Tíminn - 08.07.1986, Blaðsíða 8

Tíminn - 08.07.1986, Blaðsíða 8
8 Tíminn Þriðjudagur 8. júli 1986 Bislett-leikarnir í frjálsum íþróttum: Heimsmet Kristiansen - í 10 km hlaupi varð hápunktur glæsilegs íþróttamóts - Hún bætti sig um 46 sekúndur Um helgina fóru fram í Osló Bislett-leikarnir í frjálsum íþróttum. Fjöldi íþróttastjarna tók þátt í leikunum og voru mörg góð afrek unnin. Hæst ber þó heimsmet norsku stúlkunnar Ingrid Kristiansen í 10 km hlaupi. Kristiansen bætti eigið heimsmet um heilar 46 sekúndur og er það aldcilis ótrúlegt. Hún var svo langt á undan öðrum keppendum að hún fór framúr þeim öllum á leið sinni að hcimsmetinu. Síðast fór hún framúr portúgölsku stúlkunni Aur- ora Cunha scm endaði í öðru sæti í hlaupinu. Tími Kristiansen var 30:13,75 mín en eins og fyrr segir þá HM í körfuknattleik: Kanar unnu Kína - og Sovétmenn byrja líka vel Hcimsmeistarakcppnin í körfu- knattlcik hófst um hélgina á Spáni. Keppt cr í fjórum riðlum til að byrja mcð. Eins og viö var að búast þá hafa Sovétmenn og Bandaríkjamcnn unnið báðar viðurcignir sínar til þcssa en það hafa einnig Spánvcrjar, Grikkir, Júgóslavar og Israel gert. Kemur það heldur ekki á óvart. Sovétmenn hafa unnið Angola og Kúbu en Bandaríkjamenn hafa lagt Kínverja og Fílabeinsströndina að vclli. Hvorugt liðið hcfur þurft að taka á honum stóra sínum til þessa. Spánverjar hafa aftur á móti Icnt í vandræðum. Þcir unnu Frakka mjög naumlcga 84-80 í hörkuleik. Gríski framhcrjinn Nikos Gallis cr stiga- hæstur á HM hefur gcrt 91 stig í tveimursigurleikjum Grikkja. Hann skoraði m.a. 53 stig er Grikkir unnu Panama 110-81. Wimbledon-mótið í tennis: Becker vann aftur - og Navratilova vann í sjöunda sinn í einliðaleik kvenna V-þýska undrabarnið í tennis, Boris Becker, sigraði á Wimbledun- mótinu í tennis annað árið í röð er hann sló út tenniskappa númer eitt, Ivan I iikII, í úrslitaleik þessa mesta tennismóts í heiminum. I einliðaleik kvenna sigraði Martina Navratilova af gömlum vana eða í sjöunda sinn og í fimmta sinn í röð. Frábær árangur. Það var kraftatennis sem rcði ríkjum á grasvcllinum í Wimblcdon er Becker gerði útaf við Lendl. Þrumuuppgjafir Beckers voru full fastar fyrir Lendl. Þetta var í fyrsta sinn sem þessir kappar mætast á grasvelli en Lendl, sem unnið hefur 59 titla um æfina hcfur aldrei unnið titil á grasvclli. Becker hefur nú unnið sér inn yfir eina milljón dollara (40 milljónir ísl.) á keppnisferli sín- um og er yngsti milljónamaðurinn í tennisheiminum. Navratilova var undir í viðureign sinni við samlöndu sína frá Tékkó- slóvakíu, Hana Mandlikova, í upp- hafi viðureignar þeirra en vann sig síðan inn í leikinn og tryggði sér glæsilegan sigur. Navratilova vann þarna sinn fimmta titil í röð og jafn- aði þar með met frönsku konunnar Suzanne Lenglcn sem vann fimm titlaáárunum 1919-1923. Þessi sigur J gerði Navratilovu cinnig að ríkustu íþróttakonu heims en hún hefur unnið sér inn meira en 10 milljónir dollara á keppnisferli sínum. Boris Becker