Tíminn - 13.07.1986, Side 16

Tíminn - 13.07.1986, Side 16
16 Tíminn Sunnudagur 13. júlí 1986 ERLEND MÁLEFNI Þórarinn Þórarinsson skrifar: Erfítt fyrir kristilega demókrata að losna við Bettino Craxi Hann er nú vinsælasti stjórnmálamaður ítala STJÓNARKREPPAN á íta- líu, sem hófst fyrir nokkrum dögum, er óleyst enn og þykir óvíst, að henni muni Ijúka í bráð. Meginorsök hennarersú, að kristilegum demókrötum, sem eru stærsti stjórnarflokkur- inn, vaxa vinsældir Bcttino Craxi forsætisráðherra í augum og vilja sjálfir fá forsætisráð- herraembættið. Stjórnarkrcpp- an snýst um, hvort þeim tekst að losna strax við Craxi sem for- sætisráðherra eða geta sætt sig við, að hann sitji fram á haustið, en þá taki einhver af leiðtogum kristilegra demókrata viö stjórn- arforustunni. Einn galli á þessu er sá, að samkvæmt skoðanakönnunum vilja um60% þeirra, sem spurðir hafa verið, að Craxi vcrði for- sætisráöherra áfram en aðeins 22% að leiðtogi kristilegra demókrata, Ciriaco Dc Mita, taki við af honum. Pað er annars ekki nýtt, að Craxi sé sigursæll í skoðana- könnunum. í skoðanakönnun, sem fór fram árið áður en Craxi varð forsætisráðherra varð hann þriðji vinsælasti maðurinn á fta- Iíu. Hinir voru Jóhannes Páll páfi og Gianni Agnelli forstjóri Fiat-verksmiðjanna. Craxi hefur vakið á sér athygli á margan hátt. Hann cr manna mestur vexti, sex fct og þrír þunilungar á hæð og samsvarar sér vel. Hann er sköllóttur og stórskorinn. Hann er yngsti maðurinn, sem verður forsætis- ráðherra Ítalíu eftir síðari heimsstyrjöldina, fyrsti sósíalist- inn sem hlýtur þessa stöðu, og sá, sem hefur gegnt henni lengst að stríðinu loknu. Verði hann enn forsætisráðherra 4. ágúst verður hann búinn að gegna forsætisráðherraembættinu samfleytt í þrjú ár. Pað er algert met. Næst á undan voru fimm ríkisstjórnir á rúmu ári. Öllu þessu til viðbótar er að geta þess, að Craxi er einn mesti mælskumaður ítala um þessar mundir. Það sérkennir ræður hans að hann er yfirleitt gagn- orður og skýrmæltur. Stundum þykir hann helst til ákveðinn. Það hcnti hann á síðastliðnu hausti að gefa óbeint til kynna, þcgar palestínskir skæruliðar hertóku skipið Achille Lauro, að barátta PLO væri eðlileg að hans dómi. Einn helsti keppi- nautur lians, Spadolini, leiðtogi Lýðveldisflokksins, hótaði þá að draga flokk sinn úr stjórninni, nema Craxi gerði bragarbót. Craxi lét þá ummælt eitthvað á þessa lcið: Pað, sem ég vildi sagt hafa, var aðeins það, að á erfið- um stundum getur örvæntingin rekið menn til óhæfuverka. Spa- dolini sætti sig við þessi ummæli. CRAXI varð formaður Sósía- listaflokksins fyrir réttum tíu árum, þá 42 ára, en segja má að hann sé alinn upp í flokknum. Faðir hans var lögfræðingur og sósíalisti, sem reyndi að ná þing- kosningu, en misheppnaðist, þegar Craxi var 12 ára gamall. Pað var fy rsta kosningabaráttan, sem Craxi tók þátt í. Átján ára gamall gekk hann í flokkinn og hóf að vinna við blöð hans og á skrifstofu hans í Milanó, en þar er haún borinn og uppalinn, þótt hann sé ættaður frá Sikiley. Craxi færðist fljótt upp metorða- stigann hjá flokknum og naut sérstakrar hylli Pietros Nenni, aðalleiðtoga flokksins, og Pert- inis, sem varð forseti Ítalíu 1978, þegar kristilegir demókratar gátu ekki fengið neinn mann kosinn úr sínum hópi. Craxi Bettino Craxi vann ötullega að kosningu hans, en Pertini átti líka eftir að launa það, því að hann studdi mjög að því, að Craxi varð forsætisráð- herra 1983. Craxi hefur verið þingmaður frá Milanó síðan 1968. Árið 1982 gerðist sá atburður, að kristilegir demökratar urðu að sætta sig við það, að forsætis- ráðherrann væri ckki lengur úr þeirra hópi. eins og viðgengist hafði frá stríðslokum, heldur Spadolini, leiðtogi Lýðveldis- flokksins. Stjórn