Tíminn - 05.07.1986, Blaðsíða 3
Laugardagur 5. júlí 1986
Tíminn 3
TF-SIF við æfingar. Fólki gefst kostur á að skoða gripinn í dag milli klukkan 13 og 16.
Landhelgisgæsla 60 ára:
Tækjakostur til sýnis
Landhelgisgæslan býður almenn-
ingi að skoða skipa og þyrlukost sinn
í dag klukkan 13-16. Varðskipin
Óðinn og Ægir munu liggja við
Ingólfsgarð, en þyrlurnar TF-SIF og
TF-GRÓ verða við flugskýli Land-
helgisgæslunnar við Reykjavíkur-
flugvöll rétt fyrir ofan Nauthólsvík.
TF-SIF mun fljótlega fara um
landið og gefst landsmönnum þá
víða kostur á að skoða gripinn.
Sýningar þessar eru haldnar í
tilefni af því að sextíu ár eru liðin
síðan eiginleg landhelgisgæsla hófst
hér við land. Varðskipsmenn og
flugliðar munu leiðbeina gestum sem
leggja leið sína til Landhelgisgæsl-
unnar f dag.
Kattavinafélagið:
Styrkur til
húsbyggingar
Borgarstjórn:
Skólamálaráð
ekki afgreitt
Á borgarstjórnarfundi sl. fimmtu-
dag spunnust umræður um tillögu
um stofnun sérstaks skólamálaráðs,
þrátt fyrir að formlega hafí viðeig-
andi fundargerð borgarráðs ekki
verið sett á dagskrá og að ákveðið
hafi verið að að kosningu formanns
fyrir skólamálaráð yrði frestað.
Elín Ólafsdóttir, Kvennalista, lét
bóka tillögu og greinargerð með
henni frá minnihlutanum um þetta
málefni, þó svo að ekki hafi komið
til formlegrar afgreiðslu á málinu á
fundinum. í tillögunni er lagt til að
skólamálaráði Menntamálaráðu-
neytisins verði fengið málið til uni-
fjöllunar og lögformlegs úrskurðar
og að afgreiðslu málsins verði frestað
þar til álit ráðuneytisins liggur fyrir.
I greinargerð segir að með stofnun
skólamálaráðs sé verið að breyta
yfirstjórn fræðslumála í Reykjavík
sem samkvæmt 12. gr. grunnskóla-
laga skuli vera í höndum fræðsluráðs
í Reykjavík.
Borgarstjórn fer nú í sumarfrí og
mun borgarráð fara með umboð
hennar á meðan.
Samtök kvenna á vinnumarkaði:
Mótmæla uppsögnum
fiskvinnslufólks
Samtök kvenna á vinnumarkaði
mótmæla uppsögnum starfsfólks í
fiskvinnslu og segja í ályktun sinni
að ekki gangi að fórna atvinnu-
öryggi og lífsafkomu launafólks á
altari gróðahyggjunnar. Nú sé
skollin á enn ein uppsagnahrinan,
þarsem Hraðfrystistöðin í Reykja-
vík er nú að segja upp öllu starfs-
fólki sínu.
Það dugar ekki að talsmenn
verkalýðsforystu segist vera slegnir
og lýsi þungum áhyggjum vegna
ástandsins. segir í ályktuninni.
Eitthvað annað og nicira verði að
koma til, til þess að hjálpa því fólki
sem þarna á í hlut.
Samtök kvenna á vinnumarkaði
munu hafa opið hús á Hótel Vík á
morgun, laugardaginn 5. júlí kl.
14.00 til 16.00 til þcss að ræða
ástand og horfur í málum þessum.
-ABS
Kattavinafélagi Islands voru í gær
færðar að gjöf 40.000 kr. til styrktar
húsbyggingu félagsins. Það var
bandaríska fyrirtækið Ralston Pur-
ina Company sem lét féð af hendi
rakna og sagði Árdís Þórðardóttir,
fulltrúi fyrirtækisins,að þessi styrkur'
sýndi vel hvað fyrirtækið metur mik-
ils starf það sem einstaklingar og
félög vinna í þágu dýraverndunar.
Er þetta í fyrsta sinn, sem fyrirtækið
styður kattavinafélag utan Banda-
ríkjanna.
Tilgangur Kattavinafélagsins er að
vinna að betri meðferð katta, standa
vörð um að kettir njóti gildandi
dýraverndunarlaga og stuðla að þvf
að allir kettir eigi sér húsaskjól, mat
og gott atlæti. Styrkveitingin fór
fram í byggingu félagsins að Stangar-
hyl 2 í Artúnsholti. Húsnæðið sem
er 651 fermetri að stærð mun hýsa
dýralækni og aðstöðu til dýralækn-
inga. Einnig verður starfrækt katta-
hótel þar sem kattaeigendur geta
fengið gistingu fyrir ketti sína. -geh.
Kötturinn Runólfur snæðir hér hátíðamat í tilefni styrkveitingarinnar.
Tímamynd: Gísli Egill.
Fjögurra hjóla vagnar PC-12,5 med sérstökum búnadi
fyrir vothey.
Mykjudreifarar PTU-5
Við viljum vekja at-
hygli bænda á nokkr-
um tækjum frá Dana
Belarus sem við eig- ■
um fyrirliggjandi á
mjög hagkvæmu
verði. Þetta eru öflug
landbúnaðartæki sem
við höfum látið prófa
hérlendis - biðjið um
verð og myndalista:
KAUPFELOGIN OG
H
ARMULA3 REYKJAVIK SIMI 38900
Fódurvagn KTU-10A meö botnfæribandi
og hliöarmötun.
DANA BEIAHUS