Tíminn - 26.07.1986, Blaðsíða 18
18 Tíminn
FERÐABLAÐ TÍMANS
0[ ERNIR P
ÍSAFIRÐI-SÍMI94-4200
Fljúgum alla virka daga á:
Suðureyri - Flateyri - Þingeyri
Bíldudal - Patreksfjörð
Áætlunarflug á Ingjaldssand - Reykjanes
og í Djúpið.
Alhliða flugþjónusta
Áætlunar-, leigu-, fragt- og sjúkraflug
HAGSTÆTT VERÐ í MILLILANDAFLUGI
FLJÚGUM Á ALLA STAÐI í EVRÓPU
lleynslan hefur sannað — og mun sanna yður framvegis — að
hagkvæmustu viðskiptin
gerið þér ávallt hjá kaupfélaginu.
Seljum allar fáanlegar nauðsynjavörur á hagstæðu verði.
Kaupum islenzkar framleiðsluvörur.
Tryggingaumboð fyrir Samvinnutryggingar og Andvöku.
Greiðum hæstu vexti af sparifé i innlánsdeild vorri.
Það eru hy ggindi — sem i hag koma—að skipta við
kaupfélag Steingrfmsf jarðar
HÚLMAVÍK
OG DRANGSNESI
í ríki Báðar
Snæfellsáss
Ef ætlunin er aö skoöa fjöl-
breytt og stórfengilegt landslag,
en tíminn er naumur, þá eru fáir
staöir heppilegri en Snæfells-
nes. Það má aka hring um nesið
og skoöa marga merka og fal-
lega staði á t.d. góöri helgi.
Gimsteinn nessins er aö sjálf-
sögöu hinn tignarlegi Snæfells-
jökull, sem sagöur er geisla af
krafti. Þar lét Jules Verne vera
inngang í iöur jaröar í sögu sinni
Leyndardómar Snæfellsjökuls.
En þaö er ekki skrýtið aö
jökullinn geisli af duldum krafti.
Báröur Snæfellsáss er nam land
á utanveröu Snæfellsnesi, gekk
í jökulinn og hefurveriö verndar-
vættur Snæfellinga síöan. Bárö-
ur átti vingott viö skessuna Hít,
þá er bjó í Hítardal og dalurinn
er nefndur eftir. Báröur var af
tröllaættum í fööurætt og var
fjölkunnugur mjög. Um hann má
lesa í Bárðarsögu Snæfellsáss,
einni allra skemmtilegustu ís-
lendingasögunni.
Horfðu í þessa
egg egg
Þegar feröast er um Snæfells-
nesiö er ekki úr vegi aö ganga
fram á brún Þúfubjarga, sem er
rétt austan viö Lóndranga. Þar
sátu þeir félagar Kolbeinn jökla-
skáld og Kölski og kváöust á.
Kölski geröi fyrri partana fyrri
hluta nætur en Kolbeinn seinni
hluta nætur. Hver sá er ekki
gæti botnað vísu hins skyldi
steypast ofan af bjarginu og
vera þaðan í frá á valdi hins.
Kolbeinn botnaöi allar vísur
kölska fyrri hluta nætur, en þeg-
ar Kolbeinn tók upp hníf úr vasa
sínum og hélt honum fyrir fram-
an glyrnurnar á kölska svo eggin
bar viö tungliö og sagöi um leiö:
„Horfðu í þessa egg egg
undir þetta tungl tungl. “
Þá varö kölska orðfall og
sagði: „Það er ekki skáldskapur
aö tarna, Kolbeinn." En Kol-
beinn botnaöi vísuna og segir:
„Ég steypi þérþá með
legg legg
lið sem hrærir ungl-ungl. “
En þegar kölski heyrði þetta
beiö hann ekki boðanna og
steyptist ofan fyrir bjargiö í eina
brimölduna og bauð ekki Kol-
beini í kappkvæði eftir þaö.
Fróðárundrin
Á Snæfellsnesi er, eins og
alls staðar á íslandi, fjöldinn
allur af athyglisveröum stööum.
Viö ætlum hins vegar aö staldra
viö á Fróöá, sem nú er reyndar
komin í eyði. Fróöá er á noröan-
veröu nesinu, skammtfráólafs-
vík. Þar gerðust þau undur kring
um áriö 1000, aö yfir bæinn
gekk dökkt ský og rigndi úr því
blóði. Var þaö upphaf dularfullra
atburöa er nefnd hafa verið
Fróöárundrin. Þar sveif uröar-
máni um veggi og hús og boðaði
mannskaöa, enda stóö ekki á
því, menn frá Fróöá fórust vof-
eiflega af slysförum, aðrir tóku
sótt og létust. Sjódauöir menn
gengu til langelda og aðrir dauð-
ir risu úr gröfum sínum. Eitt sinn
kom selhöfuð upp úr eldgrófinni'
og skimaöi um sali. Þótt þaö
væri barið meö járndreps-
sleggju, þá hristist aðeins höfuö-
iö og hélt áfram aö skima. Þaö
var aö lokum slegið niður í gólfið
meö sleggju líkt og hæl í jöröu.
Furðuleg rófa gægöist út úr
skreiðarbing, en stóö föst er
menn tóku aö toga í hana.
Hvarf hún svo þegar menn rót-
uöu í skreiðinni. Fróðárdraugar
uröu 16 og sátu sem fastast í
bænum uns haldinn var yfir
þeim dyradómur líkt og alþingis-
dómur. Þá hurfu þeir á braut.
Bærinn var ausinn vígöu vatni
og helgir dómar bornir um. Eftir
þaö bar ekki meira á undrum
þessum.
Tungulækurog
Lækjar-Jón
Þegar haldiö er frá Borgarnesi
vestur á Mýrar er farið yfir læk
einn er Tungulækur heitir. Hon-
um tengist saga.
Um miðja síðustu öld gerðist
það slys á Litlubrekku, skammt
frá Tungulæk, aö stráklingur
nokkur, Jón, þungaði systur
sína. Þegar fóreldrar hans kom-
ust að þessu, þá uröu þau að
vonum hrygg og reið og veittu