Tíminn - 05.07.1986, Blaðsíða 1

Tíminn - 05.07.1986, Blaðsíða 1
FLAUTA Almannavarna ríkisins í Sólheimum 25 fór í gang um hádegisbilið í gær. Flautan fór í gang vegna bilunar sem trúlega má rekia til jarðstrengs en ekki var búið að staðfesta orsök bilunar- innar seinnipartinn í gær. Hljóðmerkið sem flautan gaf frá sér táknar stafinn O, og því var ekki um nein þau viðvörunar- merki að ræða sem notuð eru á hættutím- um. ALBERT Guðmundsson iðnaðar- ráðherra ræsti í gær eima Sjóefnavinnsl- unnar hf.á Reykjanesi. í frétt frá Sjóefna- vinnslunni segir að ræsing eimanna sé táknræn fyrir þær breytingar sem fyrirtæk- ið hefur að undanförnu gengið í gegnum, en þær eru að undirbúa framleiðslu á kolsýru og kísl, ásamt núverandi saltfram- leiðslu. FRISKLEG bók um Reykjavík, „A fresh portrait of lceland’s capital" er komin út á vegum lceland Review. Bókin er eftir Pál Stefánsson og prýða hana fjöldinn allur af litmyndum sem teknar eru í Reykjavík. TIVOLI í Kaupmannahöfn fær ís- lenska gesti í heimsókn þann 16. júlí. Það er Lúðrasveit verkalýðsins sem verður þar kl. 17.00. Lúðrasveitin mun koma þangað eftir hljómleikaferð til Austur- Þýskalands sem hefst á morgun og stendur í 9 daga í Rostock-héraði. Lúðra- sveitin mun halda þar 10 tónleika. NEYTENDASAMTÖKIN hafa sent landbúnaðarráðherra áskorun um að leggja niður án tafar 50% jöfnunar- gjald á innfluttar kartöflur, vegna þess að gjaldi^ komi til með að hækka vöruverð til neytenda, og hækkun lánskjaravísitölu- þrátt fyrir yfirlýsingar ráðuneytisins um annað. Neytendasamtökin segja það jafn- framt skoðun sína að vafamál sé að svo víðtækt framsal og hér um ræði á skatt- heimtu til framkvæmdarvaldsins, standist gagnvart stjórnarskránni. GRILLVEISLA var haldin í Vest- mannaeyjum í gær. Það voru 30 börn af barnaheimilunum Kirkjugerði og Sóla sem komu saman í sól og steikjandi hita og héldu veislu mikla undir berum himni. UMFERÐ í nágrenni hestamanna- mótsins á Hellu hefur gengið mjög vel það sem af er að sögn lögreglu. Einn árekstur varð þó í gær þegar bíll stoppaði mjög snögglega hjá hestamönnum nálægt Landveqamótum. Annar bíll sem á eftir kom náoi ekki að bremsa og skall aftan á þeim sem stoppaði og skemmdir á bílum urðu mjög miklar en engin slys á fólki. SKÁLHOLTSTÓNLEIKAR verða haldnir í dag og á morgun. í dag kl. 15.00 verða flutt verk fyrir flautu og fiðlu eftir Sebastian Bach. Manuela Wieslerog Einar Grétar Sveinbjörnsson leika. Tón- leikarnir verða síðan endurteknir kl. 17.00 oq einnig á morqun kl. 15.00. Kl. 17.00 er messa i Skálhóltskirkju. Ferðir verða frá Umferðarmiðstöðinni í Reykjavík báöa dagana kl. 13.00 og til baka frá Skálholti kl. 18.15. Utsýn hefur til sölu aðgöngumiða að heimsmeistaraeinvíginu í skák milli Kasp- arovs og Karpovs í Park Lane hótelinu í London dagana 28. júlí til 31. ágúst. Ferðaskrifstofan býður upp á ódýrar helg- ar - og viku ferðir til að fylgjast með einvíginu, og er innifalið í pakkanum hótel með morgunverði, flug, hálfs dags kynnis- ferð um London og frátekið sæti þá daga sem teflt verður. KRUMMI „Ég býst ekki við að Hafskip hafi unnið í BJ happ- drættinu!" Þórshöfn: Tvífrystar afurðir í neytendakönnun vestra „í febrúar voru heilfryst um borð í togaranum um tvö tonn af þorski og svo þíddum við þetta upp nú í júní og unnum það. Afurðirn- ar hafa síðan verið sendar til Bandaríkjanna þar sem þær verða neysluprófaðar og við bíðum eftir því að sjá hvernig það fer,“ sagði Jóhann Á. Jónsson framkvæmda- stjóri frystihúss Þórshafnar í sam- tali við Tímann í gær. Á Þórshöfn hefur farið fram tilraun með tvífrystingu á þorski, en sú vinnsluaðferð hefur verið nokkuð stunduð í nágrannalönd- um okkar þó hún hafi ekki rutt sér til rúms hér á íslandi í bolfisk- vinnslu. Helsti kostur tvífrystingar er að hún gefur möguleika á að stjórna vinnslunni mun betur en áður með því að draga úr sveiflu- kenndu hráefnisframboði. Þegar lítið berst af hráefni má grípa til frosinna birgða og þegar of mikið berst má setja það í frost. Jóhann A. Jónsson sagði að í febrúar, þegar