Tíminn - 25.07.1986, Blaðsíða 8
8 Tíminn.
Föstudagur 25. júlí 1986
ÍÞRÓTTIR lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllM
Gunnar Straumland rétt nær hér að slá knöttinn frá en í leiðinni stjakaði hann svo við Valþór að hann lá eftir í langan tíma.
Mjólkurbikarkeppnin í knattspyrnu:
Tímamynd: Pctur
Lukkan með Keflavík
- unnu sigur á FH í Kaplakrika án þess aö sýna nokkra knattspyrnu af viti
Það voru ekki knattspyrnutaktar
sem tryggðu Keflvíkingum sigur á
FH í 8-liða úrslitum Mjólkurbikars-
ins í Kaplakrika í gær. Það var
barátta, spörk út í loftið og góð vörn
íslandsmótið 3. deild:
ÍK aftur efst
-eftirsiguráGrindavík í gær
ÍK skaust í efsta sætið í A-riöli 3.
deildar með 1-0 sigri á Grindavík í
Kópavogi í gærkvöldi. Þar mcð er
ÍK enn komið í efsta sætið í A-riöli
og verður þar á meðan leikmenn
fara í sumarfrí. Það var Þórhallur
Gunnarsson, ungur nýliði, sem skor-
aði sigurmarkið af öryggi í upphafi
síðari hálfleiks. ÍK átti mun fleiri
færi í leiknum en gekk illa að nýta
þau.
ásamt klaufaskap heimamanna sem
tryggðu þeim sigur. Alls ekki þeirra
hugmyndaauðgi. Hreint undarlegt að
þetta „knattspyrnulið" skuli vera á
meðal efstu liðanna í 1. deild. FH-
ingar' sýndu knattspyrnu en án ár-
angurs. Þeir spiluðu knettinum á
milli sín og voru langt á undan
Keflvíkingum hvað knattspyrnulega
getu áhrærði úti á vellinum. Þegar
nær dró marki þá fór þó allt í
vaskinn og firnasterkir varnarmenn
ÍBK fundu alltaf svar við sóknum
Hafnfirðinganna. En þaö er ekki
hægt að vinna leik á stigum heldur
eru það mörkin sem gilda.
Eina mark lciksins kom strax cftir
um korters leik. Þá gaf Guðmundur
Hilmarsson boltann aftur til Gunn-
ars Straumland í markinu en of stutt
og Óli Þór komst í milli. Hann
renndi tuðrunni síðan til Freys
Sverrissonar sem kom á ferð og
hamraði knöttinn örugglega í netið.
Eftir þetta mark tóku FH-ingar völd-
in á vellinum í sínar hendur og
spiluðu mjög vel. Færin voru þó af
skornum skammti en helst að Pálmi
og Kristján Gíslason ógnuðu. Á 28.
mínútu gaf Ólafur Danivaldsson fyr-
ir en boltinn hrökk greinilega í hendi
varnarmanns ÍBK en dómarinn.
Sveinn Sveinsson, missti af þessu
víti.
Seinni hálfleikur var líkur þeim
fyrri uns furðulegar innáskiptingar
FH gerðu möguleika þeirra á að
jafna að engu. Hörður Magnússon
kom inn fyrir Pálma sem spilað hafði
vel. Hörður hristi upp í FH í fimm
mínútur síðan ekki meir. Enn undar-
leg»r var að taka Kristján Gíslason
útaf. Hann hafði spilað mjög góðan
leik. Hvað um það Keflvíkingar
spörkuðu alltaf lengra og lengra uns
leiknum lauk og þeir unnu.
Það er erfitt að hrósa einstökum
leikmönnum í þessum leik. Vörn
Keflavíkur og Þorsteinn í markinu
létu ekkert framhjá sér fara en hjá
FH spilaði Kristján Gíslason, Magn-
ús Pálsson, Viðar og Henning allir
mjög vel.
Hvöt frá Blönduósi sigraði Kor-'
mák 3-0 í lokaleik sínum í E-riðli 4.
deildar í fyrradag. Með þessum sigri
er Hvöt komið í úrslitakeppnina en
liðið hefur unnið alla sína leiki og
ekki fengið á sig mark í riðlakeppn-
inni. Þetta er sennilega algjört eins-
dæmi. Það voru Hrafn Valgarðsson,
Garðar Jónsson og Ágúst Ólafsson
sem skoruðu mörk Hvatar. Marka-*
tala liðsins varð 14-0 og var Garðar
Jónsson iðnastur við skorunina,
gerði 8 mörk.
