Tíminn - 03.08.1986, Síða 6
6 Tíminn
SKRÆLINGJAR
TUGGÐU COCALAUFIN.
Hungur og þorsti hverfa við
neyslu kókaíns og eifið-
isvinna verður mönnum létt-
bærari. I laufblöðunum eru
kalk, fosfór, A, B og E víta-
mín.
Sunnudagur 3. ágúst 1986
Kókaín
Grasið sem
í Perú lifa 30.000 fjölskyldur
á ræktun kókajurtarinnar. Á
Vesturlöndum verða hundruð
þúsunda að aumingjum eða
deyja vegna neyslu þessarar
sömu jurtar. Lífshættulegt kók-
aínið streymir inn í löndin og
læknarnir eru farnir að óttast að
þetta eiturlyf verði mesti vandi
næstu áratuga.
Þar sem fyrir 10 árum voru
gerð upptæk fáein grömm þar
finnur nú lögreglan eitrið í kílóa-
tali hjá eiturlyfjaneytendum og
sölumönnum kókaínsins.
Efnið er rándýrt, nálægt 15
þús. ísl. kr. grammið. Ekki láta
neytendur þess það á sig fá.
Áhrif eitursins valda því að
neytandanum finnst hann. vera
öllum snjallari. Einstakir hópar
fólks lifa í þessari blekkingu
þangað til hið óraunverulega
ástand verður fastur þáttur í
daglegu lífi þeirra.
Einkum er það efnað fólk sem
byrjar á að reyna eitrið. í þess-
um hópum eru gjarnan þeir
ungu, fallegu og ríku, sem
skemmta sér á diskótekum og
telja sig meðal listamanna.
En kókaínið er á engan hátt
meinlaust heldur er það hræði-
lega vanabindandi. Læknar hafa
miklar áhyggjur vegna hins sí-
vaxandi fjölda sem er orðinn
geðveikur vegna ofnotkunar
kókaíns. í>ó hefur þetta eitur
ýmsa kosti, ef kosti má kalla,
sem eru þekktir meðal fólks sem
ekki er í hinum venjulegu ræfla-
hópum þeirra sem eru orðnir
eiturætur. Kókaínið hefur ekki
sömu annmarka og t.d. morfín
og heróín. Kókaín er hægt að
taka í nefið, þar þarf ekki dælur
sem spýta beint í æð.
Kókaín er hvítt duft úr litlum
kristöllum. Þessvegna kalla eit-
urætur efnið sín á milli snjó. Það
er lyktarlaust en beiskt á
bragðið. Kókaíninu er oft
smyglað frá Bólivíu, Cólumbíu
og Perú til Amsterdam. Þaðan
er eitrinu dreift um allt. Mesta
hætta sem fylgir kókaíni er hve
vanabindandi það er, þó þess
hafi ekki verið neytt nema
skamman tíma.
Vanabindandi þýðir að neyt-
andinn þykist alls ekki geta án
eitursins verið og áhrif þess
verða honum lífsnauðsyn sem
hann svífst einskis við að full-
nægja. Honum finnst víman
vera hið eina sem er nokkurs
virði.
BÆNDUR í PERÚ VIÐ
„SNJÓUPPSKERU. Perú,
Bólivía og Kólumbía anna
allri eftirspurn Bandaríkj-
anna eftir kókaíni. í Perú er
uppskera coca-laufanna
mest.