Tíminn - 13.07.1986, Side 8

Tíminn - 13.07.1986, Side 8
8 Tíminn Sunnudagur 13. júlí 1986 I kappi við tímann í síðasta Helgar-Tíma birtist íhugun um nýja starfshætti fréttastofu sjónvarpsins, þar sem hraði og ferskleiki sitja í fyrirrúmi og þar af leiðandi eru fréttamenn miðilsins á sífelldum þönum í kappi við tímann. Ómar Ragnarsson var svo sannarlega í kappi við tímann og Tímann við komu nýbakaðs stórmeistara í manntafli, Jóns L. Árnasonar, á Keflavíkurflug- velli. Hertar reglur á vcllinum Ómar Ragnarsson á bak við víraflækju í hita og þunga dagsins. (límamvnd: Pétur) meina fréttamönnum að taka á móti þjóðhetjum úti við vélarnar og mega þeir bíða þeirra við tollskoðun, en Ómar tók á sprett yfir bögglafæribandið, smellti fingrum og fékk umsvifalaust leyfi til að arka út á flugbraut við þriðja mann. Blaðamenn fylgdu að sjálfsögðu eftir sjónvarps- mönnunum, sem tengdir voru saman á köplum, hljóðmeistari, kvikmyndatökumaður og frétta- maður með hljóðnemann. Til þess að missa nú örugglega ekki af fyrsta skrefi stórmeistar- ans á íslenska jörð varð svo halarófan að hiaupa með Ómar MF Massey Ferguson DRÁTTARVELAR LkLJLid Massey Ferguson ORYGGI FRAMAR ÖLLU ER STYRIBUNAÐURINN í LAGI ? Notið „original“ MF varahluti: * sterkari * öruggari * ódýrari BUNADARDEILD SAMBANDSINS 'ÁRMULA3 REVKJAVlK SlMI 38900 í fararbroddi á milli landgöngu- brúa enda á milli flugvélarinnar allt þar til Jón L. gekk út síðastur manna. Það var kyndug sjón, en hvað leggur maður ekki á sig fyrir fréttina? Er Jón L. Árnason steig á land hljóp upp um hann blaða- maður Dagblaðsins Vísis og rak honum rembingskoss, en því næst hafði Ómar Ragnarsson við skákmeistarann viðtal. Á myndinni má sjá Ómar Ragnarsson, er viðtalinu var nýlokið, með hljóðnemann enn í hendinni og í hinni bar hann farsíma, svo hann gæti bjallað í samstarfsmenn sína, svo þeir yrðu nú reiðubúnir er hann flygi með filmuna í höfn á Frúnni. Skáldakvöld: Besti vinur ljóðsins í Norræna húsinu Á miðvikudagskvöld í næstu viku verður haldið skáldakvöld í Norræna húsinu á vegum Besta vinar ljóðsins. Þar lesa úr verkum sínum 10 skáld auk þess sem tvö látin skáld verða kynnt lítillega og lesið úr verkum þeirra. Megináhe^sla er samt sem áður lögð á að kynna yngri skáldakynslóðina, þá sem nú er að hasla sér völl. Þá verða og fulltrúar tvggja eldri kynslóða. Eftirtaldir lesa úr verkum sínum: Jón úr Vör, Vigdís Grímsdóttir, Gyrðir Elíasson, Nína Björk Árnadóttir, Kristján Kristjánsson, Wilhelm Emils- son, Sjón, Atli Ingólfsson, Hrafn Jökulsson og Margrét Lóa Jónsdóttir. Þau skáld sem Besti vinur Ljóðsins kynnir að þessu sinni eru Jóhann Jónsson (1897-1932) og Sveinn Jónsson, Framtíðar- skáld (1892-1942). Jóhann er flestum ljóðaunn- endum vel kunur fyrir „Söknuð'1 sem talið er eitt magnaðasta kvæði sem ort hefur verið á íslensku. Skáldskapur Jóhanns er að öðru leyti ekki á allra vörum og verður ráðin dálítil bót á því. Færri þekkja nú orðið nokk- uð til Sveins Jónssonar, er kall- aður var Framtíðarskáld. Hann þótti eitt sinn efnilegasta skáld þjóðarinnar og var mjög upp til hans litið á skólaárunum fyrir skáldskapinn - og að auki fyllerí og kvennafar, Sveinn söðlaði algerlega um rétt upp úr tvítugs- aldri og gerðist kaupsýslumaður í Danmörku og orti lítið eftir það. Það er Hrafn Jökulsson sem annast þessar kynningar en ljóð skáldanna tveggja les Viðar Eggertsson, leikari. Kynnir verður Kristján Þórð- ur Hrafnsson og tónlist annast Guðjón G. Guðmundsson. Kaffistofa Norræna hússins verður opin í tilefni af skálda- kvöldinu. Samkoman hefst klukkan níu á miðvikudags- kvöldið og miðaverð er aðeins 250 krónur.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.