Tíminn - 25.07.1986, Blaðsíða 12

Tíminn - 25.07.1986, Blaðsíða 12
16 Tíminn Skaftfellingar - Ferðafólk Héraösmót framsóknarmanna í Vestur Skaftafellssýslu verður haldiö í Tunguseli í Skaftártungu, laugardaginn 26. júlí og hefst kl. 22.30. Ræðumaður Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi. Signý Sæmundsdótt- ir syngur við undirleik Þóru Fríðu Sæmundsdóttur. Kristinn Agústsson fer með gamanmál og hljómsveitin Lögmenn leikur fyrir dansi. Allir velkomnir á stórskemmtun framsóknarmanna í Vestur Skafta- fellssýslu. Málaefnanefnd SUF Fundur verður haldinn i málefnanefnd Sambands ungra framsókn- armanna fimmtudaginn 24. júlí n.k. kl. 20.30. Allir velkomnir. SUF SUF þing Þing Sambands ungra framsóknarmanna verður haldið í Hrafnagils- skóla við Eyjafjörð dagana 29. til 30. ágúst n.k. SUF Tilboð óskast Tilboð óskast í skemmur á Keflavíkurflugvelli, sem verða til sýnis mánudaginn 28. júlí kl. 11-15. Nánari uppl. veittar sama dag á skrifstofu Sölu varnarliðseigna á Keflavíkurflugvelli sími 92- 55146. Tilboðin verða opnuð á skrifstofu Sölu varnarliðs- eigna að Grensásvegi 9, þriðjudaginn 29. júlí kl. 11 f.h. Sala varnarliðseigna. Effco þurrkjan gerir ekki við bilaða bíla En hún hjálpar þér óneitanlega að halda bílnum þínum hreinum og fínum, bæði að innan og utan einhver sullar eða hellir niður. En það gerir ekkert til þegar Fffco þurrkan er við hendina. Já, það er fátt sem reynist Effco þurrkunni ofraun. Það er meira að segja svolítið gaman að þrífa með Effco þurrk- unni. Því árangurinn lætur ekki á sér standa. Rykið og óhreinindin leggja bókstaflega á flótta. Þú getur tekið hana með í ferðalagið eða sumarbústaðinn. Það er aldrei að vita hverju maður getur átt von á. Oft er svigrúm lítið í tjaldi eða sumarbústað, má því ekki mikið út af bera til þess að allt fari á flot, éf Effco-þurrkan fæst á betri bensínstöðvum _ og varablutaverslunum. . Heildsala Höggdeyfir —- EFFCO fmi 73233 ÁSKRIFTASÍMI 68 63 00 VERTU I TAKT VIÐ Iimaun lllllllllllllllllllllllll DAGBÓK llllllllll Elfar Guðni Þórðarson, Sjólyst, Stokks- eyri opnar sýningu á Stokkseyri á morgun. Stokkseyri í smámyndum Á morgun, laugardag, opnar Elfar Guöni sína 14. einkasýningu í Grunn- skóla Stokkseyrar. Á sýningunni veröa olíu-, vatns- og pastelmyndir og einnig verða nokkrar dúkristur. Myndefniö er aöallega frá Stokkseyri og nágrenni, fjaran, brimið og gömlu húsin eru áberandi myndefni. Sýningin er opin um helgar kl. 14-22 virka daga kl. 20-22. Henni lýkur á frídegi verslunarmanna mánudaginn 4. ágúst. Síðasta sýningarhelgi á Picasso Picasso sýningunni á Kjarvalsstöðum lýktrr á sunnudaginn. Á sýningunni eru sýnd 54 málverk og ein járnmynd eftir meistarann Picasso og eru verkin öll úr einkasafni ekkju