Tíminn - 25.07.1986, Blaðsíða 6
6 Tíminn
MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og
Framsóknarfélögin í Reykjavik
Framkvæmdastjóri
Ritstjóri:
Aöstoöarritstjóri:
Fréttastjóri:
Aöstoöarf réttastjóri:
Auglýsingastjóri:
Kristinn Finnbogason
NíelsÁrni Lund
OddurÓlafsson
Guðmundur Hermannsson
EggertSkúlason
SteingrimurGíslason
Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími:
18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og
686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans.
Prentun: Blaöaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 og 686306
Verö í lausasölu 45.- kr. og 50.- kr. um helgar. Áskrift 450.-
Lúxusbílar fyrir
lambakjöt
Engum blöðum er um það að fletta að Framsóknar-
flokkurinn er og hefur alla tíð verið aðalmálsvari
bændastéttarinnar í íslenskri pólitík. Hinu er ekki að
leyna að sóknarbarátta fyrri ára í landbúnaðarmálum
hefur í ýmsu tilliti snúist í varnarbaráttu og er eins konar
tímanna tákn. Par er Framsóknarflokkinn ekki um að
saka, heldur eru þar önnur öfl að verki. Þar ber hæst
örar þjóðlífsbreytingar og samsvarandi breytingar á
þjóðfélagsgerðinni, en einnig pólitísk viðhorf og hags-
munaárekstrar sem látnir eru bitna á bændastéttinni í
orði og verki og oft af hinni mestu ósanngirni. í þeim
gráa leik er Framsóknarflokkurinn einn flokka til
varnar heill og óskiptur. Aðrir flokkar leika tveim
skjöldum í landbúnaðarmálum og þó enginn flokkur
sem Alþýðubandalagið.
Einn af þingmönnum Alþýðubandalagsins tekur sér
fyrir hendur í grein í Tímanum nýlega að ráðast að
Framsóknarflokknum fyrir hlutdeild hans í stjórn
landbúnaðarmála.Það má að vísu lesa út úr greininni að
höfundur hennar ætlast til mikils af Framsóknarflokkn-
um í þessum efnum og hann gerir miklar kröfur til
flokksins í landbúnaðarmálum yfirleitt. Sú krafa er
réttmæt, enda leggur Framsóknarflokkurinn alla
áherslu á að landbúnaðurinn haldi hlut sínum í
atvinnuuppbyggingunni, að bændur geti búið við sem
best kjör og að blómlegur landbúnaður verði ævinlega
lyftistöng fyrir Iandsbyggðina og landið í heild. Fyrir
þessu sjónarmiði berst Framsóknarflokkurinn harðri
baráttu. Þar er þó oft við ramman reip að draga, því að
í ýmsum atriðum hefur Framsóknarflokkurinn verið
neyddur til að víkja frá því sem hann hefur talið
eðlilegar lausnir í sambandi við landbúnaðarmál. Má
þar m.a. nefna niðurgreiðslur á búvörum til neytenda.
Niðurgreiðslur hafa þann kost að þær eru bæði fram-
leiðendum og neytendum til hagsbóta. Ef slíkri aðgerð
er beitt hafa báðir aðilar hag af henni, búverð vörunnar
lækkar til neytenda og örvar söluna til gagns fyrir
framleiðendur.
Fessari stefnu í verðlagsmálum búvöru hafa áhrifa-
mestu forystumenn Alþýðubandalagsins hafnað, s.s.
Ásmundur Stefánsson og Guðmundur J. Guðmundsson
og ótal fleiri og haft afgerandi áhrif á stefnu Alþýðu-
bandalagsins í þessu efni. í stað þess að styðja
niðurgreiðslu á búvöru er stefna Alþýðubandalagsins í
reynd sú að greiða skuli niður lúxusbíla, en koma í veg
fyrir það að neytendur geti keypt búvöru á hagstæðara
verði en raunin er. Framsóknarmenn telja þetta vafa-
sama stefnu í kjaramálum að ekki sé meira sagt, en hafa
orðið að láta undan Alþýðubandalagsmönnum og fleiri
ráðamönnum í þessu efni.
Það er því hræsni af versta tagi þegar Alþýðubanda-
lagsþingmenn eru að gagnrýna niðurgreiðslupólitíkina
og landbúnaðarstefnuna yfirleitt. Par hitta þeir sjálfa sig
fyrir.
Stefna Alþýðubandalagsins í málefnum landbúnaðar-
ins og sameiginlegri hagsmunabaráttu bænda og neyt-
enda kristallast í vígorði forystumanna þess: Gef oss
lúxusbfla fyrir lambakjöt.
Föstudagur 25. júlí 1986
Hver fær Utvegs*
bankann?
