Tíminn - 05.07.1986, Blaðsíða 9

Tíminn - 05.07.1986, Blaðsíða 9
P&Ó/SÍA Laugardagur 5. júlí 1986 Tíminn 9 Kcppendurnir á síðustu æfingunni i gærmorgun. Þau eru, í neðri röð, Sverrir Þorvaldsson og Ari Kristinn Ólafsson. Fyrir ofan þá sitja, Fjóla Rún Björnsdóttir og Geir Agnarsson. Með þeim er fararstjórinn Benedikt Jóhannesson. Tímamynd G.E 27. Ólympíuleikar í stæröfræöi: w Island sendir fjóra - fara utan í dag Þau sitja fjögur og læra stærð- fræði, á meðan aðrir eru lausir úr skólanum. Fyrsta spurningin sem vaknar, er hvort þetta séu tossar sem hafa þurft að sitja eftir. Það er öðru nær. Hér er á ferðinni keppnislið íslands á Olympíuleikunum í stærð- fræði sem haldnir verða í Varsjá í Póllandi í næstu viku. Síðasta æfingin fór fram í gær. Þjálfari við þá æfingu var Benedikt Jóhannesson og hann verður jafn- framt fararstjóri fjórmenninganna sem halda utan í dag. Keppnisliðið skipa Ari K. Ólafsson, Fjóla R. Björnsdóttir, Geir Agnarsson og Sverrir Þorvaldsson. Leikarnir sem haldnir verða í Varsjá eru þeir 27. í röðinni. Ung- lingar (undir 20 ára) frá fjörutíu þjóðum úr öllum heimsálfum munu leiða saman hesta sína og glíma við stærðfræðiþrautir af ýmsu tagi. Þetta er annað skiptið sem Island sendir þátttakendur á leikana. Reynir Axelsson er fulltrúi íslands í dómnefndinni og hefur hann þegar haldið til Póllands. - ES LEIÐABÓK Út er komin leiðabók fyrir áætlan- ir sérleyfisbifreiða. Miðast leiðabók- in við tímabilið 15. maí 1986 - 14. maí 1987. Umferðarmáladeild gefur bókina út. í bókinni er getið viðkomustaða og brottfarartíma og í hverri opnu er kort af hverri leið sem farin er auk ljósmynda frá einstökum stöðum. Bókinni fylgir síðan stórt vegakort með heildaryfirliti yfir sérleiðirnar auk gjaldskrár um hópferðaakstur og biðgjöld. Illlllllllllllllllllll VEIÐIHORNIÐ' |||||||||||||Umsjón: Eggert Skúlason Gulli Berg- mannmeð27 Veiði er óðum að glæðast í Laxá á Ásum. Veiðimenn sem voru við veiðar frá hádegi í fyrradag og fram að hádegi í gær fengu samtals 47 laxa úr ánni. Gulli Bergmann veiðikóngur var með aðra stöngina og veiddust 27 laxar á þá stöng. Kristján Sigfússon bóndi á Húns- stöðum við Láxá sagði í samtali við Veiðihornið að lax væri vað- andi um alla á. „Þetta gengur alveg rosalega vel þessa dagana,“ sagði Kristján. Alls hafa nú veiðst 317 laxar og verður það að teljast frábær veiði, þegar haft er í huga að einungis tvær stengur eru leyfð- ar í ánni. Stærsti fiskurinn sem dreginn hefur verið úr ánni í sumar, vó átján pund og var það Baldur Bergsteinsson sem dró hann fyrir nokkru. Stóra Laxá glæðist Heldur er nú að rofa ti| í afla- brögðum við Stóru Laxá. Eftir fádæma dræma veiði er hann nú farinn að gefa sig og eru fiskar sem veiðst hafa farnir að nálgast fimmta tuginn. Viðar Egilsson og félagi hans tóku sjö væna laxa í Kálfhaga- hyl í fyrradag, og var sá stærsti fimmtán pund. I gær var það Bergsnösin sem gaf vel, og strax í byijun veiðidagsins veiddust þrír vænir laxar þar. Þar voru að verki Sigurður Finnsson og félagar. SAXBLÁSARAR EBERL Original saxblásarar Með öflugu stálhnífahjóli og aðfærslubandi fyrir 6 -14-40 og 80 mm söxun. Þessir nýju saxblásarar eru með mjög ná- kvæma söxun. BÆNDUR! Vinsamlega bókið pantanir tímanlega * LÁTTU 1 íniann EKKl FLJÚGA FRÁ ÞÉR ÁSKRIFTARSÍMI 686300 ^ r GÖTT KAST GEFUR FISK 5115TAR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.