Tíminn - 03.08.1986, Qupperneq 8
8 Tíminn
Sunnudagur 3. ágúst 1986
Eftir David Keys, fréttaritara Tímans í Bretlandi
ROMVERSKAR
RÚSTIR Á
BRESKA
RUSLAHAUGA
Borgin týnda, sem hefur verið vettvangur róm-
verskra stríða og árása víkinga, hefur loksins beðið
lægri hlut í viðskiptum sínum við tímans tönn. Hinn
rómverski hermaður fellur í valinn fyrir verkfræð-
ingunum
■f •
S
IÐSKIPTAHEIMUR
Lundúnaborgar í Bretlandi veit
nú ekki í hvorn fótinn skal stíga
varðandi ævafornt samfélag
sem lagði upp laupana fyrir rúm-
um 1500 árum.
Bankakerfi höfuðborgarinnar
og fjármálastofnanir aðrar víkka
nú stórum starfssvið sitt og
stækka við sig, en um leið rísa
Hugmynd Richards Emb-
leton, listmálara, um bygg-
ingaframkvæmdir róm-
versku hafnarinnar í
Lundúnum á þriðju öld. Leif-
um hafnarinnarsem nú hafa
fundist hefur verið ekið á
ruslahauga utan við borg-
Uppgröftur á mósaikgólfum á heimilum manna í róm-
versku stórveldisborginni Lundúnum. Þetta gólf hafði
greinilega verið skemmt af Söxum og síðar meir öðrum
þjóðflokkum sem hafa hertekið borgina í aldanna rás.
tugir nýrra skrifstofubygginga
og skýjakljúfa, en aðrar eldri
byggingar láta í minni pokann. I
kjölfar koma í ljós leyfar og
rústir löngu horfinnar borgar í
leðjunni úr byggingargrunnum
inni í miðri Lundúnaborg.
Hin forna stórborg rómverska
heimsveldisins, Lundúnir, var
einna stærst rómverskra borga á
sínum tíma og er grafin í jörð
um 4 til 7 metrum neðan hinnar
nýju borgar. Næstu fimm árin
munu leifar um 200 rómverskra
bygginga verða uppgötvaðar að
mati fornleifafræðinga.
Það er sorgleg staðreynd að
99% þessara endurfundnu bygg-
inga - allar rústir rómversks
stórveldistíma - verða skemmd-