Tíminn - 05.07.1986, Blaðsíða 11

Tíminn - 05.07.1986, Blaðsíða 11
10 Tíminn Laugardagur 5. júlí 1986 Laugardagur 5. júlí 1986 Tíminn 11 iiiiiiiiiiii iiiiiiiiiiiiii ÍÞRÓTTIR 11! ÍÞRÓTTIR Heimsmeistaramótið í körfuknattleik: Sovétmenn álitnir sigurstranglegastir - Bandaríkjamenn ógna þeim ásamt fleirum - Mótið hefst í dag Í dag hefst í Madrid á Spáni heimsmeistarakeppnin í körfuknatt- leik (áhugamanna?). Sovétmenn eru nú þegar álitnir sigurstranglegastir en helstu keppinautar þeirra eru Bandaríkjamenn, Júgóslavar og heimamenn Spánverjar. Sovétmenn sýndu styrk sinn á æfíngamóti um daginn er þeir unnu Spánverja í úrslitaleik 102-85 þrátt fyrir aö aðal- maður þeirra, Arvidas Sabonis, væri ekki með. „Þeir eru sterkasta liðið þó þeir séu án Sabonis“ scgir þjálfari Spánverjanna Antonio Diaz Miguel. Sovétmenn hafa unnið þrjá heims- meistaratitla í köríuknattleik. Síðast árið 1982 er þeir unnu Bandaríkja- menn með körfu á síðustu sekúndu. Þá fór keppnin fram í Kólumbíu. Liðin áttu síðan að mætast á Ól. í L.A. en ekkert varð úr vegna fjar- veru Sovétmanna frá leikunum. Bandaríkjamenn hafa verið með frekar léleg lið í HM-keppnunum til þessa og aðeins einu sinni unnið. Það var árið 1954 í Brasilíu. Hins- vegar varð Iiðið í öðru sæti í Kólum- bíu og sigraði síðan á Ól. i Los Angelcs. Bandaríska liðið verður eingöngu skipað leikmönnum frá háskólaliðunum þar sem atvinnu- menn (sic) eru bannaðir í keppnum á vegum FIBA. Helsta stjarna liðsins er miðherjinn David Robinson sem spilar með háskólaliði sjóhersins og hefur þegar ákveðið að fara ekki í NBA-atvinnumannadeildina fyrr en hann hefur lokið námi og herskyldu. Júgóslavar munu treysta mjög á Drazen Petrovic, sem er 21 árs bakvörður og talinn sá snjallasti í Evrópu. Mörg lið í NBA hafa verið á eftir honum en hann má ekki fara frá Júgóslavíu fyrren hann er27 ára. Körfuknattleikur er orðinn næst vinsælasta íþróttagrein á Spáni á eftir knattspyrnunni. Spánverjar urðu í öðru sæti á Ól. í L.A. og í fjórða sæti á HM í Kólumbíu. Liðið leikur á heimavelli og verður að fá góðan stuðning til að bæta upp hæð leikmanna. Hæðin er helsti galli spænskra. Eins og fyrr segir þá hefst keppni í dag og verður spilað í riðlum. í undanúrslitin komast síðan 12 lið og verða þau spiluð í Barcelona og Oviedo en úrslitin sjálf verða í kringum 17.-20. júlí í Madrid. Archibald áfram hjá Barcelona Skoski landsliðsmaðurinn í knattspyrnu, Steve Archibald, hefur skrifað undir nýjan samn- ing til fjögurra ára við spænska stórliðið Barcelona. Þessi samn- ingsgerð kemur nokkuð á óvart þar sem Barcelona hefur þegar fest kaup á tveimur enskum mið- herjum. Þeim Mark Hughes og Gary Lineker. Samningur Archi- balds var hinsvegar gerður fyrir kaupin á Lineker. „Við verðum fjórir „útlending- ar“ hjá Barcelona á næsta keppn- istímabili. Fyrir utan mig verða Hughes, Lineker qg Schuster. Það er ekkert víst að Schuster sé á förum," sagði Archibald við fréttamenn í London í fyrradag." Það verður hörð keppni um sæti í liðinu okkar á milli því reglurnar á Spáni heimila liði aðeins að spila tveimur erlendum leik- mönnum í einu. Þetta ætti að halda mönnum við efnið