Tíminn - 26.07.1986, Blaðsíða 2
2 Tíminn
FERÐABLAÐ TÍMANS
m
p -— 1
jö’c*^ cw'p Y
% VaPJb' .vj(:iVic’V
1 WÍA'OV'V' ''Vggi aöl
le. r'®oVve>v^l?
1 VjsíS ö* TS V
\a-æss “1_____________
Vo’syss^tíe0,
1 '^XvPötu' eöo
m veio
1 cifcog At
Sk trcrn
le'öáo
VÖTOJ
ASIur akstur
krefst
varkárni
Ytum ekki barnavagni
á undan okkur við
aðstæður sem þessar
||Uj/£EROAR
Á vtfavangt
vísílalan 1944
Ahwíave/ðið vetðai
jtj 10% Jwma eo i
fyera
*r*rSiir: J. ■ Annar bnrðarslrenáur Olinsárbráar bilar
l^^^drnarínnar ^ bi[felðar sle)1)as, j ána
#,<» »V><í*jÞ«í c«»»»r >M tr*l'
%im£r “* *"■***'M 1 »*»«!»*« 01! btfroidanmferd mun slöft va*t vid áu« Ungao tlm«;
<«**r.f<->- *<» «** tt»»>,£**!<!*, •• UH-
U«)M<*lfi!rt)n(í*!>! n» ______I___i Mtuuún «>»**«> k»k« »• 1» Mkll fi>|!: ... .......
mWmTI) <» ?>Jy<At/ t>»£>ðia ». *..,<-Uíl í. ,«X »!»**«!» WK tlO(,M ►♦></.
f*!«t -k(«* «*»♦»**«»<»>*<*<•«*. »«►»*»»♦» < Í». K* M<w*»«í»«*» ***♦«/♦♦« ><♦«** <««;
*K«..:. »<&«##•:*• :»«**. <>: «** «»*(•. *■<•»< «»i>!i>«x*> *»,»►**,:**><*>»*«* ***** «*»• M*
*x* ) uw-Ký** ** <W! **** ***•?. ** <***•'•** >«*,
i’.tí,’' ÍJSÖLÍÍS* 5; -V' ml.%r r?S ’ *** <•**>**»» **«»<11*»4 Í «B»»fcx*»<e<«<,*-Í W Ö .
L^fL* ^rí^Jro ***■ «• W<* w< »* *>X» »"»«»»>*Ur«,>! *>««. <V( ««<>* Mf#*'-.
u 2ír«>5r££ totTfi’ >.>«*>-«*»»*** *» >»««í <«< *»»*"♦* »^-*»» "•*»*. <« «< u->«« «• <«»*; (2ær»>,'
wterastnawotan, ♦* *o»« **»*«»*> ♦>»»►. >«<»»>«: **<**■> tríf •>*-< *>*»x ta»x *•■*»>. «m *>• « *« ; .
<*« **•»*♦; ♦*!»*:«♦ ***♦««* u *« twi >í» **<*«*»*> » *^»>tó«t-»r** n«<« ,t 6<-.«<, „ „.> Bk;: JL.
't**- *’*" ♦ m““ ♦ «v**<«fc*»». *» <» «<* *(>««»<»**«♦>!. i .jyw ^.^ni
' •< ■■:: <»:-
þ&raríóo Jóösjob 4);
Árið 1944 féll Ölfusárbrú und-
an þunga tveggja vörubifreiða.
Hér má sjá hluta úr forsíðu
TIMANS þar sem fjallað er um
slysið.
Staldrað við
Tryggvaskála
Um síðustu aldamót hófst
þjónusta við ferðamenn í svo-
kölluðum Tryggvaskála við Ölf-
usárbrú. Skálinn var kenndur
við Tryggva Gunnarsson sem
hafði forgöngu um byggingu
hengibrúar yfir ána árið 1891.
Við skulum fara að dæmi þús-
unda fyrirrennara okkar, staldra
við skálann og huga að ýmsu er
tengist staðnum.
Slysfarir
Á sínum tima þótti brúarsmíð-
in hið mesta þrekvirki, enda var
brúin þá mesta mannvirki á
íslandi. Fram að þeim tíma
hafði áin verið mikill farartálmi,
enda finnast engin vöð í henni,
heldur þurftu menn að sundríða
eða notast við ferjur. Einn ferju-
staðurinn nefndist Kotferja, en
þar varð mesta ferjuslys ís-
landssögunnar þegar tíu manns
drukknuðu þar skammt frá landi
árið 1627.
En það hafa orðið fleiri slys.
Aðfaranótt 6. desember árið
1944 fóru tveir mjólkurbílar
samtímis út á hengibrúna
gömlu, sem var orðin nokkuð
lúin eftir 53 ára fórnfúst starf.
Brúin, sem ekki var ætluð fyrir
bíla hvað þá tvo þunga mjólkur-
bíla, gaf undan og bílarnir
steyptust í ána. Annar féll á
grynningar svo ökumaöur hans
átti auðvelt með að koma sér í
land, en hinn hvarf í hyldýpið. Til
allrar hamingju náði bílstjórinn
að koma sér út, ná taki á
varadekkinu og fleyta sér á því
niður ána þar sem hann náöi
landi einum kílómetra neðan
brúarinnar.
Jóruhlaup
Rétt ofan við brúna má sjá tvo
kletta í ánni. Þeir höfðu í alda-
raöir verið þrír, en miðkletturinn
brotnaði í árflóði í byrjun árs
1959 og féll í hyldýpið. Klettar
þessir nefnast Jóruhlaup og er
til skemmtileg þjóðsaga um til-
urð þeirra.