í öðrum leik í E-riðli vann Vaskur
Kormák 4-0. Þar skoruðu Magnús
Helgason 2, Sölvi Ingólfsson og
Valþór Brynjarsson.
ÖÞ
Handknattleikur:
Góður liðsstyrkur
Hans Guðmundsson og Guðmundur Albertsson til KR-inga
KR-ingar hafa fengið góðan
stuðning fyrir keppnina í 1. deild
fslandsmótsins í handknattleik
næsta vetur. Hans Guðmundsson og
Guðmundur Albertsson hafa báðir
ákveðið að spila með liðinu næsta
vetur og munar um minna. Hans
hefur spilað á Spáni undanfarið en
Guðmundur spilaði með Víkingum
á síðasta vetri eftir að hafa verið
leikmaður í Svíþjóð árin áður. Þá
hafa Gísli Felix Bjamason og Sverrir
Sverrisson gengið til liðs við KR-inga
sem verða undir stjórn Víkingsins
Ólafs Jónssonar næsta vetur.
4. deild:
Hvöt í úrslit
Kvennafótbolti:
Tveir landsleikir
gegn V-Þjóðverjum
íslenska kvennalandsliðið í
knattspyrnu leikur tvo landsleiki
hér á landi gegn V-Þjóðverjum á
næstunni. Verður fyrst spilað á
sunnudaginn í Kópavogi og hefst
sá leikur kl. 18.00 en síðan á
Laugardalsvelli á miðvikudaginn
30. júlí kl. 19.30. Sigurbergur
Sigsteinsson landsliðsþjálfari hef-
ur valið eftirtaldar stúlkur til
þátttöku í landsleikjunum:
(land
Erna Lúövíksdóttir Val.....
Vala Úlfljótsdóttir ÍA.....
Arna Steinsen KR ..........
Ásta B. Gunnlaugsdóttir UBK .
Ásta M. Reynisdóttir UBK ....
Guðrún Sæmundsdóttir Val . . .
Halldóra Gylfdóttir ÍA.....
Ingibjörg Jónsdóttir Val...
Laufey Siguröard. Berg. Gladbac
Magnea Magnúsdóttir UBK .. .
Karítas Jónsdóttir ÍA......
Katrín Eiríksdóttir ÍBK....
Krístín Arnþórsdóttir Val..
Sigurlín Jónsdóttir ÍA.....
Svava Tryggvadóttir UBK....
Vanda SigurgeirsdóttirÍA...
eikir)
. . 9
.. 1
.. 5
. 11
.. 6
. . 2
.. 3
. . 0
.. 8
.. 9
. . 3
.. 2
. . 6
.. 0
. . 4
. . 4
Frá Knattspyrnudómarasambandi íslands:
Gult spjald á formann KSÍ
- og grein í DV svarað frá hendi KDSÍ
Það hefur verið stefna knatt-
spyrnudómarasambandsins að elta
ekki ólar við blaðaskrif og umtal
hverskonar. En undanfarið hefur
verið fjallað um málcfni dómara
að slíku þekkingarleysi, að steininn
tekur úr, og er þess vegna gerð sú
undantekning á að svara.
Dómaramál hafa verið í brenni-
depli fjölmiðla nú undanfarið og
skal nú leiðrétt það sem rangt
hefur verið sagt um þessi mál.
Formaður K.S.Í. gerir sig beran
að slíkri vanþekkingu á málum er
snerta dómara, aö undrun og ó-
ánægju het'ur vakið hjá knatt-
spyrnudómarasambandinu. ( sam-
tali við Morgunblaðið þann 19.07,
er Ellert Schram form. K.S.Í. innt-
ur álits á ferðakostnaði dómara
vegna þeirrar gagnrýni sem fram
kom í bréfi frá Stefáni Gunnlaugs-
syni form. K.A. deginum áður.
Segir Ellcrt m.a. að viss ágreining-
ur sé milli K.S.f. annars vegar og
dómarasambandsins hins vegar um
val á dómurum, hæfnispróf og
fleira. Þessi fullyrðing forntanns
K.S.Í. (ef rétt er eftir höfð) er
röng. Þing K.S.Í. haldið í Eyjum í
fyrrahaust komst að þeirri niður-
stöðu að málefni knattspyrnudóm-
ara væru best kontin hjá þeim
sjálfum. Ennfremur er eftir Ellcrti
haft að: „Dómarasambandið ann-
ast niðurröðun dómara á leiki og
dómaranefnd K.S.Í. samþykki síð-
an þær ákvarðanir." Þetta er líka
alrangt og í raun merkileg fáfræði
hjá formanninum.