og það þýðir lítið að slaka á. Eg lít björtum augum á næsta keppn- istímabil með Barcelona. Ég verð ekki öruggur með sæti í liðinu en hinsvegar mun ég berjast fyrir því af bestu getu, sagði Archibald sem svo sannarlega mun eiga við ramman reip að draga þar sem cru Lineker og Hughes. David Robinson (nr.50) er helsta von Bandaríkjamanna á HM ■ körfu. Hér er hann í baráttu við tvo leikmenn Duke Háskólans. Við höfum fengið nýtt símanúmer 696600 Ath. neyðarvakt lækna er í sama númeri. Hann hafði ástæðu til að fagna í gær hann Bjarni Jónsson hjá KA. Fallegt skallamark hans kom KA í efsta sæti 2. deildar en Víkingar eru niðurlútir því gervigrasið kom ekki að notum. Tímamyndir Pétur íslandsmótið í knattspyrnu, 1. deild: íslandsmótið í knattspyrnu - 2. deild: Dýrmætur sigur KA á Víkingum Unnu þá 1-0 á gervigrasinu og eru á toppi 2. deildar fyrir leikina í dag KA skaust í efsta sætið í 1. deild í gærkvöldi með sanngjörnum en nokkuð óvæntum sigri á Víkingum á gervigrasinu í Laugardal í gær. Norðanmenn skoruðu eina mark leiksins eftir rúmlega 20 mínútna leik og héldu því síðan með kjafti og klóm þar til slakur dómari leiksins flautaði af. KA er því efst í 2. deild fyrir leikina í dag. KA byrjaði betur í gærkvöldi og áttu færi strax í upphafi leiksins en Tryggvi skaut framhjá. Víkingar fóru síðan að koma inní myndina og voru með boltann töluvert í fyrri hálfleik en gekk afar illa uppvið markið. Vörn KA hélt afar vel eins og reyndar allan leikinn. Markið kom síðan úr sakleysislegri hornspyrnu á 23. mínútu. Bjarni Jónsson stökk þá hæst í þvögu og sendi tuðruna rétta boðleið, 0-1. KA var síðan hættu- Nú bendir allt til þess að ekkert verði af svokallaðri Bretlandskeppni í knattspyrnu sem átti að verða á milli sterkustu félagsliðana á Eng- landi, í Skotlandi, Wales, írlandi og N-írlandi. Það var formaður Evert- on og forseti samtakadeildarliðanna í ensku knattspyrnunni, Phil Carter, sem lagði þetta til. Nú hefur knatt- spyrnusambapd Englands hinsvegar vn legra ef eitthvað var. Á 35. niínútu fengu þeir vítaspyrnu eftir að knötturinn hafði hrokkið í hendi Jóhanns Þorvarðarsonar inní teig. Tryggvi Gunnarsson tók spyrnuna en Jón Otti henti sér í rétt horn og varði. Tryggvi fékk þó boltann aftur en skaut nú vfir. Aðeins fimm mínút- um síðar var dæmd óbein auka- spyrna á Jóhann innvið vítapunkt. Víkingarnir röðuðu sér á línuna en Erlingur Kristjánsson skaut í varnar- vcgginn og síðan framhjá eftir að hafa fengið knöttinn til baka. Þarna fóru tvö dauðafæri forgörðum hjá KA-mönnum. Þeir leiddu þó í hléi 1-0. Víkingar komu ákveðnir til leiks í síðari hálfleik og áttu leikinn til að byrja með. KA-menn virtust sætta sig við að verjast og trcysta síðan á skyndiupphlaup meðTryggva fremst- lagst á móti þessari keppni og því er nokkuð víst að ekki verður af henni. Hún var hugsuð sem einhverskonar uppbót fyrir ensku liðin sem ekki komast í Evrópukeppni vegna UEFA. „Það er ekki minnsti möguleiki á því að þessi keppni verði að veru- leika,“ sagði aðalritari knattspyrnu- sambandsins Ted Croker. an f flokki. Á meðan Víkingar gátu ekki fundið eina einustu glufu á varnarmúr Norðanmanna þá