Tíminn - 25.07.1986, Blaðsíða 1
Javier Perez De Cuellar
aöalritari Sameinuðu þjóöanna gekkst
undir hjartaskuröaögerð á sjúkrahúsi i
Nýju Jórvík í gær. Hinn 66 ára gamli
aoalritari var lagöur inn á Mount Sinai
sjúkrahúsiö í fyrradag og var líkams-
ástand hans þar kannað. Læknar munu
hafa ráðlagt honum uppskurö eftir
skoðun.
Samveldisleikarnir í íþróttum
voru settir í Edinborg í Skotlandi í gær,
þrátt fyrir að meira en helmingur þeirra
þjóöa sem áttu möguleika á aö senda
þátttakendur væri fjarverandi. Þær voru
ekki mættar til aö mótmæla meðferð
stjórnar Bretlands á málefnum S-Afríku.
Vegna þessa þá missa leikarnir nú mikinn
fjölda góöra íþróttamanna og verða varla
nema skugginn af því sem áætlað varö.
Þá er víst að fjárhagslegar áætlanir
skipuleggjenda leikanna eru brostnar.
Hinndanski kennslumálaráöherra
heimsækir island ásamt konu sinni í
opinberu boöi menntamálaráðherra, dag-
ana 29. júlí til 2. ágúst. Ráðherrann, Bertel
Haarder, mun heimsækja Háskóla ís-
lands og helstu söfn borgarinnar, Noröur-
land, og þá sérstaklega Akureyri og
Mývatn. Einnig verður fariö með ráðherr-
ann um Borgarfjörð og Þingvelli.
Sérkjarasamningar viðstarfs-
fólk loðnuverksmiðjanna a Austfjörðum
hafa verið undirritaoir. Hrafnkell A. Jóns-
son formaður verkalýðsfélagsins á Eski-
firði hefur sagt að meta megi þá til tuttugu
prósent hækkunar.
Óttar Proppé hefur verið ráðinn
framkvæmdastjori Alþýðubandalagsins.
Gengið var frá ráðningunni á fundi fram-
kvæmdastjórnar flokksins í fyrradag. Ótt-
ar var áður bæjarstjóri á Siglufirði. Hann
mun taka við starfinu í haust.
Verðlækkun á smjöri var til um-
fjöllunar hjá Fimmmannanefnd í gær en i
henni sitja fulltrúar neytenda og fulltrúar
mjólkurvinnslustöðva auk verðlagsstjóra.
Endanlea ákvörðun um lækkað útsölu-
verð verður þó ekki tekin fyrr en eftir helgi
að sögn Jóns Helgasonar landbúnaðar-
ráðherra.
Síðan 25. júní hafa togveiðar á skika
vestan Vestmannaeyja verið bannaðar
með nær samfelldum skyndilokunum. í
fjórum athugunum hefur smáþorskur í
afla á svæðinu mælst á bilinu 33-66%
undir 55 cm og nú í síðustu könnun 50%
undir 55 cm , en viðmiðunarmörk eru
20% undir áðurnefndri stærð. Sjávarút-
vegsráðuneytið hefur því ákveðið, að
tillögu Hafrannsóknarstofnunarinnar að
banna frá og með 25. júlí n.k. allar
togveiðar á svæði sem markast af Heima-
ey og línum sem dregnar eru um eftir-
greinda punkta:
1. Dalfjall (63°26’8 N, 20°18'5 V)
2. Þrídranga (63°29’3 N, 20°30’8 V)
3. Álsey (63°24’0 N, 20°22’2 V)
4. Stórhöfða (63°24'0 N, 20°17’3 V)
Itölsk lögregla hefur handtekið 76 ára
gamla konu fyrir að geyma hjá sér vopn.
Við leit í ibúð konunnar, Maríu Gemei,
fundust þrjár byssur og skotfæri. Lögregl-
an sagði Maríu líklega hafa geymtvopnin
fyrir mafíuna í Napólí.
KRUMMI
„Þetta þykja nú líka
ágætis heimtur hjá
Grafarvogsbúum.
Slepptu engu en fá
fullt. “
Talsmaður NOAA-deildarinnar í bandaríska viðskiptaráðuneytinu:
„Refsiaðgerðir ekki
ræddar sem stendur“
„Þeir geta sett frest eins og þeim sýnist. Viö fundum á þriðjudag," segir forsætisráðherra
„Það eru ekki í gangi viðræður
milli Bandaríkjanna og íslands um
efnahagslegar refsiaðgerðir, og
slíkar aðgerðir eru ekki íhugaðar á
þessari stundu,“ sagði James Bu-
suttil, lögfræðingur hjá NOAA-
deildinni í bandaríska viðskipta-
ráðuneytinu í samtali við Tímann í
gær.
„Það er viðskiptaráðherra sjálf-
ur sem tekur ákvörðun um „certifi-
cation", þ.e. hvort ísland hafi brot-
ið gegn ákvörðunum Alþjóða
hvalveiðiráðsins". Busuttil sagði
að viðskiptaráðherra einn gæti
svarað því hvað gerðist næsta
mánudag, hafi íslendingar þá ekki
brugðist við með einhverjum hætti.
„Við vonumst eftir jákvæðum við-
brögðum frá ríkisstjórn Islands".
