Tíminn - 05.07.1986, Blaðsíða 15

Tíminn - 05.07.1986, Blaðsíða 15
Tíminn 15 Laugardagur 5. júlí 1986 lllllllll BRIDGE '111 Bikarkeppni Bridgesambands íslands: JAFNIR LEIKIR f FYRSTU UMFERÐ Leikjum í 1. umferð í Bikarkeppni Bridgesambandsins er llestum lokið. Áður óbirt úrslit eru, að sveit Baldurs Bjart- marssonar Reykjavík vann sveit Jóns Skeggja Ragnarssonar frá Hornafirði, nokkuð örugglega. Sveit Jóhannesar Sigurðssonar Kefla- vík brá sér til Skagastrandar. Er upp var staðið hafði Jóhannes sigurinn gegn sveit Eðvarðs Hallgrímssonar. Á Akureyri áttust við heimamenn und- ir forystu Gunnars Bergs gegn sveit Sigfúsar Sigurhjartarsonar frá Reykjavík. Peir sunnanmenn fóru með sigur af hólmi eftir frekar jafnan leik. Á Suðurnesjum áttust svo við sveitir Guðmundar Kr. Þórðarsonar frá Keflavík gegn sveit Árna Stefánssonar frá Hornafirði. Þar skildu aðeins 5 stig á milli, Guðmundi í hag að leik loknum. Annar jafn leikur var upp á Skaga, þar sem áttust við sveitir Inga Steinars Gunn- laugssonar Akranesi gegn sveit Þóris Leifssonar úr Borgarfirði. Þar munaði 3 stigum, Inga Steinari í hag, er upp var staðið. Og eini óspilaði leikurinn sem eftir er úr 1. umferð, er leikur sveita Eymundar Sigurðssonar Reykjavík gegn sveit Gylfa Pálssonar frá Eyjafirði. Verði þessum leik ekki lokið fyrir/um næstu helgi, dæmast báðar sveitirnar úr leik og and- stæðingur þeirra í 2. umferð (Hörður Pálsson Akranesi) kemst beint í 3. umferð. Vonandi ná menn þessu. Það skal ítrekað hér, að tímamörk í keppnum sem þessum eru til að halda þau, með lágmarksundantekningum þó. Frestur þeirra Eymundar og Gylfa frá boðuðum tíma verður þá 11-12 dagar. Og í fram- haldi er minnt á að 2. umferð skal vera lokið fyrir 16. júlí. Þann dag verður svo dregið í 3. umferð (16 sveita úrslit). Fyrirliðar eru enn á ný minntir á að gera skil á keppnisgjaldi fyrir Bikarkeppnina, sem er kr. 4.000 pr. sveit. Koma má greiðslu til BSÍ í pósthólf 156, 210 Garðabæ eða beint til Ólafs Lárussonar, í Sumarbridge á þriðjudögum og fimmtu- dögum, eða á skrifstofu BSÍ að Lauga- vegi 28. Spilað var sumarbridge deildarinnar þriðjudaginn 24. júní og að þessu sinni í tveimur riðlum. Hæstu skor fengu þessi pör: A-riðill: Sigmar Jónsson -Högni Torfason 182 Drífa B. Ólafsdóttir -Véný Viðarsdóttir 177 Erlendur Björgvinsson -Hallgrímur Márusson 172 Svava Ásgeirsdóttir -Þorvaldur Matthíasson 171 B-riðill: Hjörtur Cyrusson -Jón Oddsson 131 Andrés Þórarinsson -Halldór Þórólfsson 130 Þorfinnur Karlsson -Steingrímur Jónsson 126 Hulda Hjálmarsdóttir -Þórarinn Andrewsson 123 Meðalskor: A-riðill 156 B-riðill 110 Efstir að stigum eru þá eftirtaldir spilarar: Sigmar Jónsson 10 Hulda Hjálmarsdóttir 7.5 Þórarinn Andrewsson 7.5 Véný Viðarsdóttir 5.5 Spilað er alla þriðjudaga í félagsheimili Skagfirðinga, Síðumúla35. Keppnisstjóri er Hjörtur Cyrusson. Frá Bridgesambandi íslands Bridgesambandið býður þessa dagana til sölu úrvals bridgebækur, nýkomnar að utan. Meðal bóknana má nefna: Dynamic