komst Tryggvi einn í gegn en lét verja frá sér fyrst en náði boltanum aftur og skaut. Þá björguðu Víkingar hinsvegar á línu. Smá saman fjaraði leikurinn út í rifrildi leikmanna við hverr. annan og dómarann. Alveg furðulegt hversu leikmcnn láta allt fara í taugarnar á sér og líta á sig sem „stóra karla“. KA-menn fóru því með þrjú dýrmæt stig 'norður til Akurcyrar. Eins og fyrr greinir þá fór þessi leikur fram á gervigrasinu á meðan tveir leikvcllir í Laugardalnum standa ónotaðir iðagærnir og tilbúnir til að láta spila á sér. Furðuleg ákvörðun að nota gervigrasið er annað og betra býðst. Staðan í 1. deild: Fram .... 10 7 2 1 22-6 23 Valur .... 9 5 2 2 10-4 17 IBK 9 5 0 4 10-12 15 ÍA 10 4 2 4 18-10 14 Þór 9 4 2 3 14-16 14 KR 9 3 4 2 12-7 13 FH 10 4 1 5 15-17 13 UBK 9 3 2 4 8-12 11 VíÖir 10 2 2 6 6-14 8 lBV 9 1 1 7 8-23 4 Staðan i 2. deild: KA 9 5 4 0 26-6 19 Selfoss . . . 8 5 3 0 16-4 18 Vikingur . 9 5 1 3 26-9 16 Einherji . . 8 4 2 2 11-12 14 Völsungur 8 3 2 3 12-8 11 UMFN . . . 9 3 2 4 15-19 11 KS 8 2 3 3 13-12 9 ÍBÍ 8 1 5 2 11-13 8 Þróttur . .. 9 2 2 5 14-20 8 Skallagr. . 8 0 0 8 4-46 0 Engin keppni - milli sterkustu félagsliða Bretlandseyja FH-ingar unnu sigur á döprum Víðismönnum Stigabaráttan setti svip sinn á viðureignina - FH sigraði með tveimur mörkum gegn einu FH-ingar nældu sér í þrjú stig í 1. deildarkeppninni í knattspyrnu í gærkvöldi þegar þeir sigruðu Víði frá Garði með tveimur mörkum gegn einu á nýslegnum en ósléttum Kaplakrikanum í Hafnarfírði. Bar- ist var um hvern bolta í leiknum en daprar sendingar og oflítil hreyfíng án bolta olli því að lítið var um hnitmiðaðarog árangursríkar sóknaraðgerðir. Páll afgreiddi UMFN Páll Ólafsson reyndist Þrótturum betri en enginn í viðureigninni við Njarðvíkinga í 2. deild í Njarðvíkum í gærkvöldi. Hann skoraði sigurmarkið í leiknum er liðið var á síðari hálfleik. Hvorugu liðinu hafði þá tekist að skora en Páll gerði gæfumuninn eins og honum er lagið. Þetta er annar sigur Þróttar í 2. deild og hefur Páll verið með í báðum. Fylkirvann Grindavík Fylkismenn gerðu góða ferð til Grindavíkur í 3. deild í gærkvöldi. Þeir lögðu heimamenn að velli í spennandi leik 2-1. Fylkir var á undan hvassri golu í fyrri hálfleik og skoruðu tvívegis. Gústaf Vífílsson og Rúnar Vilhjálms- son gerðu mörkin. í síðari hálfleik tókst Grindvíkingum aðeins að skora úr víti er Hjálmar Hallgrímsson tók af öryggi. Heimaliðið byrjaði betur og lék á köflum skemmtilega á milli sín úti á vellinum, sérstaklega þar sem Ólafarnir Hafsteinsson og Jóhannesson voru nálægir. Víðismenn fengu þó gott marktækifæri strax á 10. mínútu, hinn hættulegi Helgi Bentsson var þá felldur fyrir utan teig. Hann var snöggur að hugsa, sendi boltann á frían samherja en ekkert varð úr góðu skoti. Lítið markvert gerðist annars í fyrri hálfleiknum, má þó minnast á skalla Inga Björns eftir aukaspyrnu Magnúsar Pálsson- ar, boltinn fór rétt framhjá og liðin því jöfn í hálfleik 0-0. Fyrri hluti síðari hálfleiks var lélegur, einhver stigaspenna í leikmönnum sem náðu sér ekki á strik. Ólafur Hafsteinsson náði sér þó á strik á 65. mínútu er hann lék á nokkra Víðismenn og gaf á Inga Björn sem skaut að marki, boltinn hálfvarinn afGísla markverði og þaðan barst hann út í teig og skoppaði í hendi Björns Vilhelmssonar. Víti dæmt eftir dulítið samtal Ólafs Lárussonar dómara og línuvarðar hans. Spennan mikil en Guð- mundur Hilmarsson öruggur og skoraði í bláhornið. 