Tíminn - 13.07.1986, Síða 19

Tíminn - 13.07.1986, Síða 19
Sunnudagur 13. júlí 1986 Tíminn 19 LÁNIÐ LÉK VIÐ KÍNVERJA Hundruð eigenda happ- drættismiða í Macao í Suður Kína urðu fádæma lánsamir, er þeir allir hlutu vinning, því að stjórnin fyrirskipaði að öllum skyldi greitt fyrir miða með sama númerinu vegna prent- villu. Deild sú er skipuð er af stjórn- inni og hefur yfirumsjón með happdrætti og spilum ýmisskon- ar í . portúgölsku nýlendunni Macao gerðu spilafélaginu þann kost að greiða um það bil 600 eigendum happdrættismiða sem samsvarar 800 milljónum ís- lenskra króna. Hefði, eins og ráð var fyrir gert, aðeins einn maður hlotið vinningin hefði hann fengið í sinn hlut rúmar 53.000 krónur. Talsmaður spilafélagsins sagðist ekki vilja liggja óbættur hjá garði og fullyrti, að mál þetta væri ekki útrætt við breska prentara og tryggingarfélag þeirra, en í Bretlandi höfðu miðarnir verið prentaðir. Brassar iðnir yið kolann íbúatala Brasilíu jókst um 2,5% árlega síðastliðinn áratug. Petta er mesta fjölgun innan þjóðar meðal þeirra fjölmenn- ustu í heimi, segir í nýútgefinni alþjóðaskýrslu um staðreyndir. Til viðmiðunar má taka dæmi, svo sem fjölgun Kínverja um ],2%, Indverja um 2,1%, Sov- étmanna um 0,8%, Bandaríkja- manna um 0,7%, Indónesíubúa um 2,0% og Japana um 0,8%. Ástæða þess að Brasilía hefur skotið öðrum þjóðum ref fyrir rass í þessum efnum er sú, að heilsuvernd og almennt heil- brigði Brasilíumanna hefur batnað til muna miðað við hvað áður var og er nú meðalald- ur þeirra kominn í 64 ár og spár segja að hann verði kominn upp í 68 ár um árþúsundamótin. Kaflavíxl í viðtali í síðasta Helgar-Tíma við Björn Guðjónsson trompet- leikara, urðu þau mistök að kaflar víxluðust og hluti niður- lags lenti framar en átti að vera. Lesendur blaðsins og Björn eru beðnir afsökunar á þessum mistökum. Karate: DRÁPU FÉLAGA SINN í SKÍTUGUM GALLA Nemendur í sjálfsvarnarskóla Karate félags í Tokyo í Japan spörkuðu félaga sinn til dauðs, því að hann hafði ekki þvegið búninginn sinn, sagði japanska Iögreglan. Tetsuya Mori, 19 ára gömul Karate kempa, lést af innvortis blæðingum og annar nemandi slasaðist alvarlega í ryskingum sem áttu sér stað í skólanum 1. júlí sl. í einkaháskólanum Tak- ushoku. Lögreglan hefur handtekið fimm nemendur sem munu hafa staðið fyrir refsingunni. Margar íþróttadeildir skóla í Japan lúta mjög ströngum regl- um og oft eru nemendur agaðir á hinn voðalegasta hátt. Stundum, eins og í þessu tilviki, fer þjálfun nemenda úr bönd- unum og sjálfsvarnartæknin verður morðtæki í höndum óvit- urra unglinga. Öllum er fjálst að drepa sjálfan sig undir merki hollra iþrótta, eins og íslenskur karategemlingur gerir heiðarlega tilraun til á þessari mynd, en þegar þeir drepa hver annan skerst lögreglan í leikinn. líniamynd: Árni Iljarna. ISLENSKT SEMENT HÆFIR ÍSLENSKUM ADSTÆDUM Alltfrá upphafi hefur Sementsverksmiöja ríkisins kappkostað að íslenskt sement hæfi sem best íslenskum aðstæðum. FRAMLEIÐSLA SEMENTSVERKSMIÐJARÍKISINSframleiðir: Portlandsement í venjulega steinsteypu. Hraðsement í steypu sem verður að harðna hratt. Pozzolansement í steypu sem má harðna hægt en verður að vera þétt og endingargóð. (Sérstaklega ætlað í stíflur, brýr og hafnarmannvirki). STYRKLEIKI Portlandsementið erframleitt í samræmi við íslenskan sementsstaðal IST 9. Styrkleiki sements er aðaleiginleiki þess. Styrkleiki íslensks Portlandsements: Styrkleikikg/smzeftir 3daga 7daga 28daga Portlandsement 250 350 500 Lágmarkskrafa IST 9 175 250 350 GAGNLEGAR UPPLÝSINGAR FYRIR HÚSBYGGJENDUR • Það er ekki alltaf hægt að treysta því að steinsteypa sé gallalaus. Látið því kunnáttumenn framleiða og með- höndlasteypuna. • íslenska sementið er blandað varnarefnum gegn alkalí- hvörfum, sölt steypuefni eða salt steypuvatn getur ónýtt þessa vörn. Hvers konar önnur óhreinindi, svo sem sýrur og fínefni í steypuefnum, geta valdið skemmdum í steinsteypunni. • Sparið vatnið í steypuna. Hver lítri vatns fram yfir það, sem nauðsynlegt er, rýrirendingu hennar. • Gerið steypuna þjála, þannig að hún þjappist vel í mótin. Varist þó að auka þjálina með íblöndun vatns fram yfir það sem steypuframleiðandinn gefur upp. • Hlífið nýrri steypu við örri kólnun. Einangrið lárétta fleti og sláið ekki frá mótum of snemma. Annars getur steypan enst verr vegna sprungumyndana. • Leitið ávallt ráðgjafar hjá sérfræðingum ef þið ætlið að byggjahús eðaönnurmannvirki úrsteinsteypu. Betri ending bætir fljótt þann kostnað. SEMENTSVERKSMIÐJA RÍKISINS

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.