Defence.höf. M. Lawrence á kr. 700. Complete Book on Balancing, sámi höf. á kr. 700. Complete Book on Overcalls sami höf. á kr. 700. Bridge without Error höf. R. Klinger á kr. 500. Better Bridge höf. Kelsey á kr. 700 Winning Bridge Trick by Trick, höf. R. Klinger á kr. 500. Killing Defense höf. Kelsey á kr. 650. Test your card reading(höf. Kelsey á kr. 400. Test your Paris play höf. Kelsey á kr. 400. Improve your Bridge.höf, Sheinwould á kr. 450. How The Experts do it,höf. Reese/Bird á kr. 600. Clobber Their Artificial Club, höf. Woolsey o.fl. á kr. 250. Simplified Standard American Bridge Bidding.höf. Oakie á kr. 650. Acol-kerfið á íslensku.þýð. Viðar Jóns- son á kr. 650. Power Precision ljósrit á íslensku,þýð. Júlíus Sigurjónsson á kr. 450. Alþjóðalögin í Bridge á íslensku,þýö. Jakob R. Möller. 30 greinar í uppsetningu Sigurjóns Tryggvasonar á kr. 350. Auk þess eru fyrirliggjandi sagnbox á borð, á kr. 2.700 til félaga innan Bridge- sambandsins. Bridgesambandið sendir í póstkröfu hvert á land sem er. Takmark- að upplag. Auk ofantaldra bóka, má geta að örfáar bækur (spilabækur) um Heims- meistaramótið 1933 í Svíþjóð og Olymp- íumótið 1984 í Seattle eru til, á kr. 950 stykkið. Þessar spilabækur, þar sem allir leikirnir eru raktir í viðkomandi mótum, eru yfirleitt besta lesning sem bridgemenn komast í og iðulega það eina sem úrválsspilarar lesa. Bridgedeild Skagfirðinga Spilað var í tveim riðlum í sumarbridge deildarinnar, þrátt fyrir eindæma veður- blíðu. Hæstu skor fengu þessi pör: A-riðill 1-2 Jón Oddsson - Alfreð Kristjáns. 117 l-2Ágúst Helgason-Gísli Hafliðas. 117 3 Högni Torfason - Sigmar Jónsson 114 B-riðill 1 Hulda Hjálmarsdóttir - Þórarinn Andrewsson 131 2 Guðrún Hinriksdóttir - Haukur Hannesson 119 3 Steingrímur Jónsson - Þorfinnur Karlsson 118 Meðalskor: A og B riðli 108 Efstir að stigum eru eftirtaldir spilarar: Sigmar Jónsson 11 stig BÍLALEIGA Útibú í kringum landið REYKJAVÍK:.91-31815/686915 AKUREYRI:... 96-21715/23515 BORGARNES:.........93-7618 BLÖNDUÓS:......95-4350/4568 SAUÐÁRKRÓKUR: .95-5913/5969 SIGLUFJÖRÐUR:......96:71489 HÚSAVÍK:....96-41940/41594 EGILSSTAÐIR: ..... 97-1550 VOPNAFJÖRÐUR: .97-3145/3121 FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR: .97-5366/5166 HÖFN HORNAFIRÐI: ...97-8303 interRent Hulda Hjálmarsd. 10.5 stig Þórarinn Andrewsson 10.5 stig Guðrún Hinriksd. 6 stig Haukur Hannesson 6 stig Högni Torfason 6 stig Spilað er alla þriðjudaga í félagsheimili Skagfirðinga, Síðumúla35. Keppnisstjóri er Hjörtur Cyrusson. Varahlutir í MASSEYFERGUS0N ágóðu verði ¥Ém\í^& MÚIMySMHF JánVtátsi 2 Simi 83266 TIORvk. Pústhóif 10180 Á timabilinu 1. mai til 30. sept. A timabilinu 1. júni til 31. ágúst Manudaga Frá Stykkishólmi kl 09.00 Frá Brjánslæk kl. 14.00 Til Stykkisholms kl. 18 00 fyrir brottför rútu til Rvk Þriðjudaga Frá Stykkishólmi kl 14 00 eftir komu rútu Frá Brjánslæk kl 18 00 Til Stykkishólms kl. 21.30 Fimmtudaga Föstudaga: Samatimatafla og mánudaga. Frá Stykkishólmi kl 14 00. eftir komu rútu. Laugardaga: Fra Stykkisholmi kl. 09.00 Sigling um suðureyjar Fra Brjánslæk kl. 15.00 Til Stykkishólmskl. 