Tíminn - 25.07.1986, Blaðsíða 5

Tíminn - 25.07.1986, Blaðsíða 5
Föstudagur 25. júlí 1986 Tíminn 5 1 UTLOND lllil' llliili Friðarsamningar fyrir botni Miðjarðarhafs: Lykilatriðin eru algjörlega óleyst Fundur Hassans Marokkókonungs og Peresar forsætisráðherra ísraels árangurslítill Friðaráætlun sú sem samþykkt var á fundi Arabaríkjanna árið 1982 og var lykilatriði í viðræðum Flass- ans Marokkókonungs og Símonar Peresar forsætisráðherra ísraels gekk út á það að ísraelar leyfðu Palestínuaröbum að stofna ríki en yrðu þess í stað látnir óáreittir innan landamæra Ísraelsríkis frá því fyrir sex daga stríðið 1967. Hassan konungur sagði í fyrra- kvöld að viðræður sínar við ísraelska forsætisráðherrann hefðu ekki borið árangur vegna þess að ísraelsk stjórnvöld neituðu að viðurkenna Frelsissamtök Palestínuaraba (PLO) og að flytja sig frá hernumd- um svæðum. Leiðtogar Arabaríkjanna sam- þykktu þessa friðaráætlun á síðustu heildarráðstefnu ríkjanna sem fram fór í borginni Fez í Marokkó í september árið 1982. Samþykkt áætlunarinnar var á þessum tíma álitinn mikill sigur fyrir hófsöm Arabaríki og hún naut ein- nig stuðnings Sýrlendinga og PLO. Hassan konungur, gestgjafinn í Fez, sagði eftir þessa ráðstefnu að samþykktin hefði gert Arabaríkin Noregur: Hugað að viðskipta- banni á S-Afríku Osló-Reuter Ríkisstjórn Verkamannaflokks- ins í Noregi hefur tryggt sér meiri- hluta á þingi til að koma í gegn algjöru banni á viðskipti við Suður- Afríku og eru þar meðtaldar um- deildar ferðir norskra skipa til landsins með olíu. Haraldur Synnes, leiðtogi þingmanna Kristilega þjóðar- flokksins sem eru í stjórnarand- stöðu, sagði í útvarpsviðtali í gær að flokkur hans myndi styðja tillög- ur minnihlutastjórnar Verka- mannaflokksins um algjört við- skiptabann á Suður-Afríku. „Við getum ekki haft sérstaka hagsmuni Norðmanna einungis í huga þegar hið hörmulega og versnandi ástand í Suður-Afríku er skoðað,“ sagði Synnes. Gro Harlem Brundtland sagði fréttamönnum í fyrradag að ríkis- stjórn landsins ynni nú að reglu- gerð þar sem leitast væri við að hætta öllum viðskiptatengslum við Suður-Afríku. Tillaga um þetta efni verður líklegast borin fram á þingi í haust. að einni þjóð sem byggð væri upp af sama fólkinu. Friðaráætlunin hlaut hinsvegar engan hljómgrunn hjá ísraelskum og bandarískum stjórnvöldum. Stjórnir beggja þjóðanna hafa neitað að ræða við leiðtoga PLO um friða- rsamninga nema PLO viðurkenni opinberlega rétt Ísraelsríkis til að vera til í þessum héimshluta. Lykilatriðin í friðarviðræðunum fyrir botni Miðjarðarhafs eru því enn óleyst. Viðræður Hassans og Peresar breyttu ekki neinu þar um en stjórnmálaskýrendur töldu þó margir að þær hefðu virkað sálfræði- lega hvetjandi á aðila í þessum heimshluta um að ræða málin sín á milli. Sovéskur ráðherra: Bretland: Hundagjald fellt niður Lundúnir-Kcuter Bresk stjórnvöld hafa ákveðið að fella úr gildi gjald það sem greiða þarf nteð hverjum hundi í landinu og hefur verið í gildi síð- ustu 108 árin. Raunar hafa fæstir hundaeigendur hirt um að greiða þetta gjald á undanförnum árum. Nicholas Ridlcy umhverfismála- ráðherra Bretlands sagði þinginu frá þessari ákvörðun nýlega og lét þess getið að lög um gildisfellingu gjaldsins yrðu sett „þegar hentugt tækifæri býðst". Stjórnvöld hafa velt þessu máli nijög fyrir sér á undanförnum mánuðum. Gjaldið var sett á árið 1878 og hefur ekki hækkað síðan, er sem samsvarar um 25 krónur íslenskar. Kostnaðurinn við að innheimta gjaldið er mun meiri en upphæðin sem kemur inn í ríkissjóð vegna þess. Að sögn embættismanna er ekki Brcskum hundum er náttúrlega alveg sama .hvort Ieyfisgjaldið verður fellt niður eða ci. Ekki borga þeir. borgað fyrir rúmlega helming af þcim scx milljónum hunda sem í Bretlandi hafast við. Nútímasósíalismi nú í Sovétríkjunum Vín-Reuter Mikhail Gorbatsjov Sovétleiðtogi hefur fært landsmönnum sínum nú- tíma sósíalisma þar sem viðurkcnnt er að hver og einn hafi rétt til að vinna sér inn mikla peninga. Þetta var haft eftir Anatolí Adamischin aðstoðarutanríkisráðherra Sovét- ríkjanna í blaðaviðtali í gær. Pað var austurríska dagblaðið Kurier sem viðtalið tók við ráðherr- ann og sagði hann þar að sovésk stjórnvöld hefðu