Tíminn - 05.07.1986, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 3. júlí 1986
Tíminn 19
llllllllilllllllllllíllllll ÚTVARP/SJÓNVARP lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll!
Á undanförnum árum hafa verið sett á stofn æ fleiri heimili þar sem
þroskaheftir búa saman. 1983 tók slíkt heimili til starfa að Drekavogi 16
í Reykjavík og hér má sjá Þórð Pétursson í herbergi sínu.
Utvarp mánudagskvöld kl. 22.
í reynd - þáttur um málefni fatlaðra:
Sambýli
Á mánudagskvöld kl. 22.00
verður í útvarpinu þátturinn í
reynd, sem fjallar um málefni fatl-
aðra. Umsónarmaður er Ásgeir
Sigurgestsson.
í bessum þætti fjallar Ásgeir um
sambýli, þar sem vaxandi hópur
fatlaðra býr, einkunt þeir sem van-
gefnir eru. Rætt verður um þetta
sambýlisform, bæði við þá sem þar
búa og þá sem starfa þar.
Utvarp sunnudag kl. 22.35:
Saga kvikmyndlistarinnar:
Camera obscura
lllllllli
llllllllllilll
Sjónvarp mánudag
kl. 21.40:
HESS
- náinn samstarfsmaður
Hitlers sem hefur
verið fangi í 45 ár
10 maí 1941 datt sannkallaður
furðuhlutur af himnum ofan í nánd
við Glasgow í Skotlandi. Sjálfur
Rudolf Hess, náinn samverkmaður
Hilters og einlægur aðdáandi hafði
lagt það á sig á stríðstímum að láta
sig falla niður í fallhlíf í óvinalandi.
Erindið var að leita hófanna um
friðarsamninga milli ríkjanna.
Bretum þótti ekki líklegt að hann
hefði umboð Hitlers sjálfs til slíkra
friðarsamninga og hnepptu hann í
fangelsi.
Mánudagsleikrit Sjónvarpsins,
sem hefst kl. 21.40, segir frá þess-
um ntanni, sem nú situr einn fanga
í Spandau-fangelsi f Vestur-Berlín,
kominn á tíræðisaldur. í stríðslok
var hann dæmdur til ævilangrar
fangavistar í stríðsglæparéttar-
höldunt í Núrnberg og sá dómur
þýðir ævilangt fangelsi og einangr-
un. Vörslu hans annast fullrúar
sigurvegaranna fjögurra, Rússa,
Bandaríkjamanna, Breta og
Frakka á víxl.
Annað hvert sunnudagskvöld að
undanförnu hefur Ólafur Angan-
týsson rakið sögu kvikmyndalistar-
innar í útvarpi og hefur farið þar
víða um.
Annað kvöld kl. 22.35 lýsir Ólaf-
ur því hvernig kvikmyndin varð
áróðurstæki til að viðhalda og móta
skoðanir áhorfenda. Þetta varð
mönnum einkum ljóst á stríðsárun-
um, t.a.m. í Hitlers-Þýskalandi,
Bretlandi og víðar. Síðan segir
Ólafur lítillega frá því hvernig
þetta hefur þróast fram til dagsins
í dag.
Ólafur Angantýsson rekur sögu
kvikmyndalistarinnar í útvarpi.
Hess er leikinn af Michael Burrell,
sem einnig er höfundur lcikritsins.
Útboð
Byggingamefnd flugstöðvar á Keflavíkurflugvelli
óskar eftir tilboðum í eldhúsbúnað fyrir nýju
flugstöðina í Keflavík og nefnist verkið
Flugstöð á Keflavíkurflugvelli
Eldhústæki
FK-28
Verkið nær til:
a) Eldhúsbúnaðar.
b) Hönnunar, smíði, uppsetningar og prófunar í
flugstöðvarbyggingunni í samræmi við útboðs-
gögn.
Verkinu skal lokið eigi síðar en 16. mars 1987.
Útboðsgögn verða afhent hjá Rafhönnun hf.,
Ármúla 42, Reykjavík, gegn 10.000.- króna skila-
tryggingu frá og meðmiðvikudeginum2.júlí 1986.