19.00 Viðkoma i mneyjum Á timabilinu 1. iúli til 31. áqust Frá Brjánslæk kl. 19.30 Til Stykkishólms kl. 23.00 Miðvikudaga: Frá Stykkishólmi kl. 09 00 Frá Brjánslæk kl. 1|4.00 Til Stykkishólms kl. 00. fyrir brottfor rútu Viðkoma er ávallt i Flatey á báðum leiðum Bílaflutninga er nauisynlegt að panta mei fyrirvara. Frá Stykkisholmi: Hjá afgreiöslu Baldurs Stykkisholmi, s.: 93*8120 Frá Brjánslæk: Hjá Ragnari Guömundssyni Brjánslæk, s.: 94-2020. Útboð Byggingarnefnd flugstöövar óskar eftir tilboðum í lóöarfrágang nýrrar flugstöðvar á Keflavíkurflug- velli. Verkið nær til frágangs akbrauta, gangstétta, bílastæða og gróðursvæða umhverfis flugstöðvar- bygginguna ásamt tilheyrandi raflögnum, snjó- bræðslulögnum ofl. Útboðsgögn verða afhent væntanlegum bjóðend- um á skrifstofu Almennu verkfræðistofunnar að Fellsmúla 26, Reykjavík frá og með mánudeginum 7. júlí 1986 nk. gegn 20.000 króna skilatryggingu. Fyrirspurnir ásamt óskum um upplýsingar skulu berast Almennu verkfræðistofunni, Fellsmúla 26 eigi síðar en 6 dögum fyrir opnunardag tilboða. Tilboðum skal skilað fyrir kl. 14.00 þann 21. júlí 1986 til Byggingarnefndar flugstöðvar Varnarmálaskrifstofunni, Skúlagötu 63, 105 Reykjavík Byggingarnefnd flugstöðvar m LAUSAR STÖÐUR HJÁ Wj REYKJAVIKURBORG Reykjavíkurborg vill ráða starfsfólk til eftirtalinna starfa. Starfsfólk óskast til eftirtalinna starfa við Heilsuverndarstöð Reykjavíkur. Hjúkrunardeildarstjóra við húð og kynsjúkdóma- deild. Fullt starf. Hjúkrunarfræðinga við heimahjúkrun á dag- og næturvaktir. Bæði er um fullt starf og hlutastörf að ræða. Hjúkrunarfræðinga við heilsugæslu í skólum. Bæði er um fullt starf og hlutastörf að ræða. Sjúkraliða við heimahjúkrun. Kvöldvaktir, hluta- starf. Ljósmóður til sumarafleysinga. Deildarmeinatækni í fullt starf á rannsóknarstofu Heilsuverndarstöðvarinnar. Hlutastörf koma til greina. Upplýsingargefurhjúkrunarforstjóri í síma 22400. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð fyrir kl. 16.00 mánudaginn 28. júlí. LAUSAR STÖÐUR HJÁ REYKJAVIKURBORG Reykjavíkurborg vill ráða starfsfólk til eftirtalinna starfa. Læknafulltrúa í 100% starf, við Heilsugæslustöð Hlíðasvæðis, Drápuhlíð 14-16, frá 1. ágúst nk. Stúdentspróf eða sambærileg menntun áskilin, ásamt góðri vélritunar og íslenskukunnáttu. Upplýsingar gefur framkvæmdastjóri heilsugæslu- stöðva í síma 22400. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð fyrir kl. 16.00 mánudaginn 28. júlí. Fósturheimili í Reykjavík eða nágrenni Fósturforeldrar óskast fyrir 11 ára gamlan dreng sem á við félagslega erfiðleika að etja. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu í uppeldisstörf- um og séu reiðubúnir til náinnar samvinnu við foreldra drengsins. Upplýsingar veitir Áshildur Emilsdóttir í síma 25500 fyrir hádegi næstu daga. FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.