málarans. Á sýningunni eru meðal annars seld plaköt árituð af ekkjunni, Jacquiine, en hún varstödd hér á landi þegar sýningin var opnuð. Sýningin er opin daglega frá kl. 14.00 til 22.00. Sumarsýning Norræna hússins 1986 Sumarsýning Norræna hússins verður opnuð laugardaginn 26. júlí kl. 15.00 og er þetta í tíunda sinn, sem Norræna húsið gengst fyrir sltkri sumarsýningu á verkum eftir íslenska listamenn í því skyni að kynna list þcirra fyrir ferðamönnum, bæði íslenskum ogerlendum. Sýningin er nokkru seinna á ferðinni í ár en endranær, vegna sýningar þeirrar, sem er nýlokið á verkum Svavars Guðnasonar og mun hún því standa til 24. ágúst. Að þessu sinni sýna fjórir íslenskir listmálarar af yngri kynslóðinni verk sín í Norræna húsinu, þeir Einar Hákonarson (f. 1945), Gunnar Örn Gunnarsson (f. 1946), Helgi Þorgils Friðjónsson (f. 1953) og Kjartan Ólason (f. 1955). Val mynd- anna, sem eru um 37 talsins, hafa list- fræðingarnir Ólafur Kvaran og Halldór Björn Runólfsson annast, auk þess sem Halldór ritar inngang í sýningarskrá og til aðstoðar við upphengingu var Sigurður Örlygsson listmálari. Sýningin verður opin daglega kl. 14-19. Fréttabréf Ríkismats sjávarafurða 9. tbl. 1. árg. er komið út. í grein um netavertíð er lögð áhersla á að spyrja réttra spurninga, sem beinast að ferskfisk- matinu. Framhald er af hringborðsum- ræðu unt hvað sé til ráða að auka gæði og bæta meðferð afla, en þátt í þeim hring- borðsumræðum tóku Árni Benediktsson, framkvæmdastjóri Félags sambands fisk- framleiðenda, Einar Hreinsson frá Neta- gerð Vestfjarða Hólmgeir Jónsson, fram- kvæmdastjóri Sjómannasambands ís- lands og Svavar Svavarsson, framleiðslu- stjóri Granda hf. Þá er sagt frá stofnun Gæðastjórnunar- félags. Grein er um sýnatökuverkefni á rækju. Ábyrgðarmaður fréttabréfsins er Paul R. Smith. Kassabílarallý í Hafnarfirði í dag föstudaginn 25. júlí, verður árlegt kassabílarallý haldið í miðbæ Hafnar- fjarðar. Safnast verður saman við Lækjar- skóla kl. 13.30 og gengið í skrúðgöngu að Linnetsstíg. Bæjarstjóri Hafnarfjarðar ræsir fyrstu bílana af stað kl. 14.00. Verðlaunaafhending fer fram á Thors- plani og að henni lokinni verða unglinga- hljómleikar með hljómsveitinni No Time. Ef veður leyfir verður farið í þrautir og leiki á Thorsplani. Æskulýðs- og tómstundaráð Hafnarfjarðar. Hana nú ganga í Kópavogi Vikuleg laugardagsganga Frístunda- hópsins Hana nú í Kópavogi verður á morgun, laugardaginn 26. júlí. Lagt af staðfrá Digrancsvegi 12 kl. 10.00. Rölt verður um bæinn í klukkutíma og skoðaðir garðarnir sem nú skarta blómum í fegurstu litum, gul og rauð og blá. Allir aldurshópar velkomnir. Nýlagað mola- kaffi. Bíllinn Blað Félags íslenskra bifreiöaeigenda, 3. tbl. 1986 er komið út. Þar