að mæla út þá sem til greina koma munu svo sitja þau Selma Björnsdóttir leikstjóri, danskennarinn systir hennar Birna og Þorvaldur Bjarni sem mun stjórna tónlistinni. Elva Dögg Mel- sted, lottómær og fyrrverandi Ungfrú Ísland.is, heldur upp á þrítugsafmæli sitt í kvöld. Hamingjan er ekki minni á bænum fyrir þær sakir að Elva á einn- ig von á sínu þriðja barni í sumar með eiginmanni sínum Magnúsi Þór Gylfa- syni, framkvæmdastjóra borgar- stjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins. Bjarni Sigurðarson, gítarleikari í Mínus, og belgíski tónlistarmaður- inn Milow sluppu með skrekkinn þegar bíll þeirra fauk út af veginum skammt frá Vík í Mýrdal á fimmtu- dag og fór tvær veltur. Þrír aðrir voru í bílnum og sakaði þá ekki. Hópurinn var á leið til Víkur til að taka upp nýtt myndband Milows, sem er vinsæl poppstjarna í Belgíu. Í bílnum voru einnig kvikmynda- græjur fyrir tugi milljóna en þær skemmdust ekki. Milow kenndi sér reyndar meins í bakinu eftir slysið og var Bjarni fenginn til að hlaupa í skarðið fyrir hann í einu atriði í mynd- bandinu. -jbg, jma, fb FRÉTTIR AF FÓLKI T B W A \R e yk ja ví k \ S ÍA \ 0 9 4 1 9 7 VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á síðu 8. 1 Gísli Jökull Gíslason 2 153 tonn 3 Jóhann Friðgeir Jóhannsson

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.