Tíminn - 03.08.1986, Qupperneq 10
10 Tíminn
Sunnudagur 3. ágúst 1986
Brasilía:
Glæpafaraldur
orðinn að
ógnaröld
Síðustu vikur hafa þúsundir
Brasilíubúa farið í mótmæla-
göngur í borgum landsins til að
mótmæla ofbeldisöldu sem riðið
hefur yfir landið og hitt fyrir
ríka jafnt sem fátæka. Fyrir
skemmstu gengu þannig 2000
syrgjendur um hið ríka Ipanema
hverfi í Ríó de Janeiró og kröfð-
ust aðgerða til að binda enda á
víðtæk offbeldisverk, mannrán
morð ng y'öpnuð rán og innbrot,
sem eru orðin daglegir viðburð-
ir.
Mótmælendurnir höfðu áður
verið viðstaddir útför 21 árs
gamallar stúlku, Denise Beno-
liel sem hafði veriðrænt og hún
síðan myrt af gæslumönnum
sínum í auðmannahverfi þar sem
hún bjó ásamt foreldrum sínum.
Faðir hennar, Samuel Beno-
liel, lýsti því yfir að morðið yrði
að skrifa á reikning ónógrar
löggæslu og vægra refsinga fyrir
hroðalega glæpi. „Við verðum
að binda enda á þessa ógnaröld.
I þetta skipti vona ég að um-
vandanir reiðs föður nái eyrum
yfirvalda,“ sagði hann.
klílþ 11rv iJvuiot JLíV^llU”
liel fannst þar sem það hafði
verið skilið eftir á auðu svæði
var haldin önnur mótmælaganga
í millistéttarhverfi vegna 14 ára
gamals drengs sem hafði verið
kastað út um glugga úr íbúð á 6.
hæð ári áður. Á borðum sem
bornir voru fyrir göngunni gat að
líta bæn um að „dætur okkar
verði ekki myrtar og synir okkar
verði ekki morðingjar."
Líkamsárásir, vopnuð rán, og
skipuleg rán í fjölbýlishúsum,
oftlega með þeim hætti að dyra-
verðir eða íbúar eru teknir sem
gíslar, eru daglegir viðburðir í
Río, Sao Paulo og öðrum
stærstu borgum Brasilíu.
Opinberár töiur um fjöiáa
glæpa í landinu hafa ekki verið
gefnar út, en blaðið O Globo
segir nýverið að samkvæmt ör-
uggum heimildum innan stjórn-
kerfisins hafi alvarlegum glæp-
um fjölgað um 170% síðustu 5
árin.
Forseti lögreglusamtaka
gæðanwve&^
Þæreru meiriháttargóðarnýju Goðapylsumar á grilliðeð’ípottinnogsvo
og bragðið þaðhrífur
líka í veislumar
=2 t=F= m*rr * * * T ~ é j , mm rr T' f
j j --= U u u U I—1— 7 J L-1
fátækrahverfunum er uppspretta ofbeldisins. Mvndin svn.ir
nokkra vandræðaunglinga í fangöisisgarðl i Sao Paulo, mestu
giæpabörg Brasilíu.
landsins, Alvaro Concedo hefur
skrifað bréf til yfirvalda þar sem
hanri'heitir á þau að verja auknu
fé til að berjast gegn glæpum í
Ríó, þar sem hann segir 10 lög-
reglumenn hafa verið drepna við
skyldustörf á einum mánuði.
Dómsmálaráðherrann, Paulo
Brossard hefur skýrt erlendum
fréttamönnum í Brasilíu svo frá
að ofbeldið í landinu verði
meginviðfangsefni ráðuneytis
hans á næstunni. Og meira en
það. Skoðanakannanir sem
gerðar voru fyrir kosningar í
landinu sýndu að ofbeldið var
það sem olli íbúunum mestum
áhyggjum sem þeim stóð mestur
stuggur af þegar þeir litu til
framtíðarinnar.
„8. júní s.l. rændu vopnaðir
menn 5 banka í Ríó á jafn
mörgum tímum. Öryggisvörður
var skotinn til bana þegar hann
reyndi að hindra rán.
