Tíminn - 25.07.1986, Blaðsíða 16
*
Akureyri
Férðist
meðVISA
Keflvíkingar uröu fjóröa liöið til
aö tryggja sér sæti í undanúrslitum
Mjólkurbikarkeppninnar í knattspyrnu
meö sigri á FH í Kaplakrika í gær-
kvöldi, 1-0. Það var Freyr Sverrisson
sem skoraði eina mark leiksins eftir
hörmuleg varnarmistök FH-inga. FH-
ingar voru annars mun betraliöiöúti á
vellinum en gekk illa aö skapa sér færi.
Keflavík er í undanúrslitum ásamt Val,
Fram og ÍA.
Tíminn
Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra:
Trúnaðarbrestur
í Washington?
ruoiuudvjur jun i wo
V •
I miimi
„Harma að upplýsingar um málið skyldu leka út,“ segir Halldór
„Ég er mjög undrandi að þetta
mál skuli vera komið á þetta stig því
ég taldi að hér væri um trúnaðarmál
að ræða sem ekki væri komin niður-
staða í. Ég hlýt því að harma, að svo
virðist vera sem upplýsingar um
málið hafi lckið út, frá Washington.
Ég tel að það sé mjög til skaða því
hér var um mál á viðkvæmu stigi að
ræða og ég taldi að ekki yröi gripiö
til ncinna aðgerða fyrr en ég væri
kominn úr sumarfríi. Bandaríkja-
mönnum var vel kunnugt um fjar-
veru mína því ég tilkynnti þcim um
hana. Því hlýt ég að harma að
upplýsingar hafi lckið út. Það hlýtur
að hafa gerst hjá þeim. Ég mun
áreiðanlega leita eftir upplýsingum
um það mál,“ sagði Halldór Ás-
grímsson sjávarútvegsráöherra í
samtali við Tímann í gær. Halldór
var spurður um hans álit á þróun
mála varðandi samskipta Banda-
ríkja og íslands með tilliti til hval-
veiða og efnahagsþvingana scm
nefndar hafa vcrið af hálfu Banda-
Skátar streyma til landsins
Þessi hressi hópur finnskra skáta kom með Smyrli til landsins í gær, og vakti athygli þeirra mynd af félögum sínum
í Tímanum, en hann birti einmitt forsíðumynd af félögum þeirra í heimsókn hjá forsætisráðherra. Nánari umfjöllun
um landsmót skáta er að finna á bls. 2. Timamynd: Gish Egdi
Heimild til aö stöðva
ríkjamanná.
„Mér finnst þessi vinnubrögð
Bandaríkjamanna vera furðuleg,
sérstaklega í Ijósi þess að það sem
stendur í þessum lögum er að þeim
beri að beita sé verið að draga
úr áhrifum samþykkta Alþjóða hval-
veiðiráðsins. Ég tel að það eigi alls
ekki við og þeir hafa ekki komið
fram með nein rök sem draga það í
efa að hér sé um vísindalegan tilgang
að ræða. Mér finnst þetta furðuleg
vinnubrögð," sagði Halldór.
Hann benti á að hann hefði átt
von á að eitthvað þvílíkt gæti gerst
og þess vegna voru ákveðnar viðræð-
ur við Bandaríkjamenn sem ekki
leiddu til neinnar ákveðinnar niður-
stöðu en eins og Halldór gat um á
sínum tíma, skýrðu málin verulega.
„Ef Bandaríkjamenn láta af þessu
verða , þá hljótum við að meta okkar
viðbrögð og athuga mjög gaumgæfi-
lega til hvaða ráða við grípum. Ég
hef talið hingað til að Bandaríkja-
menn viidu hafa við okkur góð
samskipti og leggja verulega á sig til
þess, en ef eitthvað slíkt á sér stað
þá hlýtur maður að draga þann vilja
í efa..,“ sagði Halldór. Hann er
væntanlegur heim á sunnudag eða
mánudag og mun þá ræða málið við
Steingrím Hermannsson. _gs
„Sögur og sagnir
af hringveginum"
- fylgir Tímanum á
morgun
Sérstakt ferðablað fy lgir Tíman-
um á morgun. Það ber yfirskriftina
„Sögur og sagnir af hringveginum".
í blaðinu er velt upp nokkrum
þjóðsögum, jafnt af draugum, vætt-
um sem skilgreining finnst ekki á og
merkum atburðum fyrr á tímum.
Komið er við í öllum landshlutum og
raktir ýmsir sögulegir atburðir og
aðrir sem tengjast fyrst og fremst
þjóðsögum og trú.
Tíminn verður því sextíu síður á
morgun, með helgarblaðinu.
Samþykkt stjórnarfundar BSRB:
Verndum réttindin
Stjórn BSRB vill að gefnu tilefni
beina því til félagsmanna sinna að
vera vel vakandi um réttindi sín. í
samkomulagi VSf og ASÍ frá því í
vetur felst krafa um skerðingu líf-
eyrisréttinda opinberra starfsmanna
og framundan er hörð varnarbar-
átta.