Tilboðum skal skila til:
Varnarmálaskrifstofu Utanríkisráðuneytisins
Skúlagötu 63,
105 Reykjavík
eigi síðar en 23. ágúst 1986, kl. 14.00
Reykjavík 24. júní 1986
By99<n9arnefnd flugstöðvar
á Keflavíkurflugvelli
Tæknifræðingur
eða verkfræðingur
óskast til að gegna störfum byggingarfulltrúa á
Eskifirði.
Nánari upplýsingar á bæjarskrifstofunni í síma
97-6175.
Umsóknum með upplýsingum um fyrri störf og
menntun skal skila fyrir 20. júlí nk.
Bæjarstjórinn á Eskifirði
Kennarar - kennarar!
Okkur bráðvantar kraftmikla kennara fyrir tápmikil
ungmenni í Grunnskóla Djúpavogs. Útvegum
húsnæði. Kostum flutning búslóðar. Upplýsingar
gefur skólanefndarformaður í síma 97-8959 eða
sveitarstjóri í síma 97-8834.
Laugardagur
5. júlí
7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Tónleikar,
þuiurvelurog kynnir.
7.30 Morgunglettur.
Létt tónlist.
8.00 Fréttir. Dagskrá.
8.15 Veðurfregnir. Tónleikar.
8.30 Fréttir á ensku.
8.35 Lesið úr forustugreinum dagblaðanna
8.45 Nú er sumar. Hildur Hermóðsdóttir
skemmtir ungum hlustendum.
9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar.
9.20 Óskalög sjúklinga Helga Þ. Steph-
ensen kynnir.
10.00 Fréttir.
10.05 Daglegt mál Endurtekinn þáttur frá
kvöldinu áður sem örn Ólafsson flytur.
10.10 Veðurfregnir.
10.25Sígild tónlist a. „a. Walter Gieseking
leikur á pianó Tónaljóð eftir Felix Mend-
elssohn. b. Elly Ameling syngur Ijóða-
söngva eftir Franz Schubert. Dalton
Baldwin leikur með á píanó.
11.00 Frá útlöndum. Þáttur um erlend mál-
efni í umsjá Páls Heiðars Jónssonar.
12.00 Dagskrá. Tilkynningar.
12.20 Fréttir.
12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Af stað
Björn M. Björgvinsson slær á létta strengi
með vegfarendum.
13.50 Sinna. Listirog menningarmál líðandi
stundar. Umsjón: Ragnheiður Gyða
Jónsdóttir og Þorgeir Ólafsson.
15.00 Fjölskyldutónleikar Slnfóníu-
hljómsveitar íslands i Háskólabíói 24.
apríl s.l. Stjórnandi: Páll P. Pálsson.
Sögumaður: Þórhallur Sigurðsson. a.
„Þjófótti skipstjórinn", forleikur Gioacc-
hino Rossini. b) „Ritvélin" eftir Leroy
Anderson. c. „Lærisveinn galdrameistar-
ans" eftir Paul Dukas. d. „Pétur og
úlfurinn", eftir Sergej Prokojeff.
16.00 Fréttir. Dagskrá.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Söguslóðir í Suður-Þýskalandi
Umsjón: Arthúr Björgvin Bollason.
17.00 Iþróttafréttlr.
17.03 Barnaútvarpið Stjórnandi: Vern-
harður Linnet. Aðstoðarmaður: Sigurlaug
M. Jónasdóttir.
17.40 Karlakór Isafjarðar og Karlakórinn
Ægir í Bolungarvik syngja islensk lög
undir stjórn Kjartans Sigurjónssonar. Ein-
söngvarar: Bergljót S. Sveinsdóttir og
Björgvin Þórðarson. Pianóleikari: James
F. Haugton.
18.00 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins.
19.00 Fréttir.
19.30 Tilkynningar.
19.35 Hljóð úr horni Umsjón: Stefán Jök-
ulsson.