taka jeppar nokkurt rúm, þar sem sagt er frá jeppa- keppni og fjallað um breytingar á stýris- gangi en nýjar reglur um frágang hafa gengið í gildi hjá Bifreiöaeftirlitinu. Þá er fjallaö um bílsímaæöið sem hefur gripiö þjóöina en á stuttum tíma hafa íslending- ar komið sér upp eins mörgum bílsímuni og norsku þjóöinni hefur tekist á mun lengri tíma. Talaö er viö tvo ökukennara um ökukennslu og umferöarmenningu, en mörgum finnst aö pottur sé brotinn í þeim efnum. Sagt er frá fyrstu rallkeppn- um sumarsins. Birt er veröskrá yfir nýja bíla. Fleira efni er í blaðinu. SfBS-fréttir blað allra brjóstholssjúklinga 1. tbl., 2. árg., 1986 er komið út. Útgefandi er SlBS og ritstjóri er Hjördís Þorsteinsdóttir. Þar skrifar Björn Magn- ússon, lungnasérfræðingur á Reykjalundi grein um þjálfun lungnasjúklinga. Birtur er fyrirlestur sem Elfa Björk Gunnars- dóttir, bókasafnsfræðingur og fram- kvæmdastjóri dagskrárdeildar Ríkisút- varpsins, liélt á ráðstefnu Ábyrgðar. Tryggingafélags bindindismanna í vor. Fyrirlesturinn ber yfirskriftina Maðurinn og umhverfið. Fréttapistill er frá Lands- samtökum hjartasjúklinga. Þá eru lög Sambands íslenskra berkla- og brjósthols- sjúklinga í blaðinu. Sigurður Eyjólfsson segir frá baráttu sinni við berkla allt frá 1931 og ber frásögn hans yfirskriftina: Mcð þrjóskunni hefst það. Fréttir eru úr félagsdeildum og sagt frá aðalfundi SÍBS, sem haldinn var á Reykjalundi 28. febr. sl. Að lokum er myndskreytt frásögn af heilsubótarferð með SÍBS til Ítalíu í vor. Sumarsýning í Listasafni A.S.Í. Nú stendur yfir í Listasafni A.S.Í. „Sumarsýning" en þar eru sýnd 40 verk í eigu safnsins. Sýningin er opin alla daga vikunnar kl. 14-18 og henni lýkur sunnudaginn 24. ágúst. Föstudagur 25. júlí 1986 Ferðir Ferðafélagsins um verslunarmannahelgi 1.4. ágúst: Brottför kl. 20 föstudag. 1) Fjöllin upp af Kálfafellsdal. Gist í tjöldum. 2) Skaftafell-Þjóðgarðurinn. Gist í 'tjöldum. 3) Þórsmörk-Fimmvörðuháls. Gist í Skagfjörðsskála. 4) Þórsmörk og nágrenni. Gist í Skag- fjörðsskála. 5) Landmannalaugar-Langisjór-Sveins- tindur-Eldgjá. Gist í sæluhúsi Ferðafé- lagsins í Landmannalaugum. 6) Álftavatn-Strútslaug-Hólmsárlón. Gist í sæluhúsi Ferðafélagsins við Álftavatn. 7) Sprengisandur-Skagafjörður-Kjölur. Gist í Nýjadal og á Hveravöllum. 8) 2.-4. ágúst kl. 13.00- Þórsmörk (gist í Skagfjörðsskála). Upplýsingar og farmiðasala á skrifstofu Ferðafélagsins, Öldugötu 3. Pantið tímanlega. Ferðafélag Islands. Dagsferðir Ferðafélagsins sunnudag 27. júlí 1) Kl. 08 Þórsmörk - dagsferð kr. 800.- Þcim fjölgar sem njóta sumarleyfis í Þórsmörk. Aðstaðan hjá Ferðafélaginu er sú fullkomnasta sem gerist í óbyggðum. 