á síðustu árum gert mistök sem hefðu komið í veg fyrir Irland: Fólki fjölgar þótt margirflytji brott Allt kökaln hér ( í gegn og ekkert múður! " \ ‘í®jKES Dyflinni-Reuter Fólksfjöldi á írlandi hefur aukist og er nú kominn rétt yfir 3,5 milljónir þrátt fyrir að fólk flytjist búferlum frá landinu í miklum mæli á ári hverju. Tölur um þetta efni sem gefnar voru út í gær sýna að fólksfjöldinn í apríl síðastliðnum var 3.537.000 manns. Það þýðir að í landinu búa nú tæplega 94 þúsund fleiri ein- staklingar en árið 1981 þegar síð- asta manntal var tekið. Tölur þessar sýndu einnig að um 75 þúsund fleiri manns hafa yfirgef- ið landið en flutt inn í það á síðustu fimm árum. Búferlaflutningar frá írlandi eru þó minni núna en á fimmta og sjötta áratugnum. Aldrei hafa fleiri flust frá írlandi en í lok fimrnta áratugsins þegar 42 þúsund einstaklingar fóru í burtu á ári hverju. að árangur næðist. Mistök þessi sagði ráðherrann vera hugmynda- fræðileg. „I gamla daga var sá sem vildi vinna scr inn mikla pcninga álitinn vera að svíkja sósíalíska hugmynda- fræði," sagði Adamischin cn bætti við að nú til dags gæti sá sem ynni fyrir sér á heiðarlegan hátt einnig unnið sér inn mikla peninga. Ráðherrann var spurður hvernig þctta færi saman við lögmál sósía- lismans um jafnræði. Hann svaraði: „Jöfnun tekur í burtu alla sköpun! Fólk vinnur hrcinlcga ekkert af viti cf það svo cndar á sama plani eins og allir aðrir." Adamischin sagði þó að Gorbat- sjov og stjórn hans ynni ekki að minni sósíalisma heldur meiri," .. .en í nútímamynd". Bandaríkjaher á nú að hjálpa lögreglunni í að grípa eiturlyfjasmyglara við suðurlandamærin. Suinir segja að það veiti ekki af. Fréttaskýring: Varahlutir í dráttarbeisli Herjað á eiturlyf Washington-Reuter Reagan Bandaríkjaforseti og stjórn háns hafa lýst yfir stríði á hendur þeim sem selja og neyta kókaíns og annarra ólöglegra eitur- lyfja. Stjórnin hefur einnig gefið í skyn að hún sé reiðubúin til að senda hernaðaraðstoð til erlendra ríkja til hjálpar í baráttunni við eiturlyf. Heimildarmenn innan varnar- málaráðuneytisins bandaríska telja þær sex þyrlur og 160 manna lið sem sent var til Bólivíu í síðustu viku vera einungis fyrstu aðstoðina í bar- áttunni við eiturlyfjasmyglara og sölumenn. Bandaríska herliðinu í Bólivíu, sem telur allt frá kokkum til vél- byssuhernianna, hefur verið skipað að nota ekki vopn af fyrra bragði í þessu áður óþekkta samstarfi við lögregluna í Bólivíu. Stjórnvöld í Hvíta húsinu hafa verið dugleg við að benda á að stjórn Bólivíu hafi beðið um þessa aðstoð og eftir að Reagan Bandaríkjaforseti tilkynnti í síðasta mánuði um aukinn þátt hersins í baráttunni gegn eitur- lyfjum gæti svo farið að hersveitir Bandaríkjamanna birtust innan skamms í öðrum ríkjum rómönsku Ameríku. Reagan og stjórn hans hafa gert eiturlyfjamálið að málefni er varðar þjóðaröryggi. Það var gert vegna mikils þrýstings frá Bandaríkjaþingi. Alfonse D’Amato, öldungadeiidar- þingmaður Repúblikana frá New York ríki, leiddi hinn breiða hóp þingmanna sem vildi fá herinn til hjálpar gegn eiturlyfjasmyglinu inn í landið og sölunni í landinu. Stjórnin fór fram á við þingið í síðasta mánuði að fá 200 milljón dollara fjárveitingu til reksturs á leitarflugvélum og öðrum tækjum við suðurlandamærin en þar fara í gegn mörg tonn af kókaíni og öðrum eiturlyfjum á ári hverju. Stjórnmálamenn í Bólivíu hafa hinsvegar margir hverjir harðlega gagnrýnt Bandaríkjastjórn og telja hana vera að hlutast til um innanrík- ismál í landinu. Þá ber þess að geta að margir íbúar Bólivíu líta alls ekki á ræktun kókalaufsins og sölu sem glæpsamlegt lífsviðurværi heldur sé hér um vandamál Bandaríkja- manna að ræða þar sem eftirspurn eftir kókaíni sé þar langmest. Lítill samstarfsvilji íbúa landa á borð við Bólivíu er þó ekki eini Þrándur í Götu hernaðaraðstoðar Bandaríkjamanna í baráttunni gegn eiturlyfjasölu á þessu svæði. Það er nefnilega nokkuð vel þekkt stað- reynd að margar ríkisstjórnir ríkja rómönsku Ameríku eru mjög flækt- ar inn í eiturlyfjaútflutning frá svæð- inu til Bandaríkjanna. ágóðu verði véWM& ^JOÍMIUSMHF Jámhálsi 2 Simi 83266 TIORvk. Pösthólf 10180

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.