Þá vill BSRB benda á að ríkisvald-
ið gerir nú tilraunir til að skerða eða
afnema samningsrétt þeirra sem
starfa að heilbrigðis- og öryggismál-
um.
Þá er að lokum varað við því í
þessari samþykkt stjórnarfundar
BSRB frá því í gær, að hætta sé á
ferðum takist ríkisvaldinu að rjúfa
samstöðu opinberra starfsmanna, og
þeir hvattir til að snúast gegn henni.
phh
Niðurgreiðslur:
Misskilningur
hjá Þorsteini
- varðandi verðlækkun á dilkakjöti
allan fiskinnflutning
- frá brotlegu landi, segir lögfræðingur NOAA
„Viðræður Bandaríkjamanna og fs-
lendinga vegna þeirra áhyggja sem
Bandaríkjamenn hafa af hvalveiðum
íslendinga í vísindaskyni, hafa verið
vinsamlegar og Bandaríkjastjórn
hefur reynt að útskýra fyrir ríkis-
stjóm íslands hver lög Bandaríkj-
anna sem tengjast þessu máli eru.
Og að þau takmarka svigrúm okkar
til að ná saman málamiðlun í þessu
máli,“ sagði James Busuttil, lög-
fræðingur hjá NOAA-deildinni hjá
bandaríska viðskiptamálaráðuneyt-
inu. NOAA-deildin sér m.a. um
fiskveiðimál fyrir hönd ráðuneytis-
ins.
Busuttil sagðist ckki geta svarað
því hvað gerðist næsta mánudag,
hafi Islendingar ekki svarað kröfum
Bandaríkjamanna þá. „Það er
aðeins viðskiptaráðherrann sem get-
ur svarað þeirri spurningu, það er
hann sem hefur skyldu til að kvcða
úr með hvort íslendingar hafi gengið
gegn ákvörðunum Alþjóða hval-
veiðiráðsins. Sá úrskurður, eða
„certification", hefur ekki enn verið
kveðinn upp. Við vonumst til að til
þess þurfi ekki að koma. Við von-
umst eftir jákvæðum viðbrögðum af
hálfu fslendinga".
Busuttil sagði að NOAA-deildin
mælti með ákveðinni meðferð máls-
ins við viðskiptaráðherra, en hann
gæti því miður ekki látið uppi hver
þau tilmæli eða ráðleggingar væru.
„Komi til þess að viðskiptaráðherra
kveði upp úrskurð í þessu máli,
verður sú yfirlýsing gerð opinber og
send forseta Bandaríkjanna. Hon-
um ber þá skylda að taka ákvörðun
um hvort og þá til hverra efnahags-
legra refsiaðgerða verður gripið.
Hann getur tekið ákvörðun um að til
engra aðgerða verði gripið en hefur
einnig heimild til að stöðva allan
fiskinnflutning frá hinu brotlega
landi." " Pl'l>
Þorsteinn Pálsson fjármálaráð-
herra scgir í Morgunblaðinu í gær
að sér komi |wð spánskt fyrir sjónir
að útsala skuli vera hafin á dilka-
kjöti. Þar segir hann að engin
ákvörðun hefði verið tekin í sínu
ráðuneyti varðandi það hvernig
þessi útsala yrði fjármögnuð og á
meðan hann hefði ekki tekið af-
stöðu til málsins væri afsláttur sá
sem veittur væri á dilkakjöti alger-
lega á ábyrgð seljanda kjötsins.
Eins og kunnugt er tilkynnti
landbúnaðarráðuneytið allt að
20% lækkun smásöluverðs á dilka-
kjöti og tók sú verðlækkun gildi í
gær.
Á ríkisstjórnarfundi fyrir viku
síðan var landbúnaðarráðherra og
fjármálaráðherra falið að finna
leiðir til þess að niðurgreiða dilka-
kjöt vegna hinna miklu birgða sem
nú eru til af dilkakjöti og stutt er
eftir af verðlagsárinu. Þetta gerðu
síðan starfsmenn ráðherranna
mjög rösklega og ákvörðun tekin
tæpri viku eftir ríkisstjórnarfund.
Ékki náðist í Þorstein Pálsson til
þess að spyrja hann hvcrju þessi
ummæli sættu, en í landbúnaðar-
ráðuneytinu fengust þær upplýs-
ingar að ástæða ummæla Þorsteins
væri misskilningur, vegna þess að
hann hefði ekki haft tíma til að
kynna sér til hlítar það sem starfs-
menn hans höfðu verið að vinna
að. Þessi misskilningur var hins
vegar leiðréttur í gær og ljóst er að
við niðurgreiðslur verður fyllilega
staðið.
ABS