fiskurinn sem nú hefur verið þíddur upp og unninn var heilfrystur, hafi til samanburð- ar verið könnuð nýting, gæði, o.fl. fisks úr sama túr sem unninn var með venjulegum hætti. Vegna þessarar tilraunar á Þórs- höfn hefur verið komið upp í frystihúsinu sérstökum afþíði- klefa, sem eftir því sem næst verður komist er sá eini sinnar tegundar á landinu og byggir á því að rakamettað hlýtt loft streymir um klefann. Tvffrystingartilraunir þessar eru gerðar í samvinnu við Sjávarafurða- deild Sambandsins og eru hluti af víðtækara verkefni sem bæði Sam- bandið og Sölumiðstöðin eiga aðild að, en umtalsverð rannsóknar- og undirbúningsvinna á tvífrystingu á íslandi hefur verið unnin á Rann- sóknarstofnun fiskiðnaðarins. Jóhann sagði að í fyrrasumar hafi þeir gert tilraun með heilfryst- ingu á kola þar sem mikið hafi verið að gera þá, og síðan þítt hann upp í vatni í vetur og unnið. „Það gekk mjög vel og gott að grípa í hann þegar það komu tímar, hvort sem það var dagur eða vika, sem lítið var að gera.“ -BG Margrét Danadrottning og Henrik prins komu í óopinbera heimsókn til Islands í gær og munu þau dveljast hér fram á mánudag. I dag fara þau til Vestmannaeyja, í Skaftafell og til Egilsstaða, en á morgun sunnudag til Borgarfjarðar eystri og þaðan til Reykjavíkur. Á myndinni má sjá þegar Vigdís Finnbogadóttir forseti tók á móti hinum tignu gestum á Reykjavíkurflugvelli í gær. Pólskt hafrannsóknarskip: Tveir menn mættu ekki við brottför „Viökvæmt mál“ segir lögreglan Lögreglan í Reykjavík hefur nú til meðferðar mál tveggja Pólverja, sem struku af pólsku hafrannsókn- arskipi á meðan það dvaldist í Reykjavíkurhöfn. Vélstjóri og háseti, sem fóru frá borði skipsins, á mánudag, skiluðu sér ekki á réttum tíma síðastliðinn mánudag og sigldi skipið án þeirra. Skipið heitir Professor Siedlecki. Útlendingaeftirlitið í Reykjavík varðist í gær allra frétta af málinu og sagði það vera á mjög viðkvæmu stigi. Öllum spurningum var vísað á bug vegna þess hversu viðkvæmt málið er. Þó fékkst vitneskja um það að vitað er um íverustað mannanna tveggja. Þegar Tíminn fór í prent- un í gær var ekki búið að leysa málið, en vonuðust menn til að jíað gæti gerst fljótlega. - ES BJ fékk 20.000 kr. í happdrættismiðum: „Ekki sambærilegt við stórgjafir ráðherrans“ - segir Guðmundur Einarsson „Eg setti í gang bókhaldsathug- un hjá okkur sem náði aftur í tímann, vegna þess að engar frek- ari skýringar fengust á hálfkveðn- um vísum Magnúsar Bjarnfreðs- sonar, og þá kom í ljós að í ársbyrjun 1983 keypti Hafskip happdrættismiða af Bandalagi jafnaðarmanna fyrir 20.000 kr.,“ sagði Guðmundur Einarsson í gær, þegar hann var spurður út í fullyrð- ingu Magnúsar Bjarnfreðssonar fyrr í vikunm að Alþýðubandalagið og Bandalag jafnaðarmanna hafi fengið fjárstuðning úr sjóðum Hafskips. Guðmundur sagði að BJ hafi notað sömu fjáröflunaraðferð- ir og aðrar stjórnmálahreyfingar í landinu og meðal annars reitt sig á happdrætti og leitað eftir fjárstuðn- ingi til fyrirtækja með auglýsingar og þess háttar. „Það er náttúrlega ruddaskapur og siðleysi svo út yfir allt gengur, að jafna þessum fjár- öflunarleiðum saman við stórgjafir fjármálaráðherra lýðveldisins til Guðmundar J. Guðmundssonar verkalýðsforingja eða þá tengslum Alberts Guðmundssonar við Haf- skipsmálið,“ sagði Guðmundur Einarsson. Guðmundur sagði að ófræg- ingarherferð hafi verið í gangi að undanförnu gegn þeim frétta- mönnum og stjórnmálamönnum sem hafi beitt sér í þessu máli og nefndi hann í því sambandi sam- þykktir útvarpsráðs og dylgjur um að annarlegar hvatir liggi að baki gagnrýni Ólafs Ragnars Grímsson- ar. „Mín niðurstaða er sú að stór- tíðinda sé að vænta í Hafskipsmál- inu, og þessi herferð sé liður í því að undirbúa jarðveginn," sagði Guðmundur ennfrémur. Ekki tókst að ná sambandi við Magnús Bjarnfreðsson í gær til þess að fá upplýsingar um hvort þessar 20.000 kr. í happdrættismið- um væru þær greiðslur sem hann átti við að BJ hafi fengið frá Hafskip. - BG

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.