Skömmu seinna eða 3. júlí fór
hópur sjónvarpsmanna ásamt
lögreglumönnum inn í fátækra-
hverfi þar sem lagt var til at-
lögu við flokk bankaræningja.
Þeir kvikmynduðu skotbardaga,
þar sem tveir menn úr hinum
meinta ræningjaflokki féllu. Fá-
tækrahverfin í stórborgum
Brasilíu eru nánast fyrir utan
áhrifasvæði löggæslunnar í land-
inu. Pannig varð lögregla nýlega
að horfa aðgerðarlaus upp á það
að eiturlyfjasali, sem tekist hafði
að flýja á þyrlu með eftirminni-
legum hætti hélst við í fátækra-
hverfi, varinn af vopuðum líf-
vörðum. Lögreglunni tókst ekki
að handtaka hann fyrr en hann
hafði verið fluttur á sjúkrahús,
illa særður eftir skotbardaga.
Lögregla fer ekki inn í fá-
tækrahverfin nema við alvæpni.
í síðasta mánuði voru 5 ung-
menni sem grunuð voru um
eiturlyfjasölu skotin til bana í
einu slíku hverfi í Ríó. Heimild-
um ber ekki saman um hvort
ungmennin voru vopnuð eða
ekki.
Lögreglan liggur undir stöð-
ugri gagnrýni fyrir að vera ekki
sérlega vönd að meðulum. I
mótmælagöngu í Río fyrir
nokkru var vakin athygli á morði
á stúlku á táningsaldri. Sá sem
grunaður er um morðið er lög-
reglumaður, sem einnig sætir
rannsókn vegna gruns um fleiri
manndráp.
2. júlí var ungur piltur skotinn
til bana í fátækrahverfi í Ríó.
Pilturinn hafði lofað að bera
vitni fyrir rétti til að staðfesta að
13 ára stúlka hefði fallið fyrir
kúlu lögreglumanns. Sjónar-
vottar að morðinu á piltinum
staðhæfa að þar hafi lögreglu-
þjónar verið að verki.
Lögreglan skellir skuldinni
hins vegar á ónóga aðstöðu og
óvirkt dómskerfi. Við jarðarför
tveggja lögreglumanna sem
vegnir höfðu verið í starfi sagði
formaður lögreglusamtaka í
ræðu að yfirvöld hefðu lokað
augunum fyrir vandanum. Hann
sagði að lögreglan hefði verið
skilin eftir áhrifalaus í barátt-
unni við glæpi og ofbeldi. í
þessu sambandi bar hann
þyngstum sökum hinn vinstri
sinnaða ríkisstjóra, Brizola. Sá
vísar gagnrýninni á bug og skell-
ir skuldinni á fjármálastefnu
ríkisstjórnarinnar. Dómsmála-
ráðherra kastar boltanum aftur
til baka og segir Brizola skorta
fé til alls annars en að auglýsa
sjálfan sig.
Stærsti stjórnarandstöðu-
flokkur landsins, iJafnaðarmanna-
flokkurinn, mun hafa lög og
reglu ofarlega á málefnalista sín-
um fyrir kosningarnar til sveitar-
stjórna og þings sem verða í
nóvember. Einkum á þetta við
um Ríó, þar sem Vs hluti íbú-
anna hefur á einn eða annan
hátt orðið fórnarlamb ofbeldis.
En almenningur hefur þegar
glatað trúnni á að yfirvöld ráði
við ofbeldið og er farinn að
grípa til eigin ráða. Grannar
sameinast um að ráða vopnaða
menn til að gæta húsa sinna, og
sérstakar sveitir borgara hafa
verið myndaðar til að vakta hús
og strendur með vopnum.
Sala löglegra vopna til einka-
nota hefur stóraukist og eigend-
ur verslana eiga í erfiðleikum
með að fullnægja eftirspurninni.
Órói almennings braust fram í
fjölda mótmælaaðgerða og opn-
um bréfum til yfirvalda.
Næstum daglega er greint .frá
því í blöðum í landinu að morð
í hefndarskyni séu framin á
götum stórborganna. Ljóst er
því að hverjir sem kunna að
bera sigur úr býtum í kosningun-
um í haust eiga erfið verkefni
fyrir höndum, ætli þeir að stilla
til friðar í landinu.