Busuttil sagði það vera við-
skiptaráðherra sem legði fram til-
lögur við forsetann um aðgerðir
gegn íslendingum, ef til þess kæmi,
en einnig væri öðrum ráðamönnum
sem og áhugafólki heimilt að bera
þar fram tillögur.
„For*tinn hcfur vald til að
banna allan fiskinnflutning frá hinu
brotlega landi, en eins getur hann
ákveðið að ekki verði gripið til
neinna refsiaðgerða. Það hefur
raunar vcrið venjan í málum sem
þessum hingað til“.
Steingrímur Hermannsson, for-
sætisráðherra sagði að málið yrði
tekið til umræðu innan ríkisstjórn-
arinnar á þriðjudag, þegar Halldór
Ásgrímsson væri kominn til
landsins. Aðspurður um hvort
Bandaríkjamenn hefðu ekki gefið
frest fram á mánudag svaraði
Steingrímur því til að „þeir geta
sett frest eins og þeim sýnist, við
ræðum þetta ekki fyrr en á þriðju-
daginn". í Tímanum í gær lét
Steingrímur í ljós þá skoðun að
afskipti Bandaríkjamanna af þessu
máli væru óþolandi og í viðtali í
blaðinu í dag segir Halldór As-
grímsson að láti Bandaríkjamenn
verða af hótunum sínum verði að
draga í efa vilja Bandaríkjanna til
að hafa við okkur góð samskipti.
Þá hefur Alþýðuflokkurinn sent
forsætisráðherra bréf, þar scm far-
ið er fram á að stjórnarandstaðan
fái að fylgjast náið með þcssu máli
og „hvernig ríkisstjórnin hyggst
bregðast við þessum einstæðu hót-
unum Bandaríkjastjórnar". Hefur
forsætisráðherra tekið vel í þessa
beiðni og mun stjórnarandstöðu-
flokkunum verða kynnt málið í
dag. Sjá nánar baksíðu.
phh
Grafarvogurinn fullur aflaxi
Fjöldi fólks flykkist í Grafarvog-
inn til að renna fyrir lax undir
Gullinbrú, en þar liggur hann í
makindum í torfum. Misjöfn eru
brögð manna við að ná laxinum
upp: frést hefur að net hafi verið
dregið fyrir hann í næturskjóli,
þríkrækjur notaðar til að húkka
hann upp, en litlu peyjarnir voru
einna heiðarlegastir í viðleitni sinni
og beittu fyrir laxinn maðki og
renndu fyrir hann spún. Altént
tókst þeim að reyta upp ufsa.
Hér gera þeir tilraun til að vciða
laxinn af brúnni en þaðan mátti sjá
hann í 20 og 30 fiska torfum.
Sjá bls. 2. Tímamynd: - I’táur.
Ólafsfjörður: Ríkisstjórnarfundur:
Góðar heimtur Viðskiptaráð
lu ■ lí herra kanni
nja Oslaxi hf. vaxtatöku
- fleiri komnir en allt árið í fyrra
146 laxar hafa nú komið í laxa-
gildru Óslax hf. á Ólafsfirði, sem
er mun meira en kom allt sumarið
í fyrra. Þá gengu alls 111 laxar í
laxagildruna að sögn Ólafs Björns-
sonar framkvæmdastjóra Óslax hf.
Hafbeitartilraun hefur verið í
gangi á Ólafsfirði undanfarin ár og
virðast nú endurheimtur vera að
glæðast verulega. Um tveir þriðju
af þeim laxi sem kominn er í sumar
hefur verið eitt ár í sjó og verður
honum slátrað. Eldri laxinn er
hinsvegar allur tekinn og geymdur
til hrognatöku í haust fyrir fisk-
eldisstöð Óslax hf.
Fyrsti laxinn í sumar kom 26.
júní. Síðustu daga hefur lax gengið
jafnt og þétt. Vitað er að nokkuð
af laxi gekk inn í Ólafsfjarðarvatn
um síðustu mánaðamót, en þá fór
gildrubúnaður nokkuð úr skorðum
í miklum vatnavöxtum. Ljóst er að
endurheimtir laxar nú eru vart
undir tvö hundruð. I fyrra kom
laxinn mun seinna og varla að ráði
fyrr en í september.
- af svo kölluðum viðskiptavíxlum
Talsverðar umræður urðu um
svokallaða viðskiptavíxla og vexti
af þeim í viðskiptabönkunum á
ríkisstjórnarfundi í gær. Frarn
hefur komið að gífurlega háir
vextir eru teknir af þeim með
affallaútreikningum.
Steingrímur Hermannsson
forsætisráðherra sagði í samtali
við Tímann í gær að hann væri
hræddur um að teknir hefðu verið
vextir umfram það scm leyfilegt
er. „Þetta er vextir sem eru í
kringum tuttugu prósent raun-
vextir og menn hafa verið dæmdir
fyrir okur fyrir minna. Það var
ákveðið á ríkisstjórnarfundinum
að fela viðskiptaráðherra að
kanna málið betur," sagði Stein-
grfmur.
Viðskiptaráðherra var fjar-
verandi fundinn, en honum hefur
verið falið að kanna hvort um of
háa vaxtatöku viðskiptabank-
anna geti verið að ræða af hinum
svokölluðu viðskiptavíxlum. _es