„Jórunn hét stúlka ein; hún
var bóndadóttir einhversstaðar
úr Sandvíkurhrepp í Flóanum;
ung var hún og efnileg, en
heldur þótti hún skapstór. Hún
var matselja hjá föður sínum.
Einhvern dag bar svo við að
hestaat var haldið skammt frá
bæ Jórunnar; átti faðir hennar
annan hestinn er etja skyldi og
hafði Jórunn miklar mætur á
honum. Hún var viðstödd hesta-
atið og fleiri konur, en er atið
byrjaði sá hún að hestur föður
hennar fór heldur halloka fyrir.
Varð Jórunn svo æf við það og
tryllt að hún óð að hinum hestin-
um og reif undan honum lærið;
hljóp hún þegar með það svo
ekki festi hönd á henni upp að
Ölfusá hjá Laxfossi, þreif þar
bjarg eitt mikið úr hömrunum við
ána og kastaði því nálega út í
miðja á; síðan hljóp hún yfir á
stillum þessum og mælti um
leið:
„Mátulegt er meyjarstig,
mál mun vera aö gifta sig. “
Heitir þar síðan Tröllkonu-
hlaup, aðrir segja Jóruhlaup."
Um Jóru er það svo að segja
að hún varð hið mesta tröll og
grandaði bæði mönnum og
málleysingjum. Henni var
-%ar
ogsmiir
4 hnnf
vegrnm
seinna banað með öxi þeirri er
Öxará er kennd við.
Skrifarinn
Jón Erlendsson
Á árunum 1639-1692 bjó í
Villingaholti prestur að nafni Jón
Erlendsson. Hann var mikill og
góður skrifari, natinn og vand-
virkur. Því fékk Brynjólfurbiskup
Sveinsson, sem var mikill
áhugamaður um fornar bækur
og bókmenntir, Jón til að skrifa
upp fjöldann allan af skinnhand-
ritum. Eins og flestir vita þá voru
skinnhandritin íslensku flutt til
Kaupmannahafnar og urðu
mörg þar eldinum að bráð þegar
stór hluti Kaupmannahafnar
brann árið 1728. Því voru mörg
fornrit sem varðveittust ein-
göngu i afskrift Jóns Erlends-
sonar. Má þar nefna íslendinga-
bók Ara fróða sem er í raun
fyrsta íslenska sagnfræðiritið,
ritað á 12. öld. Einnig fleiri rit,
sem ekki verða hér upp talin.
Skerfur Jóns til íslenskrar
menningarsögu er því stór, þótt
ekki sé haft hátt um það.
Villingaholt
í Árnessýslu morar allt af
sögufrægum stöðum sem mikiö
hefur verið fjallað um í gegnum
tíðina. Þó er þar merkilegur
staður sem allt of fáir hafa kynnt
sér. Það er Villingaholt, sem er
bær sem liggur við Þjórsá
nokkru sunnan við þjóðveginn.
Þar ætlum við að staldra um
stund.
Að koma fyrir
kattarnef
Þegar ekið er austur yfir Múla-
kvísl másjáklettahöfðaergeng-
ur fram að aurunum. Klettahöfði
þessi nefnist því skemmtilega
nafni Kattarnef. Sumir telja að
þar hafi verið til forna stunduð
mannablót, þannig að fórnar-
lömbunum hafi verið hrint fram
af klettunum. Þaðan sé komið
orðtakið „Að koma einhverjum
fyrir Kattarnef".
Undir
Eyjafjöllum
Á sólriku sumarkvöldi er un-
aðslegt að aka í rólegheitum
austur undir Eyjafjöll og njóta
þess er náttúran býður þar upp
á. Á fáum stöðum er að finna
eins marga fallega fossa og
einmitt þar. Ber þar hæst
Gljúfrabúa, Seljalandsfoss og
Skógarfoss.
Ef heitt er í veðri er sjálfsagt
að bregað sér í Seljavallalaug,
eina sérkennilegustu sundlaug
á íslandi. Hún er í hlíðinni ofan
við Seljavelli, nokkurra mínútna
gang frá veginum er þangað
liggur. Þannig háttar til frá nátt-
úrunnar hendi, að úr kletta-
vegg sitrar heitt vatn. Þetta
ákváðu félagar úr Ungmenna-
félaginu Eyfellingi að nýta sér
árið 1923. Þeir steyptu upp þrjá
veggi laugarinnar, en kletta-
veggurinn gegnir hlutverki þess
fjórða. Því er þarna sundlaug
með sjálfrennandi heitu vatni og
að hluta gerð af náttúrunnar
höndum.
Skammt fyrir vestan bæinn
Fit er að finna sögufrægan helli,
Paradísarhelli. A 16. öld faldi
Anna á Stóruborg elskhuga sinn
Hjalta Magnússon þarfyrirbróð-
ur sínum Páli iögmanni Vigfús-
syni. Þar sem sögur af elskend-
um sem ekki fá að njótast hafa
ætíð verið vinsælt sagnaefni
hlaut þessi ofsótta ást að lifa í
hugum fólks. Jón Trausti endur-
vakti sögu þeirra á sínum tíma í
skáldsögu sinni Anna á Stóru-
borg, er olli mikilli hneykslan á
sínum tíma. Þrátt fyrir þrenging-
ar fyrstu árin, þá lifðu þau Anna
og Hjalti farsælu lífi. Páll tók þau
í sátt og greiddi fésekt þeirra
fyrir frillubrotin. Þau eignuöust
átta börn og varð einn sona
þeirra lögréttumaður á Alþingi.