Tíminn - 26.07.1986, Blaðsíða 16

Tíminn - 26.07.1986, Blaðsíða 16
SVONA GefíUM VtÐ 16 Tíminn FERÐABLAÐ TÍMANS Ferðomenn Verið velkomin ó félogssvæði okkor Spákonufell. Þar sat Þórdís og kembdi hár sitt með gullkambi. Hjá okkur fáið þið flest er ykkur vanhagar um á ferðalagi/ og veitingaskáli okkar býð- ur upp á: ýmsa heita smárétti, smurt brauðog kökur, kaffi, öl,gosdrykki, tóbak, sælgæti og margt fleira. Koupfélag LANGNESINGA Þórshöfn - Dakkafirðí á\^ c\úQ er FLUGLEIÐIR Þórdís á Spákonufelli Sagnir af Skagaströnd í Kormákssögu segir „Kona hét Þórdís og iila lynd. Hún bjó aö Spákonufelli á Skaga- strönd.“ Um Þórdísi þessa er haföi viðurnefni spákona, eru til skemmtilegar sögur. Hún haföi mjög dálæti á klettaborg þeirri er stóö ofan viö bæ hennar, enda er hún mjög tignarleg aö mestu úr stuölabergi. Þórdís nefndi hana Spákonufell eftir sér og bæ sínum. Sagt er aö hún hafi gengið á hana dag hvern og notið útsýnis yfir bæ sinn og alla Skagaströndina, út á Skaga og inn til dala og yfir til Hornstranda, yfir þveran Húna- flóa. Þar sat hún löngum og kembdi hár sitt meö forláta gull- kambi. Þórdís lenti í deilum viö síra Eirík á Hofi út af forláta kind hans, Grákollu, sem sótti mjög í hagana í Sþákonufelli. Þaö kom aö því aö Þórdis missti þolinmæðina og hrygg- braut Grákollu með stóru bjargi er hún fleygði ofan af hömrunum á Spákonufelli. Síra Eiríkur á Hofi hugöi á hefndir og kallaöi til sín smala- mann sinn og biöur hann aö fara meö hann suður á Spákonu- fellsborg og sæta því lagi aö láta hann falla vestur af fjalls- eggjunum, svo aö hann komi á bak Þórdísi, þegar hún sé sest þar að greiöa hár sitt. Smalinn fór svo sem orestur bauö honum. En þegar hann lét vett- linginn falla, kom hann lítiö eitt á eggjarnar á fjallinu, og varð af því skruðningur nokkur. Þá sá smalinn, að Þórdís leit uppfyrir sig og sá hann þá í augu henni, en viö þaö leið yfir hann á bjargbrúninni, og lá hann þar í ómegi lengi dags. En þegar hann raknaöi viö, sá hann, að Þórdís lá dauð undir hömrunum. Haföi vettlingur prestsins oröiö að þungum kletti á leiðinni niöur og hryggbrotið hana. Það er sagt um Þórdísi, aö hana hafi grunað, aö hún mundi eiga skammt eftir, þegar hún var búin aö drepa Grákollu. Hafi hún því tekið kistu sína, sem allar gersemar hennar og auð- æfi voru geymd í, farið með hana upp í Spákonufell og sett hana þar á klettahillu fram í hömrunum meö lykilinn í skránni og sagt aö sú kona skyldi eignast kistuna, sem væri svo uppalin, að hún hvorki væri skírö í nafni heilagrar þrenning- ar né nokkur góöur guöstitill kenndur, og mundi þá gripirnir liggja lausirfyrir henni. En öllum öðrum skyldi sýnast kistan klett- ur einn og bergsnagi fram úr þar sem lykillinn væri, og svo lítur hún út enn í dag. Hollenskt strandhögg í dag nefnist klettaborgin Spákonufellsborg óg höföinn undir henni Spákonufellshöföi. Þar undir hlíöum stendur kauptúniö Höfðakaupstaður eöa Skagaströnd. Þaö er merki- legt af ýmsu. Þar hefur veriö verslunarstaöur frá alda ööli og versluðu þar bæöi Englendingar og Þjóöverjar þar til einokunar- verslun var komiö á fót áriö 1602. Þá var staðurinn gerður aö kaupstað. Árið 1696 gerðu hollenskir sjóræningjar strand- högg á Höföa brutu upp verslun- arhús og höföu á brott meö sér varning aö verömæti þrjúþús- und gulldala Landsmenn stóöu óttaslegnir hjá og veittu ekki nokkurt viönám, enda næsta víst aö þá hefðu höfuö fokið. Galdrar á Vestfjörðum Þaö hefur fariö þaö orö af Vestfiröingum aö þeir hafi veriö rammgöldróttir, í þaö minnsta hafa ýmsir þeirra kunnað meira fyrir sér en flestir aörir. Hvaö sem því líður þá var o$s*$nr af liríutf" vegímmi Djöfullinn birtist í tófulíki og tældi menn sér til fylgilags.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.