Tíminn - 03.08.1986, Síða 14
14 Tíminn
Að leita að nál á kvenfólki
eða heilbrigð æska að leik.
Kvöldvaka skáta frá
Þórshöfn, Kópaskeri, Rauf-
arhöfn og Sólheimum, sem
Stefán Már stýrði af rögg-
semi.
Sunnudagur 3. ágúst 1986
Verum viðbúin
vinnum saman
Heimsókn til yngsta lýðveldis í heimi,
Viðeyjar, á þing skáta frá öllum
heimsins hornum
Danir óttuðust vætutíð í
Viðey og settu sig skör
hærra en aðrir skátar, sem
nutu veðurblíðunnar á
jörðu niðri.
Yngsta lýðveldi í heimi, Yiðey, hefur nú runnið stutt
skeið sitt nær á enda. Undanfarna viku hafa skátar, sem
kusu sér forseta og ráðherra, ráðið lögum og lofum þar í
ey á Landsmóti skáta, sem sótt var hvaðanæva af íslandi
og öðrum löndum.
Veðurblíðan hafði leikið við
1200 þegna Viðeyjar er Tíma-
menn litu í heimsókn, eftir að
hafa sýnt árituð vegabréf sín í
tollskoðuninni í Sundaborg og
siglt til hins nýja lýðveldis, þar
sem búa skátar frá 15 löndum,
Bandaríkjunum, Ástralíu,
Grikklandi, Ítalíu, Grænlandi,
Japan, Finnlandi, Þýskalandi,
Lúxemborg, Danmörku, Fær-
eyjum, Sviss, Noregi og Bret-
landi.
Þar voru miklar tjaldbúðir og
skiptist lýðveldið Viðey í sýslur,
nefndar eftir höfuðáttunum, og
tóku þrjár Neskaupstaðarmeyjar
að sér að fararstýra blaðamönn-
um, - þær Margrét Einarsdóttir,
Erla Guðmundsdóttir og Heið-
rún Snæbjörnsdóttir.
Hvarvetna sátu hressir skátar
við tjöld sín og sungu hástöfum
hásum múturómi. Þá voru þeir
enn að dytta að ýmsu smávægi-
legu við smíðar og uppsetningu
trana í kringum búðir síns
félags, - og enn aðrir voru við að
matbúa. Japönsku stúlkurnar
fengu í hendur ýsu, flutta inn til
Viðeyjar frá Islandi, en þær
kenndu ekki fiskinn og spurðu
hvárt þetta væri matarkyns. Það
vakti furðu okkar íslendinga frá
Tímanum að Japanir skyldu
ekki kannast við fisk þó hann
talaði ekki japönsku, en við
komumst brátt að því, að
brauðmylsnan, eða raspið, sem
þakti flakið var furðuvaki hinna
austrænu Viðeyinga. Ávallt
reiðubúnir skátar í næsta tjaldi
komu því til bjargar og elduðu
fiskinn fyrir japönskurnar.
Leikir Viðeyinga komu ís-
lendingum spánskt fyrir sjónir.
Dálkar endasentust út um grasi
'gróin tún við Viðeyjarstofu svo
blaðamenn áttu fótum sínum
fjör að launa oftaren einu sinni.
Var því haldið hið snarasta
inn í búðir Skátafélags Sól-
heima, - sem mun vera eina
skátafélag þroskaheftra sem um
Pétur
Sigurðsson
Þór
Jónsson