Tíminn - 26.07.1986, Blaðsíða 9
FERÐABLAÐ TÍMANS
Tíminn 9
Horft af Námaskarði, en í Námaskarði voru dýrmætar brenni-
steinsnámur.
Jöklu á 16. öld.
Sagt er að þýskir kaupmenn
hafi þá gefið efni til brúargerðar
og sagt fyrir um hvar ný mann-
gerð brú ætti að standa. Það var
árið 1564 og var þingstaður
Jökuldælinga settur við hana.
Þessa brú tók af í jökulhlaupi
árið 1625 en var endurbyggð
eftir það. Brúin á Jökulsá var
lengstum eina brúin á íslandi.
Skrímsl hefur sést í Jökulsá
ofan við brúna. Það skal vera
nokkuð stærra en hestur, svart
að lit en líkast í vaxtarlagi ís-
lenskum bát.
Annars staðar voru byggðir
kláfar eða drættir yfir ána og
voru þeir nánast við hvern ein-
asta bæ um síöustu aldamót.
Þessi sem myndin er af er við
bæinn Eiríksstaði. Þessmágeta
að lokum að Jökulsá á Brú er
einnig kölluð Jökulsá á Dal.
Námaskarð
Gullnáma
Danakonungs
Þó ekki hafi fundist gull og
gimsteinanámur á íslandi, þá er
ekki þar með sagt að hér hafi
ekki verið námagröftur. Eins og
nafnið Námaskarð ber með sér,
þá er greinilegt að svo hafi verið.
Þar var unninn brennisteinn sem
notaður var í púðurframleiðslu
Danaveldis, enda ekki vanþörf á
í þeim óróleika er sífellt hrjáði
Evrópu á sextándu öld. Um
brennisteinsnám ritaði Oddur bi-
skup Einarsson í íslandslýsingu
sína, einhvern tíma í kringum
árið 1588:
„En hvernig sem háttar ann-
ars með málmana, þá má sann-
arlega segja, að fyrir einhverja
leynda ákvörðun náttúrunnar
eru þeir svo rækilega faldir, að
menn fá ekki unnið þá, að
undanteknum brennisteininum.
En meira að segja hann er
miklum vandkvæðum bundið að
grafa og ótrúlegt strit, einkum
nú á tímum, þar sem nú í full 40
ár eða svo hefur mikill mann-
fjöldi sundurgrafið og höggvið
fjöll þau á norðanverðu landinu
sem miklar gnægtir voru af fjár-
sjóði þessum. Því erupphaflega
var tekið að safna honum í þarfir
Danaveldis, voru árlega send til
íslands tvö eða þrjú flutninga-
skip, sem fluttu margar lestir af
brennisteini frá norðurströnd-
inni.“
Námavinnsla þessi hefur
greinilega verið mikill þrældóm-
ur og iila launaður því Oddur
ritar einnig í umvöndunartón:
„Eru þessir vesalingsmenn
að nálega nótt sem dag við að
ryðja til jarðveginn ... og þar
sem veslings bændurnir geta
ekki gert þetta öðruvísi en með
miklum tilkostnaði og fyrirhöfn,
þar sem hvorki mönnum né
hestum er hlíft, ættu kaupmenn
að sínu leyti að láta þá njóta
þess og leggja þeim til hinar
nauðsynlegustu vörur, það er
að segja korn, eir, járn kopar
o.s.frv., undanbragða- og refja-
laust, en troða ekki upp í þá
öðrum síður nauðsynlegum
varningi í þeirra stað.“
ANING
VIÐ HRING VEGINN
Kaupfélag Skaftfellinga býður ferðafólk velkomið til Vestur-
Skaftafellssýslu og veitir því þjónustu:
Víkurskáli
Matvörur - ferðavörur - sportvörur -
Ijósmyndavörur - bensín - olíur
o.m.fl.
Góð hreinlætisaðstaða
Víkurgrill
Ljúffengar veitingar alla daga.
Gisting
Hótel, sem er opið allt árið og sumar-
húsin Víkursel
Bifreiðastæði
Almennar viðgerðir - smurstöð -
hjólbarðaviðgerðir og sala
A Kirkjubæjarklaustri:
Skaftárskáli
Flestar vörur er ferðafólk þarfnast
Verslun
Allar algengar neysluvörur
Verið velkomin
á félagssvæði
okkar
Kaupfélag Skaftfellinga
Vík og Kirkjubæjarklaustri
Hótel Reynihlíö
viöMývatn
Kynnistfegurð Mývatnssveitar.
Dveljist að Hótel Reynihlið.
Opiö frá kl. 8.00 — 23.30 alla daga
vikunnar
Sími 96-44170
Feröamenn, félög,
samtök —
Bjóöum gistingu og veitingar og
margháttaða fyrirgreiöslu fyrir
einstaklinga, hópa og ráðstefnur.