kom sá og sigraði á Wimbledon annað árið í röð. Hann spilar krafiatennis og enginn stenst lioniiiii snúning á grasi. Körfuknattleikur: Bandaríkjamaður til UMFG Frá Frímanni Ólafssyni á SuAurnesjum: Grindvíkingar hafa ráðið sér þjálf- ara í körfuknattleiknum fyrir næsta vetur. Sá heitir Richard Ross og er hvítur Bandaríkjamaður sem verið hefur aðstoðarmaður Jim Dooley við háskóla í Pennsylvaníu. Dooley kannast menn við frá því að hann þjálfaði fR-inga um árið. Það ku hafa verið fyrir milligöngu Guð- mundar Bragasonar, körfuknatt- leiksmanns úr Grindavík sem spilar hjá Dooley í Bandaríkjunum að samningar tókust. STAÐAN Staðan i 1. deíld: Fram ........... 10 7 2 1 22-6 23 Valur........... 10 6 2 2 11-4 20 ÍBK............. 10 6 0 4 11-12 18 ÍA.............. 10 4 2 4 18-10 14 Þór............. 10 4 2 4 14-17 14 KR ............. 10 3 5 2 13-8 14 FR ............. 10 4 1 6 15-17 13 Breiðabl......... 10 3 2 5 8-13 11 Víðir............ 10 2 2 6 6-14 8 ÍBV............. 10 1 2 7 9-24 6 Markahæstu menn: Guðmundur Torfason, Fram ...... 11 Ingi Björn Albertsson, FH .........6 Staðan í 2. deild: KA .............. 9 6 4 0 26-6 19 Selfoss........... 9 6 3 1 17-6 18 Einherji.......... 9S22 13-13 17 Víkingur......... 9 5 1 3 26-9 16 Völsungur........ 9423 14-9 14 ÍBÍ .............. 9 2 5 2 16-13 11 UMFN ........... 9324 16-19 11 KS............... 9 2 3 4 14-14 9 Þróttur........... 9 2 2 5 15-20 8 SkaUagr.......... 9009 4-51 0 Markahœstu menn: Tryggvi Gunnarsson, KA......... 13 Jón Gunnar Bergs, Selfoss.........9 Andri Marteinsson, Víking ........9 átti hún fyrra heimsmetið sjálf. Meðal annarra úrslita má nefna að Marokkó-búinn Said Aouita sigr- aði í 10 km hlaupi karla á mjög góðum tíma. Aouita er heimsmeist- ari í 5 km hlaupi en sýndi að hann er engu síðri 10 km hlaupari. Tími hans varð 27:26,11 sem er besti tími á þessari vegalengd á þessu ári og fimmti besti tími frá upphafi. Bretinn Steve Cram vann mílu- hlaupið á Bislctt er hann kom í mark á 3:48,31. Þá sigraði Bandaríkja- maðurinn Danny Harris í 400 m grind á góðum tíma 47,82 en í 400 m grind kvenna missti heimsmcthafinn Sabinc Busch taktinn í hlaupinu og ástralska stúlkan Debbic Flintoff skaust framúr hcnni í markið og sigraði á 53,76 sek. Bandaríska stúlka Valerie Brisco-Hooks vann 200 m hlaup þrátt fyrir aö nokkrar bestu sprctthlaupskonur hcimsins væru mcð. Hooks kom í markið á 22,59 sckúndum. í þrístökki tapaði Willic Banks"frá Bandaríkjunum fyrir landa sínum Charles Simpkins. Sá síðarncfndi sveif 17,42 en Banks komst aðeins 17,15. I 100 m hlaupi karla sigraði Linford Christie frá Bretlandi á 10,26 en í 100 m hlaupi kvenna varð Heika Drechsler hlutskörpust á 10,80. í 400 m hlaupi karla varð i Darrcn Clark fyrstur en Erlingur Jóhannsson frá lslandi varð ífimmta sætiá 49,19. MOLAR ¦ Þeir streyma frá Englandi sóknarmennirnir. Eins og kunn- ugt er þá hafa Lineker og I lughes farið til Barcelona og Rush til Juventus. í fyrradag var síðan Tony Woodcock seldur frá Arsenal