hans stóð ekki lengi og í júní 1983 var efnt til þingkosninga. í þeim kosning- um misstu kristilegir demókrat- ar mikið fylgi, aðallega til fas- ista, sem juku fylgi sitt í 6,8% af greiddum atkvæðum úr 1,6%. Kommúnistar héldu tæplega fylgi sínu eða 29,9%. Kristilegir demókratar fengu 32,9% en höfðu aldrei áður fengið minna en 38%. Sósíalistar unnu nokk- uð á eða 11,4% í stað 9,8% í síðustu kosningum. Lýðveldis- flokkurinn vann einnig nokkuð á. Flokkaskipun á Ítalíu hefur frá stríðslokum haldist í stórum dráttum óbreytt. Kristilegir demókratar og kommúnistar hafa verið og eru langstærstir. Margir flokkar glíma um fylgið á milli þeirra. Sósíalistar eru stærstir þessara miðjuflokka og lengst til vinstri, en annars hafa þeir verið að færast til hægri og eru nú búnir að afneita þjóðnýt- ingunni og telja sig umbótasinn- aðan veiferðarflokk. Næst til vinstri koma sósíaldemókratar, sem eru klofningur úr Sósíalista- flokknum. Til hægri við þá eru svo Lýðveldisflokkurinn og Frjálslyndi flokkurinn. Pessir fjórir miðjuflokkar hafa verið meira og minna í stjórn með Kristilega flokknum. I kosning- unum 1983 varð þingmannatala flokkanna þessi: Kristilegir demókratar 225, kommúnistar 198, sósíalistar 73, fasistar 42, Lýðveldisflokkurinn 29, sósíal- demókratar 23, Frj álslyndi llokkurinn 16. Auk þess eru ýmsir omáflokkar. Það gildir um kommúnista líkt og sósíalista, að þeir hafa smám saman verið að færast til hægri og hefur öðru hvoru geng- ið orðrómur um, að þeir gerist þátttakendur í ríkisstjórninni. Sitthvað bendir til, að komi til þess, kjósi kommúnistar heldur að vinna með kristilegum demó- krötum en sósíalistum. Þaðgild- ir um Kristilega flokkinn eins og fleiri stóra borgaralega flokka, að hann er mjög klofinn og hafa sumir foringjar hans vel getað hugsað sér að vinna nteð kommúnistum. Meðal þeirra var Aldo Moro, sem rauðu herdeild- irnar myrtu 1978. Craxi var þá í hópi fárra stjórnmálamanna, sem vildu semja um það við rauðu herdeildirnar að láta Moro lausan. CRAXI hefur þótt reynast vaskur forsætisráðherra. Hann hefur reynt að halda ríkisút- gjöldum í skefjum, án þess að þrengja um of að velferðarrík- inu. Þá hefur verið dregið úr víxlhækkun verðlags og kaup- gjalds með því að takmarka nokkuð visitölubætur. í utanrík- ismálum hefur hann lagt áherslu á vinsamlega sambúð við Banda- ríkin, en fylgir þó talsvert ann- arri stefnu varðandi samvinnu við Arabaríkin og hafa stundum hlotist af því árekstrar milli lians og Bandaríkjanna. Vegna starfs síns í þágu flokkssamtakanna, hætti Craxi skólagöngu, en hefur þó aflað sér góðrar menntunnar. Hann talar bæði ensku og frönsku. Hann er góður rithöfundur og hefur skrifað nokkrar bækur. Það er tekið eftir Craxi hvar sem hann fer, og því hefur harnv- stundum verið kallaður kóngur- inn. Hann fer ekki dult með að hann sé metnaðargjarn. Þrír stjórnmálamenn eru í sérstöku uppáhaldi hjá honum: Giuseppi Garibaldi, John F. Kennedy og Salvador Allcnde. THE NEW YOKKfR „Ef þér tekst ekki að vera fyndinn, vertu þá áhuga- verður,“ sagði Harold Ross, stofnandi tímaritsins The New Yorker, við fjármagnara blaðsins, er hann hóf að gefa út vandað en skemmti- legt blað. Þessi mynd birtist á fyrstu forsíðunni og síðan á öllum afmælistölublöðum eftir það. Á henni má sjá dándimann rannsaka fiðrildi í gegn umeinglyrni.en mynd þessi mun gefa í skyn hvers efnis blaðið er, en hún mun hafa þótt fyndin 1925. SKOPLEG SYNING „IHIíi JME W YUKMK“ Menningarstofnun Bandaríkjanna hefur stillt upp úrvali bahdarískra skopteikninga í sýningarsal sínum. Sýningin er opin öllum sem áhuga hafa á að njóta sömu skemmtunar og lesendur The New Yorker hafa notið í 60 ár

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.