Sú nefnd sent annast niðurröðun
dómara á leiki, og kallast illu heilli
dómaranefnd, er skipuð þremur
mönnum 2 eru skipaðir af K.S.Í.,
og 1 frá dómarasambandinu. Þessi
nefnd, en ekki dómarasambandið,
raðar dónturum niður á leiki og
þessi nefnd heyrir undir K.S.f. en
ekki dómarasambandið. Vonast ég
nú til að ég þurfi ekki að sýna
formanni K.S.f. fleiri gul spjöld
vegna þessa máls.
Hitt er svo aftur annað mál að
vissulega er talsverður kostnaður
því samfara að senda dómara
landshluta á 'milli. En það hefur
alveg gleymst í þessari untræðu að
íþróttafélögin vel flest hafa alveg
vanrækt dómaramálin með þeim
afleiðingum að nú eru t.d. aðeins
fimm landsdómarar á Norður og
Austurlandi, sem fullnægja þeim
kröfum sem gerðar eru, 3 A-dóm-
arar (1. deild) og 2 B-dómarar (2.
deild). Á þessu svæði eru Þór i 1.
deild, K.A., K.S., Völsungur og
Einherji í 2. deild og K.A. í 1.
deild kvenna. Það segir sig sjálft að
fá verður dómara annarsstaðar frá
á svæðið þar sem stundum eru
tveir, þrír og jafnvel 4 leikir á
Norðurlandi sama daginn.
Vegna skrifa DV
Þann 16.07 voru málefni knatt-
spyrnudómara meðhöndluð af
slíkri vanþekkingu og fordómum í
DV að ekki verður við unað. Þeim
hluta greinarinnar er snýr að sam-
skiptum dómara og forustu þeirra
vísa ég alfarið á bug.
Blaðamaður tæpir á „rangri túlk-
un svokallaðrar hagnaðarreglu" -
samstarfsleysi dómara, línuvarða
og fleira. Þessu vil ég svara með
því að bjóða viðkomandi blaða-
manni á dómaranámskeið, því til
þess að skrifa um dómgæslu þarf
blaðamaðurinn að skilja hana.
Blaðamaður telur þrekpróf það
sem kemur frá UEFA/FIFA ekki
nægilega strangt fyrir íslenska
dómara en þetta sama þrekpróf er
látið duga í heimi atvinnumennsk-
unnar í t.d. Englandi og Þýska-
landi.
Blaðamaður skýlir sér á bak við
heimildarmann og segir að æfinga-
laus maður um sextugt geti staðist
þrekprófið. Ef umræddur blaða-
maður" er undir sextugu skora ég á
hann að reyna sig við þrekprófið,
en það er í því fólgið að hlaupa
2.300 metra á innan við 12 mín.
síðan 400 metra á innan við 75 sek.
og að lokum 50 metra á innan við
8 sek.
í DV greininni er talað um að
fækka 1. deildar dómurum úr 15
niður í 6 - í tvö tríó. Þarf ég að
segja fleira um það?
ER MILLIRÍKJALISTINN
SKRÍPALEIKUR? Nei, okkur er
milliríkjalistinn hið mesta al-
vörumál. Hann er ítarlega valinn
og að sjálfsögðu í stöðugri endur-
skoðun.
Árás blaðamanns á Þórodd
Hjaltalín lýsir vel lágkúru um-
ræddrar greinar. Greininni er ætlað
að vera málefnaleg, samt tekur
greinarhöfundur einn út úr og
nafngreinir. Raunar eiga umsagnir
S.K. um dómgæslu Þórodds
Hjaltalín í surnar sér engin for-
dæmi og eru óskiljanlegar. Þórodd-
ur Hjaltalín gerir meira en að
uppfylla þær kröfur sem til hans
eru gerðar og er fyllilega alls trausts
verður. Blaðamaður endar síðan
grein sína með spurningunni
LAUN TIL DÓMARA? Þessi
spurning blm. er lýsandi dæmi um
þekkingarleysi hans á málefnum
íslenskrar knattspyrnu.
íþróttafélögin eru að kikna
undan kostnaði, en það hefur víst
farið framhjá blaðamanni. Dómar-
ar eru ólaunaðir áhugamenn rétt
eins og leikmenn enda samrýmist
annað ekki lögum Í.S.Í.
Að lokum: Til þess að umræða
verði gagnleg þarf hún að vera
sanngjörn - telji blaðamaður þörf
á að moka flórinn þarf hann að
gæta þess að falla ekki flatur.
F.h. Stjórnar Knattspyrnudómara-
samb. íslands,
Heimir Bergmann.