til Kölnar í V-Þýska- landi. Woodcock spilaði einmitt með Köln þar til fyrir fjórum árum að Arsenal keypti hann. Talið er að Köln greiði um 200 þúsund pund fyrir kappann sem nú er 30 ára að aldrí. ¦ Stjórn Knattspyrnusambands Hulíii sagði af sér í einu lagi um helgina og bað formann Ólympíunefndar landsins um að mynda nýja stjórn. Ástæðan fyrir afsögn allra meðlima stjórnarinn- ar er sú að ekki náðist samstaða um hvernig ætti að taka á málun- um varðandi mikið mútu- og svindlmál sem nú er verið að rannsaka af dómstólunum á ítalíu. Yfir 80 leikir eru nú undir smásjá rannsóknarlögreglu landsins vegna meintra svika í þeim eða í kringum þá. Þá er litið á árangur landsliðs ítala á HM sem hneyksli og um daginn var formaður Roma dæmdur í bann frá leikjum á vegum UEFA vegna tilraunar til að múta dómara í Evrópuleik. Allt eru þetta alvarleg áföll fyrir stjórn Knattspymu- sambandsins og því sagði hún af sér. ¦ Karl-Heinz Rummenigge, fyrirliði v-þýska knattspyrnu- landsliðsins hefur ákveðið að spUa ekki fleiri landsleiki fyrir Þjóðverja. Hann segir frá þessu ¦ grein sem hann skrifaði í Welt Am Sontag blaðið í Þýskalandi. Rummenigge hefur spUað 95 landsleiki fyrir Þjóðverja á 10 árum en hann er nú 30 ára og spilar með ítalska liðinu Inter MUanó. Hann segir að þessi ák- vörðun hafi verið tekin í bún- ingsklefanum eftir leik Þjóðverja og Argentínumanna í úrslitum HM sem Þjóðverjar töpuðu 2-3. Rummenigge skoraði í þeim Ieik eina mark sitt í keppninni og þetta var eini leikurinn sem hann spilaði í fullur 90 mínútui. Fyrrum Valsmaður og Víkingur, Heimir Karlsson, reyndir hér að sækja að marki Reynismam þjálfari ÍR-ingá>~. íslandsmótið í knattspyrnu - 1. deild: FallegtmarkSig - nánast þaö eina sem gladdi augað í sigri Valsmanna á Þór Valsmenn halda áfram að hala inn stigin í 1. deildar keppninni í knattspyrnu. Ekki voru þó stigin þrjú sem þeir nældu sér í á sunnudagskvöldið fengin með glæsibrag. Valsmenn sigruðu þá litlausa Þórsara 1-0 og þótt sigurmark Sigurjóns Kristjánssonar hefði verið hið fallegasta gleymist leikurinn sjálfsagt fljótlega enda yfir höfuð leiðinleg- ur. íslandsmótið 1. deild: Valþór fékk rautt er ÍBK vann Blika Frá Frímanni Ólafssyni á Suðurnesjum: Leikur Keflvíkinga og Blika í 1. deild í Keflavík á sunnudagskvöldið fór rólega af stað fyrir framan rúmlega 600 áhorfendur. Síðan færðist fjör í leikmenn er líða tók á og sérstaklega eftir að Valþóri Sigþórssyni hafði verið vikið af velli. Þá tóku heimamenn við sér og unnu 1-0 með marki Skúla Rósantssonar. Það voru Blikar sem byrjuðu betur og fengu tvær hornspyrnur í upphafi. Síðan jafnaðist leikurinn og varð meira að miðju- þófi þar sem knötturinn gekk svipað og í kúluspili. Þegar fyrri hálfleik var rétt að ljúka þá komast Blikar í hraðaupphlaup og Jón Þórir Jónsson var á auðum sjó. Valþór Sigþórsson braut þá mjög illa á honum og virtist rauða spjaldið ekki umflúið. Kjartan Ólafsson dómari gaf þó aðeins gult og lauk þar með fyrri hálfleik. Strax í upphafi