Tíminn - 26.07.1986, Blaðsíða 17
FERÐABLAÐ TÍMANS
Tíminn 17
galdramála um miðbik 17. aldar.
í Ballárannál segir frá óróleik í
Trékyllisvík á Ströndum á þenn-
an veg: „Það haust kom ókyrr-
leiki og plága af vondum anda
eður draugi í Trékyllisvík, með
því móti, að opt á einum degi og
mest í kirkjunni, þá prédikað
var, vissu menn ei betur, en
hann hlypi ofan í kverkar á fólki,
svo það fékk mikla ropa og
síðan ofurfylli, en þá það létti af,
fann það á sér ekkert mein;
fengu það þær kvenpersónur
sem óspilltar píkur voru...“
Þetta var árið 1652. Árið eftir
segir: „Samt ókyrrleiki í Trékyll-
isvlk, og þó meiri, einkum undir
embætti í kirkjunni..." Árið eftir
hafði hegðun kvenna á Árnesi
orðið heldur ískyggileg, þær létu
svo illa, að guðsþjónustur gátu
varla farið fram fyrir „þeirra
hljóðum, mási, froðufalli og of-
boði, svo opt voru úr kirkjunni
útbomar 4, 5, 10, 12 og fleiri, á
einum helgum degi...“
Galdramenn
brenndir
Hér voru að sjálfsögðu galdr-
ar að verki, rammir mjög. Því
hófst leit að galdramanninum
og fannst hann eftir skamma
leit. Það var Þórður nokkur Guð-
brandsson. Hann játaði eftir
nokkrar fortölur og sagðist hafa
„séð djöfulinn í tófulíki að Mun-
aðarnesi hjá bænum hlaupandi
í kring um hann, játandi sig, að
hann hefði þann sama djöful
sært með orðum illum og góðum
sem hann frekast kunnað
hefði...“ Þetta nægði til að koma
honum á bálið. í kjölfarið voru
tveir galdramenn fundnir,
dæmdir og brenndir.
Þorleifur Kortsson sýslumað-
ur dæmdi í þessum málum og
varframganga hans mjög lofuð.
En þetta var aðeins byrjunin
á ferli hans. Næstu brennur
voru á Eyri við Skutulsfjörð, þar
sem nú er ísafjarðarkaupstaður.
Þar voru feðgar dæmdir á bálið
eftir að „þær aumu mannskepn-
ur“ höfðu játað galdra gegn Jóni
Magnúsi þumlug, en hann skrif-
aði einmitt Píslarsögu sína um
galdra gegn sér. Áður en þeir
voru brenndir þá meðtóku þeir
„þá heilögu aflausn með holdi
og blóði vors Ijúfa endurlausn-
ara Jesú Kristí". Þetta var árið
1656.
Píslarsaga Jóns Magnússon-
ar er ein besta heimild um þá
galdratrú er gegnsýrði huga
margra á þessum tímum. Þar
má finna kúnstugar lýsingar.
Eftir aftöku fyrrnefndra feðga,
þá létti ásókninni ekki, nema
síður væri. Djöflar og púkar
héldu áfram að pína hann og
plaga. Skýringin kom fram í
draumum fólks í nágrenni Jóns.
Jón segir í Píslarsögunni að vit
Galdrabrennur urðu alls 21 á íslandi, þar af 16 á Vestfjörðum.
Þessi er þó í Evrópu.
Jóns yngri hafi ekki brunnið til
ösku, „hvar til sveitafólkið gaf
sig upp að leita og aftur að ösku
brenna, hvað gjört var oftar en
tvisvar eða þrisvar".
Páll í Selárdal
Ekki voru galdramál úti þó vit
Jóns væru brennd að fullu og
öllu. í Selárdal í Vestur-Barða-
strandarsýslu bjó um þetta leyti
séra Páll Björnsson, dóttursonur
Arngríms iærða. Páll var að
öllum líkindum langbest mennt-
aði íslendingurinn á þessum
tfma. Hann var mikill tungumála-
maöur og stærðfræðingur mikill.
Hann reiknaði m.a. út hnatt-
stöðu Bjargtanga og skrifaði
merka ritgerð um náttúru
Islands. Hann var einnig frægur
fyrir að láta sm íða haffæra skútu
sem hann hélt á til fiskveiða og
stýrði sjálfur. Páll átti í bréfa-
sambandi við þekkta vísinda-
menn þess tíma í Evrópu.
En þrátt fyrir hversu merkileg-
ur maður Páll var að þessu leyti,
þá er hann frægari af óhuggu-
legri hlutum. Kona hans var
haldin slæmri og langvarandi
taugaveiklun, sem á stundum
gekk út í hreina geðveiki. Að
sjálfsögðu var göldrum þar um
kennt. Oft lá við sturlun heima-
manna í Selárdal vegna veik-
inda Helgu og flúðu menn bæinn
af ótta við galdra. Út af þessum
málum fékk Páll fimm menn
brennda.
Seinni tíma menn kunna að
dæma Pál hart vegna þessa, en
hann var aðeins barn síns tíma,
enda voru kollegar hans í Evr-
ópu búnir að stunda galdraof-
sóknir um áratugaskeið og
byggðu þær á „vísindalegum
kenningum sérfræðinga djöfla-
fræðinnar." Páll skrifaði meira
að segja sjálfur fræðirit um
galdra.
r
Arum-Kári
Fyrst við erum á annað borð í
Selárdal, þá er ekki úr vegi að
minnast á galdamanninn Árum-
Kára er bjó þar í fyrndinni. Um
hann fara ýmsar sögur, en hann
á að hafa sótt stein þann er nú
er í hlaðinu á Selárdal og kallað-
ur Kárasteinn. f honum eru þrjár
skálar eða bollar, og tekur hver
tvær merkur mældar og var títt
að hella í þær vatn á hverjum
degi. Er svo sagt að ekki verði
fleiri mjaltakonur í Selárdal en
svo, að skálar þessar nægðu
þeim til að þvo mjölt af höndum
sér í þeim.
r
J fi§ i
KAUPFELAGIÐ FRAM
ISIESKAUPSTAÐ
hefur hvaðeina
til ferðalagsins
- matvörur