Tíminn - 26.07.1986, Blaðsíða 8
8 Tíminn
FERÐABLAÐ TÍMANS
^iir
tofsajftiir
af hrítitf-
wgínuro
Skrúður, eyjan græna við Fáskrúðsfjörð.
Býður upp á gistingu og veitingar í
ágætum húsakynnum.
Rúmgóðir salir til ráðstefnu- og
fundahalda.
VERIÐ VELKOMIN
Sími 99-6630
HÓTELIÐ FLÚÐUM
Hrunamanna hreppi
Árnessýslu
Bóndinn í
Skrúðnum
Við mynni Fáskrúðsfjarðar rís
falleg klettaeyja úr hafi. Það er
Skrúðurinn. Að sumrinu er hann
Elsta, en um leið nýjasta, hótel bæjarins
HÓTEL
KEA
býður yður
velkomin.
Nú er lokið stækkun og algjörri endurbyggingu hótelsins og bjóðum
við nú upp á stórglæsileg herbergi, öll með sér baðherbergi, síma,
útvarpi og sjónvarpi.
Höfðaberg: Veitingasalur með úrval sérrétta.
Súlnaberg: Matstofa með úrval veitinga á sann-
gjörnu verði.
Bjóðum einnig upp á fullkomna aðstöðu fýrír
hverskonar funda- og ráðstefnuhald svo og fýrír
matarhópa, veislur og aðra mannfagnaði.
Verið ávallt velkomin.
-SIMI-
22200
skemmtilega grænn, því í hlíð-
um hans verpa þúsundir fugla
sem útvega jarðveginum nær-
ingu við hæfi. Eggja- og fugla-
taka var líka kærkomin búbót í
vorsulti bændanna í kring. Þeir
nýttu eyna einnig til beitar fyrir
kindur sínar, héldu út með þær
á haustum og sóttu bak jólum.
En það brást ekki að þá vantaði
vænsta sauðinn í hópinn.
Eitt sinn er Guðmundur góði
var eystra í visitasíuferð og
vígði vötn og brunna og batt
orminn undir fossinum í Lagar-
fljóti, gist hann að Hólmum.
Bað prestur hann að vígja
Skrúðinn. Nóttinasömudreymdi
biskup að maður mikill vexti og
skrautbúinn kæmi til sín og
segði: „Farðu ekki að vígja
Skrúðinn, því ég hef mikið að
flytja og á erfitt með flutninga
enda muntu ekki fleiri ferðir fara
farir þú til byggða minna að
gjöra mér mein.“ Yfirgaf þá
biskup vígsluferð sína í
Skrúðinn.
Eitt sinn bar það svo til að
Kolfreyjustað í Fáskrúðsfirði að
dóttir prestsins hvarf svo enginn.
vissi og fannst ekki hvar sem
leitað var. Nú var leit hætt um
síðir. Eitt sinn þegar menn
voru í Skrúðnum gengu þeir í
helli sem þar er. Einn þessara
manna er Þorsteinn hét var
kvæðamaður og fór að kveða í
Jesúsrímum, en þegar hann var
búinn að kveða nokkur erindi
heyrðu þeir að sagt er innar í
hellinum: „Nú er konu minni
skemmt, en ekki mér.“ Þor-
steinn svarar: „Hvað viltu láta
kveða?" Honum eraftursvarað:
„Andrarímur þykja mér fallegast-
ar.“ Þorsteinn fór að kveða úr
þeim, en þegar hann er búinn
að kveða stundarkorn þá er
aftur sagt: „Viltu graut Steini?"
Hann játti því. Þá er rétt í
gegnum járngrindur, sem voru
innarlega í hellinum, stór ausa
með heitum graut. Þótti þeim
allgott til átu.
Nú líður þar til um morguninn
að þeir komast úr eynni og fóru
í land og sögðu frá þessu. Þá
þóttust menn vita hvar prestdótt-
ir mundi vera, en fáum árum
seinna einn morgun kom prestur
út á Kolfreyjustað; stóð þá lík-
kista í kirkjugarðinum. Prestur
gekk að kistunni og sló hana
upp. Þar þekkti hann dóttur sína
framliðna og sá líkur til að hún
mundi hafa dáið af barnsförum,
en meðan hún var jörðuð stóð tröll-
karl utan við kirkjugarðinn grát-
andi. Þegar búið var að jarða sáu
menn hann ganga eins og á
skíðum fram í Skrúðinn, en
síðan hefur ekki orðið vart við
hann.
Svona voru nú sögurnar af
bóndanum í Skrúðnum.
Jökulsá á Brú
Nú á dögum bíla og brúa gera
menn sér trautt grein fyrir því
hve gífurlegir farartálmar hinar
ýmsu ár landsins hafa verið
gegnum tíðina. Jökulsá á Brú er
ein þessara farartálma. Jökla,
eins og heimamenn kalla hana
í daglegu máli, er hvergi reið
svo menn urðu að hafa önnur
ráð til að komast yfir hana.
Skaparinn var þó svo forsjáll að
brúa ána með steinboga á móts
við bæinn Brú sem reyndar, líkt
og áin ber nafn sitt af þessu
náttúruundri. Yfir hana lá þjóð-
leiðin til forna, en brúin féll í
Kláfur, ferðatæki til forna.
VELKOMIN
í VÍÐIGERÐI
í VÍÐIDAL
miöja vegu milli Brúar og Blönduóss, viö þjóöveginn
BIFREIÐAVERKSTÆÐI OG SÖLUSKÁLI
Bifreiöaverkstæöiö veitir alhliöa bifreiöa- og hjólbaröa-
þjónustu. Nýr og endurbættur veitingaskáli býöur upp á
Ijúffengar veitingar.
Opið alla daga kl. 9:00 til 23:30
Seljum veiöileyfi í Hóp, Vestur-Hóp og fleiri staði
VÍÐIGERÐI SF