Tíminn - 03.08.1986, Qupperneq 9

Tíminn - 03.08.1986, Qupperneq 9
Sunnudagur 3. ágúst 1986 Tíminn 9 f ar og munu hverfa á ný, - í þetta sinn að eilífu. Horfin borg hefur lotið í lægra haldi í lokabaráttu sinni við tímans tönn. Tímans tönn Á þessum fimmtán öldum sem liðið hafa fram til ársins 1970 hafa um 6 tíunduhlutar róm- versku borgarinnar orðið eyði- leggingunni að bráð, - þó mest á 19. öld ogfyrrihluta þeirrar20. Upp frá því hefur eyðingunni hraðað ógnvænlega, því að um 15% í viðbót hafa skemmst er stórvirkar vinnuvélar grófu upp leifarnar og færðu í burtu, því að rústirnar hömluðu nútíma byggingaframkvæmdum. Frá 1974 hafa veggir, gólf og aðrar leifar um 400 til 500 róm- verskra húsa og bygginga verið merkt á kort og rannsökuð að hluta eða öllu leyti af fornleifa- fræðingum og sérfræðingum í rómverskri byggingarlist. En húsin hafa öll, að undan- skildum átta byggingum, sem rétt þótti að halda, verið rifin og skemmd og þeim ekið úr borg- tnn á ruslahaugana. Þyrftu Lundúnir hinir nýju ekki á auknu byggingasvæði að halda, hefði verið hægt að halda eftir heillegum um 50 húsnm af þeim sem uþp voru grafin. Þríhyrningurinn Ógnvænlega ör uppbygging miðborgar Lundúna, en til hennar verður samtals varið um 250 milljónum punda á næstu fimm árum, hefur orðið efnivið- ur í smásögu og nokkuð óvenju- legrar útleggingar á þríhyrnings- minninu. Þrír aðalhóparnir í þessu „sambandi" em fomleifafræðing- arnir, nútíma verkfræðingar - og fornir Rómverjar! Fornleifafræðingarnir, sem hafa komið á fót sérstakri „björgunarsveit“, hafa fyrst og fremst áhuga á að grafa upp rústirnar, athuga þær og rann- saka - en sú hugmynd að varð- veita stóran hluta bygginganna og forna rómverska múrveggi fyrir almenning að skoða er þeim ekki hugleikin. Þá er sér- staklega tekið með í reikninginn skortur á ríkisstyrkjum til slíkra framkvæmda og sú viðleitni fornleifafræðinga að troða ekki verkfræðingunum um tær. Hinsvegar hafa iðnaðar- mennirnir komið þannig til móts við fornleifafræðingana, þótt þeir séu venjulega ekki hrifnir af varðveislu gamalla bygginga, að leyfa uppgröft rústanna og rann- sökun áður en þeir sjálfir hefja framkvæmdir. Samstarf fomleifafræðinganna og verkfræðinganna er mikil- vægt fyrir fornleifarannsóknirn- ar - en endar yfirleitt með algjörri eyðileggingu l'ornleif- anna sjálfra. Það sem eftir verður eru ná- kvæmar skrár, ljósmyndir og teikningar í spjaldskrá fornleifa- fræðinga og þúsundir sýnishorna af rómversku handverki, svo sem leirkrukkum og málmhlut- um ýmiss konar. Öllu hent á haugana Hafi almenningur einhvern áhuga á að virða fyrir sér róm- versku Lundúni, eins og hún áður leit út, verður hann fyrir vonbrigðum. Því er sérstaklega um að kenna kostnaði við við- hald og flutning rústanna og leifanna á hentugri stað, hvikul lóðaviðskipti og breytilegt verð á landssvæðum og áhugaleysi fomleifafræðinga á að varðveita fornar leifar, þá búið er að rannsaka þær. Árið 1981 gerðu fornleifa- fræðingar stórkostlega upp- götvun er þeir fundu og grófu upp rómversku hafn- armannvirkin við