20.00 Sagan „Sundrung i Flambards-
setrlnu" eftir K.M. Peyton. Silja Aðal-
steinsdóttir les þýðingu sina (10).
20.30 Harmoníkuþáttur Umsjón: Sigurður
Alfonsson.
21.00 Úr dagbók Henry Hollands frá árinu
1810. (Þriðji þáttur). Tómas Einarsson
tók saman. Lesari með honum: Snorri
Jónsson.
21.40 Islensk einsöngslög Gunnar
Björnsson leikur á selló lög eftir Skúla
Halldórsson sem leikur með á píanó.
22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð
kvöldins.
22.15 Veðurfregnir.
22.20 Laugardagsvaka. Þáttur i umsjá Sig-
mars B. Haukssonar.
23.30 Danslög.
24,00 Fréttir.
00.05 Miðnæturtónleikar Umsjón: Jón örn
Marinósson.
01.00 Dagskrárlok
Næturútvarp á Rás 2 til kl. 03.00
10.00 Morgunþáttur Stjórnendur: Kristján
Sigurjónsson.
12.00 Hlé
14.00 Við rásmarkið. Þáttur um tónlist,
íþróttir og sitthvað fleira. Umsjón: Einar
Gunnar Einarsson ásamt íþróttafrétta-
mönnunum Ingólfi Hannessyni og Sam-
úel Erni Erlingssyni.
16.00 Listapopp í umsjá Gunnars Salvars-
sonar.
17.00 Nýræktin Snorri Már Skúlason og
Skúli Helgason stjórna þætti um nýja
rokktónlist, innlenda og erlenda.
18.00 Hlé.
20.00 Bylgjur Ásmundur Jónsson og Árni
Daníel Júl í usson kynna framsækna rokk-
tónlist.
21.00 Jassspjall Vernharður Linnet sér um
þáttinn.
22.00 Framhaldsleikrit: „Villidýrið i þok-
unni“ eftir Margery Alingham í leikgerð
eftir Gregory Evans. Þýðandi: Ingibjörg
Þ. Stephensen. Leikstjóri: Hallmar Sig-
urðsson. (Fimmti þáttur endurtekinn frá
sunnudegi á rás eitt.)
22.32 Svifflugur. Stjórnandi: Hákon Sigur-
jónsson.
24.00 Á næturvakt með Valdísi Gunnars-
dóttur.
03.00 Dagskrárlok.
Iþróttafréttir eru sagðar í þrjár minútur
kl. 17.00.
Sunnudagur
6. júlí
13.30 Krydd í tilveruna. Sunnudagsþáttur
með afmæliskveðjum og léttri tónlist í
umsjá Inger Önnu Aikman.
15.00 Tónlistarkrossgátan Stjórnandi: Jón
Gröndal.
16.00 Vinsældalisti hlustenda rásar tvö
Gunnlaugur Helgason kynnir þrjátíu
vinsælustu lögin.
18.00 Dagskrárlok.
Laugardagur
5. júlí
17.00 íþróttir
19.20 Búrabyggð (Fraggle Rock) 23.
þáttur. Brúðumyndaflokkur eftir Jim
Henson. Þýðandi Guðni Kolbeinsson.
19.50 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veður
20.25 Auglýsingar og dagskrá
20.30 Fyrirmyndarfaðir (The Cosby
Show). Sjötti þáttur. Bandarískurgaman-
myndaflokkur í 24 þáttum. Aðalhlutverk:
Bil Cosby og Phylicia Ayers-Allen. Þýð-
andi Guðni Kolbeinsson.
21.00 Ég hef lengi elskað þig. (Scoupcon)
Frönsk sjónvarpsmynd frá árinu 1980.
Leikstjóri Jean-Charles Tacchella. Aðal-
hlutverk: Jean Carnet og Marie Dubois.
Hjónakornin i myndinni verða sammála
um að skilja eftir 25 ára hjúskap og reyna
að njóta jiess frelsis sem þau afsöluðu
sér á unga aldri. Þýðandi: Ragna
Ragnars.