1-0. Aðeins tíu mínútum síðar skoraði svo Kristján Gíslason annað mark FH-inga með skoti innan út teig eftir hreint frábæran undirbúning Ólafs Jóhannessonar sem fékk aðstoð annarra FH-inga við að fara í gegnum vörn Víðis með stuttu þríhyrningsspili. Nú vöknuðu Víðismenn upp við vondan draum og fóru að sækja í fyrsta sinn með nógu marga menn. Þær sóknaraðgerðir báru árangur á 79. mínútu þegar Helgi Bentsson skoraði af stuttu færi eftir að Mark Duffield hafði skallað boltann fyrir fætur hans. Stuttu síðar björguðu FH-ingar á línu. Leikur FH-inga var köflóttur. Ólafur Jóhannesson og Ólafur Hafsteinsson áttu góða kafla á miðjunni og mikið lifnaði yfir Pálma Jónssyni í síðari hálfleik, oft meiri spurning um vilja en getu hjá honum. Vörnin, þeir Guðmundur Hilmarsson, Henning Henningsson, Magnús Pálsson og Leifur Garðarsson var góð í heild, Leifur efnilegur leikmaður. Víðismenn léku án Daníels Einarssonar og munar um minna. Verra umhugsunarefni fyrir hina tryggðu áhangendur liðsins var þó að leikmennirnir léku illa sem heild. Þrátt fyrir spretti Helga Bentssonar, styrk Mark Duffields og dugnað Guðjóns Guðmunds- sonar vantar heildarsvip yfir liðið. Áhang- endurnir bíða líka sjálfsagt eftir því að Grétar Einarsson fari að sýna sama form og gerði hann að einum athyglisverðasta fram- herja íslenskrar knattspyrnu í fyrra. hb Heimsmetsjöfnun A-þýska stúlkan Heike Drechsler jafnaði heimsmet sitt í langstökki á móti í A-Berlín í fyrradag. Hún flaug 7,45 metra og jafnaði metið sem hún setti í Tallinn í síðasta mánuði. Drechsler jafnaði einnig heimsmetið í 200 m hlaupi fyrir stuttu síðan og sannaði með því að hún er einhver fremsta íþróttakona A-Þýskalands um þessar mundir. LANDSBANKASÝNING 100.ARA AFMÆLI LANDSBANKA ÍSL ANDS OG ÍSUENSKRAR Si BLAÚTCiÁFU 28.JÚNÍ—20.JÚLÍ í SEÐLABANKAHÚSINU Landsbanki íslands Banki allra landsmanna 1100 ár rr | tilefni 100 ára afmælis Landsbankans og [ | íslenskrar seðiaútgáfu hefur verið sett upp Js vegleg sýning í nýja Seðlabankahúsinu við Kalkofnsveg. Þarerm.a. rakin saga gjaldmiðils á Islandi allt frá landnámsöld, fyrsta afgrelðsla bankans endurbyggð, skyggnst inn i framtíðarbankann, sýndar gamlar gullfallegar vélar og fylgst með hvernig penlngaseðlll verður tll. rr sýningunni verða seldir sérstakir mlnnlspenlngarog frímerkl, þarer vegleg verðlaunagetraun og léttur útlbúalelkur og daglega eru sýndar kvlkmyndlr um Landsbankann og sögu íslenskrar seðla- og myntútgáfu. Þá eru einnig sýnd saman opinberlega í fyrsta sinn málverk í eigu bankans eftir marga bestu listmálara þjóðarinnar. Veltlngasala er á sýningunni og lelksvæðl fyrirbörn. ýningin er opln virka daga frá kl. 16.00-22.00 og frá 14.00-22.00 um helgar. Við hvetjum alla til þess að sjá þessa stórskemmtilegu sýningu. Aðgangur er ókeypis.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.