Tíminn - 03.08.1986, Side 18
18 Tíminn
Svanfríður Hagwaag
Súpupotturinn
Súpur - sumir vilja þær heitar, aðrir vilja þær kaldar. Það er fátt
eins gott og matarmikil heit súpa á köldum vetrardegi eða köld
ávaxtasúpa á góðum sumardegi. Notið súpur í hádegismat, eða
kvöldmat og hafið með gott salat, ost eða heilhveitibrauð og allir geta
farið ánægðir frá borðinu. Notið svo uppáhalds kryddjurtirnar með
til skrauts eða bragðbætis - til dæmis saxaða steinselju, dill eða
graslauk. Svo er hægt að nota alls konar fræ og hnetur út á súpur,
steikta brauðteninga, rifinn ost, jógúrt og jafnvel harðsoðin egg í
sneiðum.
Látið allt malla saman þangað til súpan er orðin þykk. Ef ekki er
nógur tími til að láta hana þykkna sjálfa er hægt að nota blandara til
að flýta fyrir sér og blanda saman baununum og soðinu þegar þær eru
næstum soðnar. Látið síðan malla eins og áður. Hrærið saman jógúrt
og chilidufti, ausið súpunni upp í heitar skálar og skreytið hverja skál
með 1 msk. af jógúrt.
Þvoið baunirnar og látið þær liggja í bleyti í vatninu yfir nótt. Næsta
dag er suða látin koma upp á baununum og þær látnar malla við lítinn
hita í um það bil 1 klukkustund.
Á meðan er hituð stór panna. Látið út á hana matarolíuna og
grænmetið og það steikt þangað til það fer að mýkjast. Látið saltið út
í og bætið við vatni cf með þarf. Látið suðuna koma upp og látið malla
við lítinn hita en loks í um það bil 30 mínútur, eða þangað til súpan
er þykk og grænmetið er orðið meyrt.
Hrærið saman vatni og hrísmjöli, látið í pott og látið malla í 30
mínútur. Hitið litla pönnu. Látið út á hana laukinn og selleríið eða
sveppina og steikið létt. Bætið þeim út í pottinn með súpunni og látið
malla í 15 mínútur í viðbót.
Baunasúpa
3 bollar baunir (hvítar baunir,
pintóbaunir)
3 bollar vatn eða súpusoð
2 msk. sítrónusafi
1 msk. matarolía
2 stórir laukar, fínsaxaðir
1/2-1 tsk. chiliduft
1- 2 tsk. sjávarsalt
Skraut:
6 msk. jógúrt
1/4-1/2 tsk. chiliduft
ítölsk mínestróna
1 1/2 bolli nýrnabaunir eða pintóbaunir
2 lítrar vatn
2 msk. matarolía
2- 3 laukar í frekar þykkum sneiðum
1- 2 hvítlauksbátar, saxaðir
3 sellerístilkar í 1/2-1 cm. sneiðum
2- 3 gulrætur í þunnum sneiðum
2-4 msk. steinselja, söxuð
2 tsk. sjávarsalt
tamari sojasósa eftir smekk
Skraut:
rifinn ostur
Kremuð grænmetissúpa
1/2 bolli hrísmjöl
4 bollar vatn
1/2 tsk. sjávarsalt
1 msk. matarolía
2 iaukar í sneiðum
3 sellerístilkar eða 1 bolli saxaðir sveppir
Skraut:
söxuð steinselja
Jógúrtsúpa
Leggið rúsínurnar í bleyti í kalda vatnið og látið þær þrútna, það
tekur um það bil hálftíma. Blandið saman jógúrt, mjólk, gúrku og
vorlauk, saltið en gætið þess að salta ekki of mikið. Bætið út í
ísteningunum og rúsínunum. Þekið skálina og kælið súpuna vel í
ísskáp. Berið fram í bollum eða súpuskálum og stráið yfir steinseljunni
og dillinu. Berið fram með þunnu hveitikexi.
1/3 bolli rúsínur
2/3 bolli kalt vatn
3 bollar jógúrt
1/3 bolli mjólk
1/3 bolli fínsöxuð gúrka
2 msk. fínsaxaður vorlaukur
1/4 tsk. sjávarsalt
5-6 ísteningar
Skraut:
1 msk. steinselja
1 tsk. dill
Fátæktog fáfræði
Kynstur eru af kvæðunum,
sem ég kann ekki
og fimin óit af ffársjóðum,
sem ég tann ekki.
Einhver veit þó allt það,
sem ég ekki kann
og geymir hjá sér altt það,
sem ég ekki fann.
Jaicofc Jónsson frá Hrauni