Thames. Maximinus Thrax, hermaður sem var 2,5 metri á hæð, varð keisan (235-38) en var myrtur ásamt syni sinum af eigin liðsmönnum í hernum. (Kapitolsafnið í Rómaborg) Gullmynt með mynd Dioc- letians keisara sem var uppi á seinni hluta annarrar aldar og réð því yfir Londonium. (British Museum) Nákvæm teikning lista- mannsins af fornu markaðs hverfi Lundúnaborgar. Rúmlega 400 rómverskar byggingar hafa verið rifnar í Lundúnum frá árinu 1974 og þar af voru 40% rústir heimila, 20% voru skipahafnir og leifar vöru- húsa, 20% voru hús utan um ríkisstofnanir, hof og hallir og 20% voru leifar lítilla verk- smiðja. Höfnin fundin Stórkostlegasti fundurinn er sjálfsagt rómverska höfnin í Lundúnum. Að minnsta kosti 250 tonn af ágætlega varðveittum viðar- bryggjum voru grafin upp og skráð af fornleifafræðingum - en að hluta til vegna skorts á fjármagnsstuðningi varð að henda um 99% leifanna upp á pallbíla og aka þeim á rusla- haugana fyrir utan borgina! Lundúnir eiga upphaf sitt að rekja til Rómverja og óbeint til víkinga, sé tekið mið af uppgötv- unum síðari ára. Lundúnir - eða Londonium á latnesku - var stofnuð af Róm- verjum í kring um árið 50. Árið 60 var hún brennd til grunna af uppreisnarsinnuðum Bretum undir stjórn hinnar frægu drottn- ingar Boudica. Að lokinni enduruppbyggingu borgarinnar blómstraði borgarlífið og íbúar töldu um 30.000 manns. Árið 410 hélt rómverski her- inn á brott af Bretlandi til að verja heimsveldið gegn árásum villimanna. Stærsti suðurhluti Bretlands varð því á skömmum tíma tekinn herskildi af germ- önskum þjóðum og Lundúnir urðu yfirgefin borg og þá hófst hólmganga hennar við beitta tönn tímans, sem nú loksins virðist hafa haft betur. Utan við borgarmúrana þró- aðist nýtt germanskt samfélag, þar sem hatrammir víkingar vel girtir vopnum réðust til atlögu árið 870 og settust að með germönum. Sextán árum síðar, 886, tókst að vinna á víkingun- um og þeir voru flæmdir á brott. Þá réð Alfreð konungur, sem var engilsaxi, að Lundúnir skyldu endurbyggðar, þar sem gamlir rómverskir borgarmúrar yrðu ágætt skjól gegn óþjóðalýð sem víkingum. En tíminn tekur sinn toll og rómverska borgin hvarf smátt og smátt undir stræti Lundúna- borgar þar sem hún hefur legið svo að segja óhreyfð fram á okkar dag. En svo fór að lokum að hennar skapadægur rann upp á gervihnattaöld. Sverð og vopn hinna fornu Rómverja megna sín lítils gegn stórvirkum vinnuvélum verk- fræðinga Lundúnaborgar þessa síðustu tíma. Meðal þeirra fáu og dreifðu rómversku rústa sem munu standa eftir um sinn í Lundúnum mega áhorfendur sjá helgihof Miþrasar, mósaiklagðar gang- stéttir, stuttan bút borgarmúr- anna og leifar rómversks gufu- baðs. Sýning á uppgötvunum og leifafundum fornleifafræðinga í Lundúnum verður frá 9. sept- ember nk. til 1. febrúar 1987, í Museum of London í miðborg- inni. Fjöldi áhugaverðra og stór- kostlegra muna, sem metnir eru á 10 milljónir sterlingspunda og hafa verið grafnir upp úr bygg- ingagrunnum Lundúna síðustu 15 ár verða þar til sýnis. -þj

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.