í framhaldi afr Hafskipsmálinu
hcfur margt verid rætt um Útvegs-
bankann og framtíö hans. Innan
Sjálfstæöisflokksins hefir sú skoð-
un verið vinsæl, að leggja Útvegs-
bankann niður og stofna á rústum
hans stóran og sterkan einka-
banka, þar sem aðrír bankar og
sparisjóðir yrðu aðilar að. Þor-
steinn Pálsson, fjármálaráðherra
segir í Morgunhlaöinu sl. mið-
vikudag:
„ „Það kemur ekki til greina að
það verði lagt inn nýtt eigið fé í
Útvegsbankann, til þess að endur-
, reisa hann. Það vcrða að eiga sér
stað skipulagsbreytingar og nýtt
eigið fé inn í bankakerfið verðurað
koma frá því sjálfu eða frá atvinnu-
lifinu, “ sagði fjármálaráðherra.
Hann bsetti við: „Ríkissjóður mun
ekki gera það. “
Aðspurður hvers vegna hann
væri svo ákveðinn í þeirri afstöðu
að ríkissjóður kæmi ekki Útvegs-
bankanum til aðstoðar, sagði
tjármálaráðherra: „Ástæður
þessa, eru fyrst og fremst tvær. í
fyrsta lagi tel ég ekki vera neina
ástæðu til þess að styrkja ríkis-
bankakerfíð frekar. Eg tcl vera
mikilvægt við þessar aðstæður, að
reyna að efía einkabankakerfíð. í
öðru lagi tel ég það algjörlega
óverjandi að ríkissjóður leggi á
nýja skatta, til þess að standa undir
síikum framlögum til Útvegsbank-
ans. “ “
Fjármálaráðherra rökstyður
ekki hvcrs vegna hann hefír svo
litla trú á ríkisbankakcrfinu að
cngin ástæða sé til þess að cfla það.
Hann varpar fram þcirri fjármála-
kenningu, að nýtt eigið fé eigi að
koma inn í bankakcrfið „frá því
sjálfu eða frá atvinnulífinu“.
Varla getur ráöherrann átt við
annað en núverandi cinkabankar
rugli saman reitum sínum og fái
svo frá ríkissjóði Útvegsbankann,
sem einkaframtakið cr að enda við
að rýja inn að skyrtunni. Fjár-
málasnillingar cinkaframtaksins
vilja fá skyrtuna líka.
Hverjir ráða
fjármagninu?
í innganginum að viðtalinu við
Þorstein er komiö að kjarna
málsins. Uppstokkun bankakerfis-
ins á að verða til þess, að einka-
framtakiö fái umráð yfir „geysi-
öflugum banka“.
Búnaðarbankinn og Útvegs-
bankin skuli renna sainan við ein
eða fleiri einkabanka og spari-
sjóði, eða þá að Útvegsbankinn
verði seldur. Síðan segir:
„Heimildir Morgunblaðsins
herma að þingmenn Sjálfstæðis-
flokksins telji fyrri kostinn vissu-
lega æskilegan, en þeir munu þó
flestir vera sammála um að hann sé
með öllu óframkvæmanlegur á
þessu stigi. Benda menn á and-
stöðu stjórnenda Búnaðarbankans
við slikan samruna, svo og að
einkabankamir muni væntanlega
hafa takmarkaðan áhuga á að
koma inn í slika samsteypu, ncma
þeir nái þar meiríhluta. Það sé hins
vegar ólíklegt að einkahankarnir
ráði við að ná meiríhluta í slíkri
samsteypu. “
Ríkisbankarnir eru
burðarásar atvinnulíf sins
Þetta er kjarni málsins. íhaldið
er að leita leiða til þess að einkaað-
ilar geti náð frekarí tökum á banka-
starfsemi í landinu en nú er, og til
þess að svo megi verða á ríkið að
leggja fram aðstoö sína, ómetan-
lega, eins og venjan er þegar
einkaframtakið tekur á honum
stóra sínum. Þegar svo byrjunar-
örðugleikarnir eru að baki þá er
pilsfaldinum sleppt og hrópað:
„Nú get ég“. Það er ekkert sem
hindrar einkaframtakið og „at-
vinnulífið“ að sameinast uni
„geysiöflugan“ cinkabanka.
Samkvæint lögum um við-
skiptabanka er einkaframtakinu
velkomið að stofna eins stóra og
volduga banka og því sýnist. Til
þess þarf cngin ríkisafskipti. Mál
Útvegsbankans verða ekki leyst
með óskhyggju Sjálfstæðisflokks-
ins. Ríkisbankarnir hafa um langt
skeið veríð burðarás atvinnulífs í
landinu og munu ■“-ða það áfram.
Garri.