22.35 Lólíta. Bandarísk biómynd frá 1962.
Leikstjóri: Stanley Kubrick. Aðalhlutverk:
James Mason, Sue Lyon, Shelley Wint-
ers og Peter Sellers. Miðaldra háskóla-
kennari gengur að eiga ekkju eina til að
geta verið návistum við dóttur hennar
sem hann leggur á ofurást. Þýðandi
Guðni Kolbeinsson.
01.10 Dagskrárlok.
Sunnudagur
6. júlí
18.00 Sunnudagshugvekja. Séra Helga
Soffía Konráðsdóttir, aðstoðarprestur i
Fella- og Hólasókn i Reykjavik, flytur.
18.10 Andrés, Mikki og félagar. (Mickey
and Donald) Tiundi þáttur Bandarisk
teiknimyndasyrpa frá Walt Disney. Þýð-
andi Ólöf Pétursdóttir.
18.35 Karíus og Baktus Endursýnt barna-
leikrit eftir Torbjörn Egner.
18.35 Endursýnt barnaefni.
19.00 Hlé
19.50 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veður.
20.30 Auglýsingar og dagskrá
20.35 Sjónvarp næstu viku
20.50 Aftur til Edens. Fjórði þáttur
Ástralskur framhaldsmyndaflokkur i sex
þáttum. Leikstjóri Karen Arthur. Aðalhlut-
verk: Rebecca Gilling, Wendy Hughes
og Jams Reyne. Þýðandi Björn Baldurs-
son.
21.45 Andartak, meistari Finnsk heimilda-
mynd um einn yngsta og um leið kunn-
asta hljómsveitarstjóra Finna, Esa-Pekka
Salonen. Þýðandi Kristín Mántylá. (Nor-
dvision - Finnska sjónvarpið)
23.05 Dagskrárlok.
Mánudagur
7. júlí
19.00 Úr myndabókinni 9. þáttur Endur-
sýndur þáttur frá 2. júlí.
19.50 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veður
20.30 Auglýsingar og dagskrá
20.35 Seðla- og myntútgáfa - hönnun og
framleiðsla Fræðslumynd frá Seðla-
banka Islands gerö í tilefni afmælissýn-
ingar frá 100 ára sögu Landsbankans og
íslenskrar seðlaútgáfu sem nú stendur
yfir i Seðlabankahúsinu í Reykjavík.
20.45 Poppkorn Tónlistarþáttur fyrir tán-
inga. Gisli Snær Erlingsson og Ævarörn
Jóseþsson kynna músíkmyndbönd.
Samsetning: Jón Egill Bergþórsson.
21.20 Íþróttir Umsjónarmaður Þórarinn
Guðnason.
21.40 Hess Breskt sjónvarpsleikrit eftir
Mlchael Burrell sem einnig leikur aðal-
hlutverkið. Rudolf Hess var einn nánasti
samherji Hitlers. Árið 1941 flaug hann til
Skotlands til að leita hófanna um friðar-
samninga við Breta. Hess var hnepptur í
varðhald og í stríðslok var hann dæmdur
til ævilangrar fangavistar í Spandaufang-
elsi í Berlín þar sem hann situr nú einn í
vörslu bandamanna. I leikritinu rekur
þessi aldurhnigni stríðsfangi minningar
sinar og veltir fyrir sér örlögum sínum.
Þýðandi Kristmann Eiðsson.
22.30 Laus úr prísund (World in Action)
Bresk fréttamynd. I febrúar á þessu ári
var andófsmaðurinn Anatoly Tsjaransky
látinn laus eftir niu ára vist I fangelsum
og vinnubúðum í Sovétríkjunum. Þaðan
hélt hann til ísraels á fund Avital, konu
sinnar, en hún átti stóran hlut I frelsum
hans. I þættinum segir Tsjaransky frá lifi
andófsmanna I Sovétrikjunum, frá fang-
avistinni og viðbrögðum sovéskra yfir-
valda við allri þeirri umfjöllun sem mál
hans fékk I vestrænum fjölmiðlum. Þýð-
andi: Óskar Ingimarsson.
23.00 Fréttir I dagskrárlok.