síðari hálfleiks dró til tíðinda. Jón Þórir og Gunnar Oddsson voru þá að kljást um knöttinn og lauk þeirri viðureign með því að Jón Þórir féll við. Valþór var fyrir aftan hann er þetta gerðist og vildi Kjartan dómari meina að Valþór hefði brotið á Jóni. Eftir leikinn neitaði Valþór því staðfastlega. Hvað um það Valþór fékk að sjá rauða spjaldið hjá Kjartani. Við brottför Valþórs hresstust Keflvíkingar til muna og á 59. mínútu skoraði Skúli Rósantsson úr aukaspyrnu eftir að Sigurjón Sveinsson hafði rennt tuðrunni til hans. Örn Bjarnason, ágætur markvörður Blika, sá boltann seint og illa. Eftir þetta rann leiktíminn út en Blikum tókst ekki að nýta sér að vera fleiri. Þeir voru þó meira með knöttinn. Einar Ásbjörn og Sigurión voru góðir í liði Keflvíkinga en Örn, Ólafur Björnsson og Jón Þórir voru sprækastir Blika. Viðureignin byrjaði þó vel, sérstaklega af hálfu Valsmanna og varNVlagni Pétursson mest áberandi í spíli heimaliðsins. Gottspil og að sjálfsögðu komu færin, Ámundi Sigmundsson framherji lét þrumuskot vaða á 10. mínútu en Baldvin Guðiríundsson varði vel. Ámundi var stuttu síðar aðgangs- harður við Þórsmarkið en gestirnir náðu að bægja hættunni frá. \ Þórsarar voru í varnarhlutverki til aðN byrja með en Kristján Kristjánsson komst þó inn fyrir vörn Vals strax á 5. mínútu eftir góða sendingu frá Jónasi Róbertssyni. Hann var fljótur að hugsa og reyndi að lyfta yfir Guðmund Hreiðarsson í marki Vals en Guðmundur sá við honum. Er líða tók á fyrri hálfleikinn fóru Þórsarar að koma framar á völlinn og við það virtist spil Valsmanna hreinlega fara í lás. Ekki náðu þó Akureyringarnir að byggja upp hættulegar sóknaraðgerðir, Halldór Áskels- son var langt frá sínu besta og Kristján Kristjánsson náði ekki að spretta framúr hinum sterku varnarmönnum Vals, þeim Guðna Bergssyni, Þorgrími Þráinssyni og Ársæli Kristjánssyni. Síðari hálfleikur einkenndist af baráttu framan af sem fór nær eingöngu fram á im að stu hiJ Ai lad JOII þó tei lof me Ba vai ve| Kr og án: Pé og Ba þe: út fói íslandsmótið 1. deild: RokleikuríEyjum - er Eyjamenn og KR skildu jöfn Frá Sigfúsi Guðmundssyni í Eyjum: Það má með sanni segja að vindurinn Kári hafi átt leikinn er KR-ingar komu til Eyja á laugardaginn og öttu kappi við heimamenn í 1. deild. Leikurinn var nánast án færa og slakur eftir því. Eyjamenn voru undan rokinu í fyrri hálfleik en gekk ekkert gegn sterkri vörn KR. Það var frekar að KR-ingar ættu færi og úr einu slíku björguðu Eyjamenn á línu. I síðari hálfleik byrjaði Björn Ráfns- son KR-ingur á því að labba í gegnum vörn Eyjamanna og skora 1-0. Eyja- menn jöfnuðu síðan eftir góðan undir- búning Elíasar Friðrikssonar. Hann óð upp og sendi á Berg Ágústsson sem skallaði yfir Stefán í markinu sem reyndi vafasamt úthlaup. Einn KR-ing- ur var á línunni en hann fraus og mark var ekki umflúið, 1-1 og allt búið. Gunnar Gíslason var skástur í mjög slöku KR-liði en Eyjaliðið var jafnt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.