Tíminn - 03.08.1986, Blaðsíða 15

Tíminn - 03.08.1986, Blaðsíða 15
Sunnudagur 3. ágúst 1986 Tíminn 15 Þjóðsöngur Viðeyjar Hér viö Esju eldgömlu hlíðar eru mikil undur að ske. Hérna hittast fylkingar fríðar fast við landnáms helgustu vé. Okkar ríki verður eyjan til að pilturinn og meyjan, saman eigi góðar stundir setji friðarfundi. Skátar strengjum nú heit vor svo allir styrki drengskap og þor. Lag: Ingimar Eydal Ljóð: Aðalsteínn Hallgrimsson getur. Þar var íslenskum blaða- mönnum tekið með kostum og kynjum og veittur viðurgjörn- ingur. Af 15 félögum félagsins að Sólheimum voru 14 mættir til þings í Viðey og skemmtu sér hið besta og drógu hvergi af sér. Þar fengust þær fréttir að þegar íþróttahús Sólheima verður vígt, sem Reynir Pétur Ingvarson safnaði til fé, svo sem frægt er orðið, taki Skátafélagið stóran þátt í hátíðinni, en það aðstoðar að miklu leyti við undirbúning- inn. Því næst var kvöldvaka að fornum skátasið með söng og skemmtiatriðum í kringum varðeld. Sá háttur var hafður á að hvert félag.bauð öðru til sín og að vökunni lokinni gengu menn til náða. Tímamenn tóku síðustu bátsferð þann daginn til íslands og skammlíft lýðveldið Viðey kvatt með virðingu. Verum viðbúin saman. Frænkur okkar, Finnar, mættu galvaskar á svæðið. Þær eyddu tómstundum sínum við vefnað og bjuggu til ólar, sem kallast á finnmersku pirtanautta. Þær voru áður notaðar sem sokkabönd og enn þá hluti af þjóðbúningi Finna. Þrifnaður fór fram með sérkennilegum hætti í eynni, en blaðamenn bar að þegar Viðeyingar gengu til lauga. /MJJ ™ Svo sannarlega var ekki farið í hurðaiaust, þegar heilsað var upp á Eilífsbúa. „Ég ætla að fá tíu nagla!“ Leikþáttur á kvöldvöku, sem haldin var í Laugar- dalshöll í tilefni af 200 ára afmæli Reykjavíkurborgar. Mótssvæðið séð í austur og kamarinn í forgrunni, sem frægur var að endem- um.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.