VÍTTOG BREITT
lllllllllll
IIIIIII
llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll
HVALVEIDIHER
HVALADRÁP ÞAR
Bandaríkjamenn eru ekki hval-
veiðiþjóð. Samt drepa þeir fleiri
hvali árlega en nokkur hvalveiði-
þjóð, og hafa gert lengi. Hvaladráp
Bandaríkjamanna er líklega ekki
minna en sem nemur samanlögð-
um veiðum allra hvalveiðiþjóða og
kannski enn meira sé í dýrum talið.
Sá er munurinn á hvaladrápi
Bandaríkjamanna og annarra, að
þeir nýta veiðina ekki en kasta í
sjóinn en aðrir gera sér mat úr
hvalaafurðum. Hvalinn drepa Am-
eríkanar úti fyrir Kyrrahafsströnd-
inni. Hann kemur í nætur túnfisk-
veiðimanna og drepst þar í torfum.
Þetta heyrir ekki undir hvalveiði,
aðeins tilgangslaus dráp. Þess
vegna kemur engum við hvað hinir
skynhelgu Bandaríkjamenn hafast
að varðandi útrýmingu höfrunga.
Nú hafa stjórnvöld í þessu sama
landi uppi hótanir við íslendinga
um að beita efnahagsþvingunum
verði ekki þegar hætt hvalveiðum
hér við land í vísindaskyni. Hótan-
irnar eru réttlættar með því að við
förum ekki að samþykktum Al-
þjóða hvalveiðiráðsins þess efnis
að éta allan þann hval innanlands
sem veiddur er, heldur seljum úr
landi.
Náttúruvernd í fjarska
Hótanirnar beinast einnig að
Japönum, sem kaupa hvalaafurðir
af íslendingum. Þær miða að því
að þvinga þá til að hætta þessum
viðskiptum og þá verður hvalveið-
um sjálfhætt. Allt er þetta réttlætt
með skýrskotunum til samþykkta
hvalveiðiráðsins, sem orðinn er
klúbbur meira og minna landluktra
ríkja, sem engra hagsmuna hafa að
gæta en sjá sér hag í að ástunda
náttúruvernd vel fjarri eigin heim-
kynnum.
Vel má færa rök að því að óþarfi
sé að nýta hval þar sem kjötfjöll
hlaðast upp í flestum heimshornum
utan kommúnistaríkja og Afríku.
En það er nú einu sinni svo að löng
hefð er hjá mörgum þjóðum að
veiða og nýta hval. Það eru svo
önnur ríki sem ákveða samkvæmt
tísku og tíðaranda að hætt sé að
nýta þessa lífsbjörg.
Þeir voldugu Bandaríkjamenn
sem aldrei þreytast á að vegsama
frelsi og framtak þegar þeir eiga
sjálfir í hlut skirrast ekki við að
leggja öðrum þjóðum lífsreglurnar
og stöðva hefðbundinn atvinnuveg
langt fjarri eigin ströndum og milli-
ríkjaviðskipti milli landa sem bæði
eru í þúsundum mílna fjarlægð frá
Ameríkuströndum.
Alvarleg aðgerð
Ekki liggur í augum uppi hvers
vegna Bandaríkjastjórn gengur
fram fyrir skjöldu til varnar hvölum
og í heftingu viðskiptafrelsis, frem-
ur en einhver önnur þjóð, svo sem
Sviss, sem einnig er í Alþjóða
hvalveiðiráðinu. En þeir eru vanir
að hlutast til um málefni annarra
þjóða og skilgreina og ákvarða
hvað sé frelsi, mannréttindi, nátt-
úruvernd og svo framvegis.
Viðskiptaþvingun er alvarleg
aðgerð. Það er vart hægt að telja
þjóð vinveitta sem slíkum aðferð-
um beitir. Bandaríkjamenn hafa
heft viðskipti við þjóðir sem þeir
telja sér óvinveittar, svo sem Kúbu
og Nicaragua. Innan Bandaríkj-
anna er þrýstingi beitt til að hið
sama verði látið ganga yfir Suður-
Afríku vegna mannréttindabrota
þar í landi. Er búist við að stjórnin
láti undan fyrr en síðar.
Samkvæmt tilmælum viðskipta-
ráðuneytisins í Washington liggur
fyrir ósk um að íslandi verði skipað
á bekk með þessum þjóðum ef
ekki verður skilyrðislaust farið að
óskum um stöðvun hvalveiða og
sölu á hvalafurðum.
Þetta skeður á sama tíma og
Bandaríkjamenn eru mestu hvala-
dráparar fyrr og síðar. En þeir
þykjast góðir þar sem þeir láta sér
nægja að drepa hvalinn en éta
hann ekki né selja.
OÓ