2) Kl. 08 Þórisdalur - Kaldidalur. Gengið frá Kaldadalsvegi í Þórisdal. Yerð kr. 800,- 3) Kl. 13 Hrútagjá -Fíflavallafjall - Djúpa- vatn. Ekið skammt frá Vatnsskarði, geng- ið um Hrútagjá, á Fíflavallafjall og að Djúpavatni. Verð kr. 500,- Miðvikudag 30. júlí, kl. 20 Bláfjallahell- ar. Verð kr. 350. Hafið Ijós með. Brottför frá Umferðarmiðstöðinni aust- anmegin. Farmiðar við bíl. Frítt fyrir börn í fylgd fullorðinna. Ferðafélag íslands. Sumarleyfisferðir Ferðafélagsins 1) 23.-27. júlí (5. dagar): Landmanna- laugar-Þórsmörk. BIÐLISTI. Farar- stjóri: Pétur Ásbjörnsson. 2) 25.-30. júlí (6 dagar): Landmannalaug- ar-Þórsmörk. Fararstjóri: Sturla Jónsson. 3) 30. júlí-4. ágúst (ódagar): Landmanna- Iaugar-Þórsmörk. UPPSELT. 4) 31. júlí-4.ágúst (5 dagar): Hvítárnes- Þverbrekknamúli-Þjúfadalir-Hveravell- ir. BIÐLISTI. 5) 31. júlí-8. ágúst (8 dagar): Kvíar-Aðal- vík. Gengið með viðleguútbúnað frá Kvíum í Lónafirði um Veiðileysufjörð, Hesteyrarfjörð og frá Hesteyri yfir til Aðalvíkur. I samvinnu við Ferðafélag Akureyrar. 6) 1.-6. ágúst (6 dagar): Landmannalaug- ar-Þúrsmörk. 7) 6.-10. ágúst (5 dagar): Landmanna- laugar-Þúrsmörk. 8) 6.-15. ágúst (10 dagar): Hálendishríng- ur. Ekin Gæsavatnsleið, til Öskju, í Drekagil, Herðubreiðarlindir, Kverkfjöll og víðar. Upplýsingar og farmiðasala á skrifstof- unni, Öldugötu 3. Ferðafélag Islands. Útivistarferðir Helgarferðir 25.-27. júli 1. Þúrsmörk-Goðaland. Gist í skálum .Útivistar Básum. Göngferðir. Kvöid- vaka. Miðvikudagsferð verður 30. júlí kl. 8.00. Básar er staður fjölskyldunnar. 2. Kjölur-Kerlingarfjöll-Hveravellir. Gist í góðu húsi. Gönguferðir. 3. Landmannalaugar-Eldgjá-Strútslaug. Fjallabaksleiðir heilla. Gist í húsi. Við minnum á möguieika á ódýru sumarleyfi í Básum Þórsmörk. Ferðir um verslunarmannahelgina 1.-4. ágúst: Brottför föstud. kl. 20.00: 1. Núpsstaðarskúgar-Lúmagnúpur. Sam- bærilegt svæði við fegurstu ferðamanna- staði landsins en utan alfaraleiða. Gist í tjöldum. 2. Þúrsmörk-Goðaland. Gist í skálum Útivistar Básum. Friðsæll staður. 3. Eldgjá-Langisjúr-Sveinstindur-Laug- ar-Strútslaug. Gist í góðu húsi við Eldgjá. 5. Brottför laugard. kl. 8: Þúrsmörk- Goðaland og Skúgar-Fimmvörðuháls. 6. Hornstrandir-Hornvík 31. júlí - 5. ágúst. Góð fararstjórn. Gönguferðir og hressandi útivera í öllum ferðunum. úppl. og farm. á skrifst. Grúfinni 1, símar: 14606 og 23732. Sjáumst. Útivist. Útivistarferðir Símar: 14606 og 23732 Laugardagur 26. júlí kl. 8.00: Gönguferð á Heklu. Verð 750 kr. Sunnudagur 27. júlí kl. 8.00: Þórsmörk, dagsferð. Einnig hægt að dvelja lengur t.d. til miðvikudags. Kl. 13.00: Miðsum- arsferö í Innstadal í Henglinum. Bað í heita læknum. Verð kr 450. Brottför frá BSÍ, bensínsölu. Frítt f. börn m. fullorðn- um. Sjáumst.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.